Morgunblaðið - 25.01.2005, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
LJÓÐASAFN Einars Más Guð-
mundssonar, Ræk mig nordlysene,
er að mati gagnrýnanda Politiken í
Danmörku dýrðleg og kröftug
lesning. Ljóða-
safnið kom út í
Danmörku fyrir
stuttu í þýðingu
Eriks Skyum
Nielsen og hefur
hlotið lofsamlega
dóma þar í landi.
Frískt loft
Gagnrýnandi
Politiken, Kim
Skotte, segir að í
fyrstu hafi Einar Már ort um
stjórnmál og síðan um íslenska
náttúru en best sé skáldið „þegar
þessir tveir sjónarhólar á veru-
leika tíunda áratugarins renna
saman og ljá hlutunum nýja merk-
ingu“.
Gagnrýnandinn segir Einar vel
kunnan í Danmörku fyrir afrek
sitt Engla alheimsins og Reykja-
víkur-trílógíuna (Riddara hring-
stigans, Vængjaslátt í þakrennum
og Eftirmála regndropanna) en
það sé vissulega vel þess virði að
kynnast betur ljóðskáldinu Einari
Má.
Hann bætir við að það að lesa
ljóð Einars Más Guðmundssonar
„sé eins og láta opna glugga upp á
gátt og finna ferska íslenska vinda
streyma inn“. Skotte lýkur dómn-
um á að kalla ljóðasafnið dýrðlega
og kröftuga lesningu.
Röntgengeislar, eldar og orð
Tilvistarlegt kastvopn sem
sveiflast á milli lífsþorsta og von-
brigða, hugsjóna og uppgjafar,
segir Liselotte Wiemer í Week-
endavisen. „Hérlendis þekkjum við
Einar Má Guðmundsson best sem
frábæran prósahöfund sem tekst
áreynslulaust að teygja regnvott
hversdagsraunsæi langt út yfir
mörk veruleikans. Þarna er horft á
heiminn neðanfrá, þar sem himinn-
inn speglast best. Og víða í ljóða-
gerð hans mætir manni sami óræði
sorti og grafalvarlegi léttleiki sem
sóttur er beint í íslenska brælu.“
Gagnrýnandinn segir að lokum:
„Einar Már Guðmundsson færir
okkur sjálfur norðurljósin í ljóðum
sínum. Eins og fjarlæga drauma,
kalda röntgengeisla, loga og lif-
andi orð.“
Danir molbúar
miðað við Íslendinga
Gagnrýnanda Jyllandsposten,
Erik Svendsen, verður tíðrætt um
afkastagetu íslensku þjóðarinnar:
„Við tölum um að við Danir
vinnum mikið en miðað við Íslend-
ingana erum við hreinir molbúar.
Ungur náungi frá Íslandi á núorð-
ið stærstan hluta Magasíns og nú-
tímatónlist getur þakkað Björk
margt. Á bókmenntasviðinu er það
síðan hið stóra og alþjóðlega nafn
Einars Más Guðmundssonar, en
verk hans eru kunn á dönsku.“
Í tilefni af útkomu ljóðasafnsins
var samkoma haldin í Svarta Dem-
antinum, byggingu Konunglega
bókasafnsins í Kaupmannahöfn,
þar sem Einar Már las úr bókinni
ásamt hinum þekkta danska höf-
undi Johannesi Møllehave og
hlýddi fjöldi manns á þá félaga.
Bókmenntir | Ljóðasafni Einars Más vel tekið í Danmörku
„Dýrðleg og kröftug lesning“
Einar Már
Guðmundsson
MIKIÐ eiga börnin á Íslandi gott
að eiga að listamenn á borð við þá
Þórarin Eldjárn, Atla Heimi
Sveinsson og Guðna Franzson sem
yrkja fyrir þau ljóð og lög – og
mikið eiga þau líka gott að eiga
leikhúsfólkið í Möguleikhúsinu
sem á sunnudag frumsýndi í leik-
stjórn Ágústu Skúladóttur leik-
gerðina Landið vifra byggðri á
ljóðum Þórarins með tónlist Atla
Heimis sem útsett er af Guðna.
Þrír trúðar og töframenn; þau
Aino Freyja Järväla, Alda Arn-
ardóttir og Pétur Eggerz, með lít-
inn sirkusvagn í farteskinu töfra
fram með látbragsleik, söngvum
og tali hnyttnu og hugmyndaríku
ljóðin hans Þórarins – til dæmis
ljóðið um hann Guðmund á Mýr-
um sem borðar bækur. Hér eru
engar ofskýringar, aðeins örlitlar
myndtengingar, og orðin og brag-
urinn skýr. Menn leika sér einsog
skáldið að orðum. Og í lokin án
þess að leikurinn og bragurinn sé
rofinn, en alveg frá upphafi er
beint samband við salinn, verða
börnin sjálf þátttakendur, sex ljóð
eftir heppna áhorfendur eru lesin
upp.
