Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.02.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2005 61 RÍKISÚTVARPIÐ hefur starfrækt útvarpsstöðina Rondó frá síðasta sumri, en hún sendir út klassíska tónlist og djass allan sólarhringinn á FM 87,7. Bjarki Sveinbjörnsson, tónlistarráðunautur Ríkisútvarps- ins, segir að rásin sé liður í til- raunum útvarpsins með stafræna út- varpssendingu. „Við erum að vinna í tæknimálum þessa stundina og til landsins er kominn stafrænn sendir, sem við vonumst til að verði kominn í gagnið á Faxaflóasvæðinu um það leyti sem stóru páskaeggin koma í verslanir,“ segir hann. Þegar stafrænu útsend- ingarnar hefjast munu hlustendur þurfa sérstök móttökutæki sem ná bæði FM og stafrænum útsend- ingum. „Vonandi verða innflytj- endur þá í startholunum með að flytja inn slík tæki,“ segir Bjarki. Með þessum tækjum verður í fram- tíðinni hægt að taka á móti öllum rásum Ríkisútvarpsins. Tilraunaútsending Bjarki segir að þar sem á þessu stigi sé um tilraunaútvarp að ræða megi búast við að útsending geti fall- ið niður tímabundið, án fyrirvara, vegna tæknilegra breytinga eða við- halds. Tæknin heitir DAB – Digital audio broadcasting, en hún hefur verið að ryðja sér til rúms í ná- grannalöndunum. Sem stendur eru þó útsendingarnar hliðrænar, eða hefðbundnar, og nást einungis á Faxaflóasvæðinu. Þá má heyra út- sendinguna á breiðbandi Símans og dreifikerfi Norðurljósa (Digital Ís- land) og unnið er í því að heyra megi hana á Netinu. Með þessari tækni er hægt að vera með fleiri en eina rás á hverri tíðni og ætti hún því að leysa vandamálið sem fylgt hefur því að útvarpstíðni er takmörkuð auðlind, að sögn Bjarka. Dagskrá birt fram í tímann Á vefsíðu stöðvarinnar, ruv.is/ rondo, er ætlunin að veita hlust- endum grunnupplýsingar um þá tónlist sem leikin er á rásinni. Þá verða birtir listar yfir þau verk sem leikin eru á heilum sólarhring í senn. Jafnvel verður birt dagskrá stöðv- arinnar heila viku fram í tímann, að sögn Bjarka. „Svo getur vel verið að þessi rás eigi eftir að þroskast upp í alvöru klassíska tónlistarrás hjá Ríkisútvarpinu, með dagskrárgerð- armönnum og öllu tilheyrandi, en það er framtíðarsinfónía,“ segir Bjarki. Útvarp | RÚV hyggur á tilraunir með stafrænt útvarp fyrir páska Kemur með stóru páskaeggjunum Bjarki Sveinbjörnsson SKJÁR einn hefur keypt réttinn til að framleiða sjón- varpsþætti að fyrirmynd bandarísku veruleikaþátt- anna Bachelor og Bachelorette. Verður þetta stærsta verkefni sem stöðin hefur ráðist í og hefjast sýningar með íslenskum þátttakendum, piparsveini og hópi von- góðra stúlkna í haust. Hérlendis hefur Skjár einn haft bæði Bachelor og Bachelorette til sýninga. Þættirnir hafa notið geysi- vinsælda í Bandaríkjunum og reyndar víða um heim. Búast má við því að íslensku þættirnir verði mjög líkir í uppbyggingu enda gilda strangar reglur um slíkt. Ætli rósir af Suðurlandi verði notaðar í rósaathöfn- inni þegar piparsveinninn velur álitlegar stúlkur úr hópnum? Hvar ætli piparsveinahúsið verði? Þessum spurningum og mörgum fleiri verður svarað þegar nær dregur. Verður spennandi að sjá hvernig Íslend- ingar bregðast við þessu og hvernig ásóknin í þættina verður. Eins og aðdáendur þáttanna þekkja snúast þeir um að útvalinn piparsveinn eða piparmeyja fær tækifæri til að kynnast hópi ungra kvenna og manna með sam- band í huga. Einn af öðrum detta þátttakendur út og endar það með því að parið stendur eftir eitt. Þáttun- um lýkur jafnan með bónorði eins og skemmst er að minnast með Meredith Phillips og Ian McKee. Þess má geta að þau eru nýhætt saman eftir árs samband. Sjónvarp | Íslensk útgáfa af Bachelor hefst í haust á Skjá einum Íslenskur piparsveinn Andrew Firestone er einn þeirra piparsveina sem gengið hafa út í Bachel- or-þáttunum. Meredith hefur verið þátt- takandi bæði í Bachelor og Bachelorette. Nafn síðustu rósarinnar hennar var Ian. FRÁ og með næsta mánudegi, 21. febrúar, býður Regn- boginn 400 króna miðaverð á fyrstu sýningar en tilboðið verður í gildi alla daga vikunnar á allar myndir. Verða sýningarnar, sem þetta miðaverð gildir á, auglýstar sér- staklega í daglegum bíóauglýsingum dagblaðanna, með rauðum lit. Almennt miðaverð á erlendar kvikmyndir hefur ver- ið 800 kr. um nokkuð skeið en kvikmyndahúsin hafa í auknum mæli boðið upp á sértilboð eins og t.a.m. á barnamyndir og efnt til sérstakra þemadaga þar sem miðaverð hefur verið sett niður. Kvikmyndir | Regnboginn Það margborgar sig að taka daginn snemma þegar farið er á óskarskandídata eins og Finding Neverland. Hálfvirði á fyrstu sýningar dagsins Fyrir flottar konur Bankastræti 11 ● sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.