Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Vilhjálmur Eyþórsson: „For-
ystumennirnir eru undantekning-
arlítið menntamenn og af góðu
fólki komnir eins og allir þeir, sem
gerast fjöldamorðingjar af hug-
sjón. Afleiðingar þessarar auglýs-
ingar gætu því komið á óvart.“
Jakob Björnsson: „Mannkynið
þarf fremur á leiðsögn að halda í
þeirri list að þola góða daga en á
helvítisprédikunum á valdi óttans
eins og á galdrabrennuöldinni.“
Jakob Björnsson: „Það á að fella
niður með öllu aðkomu forsetans
að löggjafarstarfi.“
Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er
að án þeirrar hörðu rimmu og víð-
tæku umræðu í þjóðfélaginu sem
varð kringum undirskriftasöfnun
Umhverfisvina hefði Eyjabökkum
verið sökkt.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj-
um við að áherslan sé á „gömlu og
góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða
viljum við að námið reyni á og
þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og
sjálfstæða hugsun?“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómannalögin,
vinnulöggjöfina og kjarasamn-
ingana.“
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
ÞEGAR verið var að skipu-
leggja ferð Alþjóðabyggingar-
sambandsins hingað á fundi nor-
ræna byggingarsambandsins í
Stokkhólmi í nóvember á síðasta
ári var ákveðið að gestir okkar
skoðuðu aðstæður án beinna af-
skipta þeirra sem hefðu haft mest
afskipti af þessum deilum af hálfu
íslensku stéttarfélaganna. Þá
væri ekki hægt að saka þau um
að móta skoðanir þeirra. Ferðin
var sett upp þannig að þeir færu
austur og um svæðið í fylgd trún-
aðarmanna og þegar þeir kæmu
suður myndu þeir hitta forsvars-
mann samráðsnefndar og ASÍ.
Í samræmi við það gerði ég
ekki neinar athugasemdir þegar
starfsmenntaráð félagsmálaráðu-
neytis ákvað að árleg ferð ráðsins
yrði farin um Norðurland vestra
dagana 20.–21. janúar og hitta
forsvarsmenn fræðslusetra á
svæðinu. Lögð var mikil vinna
heimamanna í að skipuleggja
dagskrána svo við gætum komið
sem víðast við og hitt sem flest af
því fólki sem kemur nálægt sí-
menntun og starfsmenntun í at-
vinnulífinu. Þessar ferðir hafa
reynst ákaflega mikilvægur þátt-
ur í starfi ráðsins áður en árleg
úthlutun styrkja fer fram.
Það kom okkur í verkalýðs-
hreyfingunni í opna skjöldu þeg-
ar okkur barst boð frá Impregilo
um hádegi á þriðjudag að fara í
ferð austur á virkjanasvæðið dag-
inn eftir. Þar var okkur boðið í
ferð sem við höfðum skipulagt
sjálf og átt allt frumkvæði að!
Skyndilega einum degi áður en
ferðin er farin veður Impregilo
fram á sjónarsviðið og er orðinn
sérstakur gestgjafi og skipuleggj-
andi ferðarinnar. Það var af hálfu
stéttarfélaganna búið að ákveða
hvernig staðið yrði að þessu og
eftir samráð meðal okkar var
ekki talin ástæða til þess að
breyta því. Viðvera mín og fleiri
myndi engu breyta um niður-
stöðu ferðarinnar. Það hefði aftur
á móti eyðilagt mikla vinnu norð-
anmanna vegna heimsóknar
starfsmenntaráðs félagsmála-
ráðuneytis undir forystu Gissurar
Péturssonar, formanns ráðsins.
Þetta kom glögglega fram hjá
mér á heimasíðunni. Morgunblað-
ið sá hins vegar eitt fjölmiðla
ástæðu til þess að grípa tvö orð
úr þeirri grein og slíta þau úr
samhengi og leggja málið upp
með harla einkennilegum hætti.
Á þeim ósmekklegu nótum er svo
hamrað á forsíðu sl. laugardag.
Góður árangur ferðar hinna
ítölsku félaga okkar og deildarstj.
Alþjóðabyggingarsambandsins
kom vel fram sl. föstudag. Fyr-
irtækið lofar landsmönnum í
beinni útsendingu að laga allt
sem úrskeiðis hefur farið. Hefja
beinar viðræður við stéttarfélögin
um þau ágreiningsatriði sem uppi
eru eins og t.d. skattamál, launa-
mál, bónusmál, lengd úthalda,
greiðslur í sjúkrasjóði og taka
upp eðlileg samskipti og þannig
mætti lengi telja. Vitanlega fögn-
um við þessum árangri og ég
mun svo gefa félögum mínum
skýrslu um efndir Impregilo þeg-
ar ég hitti þá á næsta stjórn-
arfundi í Evrópska sambandinu í
Lúxemborg í vor. Við sem höfum
verið í forsvari vegna þessarar
deilu verðum vart sakaðir um að
hafa haft áhrif á hvernig félagar
okkar mótuðu skoðanir sínar á
aðstæðum. Árangur ferðarinnar
sem við skipulögðum náðist full-
komlega.
Ég get hins vegar ekki að því
gert að setja fram meðfylgjandi
vangaveltur: Impregilo sló marga
Íslendinga hressilega utan undir
þegar fyrirtækið hótaði að það
myndi sjá til þess að við þyrftum
að greiða verulega hærri skatta,
fengi það ekki að haga sér að vild
með innflutning erlendra launa-
manna. Fyrirtækið málaði sig svo
endanlega út í horn þegar það
vanvirti starfsnefnd Alþingis. Þá
vantar illilega stimpla Vinnu-
málastofnunar á atvinnuleyfi um
300 Kínverja svo þeir komist hjá
að taka á þeim vanda sem stétt-
arfélögin hafa verið að benda á.
Vitanlega vona ég eins og allir
aðrir Íslendingar að fyrirtækið
standi við þau loforð sem gefin
voru á föstudaginn. En minni
jafnframt á að það hafa verið
gerðir samningar við Impregilo í
góðri sátt, en þeir hafa svo reynst
harla haldlitlir. Ég sendi blaða-
mönnum Morgunblaðsins kveðj-
ur, en fréttamat þeirra er harla
einkennilegt í þessu máli.
Kannski það hafi nú verið með-
vituð fjarvera okkar sem höfum
staðið í forsvari fyrir bláfátæka
erlenda launamenn, sem leiddi til
þess að Impregilo gaf sig og lof-
aði að ráða bót á framferði sínu
gagnvart Íslendingum og hinum
erlendu gestum okkar
Guðmundur Gunnarsson
Fréttamat
Morgunblaðsins
Höfundur er formaður
Rafiðnaðarsambandsins.
ÉG GET ekki orða bundist eftir að
hafa hlustað á ómaklegar og ómál-
efnalegar árásir Gylfa Arnbjörns-
sonar í fjölmiðlum á formann Sam-
fylkingarinnar. Hvílík
misnotkun á hreyfing-
unni! Þetta er einsog
gamla sovétið þar sem
tilskipanir voru gefnar
út um það hvort menn
ættu að lifa eða fara í
Gúlagið! Mér er annt
um verkalýðshreyf-
inguna. Ég vona að les-
endur fyrirgefi heitar
tilfinningar mínar en ég
man ekki eftir að nokk-
ur forystumaður í
verkalýðshreyfingunni
hafi áður reynt að mis-
beita verkalýðshreyfingunni með jafn
svívirðilegum hætti í innanflokks-
átökum og Gylfi gerði þarna.
Það hefur enginn kosið Gylfa til
eins eða neins þó hann álíti sjálfan sig
vera búinn að taka öll völd á kontór
ASÍ með þeim aðferðum sem voru
notaðar til endurkomunnar úr afreks-
lausri ferð í fjármálageiranum. Gylfi
er umboðslaus maður þó allir innan
hreyfingarinnar viti að hann stefnir
leynt og ljóst að því að verða eft-
irmaður núverandi forseta sambands-
ins. Hann getur ekki ráðist fram gegn
einstaklingi – hver sem hann er – í
nafni verkalýðshreyfingarinnar eins-
og hann gerði. Það sem Gylfi gerði,
fyrst í Morgunblaðinu, og síðan í há-
degisfréttunum í ríkisútvarpinu, er
einhver grófasta mis-
notkun á hreyfingunni
sem hefur átt sér stað.
Gylfi hefur engan rétt til
að tala fyrir hönd verka-
lýðshreyfingarinnar
með þessum hætti. Hon-
um væri sæmst að
reyna að berjast betur
fyrir láglaunafólki á Ís-
landi í stað þess að mis-
beita afli hreyfing-
arinnar hvað eftir annað
til að verja ríkisstjórn-
ina, og nú síðast til að
ráðast með einstaklega
lágkúrulegum hætti að einstaklingi í
stjórnmálum.
Ég hef hvorki hitt né séð Össur
Skarphéðinsson um langt árabil. Ég
átti við hann gott samstarf í Alþýðu-
bandalaginu hér á árum áður þar sem
hann var alltaf góður málsvari lág-
launafólks á Íslandi. Í seinni tíð dáðist
ég sem áhugamaður um stangaveiði
að frábærri bók hans um stórurriðann
í Þingvallavatni og árangri með Sam-
fylkinguna. Ég gekk í Samfylkinguna
þó svo að ég efaðist um framtíðina,
hélt að það yrði aldrei barn úr þeirri
brók. En Össuri tókst það sem enginn
hafði trú á. Hann byggði upp góðan og
stóran flokk sem jafnaðarmönnum er
sómi að. Ég er ekki viss hvort ég er
skráður í flokkinn í dag, en ætla að
ganga úr skugga um það, ástæðan
fyrir því er, að mér er gersamlega of-
boðið, árásir Gylfa Arnbjörnsson á
hann eru með þeim hætti. Skýringin
lá svo í augum uppi þegar ég renndi
yfir DV. Þar kemur fram að Gylfi er í
innsta herráði Ingibjargar Gísladótt-
ur. Það er mín ráðlegging til Ingi-
bjargar að biðjast undan vinnubrögð-
um af þessu tagi frá þessu eitraða peði
því að þetta á eftir að skemma og
skaða bæði flokkinn og Ingibjörgu.
Ég hlýt að álíta að miðstjórn ASÍ taki
á þessu alvarlega máli.
Óþverraleg árás
Gylfa Arnbjörnssonar
Björn Grétar Sveinsson
fjallar um málflutning
Gylfa Arnbjörnssonar ’Það er mín ráðleggingtil Ingibjargar að biðj-
ast undan vinnubrögð-
um af þessu tagi frá
þessu eitraða peði …‘
Björn Grétar Sveinsson
Höfundur er fyrrv. formaður
Verkamannasambands Íslands
og miðstjórnar ASÍ.
ÞAÐ ÞÓTTI tíðindum sæta þegar
Ragnar kaupmaður í JMJ hér á Ak-
ureyri blés í lúður sinn og boðaði sér-
framboð Akureyringa
fyrir næstu þingkosn-
ingar. Rökunum sem
teflt er fram er að okk-
ur Akureyringa vanti
fulltrúa á Alþingi og
þeir sem þar eru í dag
standi sig ekki í stykk-
inu. Hér glittir sem
sagt eins og oft áður í
þá skoðun að þingmenn
séu kjörnir til þess að
gæta sérhagsmuna, ef
ekki sérhagsmuna ein-
staklinga eða fyr-
irtækja þá sveitarfélaga
eða annarra afmarkaðra hluta þeirra
kjördæma sem þeir eru í.
Við fyrstu sýn kann að vera að
þessi hugmynd sé hin besta og með
þessu skapist Akureyringum tæki-
færi til þess að hafa áhrif, koma sín-
um málum að, tryggja hagsmuni sína
o.s.frv. Þegar betur er að gáð má hins
vegar ljóst vera að hugmyndin er
með öllu ónýt. Hvert stefnum við ef
öll sveitarfélög í landinu ætluðu sér
að hafa þennan háttinn á? Er Ragnar
vinur minn Sverrisson virkilega
svona grænn að halda að þessi leið
skili okkur fram á veginn? Ég get eig-
inlega ekki ímyndað mér að Ragnar
hafi hugsað þessa leið til enda. Býður
mér í grun að í upphafi hafi hún verið
sett fram til þess að minna þá flokka
sem hér starfa á að framboðslistar
þeirra endurspegli eins og kostur er
íbúasamsetningu kjördæmisins. Í
fjölmiðlafárinu sem síðan skapast
sést mönnum ekki fyrir og missa sín
síðan í einhverja dellu,
sérframboð Akureyr-
inga í Reykjavík o.s.frv.
Ég er þeirrar skoð-
unar að ef Ragnari er í
mun að vinna að velferð
Akureyrar þá verði það
ekki gert með þessum
hætti. Miklu nær er þá
að efla þau stjórnmála-
samtök sem eru starf-
andi og hvetja og
styrkja það góða fólk
sem þar starfar til dáða.
Má í þessu sambandi
minna á að þingmenn
okkar eru ekki eylönd, þeir eru hluti
af hreyfingu sinni og ég vil meina að
þeir séu ekki svo bláeygir að halda að
þeir komist langt ef þeir hlusta ekki á
sitt fólk. Má líka minna á að flokk-
arnir halda sína kjördæmafundi,
landsfundi o.fl., sem allt er til þess
fallið að stilla saman strengi, miðla
málum o.s.frv. Slíkt liggur í hlutarins
eðli og ætti að vera öllum ljóst.
Hvernig, Ragnar minn, á síðan
stefnuskrá þessa framboðs þíns að
líta út? Ætlar það að segja pass í öll-
um öðrum málum en þeim sem varða
hagsmuni Akureyringa, ætlar það að
falbjóða sig hæstbjóðanda í öllum
öðrum málum? Það þarf ekki lengi að
hugsa málið til þess að sjá hvílík fá-
sinna þetta er.
Síðast en ekki síst þá er vert að
minna á að það hlýtur að vera sam-
eiginleg ábyrgð þeirra 63 þingmanna
sem starfa á Alþingi að horfa til hags-
muna Íslendinga allra, gæta jafn-
ræðis, taka rökstuddar ákvarðanir og
það sem öllu skiptir að móta leik-
reglur sem skapa fólki og fyr-
irtækjum tækifæri því á endanum er
það jú það sem skiptir máli. Þar
liggja hagsmunir okkar Akureyringa
rétt eins og annarra landsmanna.
Komdu því niður úr þessu flugi
þínu Raggi minn, þú ert miklu betri
hér niðri á jörðinni.
Á flugi
Baldur Dýrfjörð fjallar um
sérframboð Akureyringa ’Miklu nær er þá að eflaþau stjórnmálasamtök
sem eru starfandi og
hvetja og styrkja það
góða fólk sem þar starf-
ar til dáða.‘
Baldur Dýrfjörð
Höfundur er lögfræðingur.
SEINNI hluta síðasta árs var
gefinn út af Umhverfisstofnun Ör-
yggisvísir um leik-
svæði barna. Hann
var gefinn út í kjölfar
nýrrar reglugerðar
nr. 492/2002 um ör-
yggi leikvallatækja og
leiksvæða og eftirlit
með þeim með breyt-
ingum árið 2003 og
2004. Öryggisvísir
leiksvæða er leið-
arvísir um öryggismál
leiksvæða og leik-
vallatækja ásamt und-
irlagi þeirra. Leik-
svæði á við svæði
hvort sem er innan dyra eða utan.
Í Öryggisvísinum er einnig fjallað
um eiturefni og efnisnotkun á leik-
svæðum og þar er einnig listi yfir
gróður sem hægt er að bera skaða
af.
Öryggisvísirinn er ætlaður til
leiðbeininga fyrir alla þá aðila sem
með einum eða öðrum hætti koma
að gerð eða rekstri leiksvæða um
hvert sé hlutverk þeirra sam-
kvæmt reglugerðinni.
Þar má nefna rekstr-
araðila leiksvæða,
starfsfólk þeirra,
hönnuði og verktaka,
eftirlitsaðila eins og
byggingarfulltrúa og
heilbrigðiseftirlit
ásamt fagaðilum á
sviði öryggismála.
Mikilvægt er fyrir
alla sem koma að
rekstri leiksvæða að
koma á innra eftirliti,
þ.e. reglubundinni yf-
irlitsskoðun, rekstr-
arskoðun og aðalskoðun. Í Örygg-
isvísinum má fá greinargóða
lýsingu á hvað felst í þessum
skoðunum. Öll ný leiksvæði verða
að uppfylla skilyrði þau sem koma
fram í reglugerð um leikvallatæki
og leiksvæði og eftirlit með þeim
en veittur er frestur til loka árs
2006 til að endurgera eldri leik-
svæði þannig að þau uppfylli skil-
yrðin. Það er von Umhverfisstofn-
unar að Öryggisvísirinn auðveldi
öllum sem koma að því að hanna,
reka og hafa eftirlit með leik-
svæðum og leiktækjum að standa
rétt að málum og leiði þannig til
öruggara leikumhverfis barna.
Til þess að nálgast Öryggisvís-
inn sjálfan og til frekari upplýs-
inga vinsamlega skoðið heimasíðu
Umhverfisstofnunar www.ust.is.
Öryggi leiksvæða
Hrefna Guðmundsdóttir
fjallar um öryggismál ’Mikilvægt er fyrir allasem koma að rekstri
leiksvæða að koma á
innra eftirliti…‘
Hrefna
Guðmundsdóttir
Höfundur er upplýsinga- og
fræðslustjóri hjá Umhverfisstofnun.