Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 18

Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND AKUREYRI ÍBÚAR í Síðuhverfi á Akureyri gerðu sér glaðan dag um helgina, en þeir efndu til þorrablóts í hverfinu og var það haldið í Síðu- skóla. Formaður hverfisnefndar, Elín Magnúsdóttir, bauð gesti vel- komna og að því búnu tóku menn vel til matar síns. Dýrleif Skjóldal flutti annál ársins á léttum nótum og þá var farið í leiki sem ungir og aldnir tóku þátt í. Staðarskála- systur, Inga og Elín, stjórnuðu fjöldasöng, öll börn undir fermingu fóru á svið og sungu nokkur lög við góðar undirtektir og loks var stiginn dans. Um 120 manns mættu á blótið sem nú var haldið fyrsta sinni en ráðgert að gera að árlegum viðburði. Hverfisnefnd Síðuhverfis og stýri- hópur verkefnisins Barnið í brenni- depli efndu sameiginlega til þorra- blótsins. Morgunblaðið/Kristján Þorrablót Íbúar Síðuhverfis, jafnt börn sem fullorðnir, skemmtu sér vel á blótinu í Síðuskóla og er ráðgert að halda þorrablót í hverfinu árlega. Gerðu sér glaðan dag Upplýsingatækni | Fræðslufundur á vegum skólaþróunarsviðs kenn- aradeildar verður haldinn í dag, þriðu- daginn 25. janúar. Anna Ólafsdóttir, Med., aðjúnkt við kennaradeild Háskól- ans á Akureyri, flytur erindi sem hún kallar: Notkun upplýsinga- og sam- skiptatækni í námi og kennslu í Háskól- anum á Akureyri. Fræðslufundurinn, sem er öllum opinn, verður í stofu 16 í húsnæði kennaradeildar, Þingvall- astræti 23, og hefst kl. 16.15. Neskaupstaður | Á mörgum heimilum landsmanna eru hald- in gæludýr af hinum ýmsu gerð- um en það er væntanlega sjald- gæft að dómpápi sé gæludýrið. Fjölskyldan á Þiljuvöllum 32 í Neskaupstað, þau Stefanía Huld Guðmundsdóttir og Hjálmar Jóhannsson, ásamt börnum sínum, eru þó með einn slíkan í fóstri. Dómpápi er mjög skrautlegur smáfugl og flækist stöku sinnum hingað til lands. Fuglinn sem er í fóstri á Þilju- völlunum flaug á glugga fyrir tæplega þremur mánuðum og dasaðist mikið við höggið. Hlúð var að honum og síðan er hann búinn að vera sem gæludýr á heimilinu og dafnar vel. Ekki er búið að ákveða hvort honum verður gefið frelsi með batnandi tíð og blómum í haga í sumar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Vel haldinn Dómpápinn sem fóstraður er í Neskaupstað. Með dóm- pápa sem gæludýr Skákmót | Nemendur í Brekkuskóla og Lundarskóla stóðu sig vel á barna- og unglingaskákmóti sem KB banki stóð fyrir í samvinnu við Skákfélag Akureyr- ar í Lundarskóla um helgina. Kepp- endur voru um 35 talsins og var keppt í 9 aldursflokkum drengja og tveimur ald- ursflokkum stúlkna og miðað við bekkj- ardeildir grunnskólanna. Í drengja- flokki urðu úrslit þessi: 10. bekkur; Ólafur Evert Úlfsson Lundarskóla, 9. bekkur; Eyþór Gylfason Lundarskóla, 8. bekkur; Ólafur Ólafsson, Brekku- skóla, 7. bekkur; Gunnar Atli Eggerts- son Lundarskóla, 6. bekkur; Alexander Arnar Þórisson Giljaskóla, 5. bekkur; Kári Arnarson, Brekkuskóla, 4. bekkur; Mikael Jóhann Karlsson, Brekkuskóla, 2. bekkur; Úlfur Logason, Brekkuskóla, 1. bekkur; Hlynur Friðriksson, Gler- árskóla. Í stúlknaflokki urðu úrslit þessi: 9. bekkur; Guðrún Hilmarsdóttir, Lundarskóla, 4. bekkur; Lára Ein- arsdóttir, Brekkuskóla.    Í FYRSTA sinn standa nú yfir mælingar á loftmengun á Akureyri og munu þær standa fram í apríl. Þær fara fram í mælistöð sem er á horni Glerárgötu og Tryggva- brautar og fengin var að láni hjá Reykjavíkurborg. Mældir eru tveir þættir, svifryk og köfnunarefnisoxíð. Hægt er að fylgjast með mælingunum á vefnum www.loft.rvk.is sem er sérstakur loftmælingavefur Reykjavíkurborgar. Töflur og gröf merkt „færanleg mælistöð“ koma frá Akureyri. Mælingarnar eru sam- starfsverkefni Akureyrarbæjar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Á vef Akureyrarbæjar segir að til- gangurinn með mælingunum sé að fá vísbendingu um hugsanlega loftmengun á Akureyri. Fyrirfram er gert ráð fyrir að styrkur ofangreindra efna sé langt fyrir neð- an þau mörk sem talin eru skaðleg, en t.d. er talið að á köldum og kyrrum vetrardögum geti styrkur köfnunar- efnisoxíðanna á Akureyri nálgast viðmiðunarmörkin. Fleiri þættir koma til álita þegar loftgæði eru metin, en talið er að þeir, sem mældir eru að þessu sinni, gefi góða vísbendingu um loftgæðin á Akureyri. Loftmengun mæld ÁÆTLAÐ er að um eitt þúsund manns hafi lagt leið sína í Skautahöllina á Akureyri um helgina, en á laugardag var bæj- arbúum boðið að nýta sér aðstöð- una endurgjaldslaust. Hægt var að fá lánaða skauta án þess að greiða fyrir það sérstaklega og féll það vel í kramið hjá bæj- arbúum sem fjölmenntu í skauta- höllina og renndu sér af miklu kappi um svellið. Heilsuefling- arráð og Skautahöllin stóðu fyrir þessum skautadegi sem tókst í alla staði vel. Heilsuátakið „Einn, tveir og nú!