Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 38

Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ SPENNAN í efstu flokkum Cor- us-skákhátíðarinnar fer vaxandi eftir því sem nær dregur lokum hennar. Taflmennskan í A-flokki hefur verið fjörug en við fyrstu sýn virðist sem margir tefli undir getu. Þannig hefur Alexander Morozevich verið heillum horfinn og Peter Svidler einnig. Gengi þeirra hefur reyndar farið batnandi en óhætt er að fullyrða að taflmennska þess fyrrnefnda hafi verið afar slöpp. Áhættan sem hann tekur hefur að jafnaði verið gríðarleg og hann virðist hættur að tefla eftir alfaraleiðum í byrjunum. Þetta ætti ekki að koma á óvart þar sem hann gaf út þá yfirlýsingu fyrir einu og hálfu ári að hann liti ekki lengur á sig sem atvinnumann í skák og að hann stúderaði lítið. Gengi Viswanathans Anands og Vladimirs Kramniks hef- ur tekið mikinn kipp og sérstaklega þess fyrrnefnda en hann hefur stund- um verið kallaður sláturhúsið með hraðar hendur. Anand vann nefni- lega þrjár skákir í röð eftir að hafa verið með minna en helmings vinn- ingshlutfall að fyrstu fjórum umferð- unum loknum. Kramnik hefur náð sér á strik eftir skelfilegt tap í ann- arri umferð gegn Veselin Topalov og hefur teflt af sinni alkunnu ná- kvæmni og listfágun. Engu að síður er hann einum vinningi á eftir efsta manni sem er einmitt búlgarski stór- meistarinn Veselin Topalov (2.757). Að átta umferðum loknum hefur hann 5½ vinning en næstir koma Pet- er Leko (2.749), Michael Adams (2.741) og Viswanathan Anand (2.786) með 5 vinninga. Alexander Grischuk (2.710) og Vladimir Kram- nik (2.754) koma í humátt á eftir með 4½ vinning. Allir þessir kappar eru kunn nöfn á ofurskákmótum af þessu tagi og hafa ásamt nokkrum skák- mönnum einokað þau mót í mörg ár. Kúbverski stórmeistarinn Lazaro Bruzon varð heimsmeistari unglinga fyrir nokkrum árum og hefur ekki áður fengið tækifæri til að taka þátt í mótum af þessari stærðargráðu. Þegar sjöttu umferð A-flokksins lauk var hann orðinn einn af forystusauð- um mótsins ásamt þremur öðrum köppum. Í næstu umferð beið hann lægri hlut fyrir Anand og í þeirri átt- undu mætti hann Búlgaranum snjalla. Hvítt: Lazaro Bruzon (2.652) Svart: Veselin Topalov (2.757) 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d3 Rc6 4. g3 g6 5. Bg2 Bg7 6. c3 Rge7 7. 0–0 0–0 8. He1 e5 9. Ra3? Topalov gagnrýndi þennan leik eftir skákina og taldi að 9. a3 með hugmyndinni b2-b4 hefði verið betra. Í framhaldinu teflir Kúbverjinn einn- ig of hægfara sem gerir svörtum kleift að hrifsa til sín frumkvæðið. 9. … d6 10. Be3?! b6 11. Dd2 Bg4! Hárrétt áætlun að skipta upp á hvítreita biskupnum þar eð þá gefst tóm til að hrinda peðframrásinni f7- f5 í framkvæmd fyrr. 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 Dd7 14. Bg2 f5 15. exf5 gxf5 16. f4 Had8 17. He2 De6 18. Dc2?! Bent var á eftir skákina að þessi leikur veikti valdið á f4-reitnum. Hins vegar opnast möguleikar með að koma drottningu fyrir á a4. 