Morgunblaðið - 25.01.2005, Síða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
N
ýlega fagnaði ég
tuttugasta og ní-
unda afmælisdeg-
inum og gantaðist
með það við vini
mína að nú væri ég kominn á „út-
sölualdur“. Því fylgdi sú hnyttna
skýring (að mínu mati) að þetta
væri í síðasta skipti sem fólk
heyrði hvað ég væri gamall og
segði: „Hva – bara næstum tvítug-
ur?“ rétt eins og þegar kaupmað-
urinn lætur vöruna kosta 29.900
og einhvers staðar í undirmeðvit-
undinni halda kúnnarnir að hún
kosti nálægt 20.000 kr.
Á þessum tímamótum rifjast oft
upp skemmtilegar minningar og
þar með einn af mínum uppáhalds-
köflum úr íslenskri bók, þegar
prakkararnir Jón Oddur og Jón
Bjarni gæddu sér á jarðarberja-
tertunni sem
móðir þeirra
hafði bakað.
Þeim fannst
berin svo góð
að þeir átu
bara eitt í
einu, til þess að mamma myndi nú
ekki taka eftir því. Þeir hugsuðu
sem svo að það væri allt í lagi að
taka eitt ber, og síðan annað. Ekki
þarf að fjölyrða um það að kakan
var orðin býsna berangursleg þeg-
ar þeir bræður höfðu satt hungur
sitt og jarðarberin fínu voru öll
komin góða leið niður melting-
arveginn.
Þetta er einmitt ein af þeim leið-
um sem hvað tíðast eru farnar af
þeim sem þurfa að valda skaða á
umhverfinu. Þeir valda skaða á
einum stað í einu, aftur og aftur,
þangað til ekkert er eftir. Þetta
sést fullvel á nýútkomnu korti sem
tíu íslensk náttúruverndarsamtök
hafa gefið út undir nafninu „Ísland
örum skorið“.
Þrátt fyrir að vera umhverfis-
verndarsinni (og nokkuð alræmd-
ur sem slíkur) hafði mig aldrei
grunað að málið liti svona út. Það
verður ósköp lítið eftir af fallega
hálendinu okkar þegar hinir fram-
kvæmdaglöðu hafa náð, með því
að narta í eina á í einu, markmiði
sínu um uppbyggingu stóriðj-
unnar hér á landi. Stóriðju, sem í
besta falli er umdeilanlegt hvort
veldur samfélagi okkar meiri hag
eða skaða.
Ásgeir Jónsson, lektor í hag-
fræði við HÍ, sagði í viðtali við
Morgunblaðið nú á sunnudaginn,
23. janúar, að þjóðhagsleg áhrif
stóriðju væru stórlega ofmetin.
Engin nauðsyn væri á uppbygg-
ingu hennar, þar sem hagvöxtur
hér á landi væri í raun óháður
henni. Ísland væri ekki í sömu
stöðu og þróunarlönd, sem þyrftu
að reiða sig á eina eða tvær fram-
leiðslugreinar til að leiða hag-
kerfið áfram. Ekki þyrfti að
byggja álver til að tryggja hag-
vöxtinn eða standa straum af vel-
ferðarkerfinu eins og svo oft væri
viðhaft. Það væru íslenskir at-
vinnurekendur fullfærir um, en
hæfni þeirra til þess hefði berlega
komið í ljós á undanförnum árum.
Ég fagna því að nú er Lands-
virkjun ekki lengur í einokunar-
stöðu til að gefa út litprentaða
bæklinga um málstað sinn. Hingað
til hefur þetta annars ágæta fyrir-
tæki nefnilega unnið nokkuð hörð-
um höndum að því fegra eyðilegg-
ingu hálendisins fyrir almenningi
og réttlæta það sem mér þykir
vægast sagt kæruleysisleg nýting
á viðkvæmri auðlind. Það hefur
líka loðað við undanfarið að nokk-
uð langt sé gengið í að ófrægja þá
fræðimenn sem hafa talað gegn
stóriðjunni. Það er vonandi að hin-
um ágæta lektor í hagfræði verði
leyft að njóta sannmælis.