“ stendur sem hæst um þessar mundir, hófst á liðnu hausti og stendur fram á vor, en markmið þess er að fá íbúa bæj- arins til að hreyfa sig meira. Þúsund á skautum Bryggjuhverfi | Hugs- anlegt er að bryggjuhverfi verði byggt við Mjóeyr- arvík á Eskifirði. Um- hverfisnefnd Fjarðabyggð- ar fjallaði á dögunum um uppdrætti og greinargerð skipulagsfulltrúa sveitar- félagsins um málefnið. Er áætlaður heildarkostnaður við slíka framkvæmd um 140 milljónir króna og lóð- ir um 40 talsins. Fyrir liggur að verði farið í upp- byggingu bryggjuhverfis við Mjóeyrarvík þurfi að gera hættumat vegna of- anflóða, aflétta strand- vernd á svæðinu og breyta aðalskipulagi. Bæjarráð Fjarðabyggðar mun fjalla fljótlega um málið.    Þorri | Þorrablótshald geis- ar nú um Austurland sem og aðra landsfjórðunga og var riðið á vaðið að kveldi bónda- dags, föstudagsins 21. jan- úar. Má búast við að þorra- blótshrinunni ljúki ekki fyrr en nokkuð er liðið á febr- úarmánuð. Eru þorrablót austanlands skv. lauslegri talningu á þriðja tuginn og fleiri hundruð vinnustundir fólks í fjórðungnum hafa far- ið í undirbúning skemmti- atriða, kartöfluskrælingar, niðurskurð og uppröðun súr- matar, svo eitthvað sé nefnt.    Umhyggja | Börn sem taka þátt í starfi Egilsstaðakirkju hugsa til þeirra sem um sárt eiga að binda vegna hamfar- anna í Asíu. Börnin gáfu rúmar þrettán þúsund krón- ur sem renna munu til hjálp- arstarfs á flóðasvæðunum. Neskaupstaður | Hópur áhuga- manna um stofnun „Strætóm- injasafns“ gekk á föstudag frá kaupum á strætisvagni Síld- arvinnslunnar í Neskaupstað. Kaup- verð vagnsins er ein króna. Á vef Síldarvinnslunnar, sem greinir einatt frá fleiru en bein- hörðum útgerðarfréttum, segir að vagninn sé fyrsti sjálfskipti bíllinn sem Strætisvagnar Reykjavíkur eignuðust á sínum tíma, en hann var tekinn í notkun árið 1973 og hóf feril sinn á leið 2 í Reykjavík. Bíllinn kom til Norðfjarðar í nóv- ember 1993 og hefur verið í notkun hjá Síldarvinnslunni síðan og séð um að ferja starfsfólkið utan úr bæ í Neskaupstað og inn í bræðslu og fiskiðjuver. Starfsfólk Síldarvinnsl- unnar kveður strætóinn sinn því með söknuði. Hans Sigfússon hefur keyrt bíl- inn frá upphafi, en hann hefur ver- ið opinber strætóbílstjóri hjá Síld- arvinnslunni í rétta þrjá áratugi. „Ég er búinn að vera fastráðinn í þessari keyrslu frá því árið 1975 en var þá búinn að vera í afleysingum frá 1961,“ segir Hans. „Þetta er þriðji strætóinn sem ég keyri hjá Síldarvinnslunni og hafa þeir allir verið keyptir frá Reykjavíkurborg. Sá fjórði var sömuleiðis keyptur þaðan. Þar áður var hér Dodge- vagn sem kom frá Akureyri og Chevrolet árgerð 1947 á undan hon- um. Það er sennilega búið að keyra starfsfólkið hjá Síldarvinnslunni í lokuðum farþegabílum frá því árið 1957,“ segir Hans. Kaupendur vagnsins stefna að því að koma á fót strætósafni og er markmiðið að koma vagninum í upprunalegt horf og mála hann grænan og hvítan. Þeir sem komu að ná í vagninn voru þeir Hall- grímur P. Gunnlaugsson, Valdimar Jónsson og Kjartan Pálmason, segir á sildarvinnslan.is. Öðruvísi útgerðarfrétt Síldarvinnslan selur strætó Ljósmynd/Síldarvinnslan Sá gamli seldur á krónu Hans Sigfús- son strætóbílstjóri til þrjátíu ára af- hendir Hallgrími P. Gunnlaugssyni lyklana. Djúpivogur | Þau Margrét Vilborg Steinsdóttir, André Sandö og Sandra Sif Karlsdóttir skemmtu sér afskaplega vel á skautum og hjóli á risastóru svelli sem myndast hefur á söndunum utan við Djúpavog. Svæð- ið er mjög vinsælt til útivistar og hefur verið þar margt um manninn undanfarna daga. Fólk er á skaut- um, gönguskíðum, sleðum, eða bara á göngu með börnin sín eða fjalla- hundana. Litadýrð lággengrar sólar umvefur mannfólkið á þessum blíð- viðrisdögum þorra.Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir Leikið í lita- dýrð á þorra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.