18. … Dg6 19. Kh2 19. … Kh8?! Færi svarts felast í styrkri stöðu á miðborðinu annars vegar og hins vegar sóknarfærum á kóngsvæng. Hvítur verður að reyna að opna taflið svo að biskuparnir hans fái að njóta sín ásamt því að koma riddaranum á a3 í gagnið. Í stað textaleiksins var 19. … d5 betra. 20. Da4 d5 21. fxe5 Bxe5 22. Bf4 Df6! Það eru oft svona litlir leikir sem þeir bestu sjá strax en minni spá- menn átta sig ekki á. Textaleikurinn styður stöðu svarts á miðborðinu og kemur drottningunni fyrir á heppi- legri stað og rýmir g6-reitinn fyrir riddarann. 23. Bxe5 Rxe5 24. d4 R5g6 25. dxc5 bxc5 26. Hf1 f4! 27. gxf4 Rf5 28. Dxa7 Dh4 Svartur hefur komið riddurum sín- um og drottningu í afar fallega víg- stöðu og skiptir litlu að til hafi þurft að kosta tveimur peðum. Nauðsyn- legt var fyrir hvítan að leika nú 29. Hf3! og hefði hann þá getað haldið taflinu gangandi. 29. Dxc5? Rxf4 30. Hd2 30. … Rxh3! Tætir hvítu kóngsstöðuna í sundur þar eð eftir 31. Bxh3 Dg3+ er öllu lokið. 31. Dc7 Hd6! 32. Rc2 Dg3+ 33. Kh1 Hh6 og hvítur gafst upp. Keppni í B-flokki Corus-skákhá- tíðarinnar er hörð og afar sterk. Azerski stórmeistarinn Shakhriyar Mamedyarov (2.657) er í efsta sæti og hefur vinningsforskot á Sergei Karjakin (2.599). Greinarhöfundi finnst þessi Mamedyarov einkar frjór og skemmtilegur skákmaður. Hann virðist geta búið til færi úr ólík- legustu stöðum. Byrjanir virðast ekki vera hans öflugasta hlið en hvöss og nákvæm taflmennska í mið- tafli er hrífandi. Garry Kasparov ólst upp í höfuðborg Azera, Baku, og virðist landið vera góð uppeldisstöð fyrir öfluga skákmenn. Skemmst er að minnast þess að Teimour Radja- bov hefur verið stórstirni í mörg ár en hann náði stórmeistaratitli fjórtán ára. Mamedyarov er nítján ára og hefur alla burði til að ná mjög langt. Ekki þarf að vera spámannlega vax- inn til aðgeta sér til um það að innan nokkurra ára verður hann keppandi á helstu ofurskákmótum heims. Við skulum líta á handbragð hans frá mótinu. Hvítt: Friso Nijboer (2.599) Svart: Shakhiyar Mamedyarov (2.657) 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f3 Be7 9. Dd2 0–0 10. 0–0–0 Dc7 11. g4 Rbd7 12. Kb1 b5 13. g5 Rh5 14. Rd5 Þetta afbrigði hefur verið vinsælt hin síðari ár og virðist sem hvítur fái gott tafl eftir þennan leik. 14. … Bxd5 15. exd5 Rb6 16. Hg1 Hab8 17. h4 g6 18. f4! Rxf4 19. Bxf4 exf4 20. Dxf4 Hfe8 21. h5 Bf8 Þegar lettneski stórmeistarinn Lanka hélt sína fyrstu fyrirlestraröð hér á landi voru stöður sem þessar teknar til gaumgæfilegrar skoðunar. Meginatriðið fyrir hvít er að koma riddara sínum fyrir á c6 og hefja svo aðgerðir á kóngsvæng. Óvíst er að aðstæður til þess séu heppilegar í þessari stöðu en í framhaldinu leggur hvítur allt kapp á að máta svartan en því var svarað með skeinuhættri gagnsókn. 22. hxg6 hxg6 23. Hh1 Bg7 24. Dh4 Ra4! 25. Hd4 Hbc8 26. Bd3 Svartur má ekki undir neinum kringumstæðum gefa eftir svartreita biskup sinn og nú nýtir hann sér veikleika hvíts á c2 og b2. 26. … He2! 27. Bxg6 Kf8! 28. Hf1 Hxc2! Nú eru öll sund lokuð fyrir hvítan eftir að hrókar svarts eru komnar inn fyrir aðra reitaröðina. 29. Df4 Hxb2+ 30. Ka1 Hg2 31. De3 He8! 