Morgunblaðið - 19.02.2005, Page 61

Morgunblaðið - 19.02.2005, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 61 RÍKISÚTVARPIÐ hefur starfrækt útvarpsstöðina Rondó frá síðasta sumri, en hún sendir út klassíska tónlist og djass allan sólarhringinn á FM 87,7. Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarráðunautur Ríkisútvarps- ins, segir að rásin sé liður í til- raunum útvarpsins með stafræna út- varpssendingu. „Við erum að vinna í tæknimálum þessa stundina og til landsins er kominn stafrænn sendir, sem við vonumst til að verði kominn í gagnið á Faxaflóasvæðinu um það leyti sem stóru páskaeggin koma í verslanir,“ segir hann. Þegar stafrænu útsend- ingarnar hefjast munu hlustendur þurfa sérstök móttökutæki sem ná bæði FM og stafrænum útsend- ingum. „Vonandi verða innflytj- endur þá í startholunum með að flytja inn slík tæki,“ segir Bjarki. Með þessum tækjum verður í fram- tíðinni hægt að taka á móti öllum rásum Ríkisútvarpsins. Tilraunaútsending Bjarki segir að þar sem á þessu stigi sé um tilraunaútvarp að ræða megi búast við að útsending geti fall- ið niður tímabundið, án fyrirvara, vegna tæknilegra breytinga eða við- halds. Tæknin heitir DAB – Digital audio broadcasting, en hún hefur verið að ryðja sér til rúms í ná- grannalöndunum. Sem stendur eru þó útsendingarnar hliðrænar, eða hefðbundnar, og nást einungis á Faxaflóasvæðinu. Þá má heyra út- sendinguna á breiðbandi Símans og dreifikerfi Norðurljósa (Digital Ís- land) og unnið er í því að heyra megi hana á Netinu. Með þessari tækni er hægt að vera með fleiri en eina rás á hverri tíðni og ætti hún því að leysa vandamálið sem fylgt hefur því að útvarpstíðni er takmörkuð auðlind, að sögn Bjarka. Dagskrá birt fram í tímann Á vefsíðu stöðvarinnar, ruv.is/ rondo, er ætlunin að veita hlust- endum grunnupplýsingar um þá tónlist sem leikin er á rásinni. Þá verða birtir listar yfir þau verk sem leikin eru á heilum sólarhring í senn. Jafnvel verður birt dagskrá stöðv- arinnar heila viku fram í tímann, að sögn Bjarka. „Svo getur vel verið að þessi rás eigi eftir að þroskast upp í alvöru klassíska tónlistarrás hjá Ríkisútvarpinu, með dagskrárgerð- armönnum og öllu tilheyrandi, en það er framtíðarsinfónía,“ segir Bjarki. Útvarp | RÚV hyggur á tilraunir með stafrænt útvarp fyrir páska Kemur með stóru páskaeggjunum Bjarki Sveinbjörnsson SKJÁR einn hefur keypt réttinn til að framleiða sjón- varpsþætti að fyrirmynd bandarísku veruleikaþátt- anna Bachelor og Bachelorette. Verður þetta stærsta verkefni sem stöðin hefur ráðist í og hefjast sýningar með íslenskum þátttakendum, piparsveini og hópi von- góðra stúlkna í haust. Hérlendis hefur Skjár einn haft bæði Bachelor og Bachelorette til sýninga. Þættirnir hafa notið geysi- vinsælda í Bandaríkjunum og reyndar víða um heim. Búast má við því að íslensku þættirnir verði mjög líkir í uppbyggingu enda gilda strangar reglur um slíkt. Ætli rósir af Suðurlandi verði notaðar í rósaathöfn- inni þegar piparsveinninn velur álitlegar stúlkur úr hópnum? Hvar ætli piparsveinahúsið verði? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað þegar nær dregur. Verður spennandi að sjá hvernig Íslend- ingar bregðast við þessu og hvernig ásóknin í þættina verður. Eins og aðdáendur þáttanna þekkja snúast þeir um að útvalinn piparsveinn eða piparmeyja fær tækifæri til að kynnast hópi ungra kvenna og manna með sam- band í huga. Einn af öðrum detta þátttakendur út og endar það með því að parið stendur eftir eitt. Þáttun- um lýkur jafnan með bónorði eins og skemmst er að minnast með Meredith Phillips og Ian McKee. Þess má geta að þau eru nýhætt saman eftir árs samband. Sjónvarp | Íslensk útgáfa af Bachelor hefst í haust á Skjá einum Íslenskur piparsveinn Andrew Firestone er einn þeirra piparsveina sem gengið hafa út í Bachel- or-þáttunum. Meredith hefur verið þátt- takandi bæði í Bachelor og Bachelorette. Nafn síðustu rósarinnar hennar var Ian. FRÁ og með næsta mánudegi, 21. febrúar, býður Regn- boginn 400 króna miðaverð á fyrstu sýningar en tilboðið verður í gildi alla daga vikunnar á allar myndir. Verða sýningarnar, sem þetta miðaverð gildir á, auglýstar sér- staklega í daglegum bíóauglýsingum dagblaðanna, með rauðum lit. Almennt miðaverð á erlendar kvikmyndir hefur ver- ið 800 kr. um nokkuð skeið en kvikmyndahúsin hafa í auknum mæli boðið upp á sértilboð eins og t.a.m. á barnamyndir og efnt til sérstakra þemadaga þar sem miðaverð hefur verið sett niður. Kvikmyndir | Regnboginn Það margborgar sig að taka daginn snemma þegar farið er á óskarskandídata eins og Finding Neverland. Hálfvirði á fyrstu sýningar dagsins Fyrir flottar konur Bankastræti 11 ● sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.