Það er eitthvað vita áreynslu-
laust, gamansamt, mjúkt og vand-
virknislegt við leikstjórn Ágústu
Skúladóttur og Möguleikhúsið
ætti að fá hana sem oftast til sam-
starfs. Búningar og leikmunir
Katrínar Þorvaldsdóttur eru ein-
faldir, glaðlegir og fallegir. Leik-
arar leika allir vel, stærðin á Pétri
sem stundum áður hefur verið til
trafala, fær virkilega að njóta sín,
ég hefði viljað fá að heyra Öldu
syngja meira og Aino Freyja var
óborganleg í látbragðsleiknum
þótt minnisstæðast verði sennilega
þegar hún reynir að halda lagi í
einum söngnum.
Mikið gagn og gaman hefðu öll
lítil börn á Íslandi, sem eru farin
að njóta þess að leika sér með orð,
af að sjá og heyra þessa sýningu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mikið eiga íslensk börn gott að eiga Möguleikhúsið að, segir María Kristjánsdóttir meðal annars.
Gagn og gaman
LEIKLIST
Möguleikhúsið
Eftir Þórarin Eldjárn ljóðin. Leikgerð:
Leikhópurinn. Viðbótartexti í bundnu
máli: Pétur Eggerz. Leikstjóri: Ágústa
Skúladóttir. Leikmynd: Bjarni Ingvarsson
og Katrín Þorvaldsdóttir. Leikmunir og
búningar: Katrín Þorvaldsdóttir. Tónlist:
Atli Heimir Sveinsson. Útsetningar og
hljóðmynd: Guðni Franzson. Leikarar:
Aino Freyja Järvelä, Alda Arnardóttir og
Pétur Eggerz.
Möguleikhúsið, sunnudag 23. janúar kl.
14.00.
Landið vifra
María Kristjánsdóttir
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
Stóra svið Nýja svið og Litla svið
HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna
Jónssonar eftir vesturfarasögu
Böðvars Guðmundssonar
Fim 27/1 kl 20,
Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT
Su 30/1 kl 20, - UPPSELT
Lau 5/2 kl 20, - UPPSELT
Su 6/2 kl 20,
Fim 10/2 kl 20 - UPPSELT,
Fö 11/2 kl 20, - UPPSELT,
Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT
Fi 17/2 kl 20,
Fö 18/2 kl 20, - UPPSELT
Lau 19/2 kl 20
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14,
SÍÐUSTU SÝNINGAR
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20
AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA
Lau 29/1 kl 20, Su 6/2, Fö 11/2 kl 20
Ath: Miðaverð kr. 1.500
HÉRI HÉRASON
Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt
LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI
NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA
Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin
Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins
Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Su 30/1 kl 20,
Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT
Lau 12/2 kl 20,
Su 13/2 kl 20
SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR
BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA
gildir ekki á barnasýningar!
BOUGEZ PAS BOUGER
Frönsk - japönsk nýsirkussýning
Lau 29/1 kl 20 - kr 2.100
Aðeins þessi eina sýning
SVIK eftir Harold Pinter
Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA.
Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20
SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR
eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS
Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20
Fi 3/2 kl 20, Lau 5/2 kl 20
• Föstudag 28/1 kl 20 LAUS SÆTI
• Föstudag 4/2 kl 20 LAUS SÆTI
geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON
☎ 552 3000
www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
Leikhúsferð til
Akureyrar!
Óliver! Eftir Lionel Bart
Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT
Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. UPPSELT
Fim. 03.2 kl 20 aukasýn. Örfá sæti
Fös. 04.2 kl 20 UPPSELT
Lau. 05.2 kl 20 Örfá sæti
Sun.. 06.2 kl 20 aukasýn. UPPSELT
Fös. 11.2 kl 20 Nokkur sæti
Lau. 12.2 kl 20 Nokkur sæti
Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega!
Tilboð til Visa-vildarkorthafa:
Fljúgðu á Óliver á punktum til 6. feb
TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 27. JANÚAR KL. 19.30
Verk fyrir flautu og hljómsveit eftir Mozart og Carl Nielsen
Sönglög og óperuaríur eftir Mahler, Bizet og Rossini
Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson
Einleikari ::: Hafdís Vigfúsdóttir, flauta
Einsöngvari ::: Sólveig Samúelsdóttir, mezzósópran
Miðasala í síma 545 2500 I www.sinfonia.is
Ungt
listafólk
2. sýning 13.feb. kl. 19.00 – 3. sýning 18.feb. kl 20.00
4. sýning 20. feb. kl. 19.00 – 5. sýning 25. febrúar kl. 20.00
6. sýning 27. febrúar kl. 19.00 – 7. sýning 4. mars kl. 20.00
8. sýning 6. mars kl. 19.00 – 9. sýning 12. mars kl. 19.00
Miðasala á netinu: www. opera.is
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Banki allra landsmanna
Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT