Morgunblaðið - 25.01.2005, Qupperneq 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
R
íkisstjórnin tók formlega ákvörðun um að
sækjast eftir sæti í Öryggisráði Samein-
uðu þjóðanna árið 1998. Allar götur síð-
an hefur legið ljóst fyrir að framboðið
sjálft og síðan þátttaka í ráðinu yrði
mjög kostnaðarsöm. Engar fjárhæðir hafa þó verið
nefndar opinberlega fyrr en nú að Einar Oddur
Kristjánsson alþingismaður heldur því fram opinber-
lega að kostnaður framboðsins geti orðið á bilinu 800
til 1.000 milljónir króna að óbreyttu. Vill hann að ís-
lensk stjórnvöld hætti við framboðið.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki fengist til að stað-
festa þennan kostnað. Kostnaðaráætlun var kynnt ut-
anríkismálanefnd Alþingis í nóvember sl. en end-
anlegar tölur munu þó ekki liggja fyrir. Ekki er
sjálfgefið hvaða útgjöld utanríkisþjónustunnar má
heimfæra með beinum hætti undir framboðið til Ör-
yggisráðsins en skv. heimildum Morgunblaðsins er sú
upphæð sem Einar Oddur heldur fram ekki fjarri
lagi, jafnvel hóflega áætluð ef eitthvað er.
Ríki sem sóst hafa eftir sæti í Öryggisráðinu hafa
þurft að leggja í mikinn kostnað vegna kosningabar-
áttu sinnar. Þegar Norðmenn náðu kosningu til Ör-
yggisráðsins árið 2000 lýsti Halldór Ásgrímsson, þá-
verandi utanríkisráðherra, því yfir í
Morgunblaðsfrétt 12. október sama ár að barátta
Norðmanna hefði kostað mikla fjármuni og það ylli
áhyggjum m.t.t. til framboðs Íslands síðar, hversu
hár kostnaður Norðmanna varð. ,,Norðurlöndin munu
þurfa að hafa sig öll við til að halda sinni stöðu,“ sagði
Halldór.
Stærsta verkefnið
Framboð Ísland til Öryggisráðs SÞ er án efa eitt
stærsta verkefni sem utanríkisþjónustan hefur tekist
á við til þessa. Tvö sæti eru í boði í ráðinu fyrir full-
trúa frá hinum svonefnda vestræna ríkjahópi og ljóst
er að framundan er hörð kosningabarátta, þar sem
bæði Austurríki og Tyrkland hafa tilkynnt framboð
til Öryggisráðsins fyrir sama tímabil.
Lengi vel voru það eingöngu Ísland og Austurríki
sem höfðu tilkynnt framboð fyrir tímabilið 2009–2010
en eftir að Tyrkland bættist í hóp framboðsríkja varð
borðleggjandi að Íslendingar stæðu frammi fyrir um-
fangsmikilli og harðri kosningabaráttu. Aðeins tvö af
ríkjunum þremur ná kosningu. Skv. heimildum Morg-
unblaðsins er farið að bera á efasemdum um mögu-
leika Íslendinga á að ná kosningu, þrátt fyrir ötult
kynningarstarf og undirbúning á vettvangi utanrík-
isþjónustunnar. Aðrir eru þó þeirrar skoðunar að vel
gæti svo farið að Íslendingar næðu kjöri.
Markmiðið með framboðinu er ekki að sækjast eft-
ir beinum ávinningi fyrir íslenska hagsmuni, heldur
styrkja stöðu og virðingu Íslands meðal þjóða og hafa
áhrif á alþjóðavettvangi.
Stuðningur og vilyrði hafa
fengist frá allmörgum ríkjum
Framboð Íslands hefur verið kynnt á undanförnum
misserum og kynningarefni sent til aðildarþjóða SÞ.
Þá hafa borist stuðningsyfirlýsingar og vilyrði frá
„allmörgum“ ríkjum eins og það er orðað í samtölum
við viðmælendur á vettvangi utanríkisþjónustunnar.
Hafa slík vilyrði um stuðning fengist frá ríkjum í öll-
um heimsálfum. Hefur m.a. verið sótt um stuðning til
smærri ríkja en utanríkisráðuneytið er enn sem kom-
ið er ófáanlegt til að gefa upp ákveðna tölu um fjölda
þeirra ríkja sem hafa lofað að greiða Íslandi atkvæði.