32. Dd3 Hee2 33. Bxf7 Hxa2+ 34. Kb1 og hvítur gafst upp um leið þar sem hann yrði mát eftir 34. … Hgb2#. Skákþing Reykjavíkur komið á rekspöl Dagur Arngrímsson, Sigurbjörn Björnsson og Davíð Kjartansson eru efstir á Skákþingi Reykjavíkur eftir fjórar umferðir með 3½ vinning. Þessi röð gæti breyst þar sem alþjóð- legu meistararnir Sævar Bjarnason og Jón Viktor Gunnarsson eiga eftir að mætast en skák þeirra í fjórðu umferð var frestað. Sævar hefur fullt hús vinninga að þremur skákum loknum en Jón hefur 2½ vinning. Guðmundur Kjartansson, Tómas Björnsson, Jóhann Ingvason, Hrann- ar Baldursson, Ólafur Kjartansson og Halldór Pálsson koma svo næstir með 3 vinninga. Alls taka 58 skák- menn þátt í mótinu sem er betra en á síðasta ári. Teflt er í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, á miðviku- og föstudagskvöldum og síðdegis á sunnudögum. Nánari upp- lýsingar um gang mála er að finna á www.skak.is og á heimasíðu Tafl- félags Reykjavíkur. Topalov efstur fyrir lokaumferðirnar fimm SKÁK Wijk aan Zee CORUS-SKÁKHÁTÍÐIN 14.–30. janúar 2005 Shakhriyar Mamedyarov Veselin Topalov HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Sveit Garða og véla Reykjavíkurmeistari Sveit Garða og véla ehf. sigraði í Reykjavíkurmótinu í sveitakeppni sem lauk sl. laugardag. Í sigursveit- inni spiluðu Símon Símonarson, Sverrir Kristinsson, Sigfús Örn Árnason, Friðjón Þórhallsson og Hermann Friðriksson. Sveitin tók snemma forystuna í mótinu og hélt nánast til loka móts, en átján sveitir spiluðu, þar af ein gestasveit. Sextán sveitir öðluðust rétt til þátttöku í undankeppni Ís- landsmóts. Lokastaða efstu sveita: Garðar & vélar ehf. 323 Ferðaskrifstofa Vesturlands 320 Esso-sveitin 312 Grant Thornton 310 Skeljungur 309 Eykt 305 Vinabær 298 Gylfi Baldursson 285 Keppnisstjóri var Björgvin Már Kristinsson. Bridsfélagið Muninn, Sandgerði Aðalsveitakeppni félagsins stend- ur nú sem hæst en að þessu sinni taka 8 sveitir þátt sem er góð þátt- taka. Keppnin er spiluð í formi firmakeppni og er staða efstu sveita þessi: Ný-ung 71 VÍS 71 Benni pípari 65 Sparisjóðurinn í Keflavík 61 Toyota 61 SG-bílar 61 Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi en keppnin er nú hálfnuð. Spilað er í félagsheimilinu á Mána- grund og hefst spilamennskan kl. 19.30. Aðalsveitakeppnin í Hafnarfirði Staðan eftir 4 umferðir í Aðal- sveitakeppni Bridsfélags Hafnar- fjarðar er hörkuspennandi: Dröfn Guðmundsdóttir 72 Guðlaugur Bessason 72 Einar Sigurðsson 69 MAÓ 67 Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spil- aði tvímenning á tólf borðum mánu- daginn 17. janúar. Beztum árangri náðu í NS: Elís Kristjánsson – Páll Ólason 289 Dóra Friðleifsd – Jón Stefánsson 278 Ólafur Oddsson – Jón Bjarnar 231 Eysteinn Einarsson – Kári Sigfinnss. 227 AV Tómas Sigurðss. – Steindór Árnason 296 Sigurpáll Árnas. – Sigurður Gunnlaugss. 252 Kristinn Guðmss. – Guðmundur Pálss. 242 Þórhildur Magnúsd. – Helga Helgad. 232 Keppnin um Súgfirðingaskálina hafin Keppni um Súgfirðingaskálina, tvímenningsmót Súgfirðingafélags- ins, hófst um helgina með þátttöku 10 para. Þetta er fjórða árið sem mótið fer fram. Keppnin er í 4 lotum og gilda þrjár bestu til verðlauna. Úrslit úr 1. lotu urðu þessi en með- alskor er 108 stig: Björn Guðbjörnss. - Gunnar Ármannss. 133 Einar Ólafsson - Sigurður Kristjánss. 123 Guðni Ólafsson - Ásgeir Sölvason 120 Finnbogi Finnbogason - Magnús Jónss. 117 Guðrún Jóhannesd. - Gróa Guðnad. 115 Karl Bjarnason - Valdimar Ólafsson 113 Skor Björns og Gunnars er 62% Næsta lota verður spiluð kl. 13 sunnudaginn 13. febrúar í sal Stangaveiðifélags Reykjavíkur. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 18. janúar var spilað á 8 borðum. Meðalskor var 168. Úr- slit urðu þessi í N/S: Bjarnar Ingimarss - Friðrik Hermannss 203 Ásgeir Sölvason - Guðni Ólafsson 197 Bragi Björnsson - Auðunn Guðmundss. 169 A/V Kristján Þorlákss - Jón Sævaldsson 195 Bragi V. Björnsson - Guðrún Gestsd. 178 Þorvarður Guðmss. - Sverrir Gunnarss. 170 Frá Breiðfirðinga- félaginu Eftir jólafrí þ. 10. jan. mættu spil- arar til leiks endurnærðir og stút- fullir af hugmyndum. Úrslit urðu eftirfarandi í NS: Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfsson 188 Davíð Stefánsson – Gísli Gunnlaugsson 178 Haukur Guðbjarts. – Sveinn V. Kristins. 173 Sigríður Pálsd. – Ingibjörg Magnúsd. 173 AV Helga Helgadóttir – Ásta Erlingsdóttir 184 Bergljót Aðalstd. – Björgvin Kjartans. 184 Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 177 Frá bridsdeild FEBK Gjábakka Þriðjudaginn 18. jan. var spilaður tvímenningur á fjórum borðum. Úrslit urðu þessi: Magnús Halldórss. – Magnús Oddsson 57 Eysteinn Einarsson – Jón Stefánsson 56 Guðjón Kristjánss. – Magnús Oddsson 54 Spilað er alla þriðjudaga og hefst kl. 13.15 Sveit ÍAV Reykjanes- meistari í sveitakeppni Sveit ÍAV sigraði í Reykjanes- mótinu í sveitakeppni sem spilað var um helgina. Í sveitinni spiluðu Bern- ódus Kristinsson, Hróðmar Sigur- björnsson, Ragnar Jónsson, Georg Sverrisson og Ingvaldur Gústafsson. Aðeins fimm sveitir spiluðu í mótinu að þessu sinni en spilað var um 3. sæti í undanúrslitum Íslands- mótsins. Ástæðan er eflaust tvíþætt eða jafnvel þríþætt. Bridsíþróttin á mjög undir högg að sækja í Reykja- neskjördæmi þessi misserin og er í hálfgerðri tilvistarkreppu. Hin ástæðan er svo hin makalausa ákvörðun Bridssambandsins að dæma af BRU eina sveit í undan- keppninni vegna mistaka sem stjórnandi mótsins í fyrra gerði. Þar var bakari hengdur fyrir smið og hjálpar Reyknesingum ekki að ná sér á réttan kjöl á ný. Loks má geta þess að spilað var í húsi Bridssambandsins í Síðumúlan- um en það kom til m.a. vegna þess að ekki fékkst keppnisstjóri. Það er óviðunandi að Reykjanesmótið sé spilað í Reykjavík. Sveit Sparisjóðsins í Keflavík varð í öðru sæti í mótinu og sveitin GSE í því þriðja. Sveit ÍAV hlaut 94 stig, Sparisjóðurinn 92, GSE var með 78 stig og sveit Drafnar Guðmundsdótt- ur fjórða með 68. Morgunblaðið/Arnór Ragnarsson Reykjanesmeistararnir í sveitakeppni 2005. Frá vinstri: Ragnar Jónsson, Georg Sverrisson, Bernódus Kristinsson og Ingvaldur Gústafsson. Með þeim í sveit ÍAV spilaði Hróðmar Sigurbjörnsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.