Eins og ég hef áður sagt er
besta leiðin til að byggja upp þetta
land að hafa vel og fjölbreytilega
menntað vinnuafl með góðan að-
gang að stuðningi og fjármagni til
að koma hugmyndum sínum í
verk. Samfélagið þrífst nefnilega
best þegar fólk fær að prófa sig
áfram og leita hamingjunnar á eig-
in forsendum. Í því ljósi finnst mér
t.d. furðulegt að framsóknarmenn
í Skagafirði skuli vilja virkja jökul-
árnar þegar þeir hafa í héraðinu
mikinn fjölda af kláru og vel
menntuðu fólki sem er að vinna við
uppbyggingu fjölbreytts atvinnu-
lífs þar og atvinnuleysi er í raun í
lágmarki. Fólksflóttinn frá lands-
byggðinni er tímabundinn og óhjá-
kvæmilegur fylgifiskur borg-
arvæðingar Íslands og þróunin
mun væntanlega snúast við þegar
menn átta sig á því að það er betra
að búa vel að einstaklingum og
styðja þá í þeirra verkefnum en að
reyna að troða þeim ofan í fyr-
irfram ákveðna kassa með X
mörgum störfum.
Stjórnmálamennirnir okkar tala
oft hátíðlega um það að við verð-
um að „nýta þær auðlindir sem við
höfum á þessu litla landi úti í
miðju Atlantshafi“. Þessu er ég
sammála, en það er munur á því að
„nýta“ og „nota“. Nýtinn maður
myndi leita leiða til að fá sem mest
út úr hverri orkueiningu og gæta
þess að fara í hófi með þennan tak-
markaða forða, til að sóa honum
ekki til langframa, en sá sem ekki
nýtur þessarar guðsgjafar myndi
leita að skjótfengnasta gróðanum
til skamms tíma. Hann „notar“ svo
sannarlega auðlindirnar, en hann
nýtir þær ekki vel. Sá maður
bruðlar og sukkar, sem er einmitt
það sem einkennir stóriðjustefn-
una og það er kominn tími til að
fólk átti sig á því. Raforka er best
nýtt sem stoðafl fyrir háþróað
hagkerfi en ekki sem hráefni fyrir
framleiðsluhagkerfi.
Mér finnst ég sjá einhvern lax-
og minkaeldisglampi í augum
manna, einhverja von um skjót-
fenginn gróða, dálítið eins og
glampann sem var í augunum á
mönnum þegar verðbréfa- og upp-
lýsingatæknibólan var í þann
mund að springa framan í þá hér
um árið. Þekkingariðnaður og há-
tækni eru ekki eins og eitthvert
fljót sem maður getur stíflað og
horft á „gróðann sprautast út“.
Þekkingariðnaður og verð-
bréfamarkaður, rétt eins og raf-
orkan, eru best nýtt þegar þau eru
stoðeiningar í flóknu hagkerfi, en
ekki sem hráefni í framleiðslu-
hagkerfi. Þekkingariðnaður þrífst
í frelsi, rétt eins og hagvöxturinn.
Þess vegna ættu menn að sjá
hag sinn í því að stíga á bremsuna,
slaka á stóriðjustefnunni og sjá
hvernig þjóðinni reiðir af ef þeir
einbeita sér að því að byggja vel
undir innviði atvinnulífsins í stað
þess að handstýra því. Þá gætum
við, börnin okkar og börnin þeirra
lifað í landi velmegunar og heil-
brigðrar náttúru.
Nýtt
Ísland
Ekki þarf að fjölyrða um það að kakan
var orðin býsna berangursleg þegar þeir
bræður höfðu satt hungur sitt og jarð-
arberin fínu voru öll komin góða leið
niður meltingarveginn.
VIÐHORF
Eftir Svavar
Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
✝ Einar Hansenfæddist í Krist-
iansund í Noregi 28.
ágúst 1906. Hann
andaðist á Hrafnistu
í Hafnarfirði að
kvöldi 15. janúar síð-
astliðins. Foreldrar
Einars voru Krist-
ofer Hansen og
Kristin Lövik. Hálf-
bróðir Einars er Lor-
entz Tjelle, f. 3.12.
1918, d. 9.8. 1996,
kvæntur Elsu Tjelle,
f. 20.6. 1923.
Einar kvæntist 25.
desember 1942 Guðmundu Guð-
mundsdóttur, f. 6. október 1924.