Þá ber að hafa í huga að vafasamt er að slík loforð
haldi í öllum tilvikum þegar á hólminn er komið í
kosningunum sjálfum haustið 2008. „Talið er að oft
séu það um 25 til 30 ríki sem standi ekki við gefin lof-
orð um stuðning,“ segir í greinargerð utanríkisráðu-
neytisins frá í desember 2002, en hún var tekin sam-
an vegna undirbúnings að framboði Íslands.
Þar segir að takmarkið í kosningabaráttun
fá loforð um stuðning eins margra ríkja og n
legt sé til að ná kosningu til setu í Öryggi
„Algert lágmark er væntanlega að hafa s
nógu margra ríkja til að uppfylla skilyrði sto
SÞ um 2⁄3 greiddra atkvæða í allsherjarþingin
ná kjöri. Oft er reynt að fá skriflega staðfe
loforðum um stuðning þótt því sé líka haldið
ekki skipti máli hvort slík loforð séu skrif
munnleg, aðalatriðið sé að þau séu afgerandi.
mennt þarf að gera ráð fyrir því að loforð um
ing haldi ekki alltaf á sama hátt og atkvæð
samningar eru ekki alltaf tryggir,“ segir þar.
Fjölga starfsmönnum og þjálfa
Kosningarnar sjálfar fara fram haustið 20
ríki á sæti á allsherjarþinginu sem kýs til se
yggisráðinu. Kosningarnar eru leynilegar. Rí
tilheyra svonefndum Vesturlandahópi (WEO
framboði annað hvert ár og eru þá tvö ríki
framboðsríkja þeirra kosin til tveggja ára
Norðurlandahópurinn býður fram í annað hve
sem ríki úr WEOG eru í framboði, þ.e.a.s. á
ára fresti. Danir tóku sæti í Öryggisráðinu u
ustu áramót.
Framboð Íslands er um leið norrænt fram
út frá því gengið að Norðurlöndin muni st
framboð Íslands og vinna því fylgi.
Ísland er í hópi fárra ríkja innan Vesturlan
ins sem aldrei hafa átt aðild að Öryggisráðin
eru þetta smáríki á borð við Liechtenstein,
og San Marínó.
Mörg dæmi eru þó um að smærri ríki hafi á
Öryggisráði SÞ. Alls hafa 36 ríki með færri
milljón íbúa átt þar fulltrúa að því er fram
rannsókn sem Þröstur Freyr Gylfason stjó
fræðingur vann fyrir utanríkisráðuneytið ár
vegna framboðs Íslands til Öryggisráðsins. Þ
einnig að nái Ísland kjöri yrði það fámennas
sem tekið hefur sæti í ráðinu.
„Ísland þarf að fjölga starfsmönnum, þjál
starfa á vettvangi alþjóðlegra stofnana og byg
þekkingu á störfum Öryggisráðsins, áður e
ingabaráttan hefst, til þess að tryggja að
þess verði tekið alvarlega og njóti nægilegs
sagði í áðurnefndri greinargerð utanríkisrá
isins.
Stjórnmálasambandi komið á
við yfir 40 ríki á fjórum árum
Einn mikilvægasti þáttur undirbúnings að f
Íslands er stofnun stjórnmálasambands við r
hingað til hefur ekki verið stjórnmálasamb
Stofnun stjórnmálasambands hefur yfirlei
fram á milli fastanefnda í New York og felu
sér að ríkin skiptist á sendiherrum. Hefur ver
ið á stjórnmálasambandi við fjölmörg ríki
anförnu. Skv. yfirliti utanríkisráðuneytisin
október sl. búið að koma á stjórnmálasamb
163 ríki. Aðeins fjórum árum fyrr eða árið 20
Ísland stjórnmálasamband við tæplega 120 rík
Mikil og kostnaðarsöm kosningabarátta fram
Vaxandi ef
um mögul
Fréttaskýring | Meiri þungi er að
færast í kosningabaráttu utanrík-
isþjónustunnar vegna framboðs
Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna fyrir tímabilið 2009 og 2010.
Efasemdir eru þó komnar upp um að
hár kostnaður réttlæti eftirsókn Ís-
lendinga eftir sæti í ráðinu. Fram-
undan er umfangsmikil og hörð
kosningabarátta. Ómar Friðriksson
fjallar um framboð Íslands
til Öryggisráðsins.
Taki Íslendingar sæti í Öryggisráði SÞ þarf Ís
AFL EVRÓPU
Í annað sinn á innan við viku hafaEvrópusambandsríkin sýnt að þauhafa burði til að standa jafnfætis
Bandaríkjunum þegar þau leggja saman
krafta sína. Í síðustu viku fögnuðu Evr-
ópuríkin nýju risaþotunni frá Airbus,
sem ógnar veldi Boeing í Bandaríkjun-
um. Ferð geimfarsins Huygens til Tít-
ans, tungls Satúrnusar, síðar í vikunni
var einkar vel heppnuð. Árangur af evr-
ópskum geimrannsóknum þykir mark-
verður, þrátt fyrir að Evrópuríkin verji
aðeins um fjórðungi þess fjár á hvern
íbúa sem Bandaríkin nota til geimferða.
Sem efnahagsveldi geta Evrópuríkin í
sameiningu skákað Bandaríkjunum. Á
sviði tækni og vísinda geta þau náð sama
eða betri árangri, eins og smíði Airbus-
þotunnar og afrekin í geimnum sýna. En
sem pólitískt veldi á alþjóðavísu stendur
Evrópusambandið Bandaríkjunum
langt að baki. Þar kemur einkum tvennt
til; hvort tveggja heimatilbúinn vandi
ESB-ríkjanna.
Annars vegar gengur þeim illa að
móta sér sameiginlega utanríkisstefnu.
Þau eru svifasein í ákvarðanatöku og
ólík saga og hefðir leiðandi ríkja innan
ESB valda sífelldum árekstrum. Hins
vegar hafa Evrópuríkin dregizt veru-
lega aftur úr Bandaríkjunum hvað hern-
aðargetu varðar. Þau verja ekki nægum
fjármunum til varnarmála og hafa auk
þess að mörgu leyti yfir úreltum herafla
að ráða; hafa alltof marga menn undir
vopnum, alltof marga skriðdreka og orr-
ustuþotur en vantar flutningsgetu til að
koma herliði um langan veg með
skömmum fyrirvara og skortir hátækni-
vopn og vel þjálfaðar úrvalssveitir til að
fást við óvini langt frá heimaslóðum.
Evrópuríkin eru enn upp á Bandaríkin
komin, jafnvel þegar við öryggisvanda-
mál í þeirra eigin bakgarði er að glíma,
eins og kom svo skýrt í ljós í ófriðnum á
Balkanskaga.
Evrópu skortir ekki fjármuni og
þekkingu til að endurnýja herafla sinn.
Bandaríkjamenn eru raunar boðnir og
búnir að veita Evrópuríkjunum aðgang
að eigin hernaðartækni til að gera þeim
kleift að hressa upp á varnir sínar, rétt
eins og þeir eru tilbúnir til nánis sam-
starfs við þau í geimferðum. Það er póli-
tíski viljinn sem skortir. Og um leið
blasir við að það umkvörtunarefni Evr-
ópumanna, að Bandaríkin komist upp
með of mikið á alþjóðavettvangi og séu
of einráð, er að mörgu leyti þeirra eigin
heimatilbúna vandamál.
Með því er ekki sagt að evrópskur
herafli, sem væri einhvers megnugur,
yrði einhvers konar mótvægi við herafla
Bandaríkjanna. Þvert á móti verður að
ætla að eftir sem áður taki Bandaríkin
og Evrópa í sameiningu á ýmsum ógn-
um og hættum á alþjóðavettvangi. En ef
Evrópa byggi yfir sambærilegum hern-
aðarmætti og Bandaríkin gæti hún jafn-
framt gert tilkall til sömu áhrifa á hinar
pólitísku lausnir, sem leitazt er við að
finna á ýmsum deilum og vandamálum.
Því að jafnvel sá, sem vill beita friðsam-
legum, pólitískum lausnum og forðast
stríð, nær betri árangri ef menn trúa því
að hann sé reiðubúinn að beita hervaldi í
síðustu lög ef samningar duga ekki.
Það væri þess vegna gott fyrir al-
þjóðakerfið og myndi stuðla að meira
jafnvægi í alþjóðastjórnmálum ef Evr-
ópuríkin tækju sig saman í andlitinu og
efldu hernaðarmátt sinn og ákvarðana-
töku í utanríkismálum. Afrek þeirra í
efnahagsmálum, flugvélasmíð og geim-
ferðum sýna að þau eru þess vel megn-
ug.
FORELDRUM VANTREYST
Þrátt fyrir mikilsvert hlutverkgrunnskólanna við menntun barna
hlýtur meginábyrgðin á uppfræðslu
þeirra og þroska ávallt að hvíla á herð-
um foreldranna. Að sama skapi verður
alla jafna að treysta foreldrum til að
meta stöðu barna sinna í námi og veita
þeim aðstoð og hvatningu eftir þörfum.
Um þetta eru sjálfsagt flestir sam-
mála. Nema starfsmenn Námsmats-
stofnunar, að því er virðist, en stofnunin
hefur sent foreldrum grunnskólabarna í
4. og 7. bekk bréf, þar sem mælst er til
þess að þeir undirbúi börn sín ekki sér-
staklega fyrir samræmd könnunarpróf
sem fara fram í byrjun febrúar.
Í bréfinu stendur meðal annars:
„Ekki er ástæða fyrir foreldra að und-
irbúa börnin sérstaklega fyrir prófin
enda eru þau hluti af hefðbundnu skóla-
starfi.“ Aðspurður hvers vegna foreldr-
um séu send þessi tilmæli svarar sviðs-
stjóri prófadeildar hjá Námsmats-
stofnun því í Morgunblaðinu í gær að
ekki sé ætlunin að keyra upp prófa-
stress hjá börnunum vegna könnunar-
prófsins. Hann segir kerfisbundna upp-
rifjun innan veggja skólans vera mun
gagnlegri fyrir börnin en að þau séu til
dæmis að fara í gegnum gömul próf með
foreldrum sínum.
Það er erfitt að átta sig á slíkum
hugsanagangi. Sjúklegur prófkvíði get-
ur vissulega verið vandamál í ein-
stökum tilvikum. En almennt hlýtur
venjulegur taugatitringur nemenda
fyrir próf frekar að flokkast undir heil-
brigðan metnað en sjúkdómsvætt
kvíðahugtak. Og spyrja má hversu góð-
ur undirbúningur það er undir lífið að
komast í gegnum grunnskólanám án
þess að þurfa nokkru sinni að „stressa“
sig fyrir próf? Þeir sem hafa reynslu af
skólakerfum í helstu viðmiðunarlönd-
unum vita aukinheldur að óhóflegar
kröfur eru síst að sliga íslenska grunn-
skólanema, miðað við jafnaldra þeirra
annars staðar. Öllu heldur bendir ým-
islegt til þess að kröfurnar mættu vera
ívið meiri.
Vitaskuld á að treysta foreldrum til
þess að meta hvort börn þeirra hafa
gagn af undirbúningi fyrir próf. Vand-
séð er hvernig slík aðstoð foreldra get-
ur skaðað nemendur, sem væntanlega
fá sína „kerfisbundu upprifjun“ í skól-
anum eftir sem áður. Próf hafa þann til-
gang, auk þess að mæla og bera saman
kunnáttu nemenda, að hvetja þá til að
tileinka sér námsefnið. Það er orðin æði
öfugsnúin forræðishyggja þegar ríkis-
stofnun mælist sérstaklega til þess að
foreldrar stuðli ekki að próflestri barna
sinna.
Slík forræðishyggja gagnvart for-
eldrum er reyndar ekki einsdæmi innan
menntakerfisins. Minna má á að for-
eldrar leikskólabarna eru víðast skikk-
aðir til að taka sér fjögurra vikna sam-
fellt sumarfrí á ákveðnum tíma vegna
sumarlokana leikskólanna, í nafni „fag-
legs skólastarfs“. Foreldrum er þannig
ekki treyst til að meta það hvernig best
sé að skipuleggja sumarleyfi barnsins
og þar með allrar fjölskyldunnar. Sum-
arlokanir leikskólanna í Reykjavík skila
Leikskólum Reykjavíkur sáralitlum
sparnaði, en valda foreldrum og at-
vinnurekendum miklum vandræðum ár
hvert.