Morgunblaðið - 25.01.2005, Síða 41

Morgunblaðið - 25.01.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 41 DAGBÓK 60 stunda hagnýtt og skemmtilegt tölvu- námskeið sem er sniðið að þörfum byrjenda. Farið af mikilli þolinmæði yfir námsefnið, sem er allt á íslensku. Kennt er á þau forrit sem mest eru notuð þ.e. Windows, Word, Excel, Internetið og Tölvupóst. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn til náms hjá NTV. Ertu búinn að kanna þinn rétt? Þetta námskeið hentar vel þeim sem hafa enga eða mjög litla tölvuþekkingu. Morgunnámskeið Mán - mið - fös 8:30-12:30 Byrjar 14. feb. - 7. mar.. Kvöldnámskeið Mán. og mið. 18-22 Byrjar 14. feb. - 16. mar. Verið velkomin á fyrirlestur um „Innflutningseftirlit matvæla“ hjá Umhverfis- stofnun í dag, þriðjudaginn 25. janúar, kl. 15-16 Aðgangur ókeypis. Fyrirlesari: Herdís Guðjónsdóttir á Matvælasviði Umhverfisstofnunar. Fyrirlesturinn verður haldinn í matsal Umhverfisstofnunar á Suðurlandsbraut 24, 5. hæð. Upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar www.ust.is Tímarit Félags íslenskra háskólakvenna,1. tölublað, 6. árgangur, er komið út.Að þessu sinni er sjónum beint að list-um. Ábyrgðarmaður tímaritsins er Geirlaug Þorvaldsdóttir, formaður félagsins. „Tímaritið hóf göngu sína árið 1998 og kemur út einu sinni á ári,“ segir Geirlaug. „Það hefur fengið góðar viðtökur en tilgangurinn er að fé- lagið hafi málgagn. Við höfum jafnan tileinkað okkur ákveðið þema í hverju blaði og höfum fjallað um jarðfræði, lögfræði, viðskiptafræði og sagnfræði, svo eitthvað sé nefnt, og nú er röðin komin að listum í víðum skilningi.“ En höfuðáherslan er samt á Norðurbryggju, menningarhúsið í Kaupmannahöfn. „Það er rétt. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti Íslands, var svo almennileg að veita okkur viðtal um endurbyggingu Norðurbryggju en það er okkur mikill heiður að hafa hana í blaðinu. Þá skrifar Anna María Bogadóttir líka fróðlega grein sem hún kallar Norðurbryggja – nýtt menningarhús á gömlum grunni en Anna María hefur starfað sem verkefnisstjóri hjá Norðurbryggju. Hún varði nýverið meist- araverkefni um samspil lista, tækni og um- hverfis við Upplýsingaháskólann í Kaupmanna- höfn. Í þriðja lagi er svo í blaðinu grein eftir Guð- rúnu Norðfjörð sem nefnist Hvað lærir maður í lista- og menningarstjórnun? en Guðrún hefur lokið MA-námi úr lista- og menningarstjórnun frá Goldsmiths University í London og hlaut m.a. styrk frá Félagi íslenskra háskólakvenna til þess.“ Svo minnist þú móður þinnar, Ingibjargar Guðmundsdóttur lyfjafræðings, sem lést á síð- asta ári, í formannsspjalli. „Já, mamma var formaður félagsins í sautján ár, frá 1962–1978, og gerði geysilega góða hluti. Mér fannst hún því eiga þetta skilið. Mamma er líka í mínum huga svo tengd orðinu list. Allt sem hún gerði varð að list. Fólk minnist oft pabba, Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk, sem mikils listunnanda en staðreyndin er sú að mamma var enginn eftirbátur hans. Uppeldi hennar var sannkallað listuppeldi.“ Hvernig má nálgast tímaritið? „Tímaritið er sent til allra félagskvenna, sem eru um 400 talsins, þeim að kostnaðarlausu, á bókasöfn og til framhaldsskólanna. Þá liggur það frammi í Bóksölu stúdenta, þar sem allir geta nálgast það endurgjaldslaust. Svo getur fólk bara hringt í mig og gerst áskrifendur. Það er alls ekkert skilyrði að vera háskólakona.“ Þannig að karlar geta líka tryggt sér áskrift? „Já mikil lifandis ósköp!“ Útgáfa | Tímarit Félags íslenskra háskólakvenna, sjötti árgangur, komið út Málgagn háskólakvenna  Geirlaug Þorvalds- dóttir er fædd í Reykja- vík árið 1939. Hún lauk stúdentsprófi frá MR og prófi í latínu frá HÍ. Þá lauk Geirlaug einnig prófi frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Geir- laug hefur um árabil starfað sem kennari við Menntaskólann við Hamrahlíð og einnig gegnt embætti formanns Félags íslenskra há- skólakvenna, sem stofnað var 1928. Hún á tvö uppkomin börn, Þorvald og Ingibjörgu. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 85 ÁRA afmæli. Í dag, 25. janúar,verður 85 ára Hildur Eiríks- dóttir, Meðalholti 8, Reykjavík. Eig- inmaður hennar er Snorri Dalmar. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 25. jan-úar, er fimmtug Kristín S. Pétursdóttir, Hrísmóum 1, Garða- bæ. Hún er með heitt á könnunni í dag. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 25. janúar,er fimmtug Guðrún Langfeldt, sjúkraliði, Maríubakka 8, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hilmar Ragn- arsson. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. – Fermingarfræðsla kl. 15 (hópur 3). Árbæjarkirkja. | Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðsla, spjall, helgistund o.fl. Allir vel- komnir. Áskirkja | Opið hús milli kl. 10 og 14 í dag. Kaffi og spjall. Bænastund kl. 12. Boðið upp á léttan hádegisverð. Allir velkomnir. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþjónusta alla þriðjudaga kl. 18:30. Digraneskirkja | Leikfimi Í.A.K. kl. 11:15. Kl. 12:00 léttur hádegisverður. Hugleiðing sr. Gunnar Sigurjónsson. Kaffi. 10–12 ára starf KFUM&K kl. 17:00–18:15, á neðri hæð. Húsið opnað kl. 16:30. Bænastund kl. 17:30. Alfa kl. 19:00. Upphaf námskeiðs (sjá nánar: www.digraneskirkja.is). Fella- og Hólakirkja | Strákastarf fyrir 3.–7. bekk í kirkjunni alla þriðjudaga kl. 16.30–17.30. Fríkirkjan Kefas | Bænastund kl. 20.30. Allir velkomnir. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídalínskirkju á þriðjudögum kl. 13 til 16. Við spilum lomber, vist og bridge. Röbb- um saman og njótum þess að eiga sam- félag við aðra. Kaffi og meðlæti kl. 14:30. Helgistund í kirkjunni kl. 16:00. Akstur fyrir þá sem vilja. Upplýsingar í síma 895 0169. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | „Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13:30–16. Helgistund, handa- vinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og allt- af eitthvað gott með kaffinu. Kirkjukrakk- ar fyrir 7–9 ára í Rimaskóla kl. 17:30–18:30, Æskulýðsfélag Grafarvogs- kirkju kl. 19:30, fyrir 8. bekk. Þorragleði eldri borgara í Grafarvogskirkju kl. 12:00. Páll Pétursson, fyrrv. ráðherra, flytur gamanmál. Sigurður Skagfjörð syngur ein- söng, organisti Hörður Bragason. Sig- hvatur Jónasson og Benedikt Magnússon leika á harmóniku, Þorvaldur Halldórsson syngur og spilar. Að lokum verður stiginn dans. Hallgrímskirkja | Starf með öldruðum alla þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. Fyrirbænaguðsþjón- usta alla þriðjudaga kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Hjallakirkja | Prédikunarklúbbur presta er í Hjallakirkju á þriðjudögum kl. 9.15–11 í umsjá sr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, hér- aðsprests. Bæna- og kyrrðarstund er í Hjallakirkju þriðjudaga kl. 18. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 kl. 19:00 www.gospel.is. Keflavíkurkirkja | Kirkjulundur opinn kl. 10–12 og 13–16 með aðgengi í kirkjuna og Kapellu vonarinnar. Starfsfólk á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi kl. 15:10–15:50 8. J.G. í Myllu- bakkaskóla. Kl. 15:55–16:35 8. E.E. og 8. Þ.G. í Heiðarskóla. Kl. 16:40–17:20 8. S.T. í Myllubakkaskóla. KFUM og KFUK | Ad KFUK í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, kl. 20 þriðjudag- inn 25. janúar. „Jólabókaflóðið“ rann- sakað. Arnfríður Einarsdóttir lögfræð- ingur, Guðrún Kristjánsdóttir prófessor og Anna Sigurkarlsdóttir öldrunarfulltrúi segja frá bókum sem þær hafa lesið ný- lega. Allar konur velkomnar. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni þriðjudaginn 25. janúar kl. 12:10. Kristniboðssambandið | Biblíuskólinn við Holtaveg býður til fræðslukvölds fyrir al- menning um Opinberunarbók Jóhannesar, fimmtudaginn 27. janúar kl. 20 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg, gegnt Lang- holtsskóla. Fræðsla kvöldsins verður í umsjá Ragnars Gunnarssonar skólaprests. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Laugarneskirkja | Kl. 16:00 TTT (5.–7. bekkur). Kl. 19:45 trúfræðsla. Sókn- arprestur stýrir umræðum um prédik- unartexta næsta sunnudags ásamt hópi annarra leiðtoga. Kl. 20:30 kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið inn um aðaldyr. Kl. 21:00 síðasta kynning á 12 spora starfi safn- aðarins. Næst verða hópar myndaðir. Óháði söfnuðurinn | Alfanámskeið II kl. 19–22. Fjallræðan. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, bað og jóga kl. 9, línudans kl. 11, postulínsmálning kl. 13. Hár- og fótsnyrting alla daga. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.30, smíði, útskurður kl. 13–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handavinna, hárgreiðsla, böðun, vefnaður, leikfimi, línu- dans, boccia, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl. 10–11 sam- verustund, kl. 11.15–12.15 matur, kl.14 fé- lagsvist, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Brids í Gjábakka í dag kl. 13.15. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skák kl. 13, leshringur kl. 16, umsjón Sólveig Sörensen. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði, Glæsibæ kl. 10. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Málun kl. 9.30, karlaleikfimi og bútasaumur kl. 13, vatnsleikfimi í Mýrinni kl. 9.10, les- hringur bókasafsins kl. 10.30. Opið hús í safnaðarheimilinu á vegum kirkjunar kl. 13, kóræfing FEBG á sama stað kl. 17. Fé- lagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30 vinnu- stofur opnar, m.a. glerskurður, postulíns- námskeið og perlusaumur án leiðsagnar, kl. 10.30 létt ganga, „Kynslóðir saman í Breiðholti“. Af óviðráðanlegum ástæðum fellur félagsvist fimmtud. 27. janúar niður, en hún verður 10. febrúar. S. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun, glerskurður, myndlist, hárgreiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 Bónusferð, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi frá kl. 9. Frjáls pjónastund, bridge kl. 13 og saumar kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–13, kortagerð o.fl, boccia kl. 9.30–10.30. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaað- gerðir – hársnyrting. Korpúlfar Grafarvogi | Fræðslufundur í Miðgarði á morgun, miðvikudag, kl. 10. Gestur fundarins er Regína Ásvaldsdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs Reykjavík- urborgar. Laugardalshópurinn í Þróttarheimilinu | Leikfimi fyrir eldri borgara í dag kl. 12.15. Sjálfsbjörg – félag fatlaðra á höfuðborg- arsvæðinu | Bingó í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 10.15– 11.45 enska, kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður, kl. 13–16 postulínsmálun, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 13– 14.30 leshringur, kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, hand- mennt, morgunstund og leikfimi fyrir há- degi. Handmennt og félagsvist eftir há- degi, allir velkomnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Fjallað um ný efni í Hafnarhúsi NICOLA Stattmann heldur fyrirlestur í Listasafni Reykja- víkur, Hafnarhúsinu í dag kl. 17. Stattmann er þýskur iðn- hönnuður sem hefur sérhæft sig í ráðgjöf varðandi ný efni og tækni sem þeim tengist. Hún hefur meðal annars skrifað bækurnar Ultra Light Super Strong og Handbuch Material Technologie. Stattmann hefur haldið fyr- irlestra og námskeið víða og er gestakennari hjá vöruhönn- unardeild Listaháskóla Íslands. Fyrirlesturinn í Hafnarhús- inu fjallar um ný efni og mögu- leika sem þau opna fyrir hönn- un og nýsköpun. Fyrirlesturinn er í boði Listaháskóla Íslands, Opna Listaháskólans og Iðn- tæknistofnunar. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og allir eru velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.