Hún er dóttir Guðmundar Berg-
marsson, f. 1966. Börn þeirra eru
Vala María, f. 1988, Ásta Sæunn, f.
1991, Íris Tinna, f. 1993, Olga
Dröfn, f. 1994 og Sigurður Sjafn-
ar, f. 1996. C) Einar Bragi, f. 1968.
2) Drengur, andvana fæddur 1946.
3) Kristín Nanna, f. 1947, maki
Tómas Sigurbjörnsson, f. 1948.
Börn þeirra eru: A) Einar Hansen,
f. 1971, maki Ebba Áslaug Krist-
jánsdóttir, f. 1971. Börn þeirra eru
Kristín Nanna, f. 1995 og Halldóra
Elín, f. 2002. B) Sigríður María, f.
1976, maki Haukur Þór Hannes-
son, f. 1976. Sonur þeirra er Kári
Tómas, f. 2002. C) Andri Þór, f.
1979, maki Ásdís Helga Jóhannes-
dóttir, f. 1981. Sonur þeirra er
Tumi Steinn, f. 2004. 4) Elsa, f.
1952, maki Torsten Gunnarsson, f.
1955. Synir þeirra eru Richard
Þór, f. 1987, d. 1989 og Kristoffer,
f. 1992.
Útför Einars verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
mann Jónssonar frá
Blönduósi, f. 16. mars
1900, d. 31. janúar
1924 og Sigríðar
Kristínar Jónsdóttur
frá Hrófá í Stein-
grímsfirði, f. 2. ágúst
1883, d. 22. september
1960. Systur Guð-
mundu eru Helga Em-
ilía, f. 3. júlí 1921 og
Sigurbjörg, f. 11.
ágúst 1922, d. 18. júlí
1996. Börn Einars og
Guðmundu eru: 1) Sig-
urður, f. 1938, maki
Ásta Kristjánsdóttir,
f. 1941. Börn þeirra eru: A) Ragn-
ar Bergþór, f. 1963. B) Guðný
Sjöfn, f. 1966, maki Ingólfur Valdi-
Náttúrubarnið Einar Hansen,
tengdafaðir minn, er látinn í hári
elli. Einar fæddist á einni af eyj-
unum þremur sem mynda hinn
vinalega bæ, Kristiansund í Möre-
héraði í Noregi. Þar stundaði faðir
hans sjóinn og móðirin vann við
saumaskap. Þegar Einar var um
það bil fimm ára gamall, bar
skugga á tilveru hans. Faðir hans
lést og einstæð móðirin brá á það
ráð að koma drengnum sínum í
fóstur á fjölskylduóðalinu í Lövik í
Skálavíkurfirði, þar sem Sivert
frændi hennar bjó rausnarbúi. Þar
ólst Einar upp við leik og störf. Ef-
laust hefur umhverfið allt; sjórinn,
ár með boldangs laxi og mikið
fuglalíf á firðinum, virkað örvandi á
veiðieðli snáðans. Mótað ástríðu-
fyllsta veiðimann sem ég hef hitt
um dagana. Að renna fyrir fisk í
söltu eða fersku vatni, ganga til
rjúpu, skjóta gæs eða veiða mink og
tófu, voru ær og kýr Einars Han-
sen. En eins og háttur er góðra
veiðimanna bar hann einstaklega
mikla virðingu fyrir bráðinni og
allri náttúrunni.
En það átti ekki fyrir Einari að
liggja að verða stórbóndi í Noregi.
Að mjólka kýr, slá tún, eða stunda
önnur landbúnaðarstörf, heillaði
hann ekki. Stéttaskipting, þar sem
ekki var ætlast til að fóstursonur-
inn léki sér með börnum vinnu-
fólksins, fóru illa í hinn frjálshuga
dreng. Þegar hann fréttir, á fjór-
tánda ári, að móðir hans hafi látist,
strauk hann að heiman. Komst um
borð í fiskibát sem var að fara á
vetrarvertíð við Lófót og réði sig
sem kokk. Að vertíð lokinni komst
hann á skip sem hélt til selveiða í
Norður-Íshafinu. Vafalaust hafa
óblíð veður norðursins blásið í
brjóst hans þeim mikla lífsvilja og
seiglu sem einkenndu allt hans líf.
Hann réði sig á skip norsku Suður-
Ameríku línunnar og við tók nokk-
urra ára tímabil þar sem hann
sigldi með kol o.fl. frá Bretlandi til
landa Suður-Ameríku og með salt
norður á bóginn. Þetta var harður
skóli mikillar lífsreynslu, norski
fáninn tattóveraður á upphand-
legginn til öryggis. Ef hann bæri
beinin á þessum slóðum, væri al-
tént hægt að sjá að þar væri Norð-
maður á ferð. Árið 1930 ákvað hann
að hvíla sig í bili á siglingunum og
fór í land í Osló, þar sem hann sá
auglýst starf á býlinu Laugarnesi á
Íslandi. Hann ákvað að slá til og
freista gæfunnar. Þar með hófst
nýr kafli í lífi þessa ævintýra-
manns.
Mesta gæfuspor Einars varð
þegar hann vann ástir eftirlifandi
eiginkonu sinnar, Guðmundu Guð-
mundsdóttur frá Blönduósi. Saman
stofnuðu þau heimili á Hólmavík á
Ströndum. Þar fann Einar sitt fyr-
irheitna land. Engan stað á jörðinni
hefur honum þótt vænna um. Í ára-
tugi gerði Einar Hansen út fiskibát
frá Hólmavík. Auk þess var hann
liðtækur selveiðimaður og skaut
fjölda af hrefnum. Einar veiddi
einu skjaldbökuna sem veiðst hefur
við strendur Íslands og prýðir
skepnan sú húsakynni Náttúru-
gripasafns Íslands. Þau hjónin
ráku um árabil gistiheimili á
Hólmavík. Hann var virkur í
íþróttafélaginu Geislanum og var,
honum til mikillar gleði, gerður að
heiðursfélaga þar fyrir nokkrum
árum.
Einar og Guðmunda fluttu í
Kópavog árið 1976. Þau veittu for-
stöðu fjölskylduheimili fyrir fjöl-
fötluð börn á vegum Öskjuhlíðar-
skóla í 17 ár. Þar naut Einar sín
ákaflega vel, því hann var einkar
barngóður.
Árið 1985 barst Einari bréf frá
Noregi. Bréfið var frá manni að
nafni Lorentz Tjelle sem kvaðst
vera hálfbróðir hans. Í ljós kom að
móðir Einars hafði látist af barns-
förum. Það varð fagnaðarfundur
þegar þeir bræður hittust í Noregi
sumarið 1990 og ánægjulegt hefur
verið að kynnast þessum norsku
ættingjum konu minnar.
Einar var handlaginn maður og
naut þess að föndra við smíðar,
einkum þó að brenna myndir og
texta á ýmsar timburvörur. Gekk
hann að þessu með sömu atorkunni
og að öðru því sem hann fékkst við
um ævina. Þessir gripir hans prýða
heimili ættingja og vina um allt
land. Að sitja með hendur í skauti
var ekki stíll Einars Hansen. Síð-
ustu mánuðir voru honum erfiðir,
hrakandi heilsa batt hendur hans.
Hann naut sérlega góðrar umönn-
unar á Hrafnistu í Hafnarfirði síð-
ustu þrjú árin. Fyrir það ber að
þakka.
Það væri hægt að rita langa
grein um ævi þessa víðförla heið-
ursmanns sem við kveðjum í dag,
en hér skal látið staðar numið. Að-
eins þakkað fyrir hversu vel hann
hefur reynst mér og fjölskyldu
minni í gegnum árin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Tómas Sigurbjörnsson.
Þegar ég sat hjá honum afa mín-
um, nokkrum dögum áður en hann
lést, fór ég að hugsa um allar þær
stundir sem við áttum saman og
þau áhrif sem hann hefur haft á
mig. Mig langar því að minnast
hans með örfáum orðum.
Frá því ég man eftir mér vorum
við afi saman í skemmtilegum veiði-
ferðum, ýmist að leggja net í Stein-
grímsfirðinum eða standandi með
stangirnar við hinar ýmsu ár í
þeirri von að fá þann stóra. Á þess-
um ferðum okkar þreyttist hann
aldrei á að segja mér ævintýralegar
sögur af veiðiferðum sínum í gamla
daga.
Einnig eru eftirminnilegar ferðir
okkar í Laugardalinn á landsleiki í
knattspyrnu. Á vellinum sendi
þessi rólyndismaður bæði dómar-
anum og andstæðingum tóninn með
miklum tilþrifum. Hann átti það
líka til að sparka með íslensku
landsliðmönnunum þegar þeir voru
komnir í gott færi og þá fengu þeir
sem sátu fyrir framan okkur að
kenna á skothörku afa. Sem betur
fer fyrir alla þá sem sátu fyrir
framan okkur á þessum leikjum,
var lítið um upplögð færi hjá ís-
lenska landsliðinu á þessum tíma.
Það sem stendur þó uppúr fjölda
góðra minninga um hann afa eru
stundirnar þar sem við sátum bara
saman og spjölluðum um daginn og
veginn. Hvernig hann reyndi að
miðla af reynslu sinnar löngu ævi
um hvað það væri sem skipti raun-
verulegu máli í lífinu. Eftir að ég
eignaðist mína eigin fjölskyldu þá
minnti hann mig oft á hvað ég ætti
gott og að það yrði hlúa vel að fjöl-
skyldunni.
Þrátt fyrir að hann væri 65 árum
eldri en ég þá var afi einn minn
allra besti vinur, alltaf talaði hann
af mikilli hreinskilni og einlægni
um lífið og tilveruna. Á bakvið
sterka andlitsdrættina og kraft-
mikinn skrokk var maður sem hafði
stórt hjarta, vinur sem minnti mig
á frá fyrstu tíð að ekkert skiptir
meira máli en fjölskyldan og vin-
áttan, án þess ætti maður ekki
neitt.
Takk fyrir öll árin, vináttuna og
stuðninginn afi minn. Vonandi get
ég sagt þér sögur af þeim stóra
þegar við hittumst næst.
Einar Hansen Tómasson.
Hann afi minn sannaði það svo
eftir var tekið hve aldur er afstætt
hugtak. Sama ár og ég fæddist varð
afi minn sjötugur, en þegar ég
hugsa um allar minningarnar um
hann á ég erfitt með að trúa því.
Þær tengjast ekki gömlum manni
heldur fjörkálfi sem slappaði aldrei
nokkurn tíma af – nema jú kannski
yfir íþróttunum í seinni tíð.
Ég man eftir afa sem sigldi á
hraðbátnum um Steingrímsfjörð-
inn á sumrin og lagði silungsnet,
afa sem vissi ekkert betra en að
standa úti í á með veiðistöngina, afa
sem var einnig afi allra þeirra
barna sem dvöldu á sambýlinu í
Garðabæ hjá honum og ömmu, afa
sem ferðaðist um Norðurlöndin á
níræðisaldri, afa sem var hrókur
alls fagnaðar á mannamótum, afa
sem eldaði heimsins bestu kjötsúpu
og afa mínum listamanninum sem
sat löngum stundum við iðju sína í
eldhúsinu í Lundarbrekku. Minn-
ingarnar eru óteljandi enda var ég
svo lánsöm að umgangast afa og
ömmu mikið þar sem þau bjuggu í
næstu götu við mig alla tíð, eða þar
til þau fluttu á Hrafnistu fyrir
þremur árum síðan.
Þegar afi var um nírætt var
stundum rætt hvort ekki væri tíma-
bært að sækja um vist á dvalar-
heimili. Þá hneykslaðist afi og
sagðist ekkert hafa þangað að gera
því á slíkum stofnunum væri bara
gamalt fólk! Þetta lýsir vel lundar-
fari afa því hann var ungur í anda,
hafði skýra hugsun og alltaf var
stutt í brosið og einstaka kímni-
gáfu.
Hann sagði ævintýralegar sögur
frá ferðalögum sínum um öll heims-
ins höf sem voru sumar einum of
skrautlegar til að vera sannleikan-
um samkvæmar. Ég efast enn um
tilvist margra þeirra en vogaði mér
þó aldrei að spyrja afa um sann-
leiksgildi þeirra. Það er ekki viðeig-
andi að spyrja góða sögumenn nán-
ar út í ævintýrin.
EINAR
HANSEN