Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 34

Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku besti afi minn. Margs er að minnast á þeim árum sem ég hef upplifað með þér en þau eru orðin vel á fjórða tug. Þú varst þó kominn vel yfir fimmtugt þegar ég kom í heim- inn. Ég minnist einstakrar góðsemi og umhyggju ykkar ömmu á mínum fyrstu æskuárum þegar ég bjó ásamt ungum foreldrum mínum uppi á lofti á Hjarðarhaga 31. Eftir að ég fluttist í burtu um nokkurt skeið minnist ég uppvöfðu dýnunnar sem ég svaf iðu- lega á við rúmgaflinn ykkar þegar ég kom í heimsókn úr Breiðholtinu, næstum því um hverja helgi. Seinna minnist ég tíma okkar á golfvellinum með ömmu. Mér reiknast til að á 38 ára ævi minni hafi ég búið á Hjarðarhagan- um, sem þú byggðir af miklum mynd- arskap árið 1955, í a.m.k. 30 ár og þá á öllum hæðum hússins í hinum ýmsu herbergjum. Það er því ekkert skrýt- ið að samband okkar væri sterkt og innilegt, sem og samband okkar ömmu meðan hún lifði. Ég fluttist al- farið til ykkar þegar ég gekk í Menntaskólann við Reykjavík en bjó í kjallaranum hjá ykkur þegar ég var í Háskólanum. Síðast bjuggum við saman á Haganum áður en þú fluttist á Vesturgötuna fyrir u.þ.b. tveimur árum. Þú varst alla tíð mitt helsta átrún- aðargoð í lífinu og við vorum afskap- lega góðir trúnaðarvinir. Mér leið allt- af einstaklega vel eftir samræður okkar og fannst ég ávallt betri maður á eftir. Það var afskaplega ljúft að flytja þér góð tíðindi. Þú samfagnaðir svo innilega og hjartanlega. Ég minn- ist langra og góðra samræðna þar sem þú varst meðal annars að leggja mér lífsreglurnar. Ég reyni eftir megni að lifa samkvæmt þeim. Sumt þarf samt alltaf lífið sjálft að kenna manni. Það hef ég t.d. reynt fyrir stuttu síðan þegar við Selma eignuð- umst dóttur okkar, þinn fertugasta afkomanda. Þú varst afskaplega farsæll í lífinu og lagðir geysilega mikið til sam- félagsins í mikilvægum félagsstörf- um. Hæst ber náttúrulega störf þín hjá Slysavarnafélaginu um 30 ára skeið. Þú varst líka farsæll í viðskipt- um og umfram allt heiðarlegur en barst samt lítið á, hugsaðir mest um að hafa nóg fyrir þig og þína, sem þú svo sannarlega gerðir. Síðast en ekki síst varstu mikill fjölskyldumaður og hugsaðir sífellt um hag stórfjölskyld- unnar þinnar, barna og barnabarna og annarra náinna skyldmenna þinna. Þú aðstoðaðir og léttir undir með öll- um eftir fremsta megni. Það er okkur hinum sannarlega til eftirbreytni. Þeir skipta tugum ef ekki hundruðum í stórfjölskyldunni sem þú hjálpaðir með einum eða öðrum hætti. Þú varst ávallt hetja okkar allra, stoð og stytta. Við vorum ekki eins nánir síðustu árin og oft áður. Örlögin höguðu því þannig. Við stóðum báðir fast á því sem við töldum best fyrir þá sem næst okkur standa. Undir það síðasta fann ég samt gömlu góðu tengslin á ný. Það skipti okkur öll geysilega miklu máli að þú skildir sáttur við, búinn að gera upp öll þín mál af rómaðri vand- virkni og velvild til stórfjölskyldunnar sem þú elskaðir svo mikið og dekraðir við alla tíð. Arfleifð þín er stórkostlegt verk- efni fyrir okkur afkomendur þína að vinna úr. Ég bið til guðs að okkur tak- ist vel upp. Eitt af því er til dæmis að tryggja æskustöðvum þínum í Aðal- vík, sem voru þér alla tíð svo hjart- fólgnar, veglegan sess sem minnis- GUNNAR FRIÐRIKSSON ✝ Gunnar Friðriks-son, fyrrverandi forseti Slysavarna- félags Íslands, fædd- ist á Látrum í Aðal- vík 29. nóvember 1913. Hann lést á Landspítala, Landa- koti, föstudaginn 14. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkj- unni 24. janúar. merki um þig og foreldra þína. Um það stöndum við barnabörn- in þín saman sem eitt og megi svo ávallt verða. Þá hvílir á okkur sú skylda að upplýsa og fræða afkomendur okk- ar um stórkostlegt lífs- hlaup ykkar ömmu, en þar ætti að vera á vísan að róa þar sem þú hefur auk alls annars verið af- kastamikill í ritsmíðum um þín mál, bæði út- gefnum og óútgefnum. Guð varðveiti þig og geymi, elsku besti afi minn. Ég trúi því að endurfundir ykkar ömmu hafi verið langþráðir og dásamlegir. Þinn dóttur- og uppeldissonur, Gunnar Heimir. Afi Gunnar lifði tímana tvenna, raunar mætti segja að hann hafi lifað ævintýralegu lífi. Hann ólst upp við stórkostlega náttúru, ótrúlegar vetr- arhörkur, ást og umhyggju en jafn- framt stöðuga ógn erfiðrar lífsbar- áttu. Í slíku umhverfi komust einungis þeir hæfustu af – afi, hann var afburðamaður. Hann var sinnar eigin gæfu smiður, með eindæmum farsæll. Fjölskylda afa var stór og ástrík og frá því ég man eftir mér var heimili afa og ömmu sannkallað ætt- aróðal þangað sem gaman var að koma. Þannig skilst mér að heimili þeirra hafi alla tíð verið og æskuheim- ili afa í Aðalvík einnig. Afi skilaði ótrúlega farsælu ævi- starfi. Hann tók þátt í umbyltingu ís- lensks samfélags. Afburða viðskipta- vit hans, færni hans í mannlegum samskiptum ásamt með ótrúlegum dugnaði og vinnusemi gerði hann sterkefnaðan og gerði honum kleift að vinna ómetanlegt starf að hugðarefn- um sínum samfélaginu til þvílíks gagns að seint verður ofmetið. Hann sinnti mikilvægum embættum, um- gekkst og átti að vinum framámenn, hitti forseta og fyrirmenni og ferðað- ist um allan heim. Hugurinn var samt alltaf bundinn við æskuslóðirnar í Að- alvík eins og heyra mátti af sögum hans. Engan þekki ég sem talað hefur af meira stolti og áhuga um forfeður sína og átthagana. Að sama skapi naut hann vinsemdar og virðingar samferðamanna sinna, nánast er sama hvern maður talar við fyrir vest- an – allir þekkja afa af verkum hans, göfuglyndi og dugnaði. Þetta varð mér ljóst er ég kom síðasta sumar á æskuslóðir afa. Ógleymanlegt er að horfa yfir Aðalvík í sumarblíðu. Hlusta á lágværan sjávarniðinn við ströndina á sléttri víkinni, gargið í sjófuglunum handan víkurinnar sem virtist magnast upp í kyrrðinni en á bak við allt þetta þungar drunurnar sem bárust yfir fjöllin frá opnu úthaf- inu. Fegurðin er ólýsanleg en tilhugs- unin um lífið á þessum slóðum, að stunda sjósókn við slíkan háska, ógn- vænleg. Enda voru slysavarnir afa hjartans mál. Vakti mér stolt og gleði að sjá glæsilegt björgunarskip Ísfirð- inga, Gunnar Friðriksson, bundið við bryggju á Ísafirði. Það sem afa var alltaf efst í huga þegar ég hitti hann nú hin síðustu ár – allt fram að kveðjustund – voru átt- hagar hans í Aðalvík, mikilvægi þess að halda á lofti minningu forfeðranna – sögunni, lærdómi hennar og mik- ilvægi þess að eiga góða afkomendur. Nú heyri ég aldrei aftur mæltar af munni afa sögurnar af forfeðrum okk- ar í Aðalvík og lífsbaráttu þeirra. Við sem eftir stöndum vitum að við eigum góða forfeður. Nú stendur upp á okk- ur að halda uppi merki afa Gunnars. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Blessuð sé minning afa míns Gunn- ars Friðrikssonar. Sigurður Narfi. Að segja frá afa er svolítið eins og að breyta gráum hversdagsleika í æv- intýri. Afi Gunnar var enginn venju- legur maður, enda kominn af engu venjulegu fólki. Aðalvíkin átti hug hans og hjarta og hann var stoltur af uppruna sínum. Hann var ekki síður stoltur af afkomendum sínum og sagði hverjum sem vildi heyra hve mörg barnabörn og barnabarnabörn hann ætti. Það er mikill missir að afa, sögum hans og nærveru. Undanfarin ár settist hann niður við skriftir og fór að skrá æviminningar sínar. Hann hafði sérstaka unun af því að minnast gamalla tíma og segja sögur af for- feðrum sínum í Aðalvík. Hann sáði fræjum frásagnarhefðar sem við af- komendurnir vonandi viðhöldum. Ég á eftir að sakna afa. Mér hlýnaði um hjartarætur í hvert sinn er ég tók upp símann hér í Kaupmannahöfn og heyrði rödd hans í símanum. Síðasta samverustund okkar var á Þorláks- messu þegar afi bauð okkur í skötu. Þar sátum við fjölskyldan saman, sá elsti og sá yngsti, sem hann kallaði prófessor Guðberg. Eins og iðulega kom fjöldi fólks að heilsa upp á hann. Við afi fundum það einu sinni út að hann stundaði meira félagslíf en ég. Það leið varla sá dagur að afi færi ekki út meðal fólks, hvort sem það var á á veitingahús með Gísla, á Kaffi París, í mat hjá sonunum, eða eitthvað með einkadóttur sinni, móður minni, sem hugsaði daglega um hann. Afi var þakklátur börnum sínum og fannst þau hugsa vel um sig. Afi sagð- ist treysta því að ég gengi frá bókinni einn daginn og það mun ég gera. Sög- urnar í henni ná langt út fyrir hans eigið æviskeið. Minni hans var með ólíkindum og því geyma gögn hans ómetanlegar frásagnir af mannlífi í Aðalvík fyrr á öldum. Sögur sem ann- ars hefðu dáið með honum. Þær eru Íslendingum mikilvægar og ég hlakka til að setjast niður til lestrar, því héðan í frá verða þær að duga. Afi hefur lokið æviskeiði sínu með dyggð. Afrek hans eru engu lík og vart hægt að rekja í minningargrein. Eftir situr minning um mann sem breytti gráum hversdagsleika í ævin- týri, og það vill þannig til að hann var afi minn. Íris Björg Kristjánsdóttir. Elsku afi, nú hefur þú kvatt okkur. Það er erfitt að hugsa sér lífið án þín, þar sem þú hefur verið svo stór hluti af mínu lífi. Hef ég til dæmis alltaf haldið því fram að ég væri að vestan og það var ekki fyrr en ég eltist sem ég fór að gera mér grein fyrir því að ég væri í raun aðeins að litlum hluta ættuð að vestan. Ég var svo heppin að fá að alast upp í kjallaranum hjá þér og ömmu fyrstu árin mín og þar var líf og fjör. Það fylgdi ykkur mikill gesta- gangur, enda heimili ykkar á Hjarð- arhaga hjarta stórfjölskyldunnar. Þið amma ferðuðust mikið, vegna vinnu þinnar og í frí til framandi landa og mér fannst þið lifa svo spennandi og skemmtilegu lífi. Ég man eftir því að vera að fylgjast með í sjónvarpinu þar sem verið var að sýna frá konunglegri veislu í Bretlandi og að reyna að koma auga á ykkur ömmu þar. Mér fannst það svo merkilegt að þið skylduð vera boðin í veislu í höll hjá alvöru drottn- ingu. Fyrsta bíóferðin sem ég man eftir var með þér, en hún var eflaust ekki eins ánægjuleg fyrir þig. Við frændsystkinin byrjuðum á því að ríf- ast um sætin í bílnum áður en við lögðum af stað. Þá áttir þú rauða flotta bílinn með bílbeltunum aftur í og það vildi enginn sitja í miðjunni. En að lokum komumst við af stað og mættum í Laugarásbíó. Þegar mynd- in byrjaði fór Auður systir að gráta og þú varðst að fara með hana fram. Síð- an týndi ég bleiku húfunni minni og Gunnar Heimir skreið um öll gólf að leita en fann hana ekki í myrkrinu og kom ég þá fram grátandi. En þú varst ótrúlegur, lést stöðva sýninguna, kveikja ljósin, fundum við húfuna og myndin gat haldið áfram. Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig í ósköpun- um þú fórst að því að láta stöðva bíó- sýninguna til þess eins að leita að bleiku dúskahúfunni minni. En svona varstu, traustur, ákveðinn, óhræddur og elskulegur. Þú varst líka trúr þín- um, en það sást best í veikindum ömmu. Ég var líka svo heppin að fá að vinna með þér í nokkur ár. Þú varst stoltur af mér, kynntir mig fyrir öll- um sem erindi áttu við þig og varst alltaf óspar á hrósið. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á því sem var að gerast hjá mér og það var gott að geta talað við ykkur ömmu um allt, sér- staklega á þessum erfiðu unglingsár- um. Afkomendur þínir skiptu þig miklu máli og þú fylgdist vel með þeim. Vissir alltaf hvað allir í þessum stóra hópi voru að gera og varst ánægður og stoltur af hópnum þínum. Þú varst óspar að hrósa strákunum mínum, kallaðir þá litlu foringjana. Þú varst þó sérstaklega ánægður með hve vel þeir una sér í Aðalvík. Aðalvík var þér alltaf ofarlega í huga sem og ættfræði, sem var mikið áhugamál hjá þér. Ég kunni ekki að meta hana fyrr en ég var kominn í Háskólann og bjó hjá ykkur ömmu. Þá sýndir þú mér allar ættartölurnar sem þú átt skrifaðar og fórst yfir það hvernig hinir og þessir væru skyldir okkur. Ég gat svo farið yfir þetta með þér aftur á morgnana, því ég á erfitt með að muna þetta. Kannski af því að ég hef ekki þurft þess, hef alltaf getað flett upp í þér. Mig langar að þakka þér fyrir það, elsku afi minn, hvað þú hafðir alltaf mikla trú á mér og mínum, varst óspar á hrós og hvatningu. Það kom sér svo sannarlega vel í lífsins ólgusjó og gaf mér líka trú á sjálfri mér. Þú varst okkur góð fyrirmynd og mun ég hafa þína lífsgleði og manngæsku að leiðarljósi. Bless, elsku afi, og takk fyrir allt. Þín Unnur Berglind. Elsku Gunnar langafi. Þú varst góður og blíður við okkur. Þú varst alltaf mjög hress og kátur og skemmtilegur. Við fengum alltaf kon- fekt þegar við komum til þín sem var mjög gott og þú varst alltaf að gefa okkur gjafir. Stærsta gjöfin sem þú gafst okkur var Aðalvík, en þar finnst okkur svo gott að vera. Við ætlum að fara þangað á hverju sumri og kannski förum við tvisvar þangað eitt- hvert sumarið. Þú varst besti langafi í heimi, bauðst okkur oft á Café París og að kaupa ís í Perlunni. Þú áttir skil- ið að björgunarbáturinn á Ísafirði var skírður eftir þér, því þú varst forseti Slysavarnafélagsins í 22 ár. Okkur þykir mjög vænt um þig og okkur fannst gott að hafa þig hjá okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Bless elsku afi Halldór Friðrik, Hákon Örn, Haukur Ingi. Kveðja frá Slysavarna- félaginu Landsbjörg Gunnar Friðriksson, fyrrum forseti Slysavarnafélags Íslands, er látinn. Gunnar var forseti Slysavarnafélags- ins í 22 ár og sat í stjórn þess í 26 ár. Á þeim tíma urðu miklar breytingar á félaginu. Byggt var nýtt hús yfir höf- uðstöðvar félagsins á Grandagarði 14 og var Gunnar formaður bygginga- nefndar. Í tíð Gunnars tók félagið virkan þátt í umferðaröryggismálum. Sérstaklega mætti nefna aðkomu fé- lagsins að undirbúningi og skipulagn- ingu hægri umferðar var tekin upp hér á landi árið 1968. Mikil vakning varð í starfi björgunarsveita félagsins á þessum árum og margar nýjar sveitir stofnaðar og mikil sérhæfing í björgunarstarfi fór að koma fram. Gunnar var einn ötulasti baráttumað- urinn fyrir stofnun Tilkynningar- skyldu íslenskra skipa árið 1968. Með því var stigið eitt mesta framfara- skref í öryggismálum íslenskra sjó- manna fyrr og síðar. Í lok síðasta árs bauð Slysvarna- félagið Landsbjörg fyrrum forsvars- mönnum þeirra félaga sem áður mynduðu félagið til samsætis í höf- uðstöðvum félagsins. Þar var þeim kynnt núverandi skipulag og starf- semi félagsins. Sérstaklega viljum við minnast þess hversu ánægður Gunn- ar var með þá þróun sem orðið hefur á starfsemi félagsins á síðustu árum þ.e.a.s. eftir að Slysvarnafélag Ís- lands og Landsbjörg – landssamband björgunarsveita sameinuðust árið 1999. Í heimabyggð Gunnars ber björgunarskip félagsins á Ísafirði nafn hans, sem sýnir hvaða virðingu og þökk menn bera til starfa hans fyr- ir félagið. Fyrir hönd Slysvarnafélagsins Landsbjargar vottum við ættingjum Gunnars okkar dýpstu samúð og minnumst hans með virðingu og þökk. Sigurgeir Guðmundsson, formaður. Föstudaginn 14. janúar 2005 lést minn gamli og góði vinur, Gunnar Friðriksson á Landakotsspítala. Hann var á nítugasta og öðru aldurs- ári og fékk hægt andlát eftir langa og annasama starfsævi. Gunnar Friðriksson kom ungur maður að vestan frá Látrum í Norð- ur-Aðalvík til Reykjavíkur og hitti þar unga stúlku að austan sem síðan varð kona hans. Það var afar góð vin- átta milli móður minnar og Unnar og Gunnars sem hélst ævilangt. Mar- grét, móðir mín og Unnur voru syst- ur, dætur Halldórs Stefánssonar á Fáskrúðsfirði. Heimsóknir voru tíðar og Gunnar og Unnur sem bæði komu staurblönk til Reykjavíkur fengu í fyrstu inni í íbúð móður minnar sem var dæmigerð kreppuáraíbúð eitt herbergi og eldhús uppi í risi á Laugavegi 76. Menn fóru upp á Bar- ónstíg í Sundhöllina til að komast í sturtu. Á menntaskólaárum mínum bjó ég um hríð hjá Gunnari og Unni á Hverfisgötunni. Eins og margir Vest- firðingar var Gunnar fljótur að koma undir sig fótum í Reykjavík. Hann gerðist mikill athafnamaður og var farsæll í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Gunnar og Unnur voru af þeirri kynslóð sem fæddist á árum heims- styrjaldarinnar fyrri og ólst upp á krepputímum. Hún átti ekki annarra kosta völ en að vinna eins mikið og orkan leyfði. Þessi kynslóð varð sterk að innviðum og hún skilaði glæsilegu ævistarfi. Það var hún sem með atorku sinni skapaði íslenska velferð- arríkið. Gunnar Friðriksson var góðum gáfum gæddur og hafði gott vald á rit- uðu máli. Árið 1990 skrifaði hann bók sem hann nefndi Mannlíf í Aðalvík. Þar lýsir hann endalokum aldalangr- ar sögu þar sem barist er á eyðilegum stöðum í návígi við náttúruöflin. Sú barátta var bæði grimm og mann- skæð. Lífið var linnulaus þrældómur. Í híbýlum sem voru hrörleg og lítil þoldu menn oft skerandi hungur og nístandi kulda. Eftir erfiðan róður urðu menn jafnvel að bera lífsbjörg- ina á sjálfum sér klukkustundum saman um fjallvegi, urðir og klungur og svelluð björg. Og bilið var oft stutt milli lífa og dauða bæði á sjó og landi. Menn sem lifa nú í allsnægtum hafa gott af að vita hvaðan þeir koma. Eftir 1920 fjölgaði sjóslysum. Gunnar varð að horfa á eftir báðum bræðrum sínum í sjóinn ásamt þrett- án öðrum ungmennum. Allir sem eftir lifðu í byggðarlaginu fóru þá til Reykjavíkur. Þegar ein leið lokast opnast oft önnur. Gunnar Friðriksson gerðist einn þeirra manna sem tók í lok fjórða áratugarins þátt í atburða- rás sem umbreytti á nokkrum áratug- um sögu þjóðar sem búið hafði við lifnaðarhætti í aldaraðir þar sem allt virtist standa kyrrt. Breytingar koma ekki af sjálfu sér. Það þarf athafna- menn til að hrinda þeim í fram- kvæmd. Auk umfangsmikillar kaupsýslu hafði Gunnar Friðriksson mikil af- skipti af félagsmálum. Störf hans ein- kenndust af hófstillingu og festu. Hann var hógvær maður að eðlisfari og ég held að honum hafi aldrei brugðist háttvísi. Þekktust eru störf hans sem forseti Slysavarnafélagsins í tæpan aldarfjórðung 1960–1982. Hann var snemma á Alþýðusam- bandsþingi og hann sat í stjórn Landakotsspítala. Hann vann einnig margvísleg störf í þágu blindra. Hann var formaður Bátafélagsins Bjargar og hann var árum saman í Sjómanna- dagsráði. Þá var hann kosinn til að mæta á stofnfundi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og þannig mætti lengi telja. hins vegar fékkst hann aldrei til að taka þátt í pólitísku flokksstarfi þó að hann hafi verið um

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.