Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 4

Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 4
verra en í Eurovision söngvakeppn- inni! Taldi hann keppinaut Íslands frekar vera Austurríki en Tyrkland. Steingrímur sagðist vera fylgjandi því almennt að Ísland axlaði ábyrgð til að taka sæti í öryggisráðinu. Leggja ætti áherslu á lýðræðislega uppbyggt svæðis- og alþjóða- samstarf. Hafði hann þó nokkra fyr- irvara við mögulega setu Íslands í ráðinu. Kostnaðurinn skipti máli og það væri ólíðandi ef smáríkjum væri gert ókleift að komast inn í örygg- isráðið. Ráðið mætti ekki verða „dólgaleikur hákarlanna“. Þá þyrfti Ísland að eiga málefnalegt erindi inn í ráðið, sem fullur sómi væri að með sjálfstæðri og óháðri stefnu. Ísland mætti ekki fara inn sem „gagnrýn- islaus taglhnýtingur stórveldanna“. Þekkjum söguna um froskinn Jónína dró í efa þær tölur sem hefðu verið nefndar af Einari Oddi um að framboðsbaráttan myndi kosta Íslendinga 800–1.000 milljónir króna. Það væri í hærri kantinum miðað við það að sjö starfsmenn EINAR Oddur Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, hafði á opnum fundi á Hótel Sögu í gær miklar efasemdir um framboð Ís- lands til setu í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna 2009–2010. Taldi hann baráttu Íslands vera vonlausa, mikl- um fjármunum væri eytt í óþarfa og möguleikar Íslands væru í mesta lagi þeir að hljóta fjögur atkvæði Norð- urlandaþjóðanna, auk okkar eigin at- kvæðis. Sagði Einar Oddur það vera skynsamlegra að styðja Tyrki til setu í öryggisráðinu. Má ekki verða „dólgaleikur hákarlanna“ Samtök um vestræna samvinnu og Varðberg, félag ungs áhugafólks um vestræna samvinnu, stóðu fyrir fund- inum. Auk Einars Odds fluttu fram- sögu þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, og Jónína Bjartmarz, Framsóknarflokknum. Þau sögðust ekki vera jafnsvartsýn og Einar Oddur um árangur Íslands. Steingrímur sagði að ef bara kæmu atkvæði frá Norðurlöndum yrði þetta þyrfti til viðbótar í sendiráð Íslands í New York og 3–4 í utanríkisráðu- neytinu. „Ég lít þannig á að draumar ör- þjóða um að hafa virðingu heimsins séu eðlilegir en á sama tíma skulum við átta okkur á því að ekki er sama hvernig við gerum það. Við þekkjum öll söguna um litla froskinn, sem horfði á stóra bolann uppi á hólnum, hvað hann lét sig dreyma um og hvernig fór fyrir honum. Það var ekki góð saga og við skulum ekki láta hana henda okkur,“ sagði Einar Oddur. Hann sagði aðstæður allt aðrar í dag en þegar ákveðið var á vettvangi Norðurlandaþjóða árið 1998 að stefna að framboði Íslands. Þá hefðu menn talið það sjálfkjörið að Íslandi færi þarna inn ásamt Austurríki. Sagðist Einar hafa fyrir því vitneskju að kostnaður Norðmanna við að kom- ast inn í öryggisráðið hefði verið 2–3 milljarðar króna og allt snúist um „lobbíisma“ meðal þjóða. Síðan hefði staðan gjörbreyst þegar Tyrkir ákváðu að fara inn í ráðið. Vonaðist hann til þess að ríkisstjórnin og utan- ríkisþjónustan endurskoðuðu afstöðu sína í haust. Íslendingar gætu haft fullan sóma af því að styðja Tyrki. Eðlilegt væri að skipta um skoðun, menn reru þegar væri lag til þess. Ís- land gæti aflað sér sóma og virðingar með öðrum hætti en sitja í örygg- isráðinu og þá með því að leggja öðr- um þjóðum lið í gegnum verkfæri eins og Þróunarsamvinnustofnunina og öfluga utanríkisþjónustu. Jónína Bjartmarz sagði það hafa legið fyrir að kostnaðurinn við fram- boðið yrði verulegur og meiri en stjórnvöld hefðu ráðist í áður í utan- ríkismálum. Erfitt væri að meta kostnaðinn og keppnin hefði harðnað með þátttöku Tyrkja. Minnti Jónína á að Íslendingar hefðu stóraukið framlög sín til þróunarmála og frið- argæslu en væru engu að síður eft- irbátar annarra þjóða í þeim efnum. Steingrímur svaraði þeirri spurn- ingu fundarboðenda játandi að smá- þjóð eins og Ísland hefði hlutverki að gegna innan öryggisráðsins. Hann svaraði því einnig játandi að Ísland ætti að taka þátt í að greiða atkvæði í öryggisráðinu um óvinsælar hern- aðaraðgerðir SÞ í ríkjum sem ógnuðu heimsfriði. Efnislegur ávinningur af setu í ráðinu yrði hins vegar enginn og þannig ætti heldur ekki að hugsa málið. Ef fullur sómi yrði af þátttök- unni myndi Íslendingum líða betur. Morgunblaðið/Golli Framsögu á opnum fundi SVS og Varðbergs fluttu þingmennirnir Stein- grímur J. Sigfússon, Einar Oddur Kristjánsson og Jónína Bjartmarz. „Verra en í Eurovision“ Einar Oddur Kristjánsson segir Ísland hafa möguleika á 4 atkvæðum í kosningu til Öryggisráðsins 4 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR af glæsilegum herraskóm frá Ný sending Smáralind • Kringlunni Mikið úrval Morgunblaðið/Eggert ÞESSAR ungu vinkonur í Austur- bæjarskóla tóku því nokkuð rólega í frímínútum í gær. Líklega hafa prjónahúfur þeirra komið að góð- um notum í þeirri gjólu sem ein- kennt hefur veðrið síðustu daga. Á spjalli í frímínútum VEGNA mistaka voru sendir greiðsluseðlar um mánaðamótin til þeirra áskrifenda Morgun- blaðsins sem venjulega hafa ver- ið í beingreiðslu hjá Sparisjóð- unum. Mistökin hafa nú verið leiðrétt og verða greiðslurnar fram- kvæmdar í gegnum bankann eins og áður. Ekki er unnt að greiða umrædda seðla og því engin hætta á tvígreiðslu áskrift- argjalda. Áskrifendur Morgunblaðsins eru beðnir velvirðingar á mistök- unum. Mistök við útskrift greiðsluseðla áskrifenda leiðrétt veittist maðurinn að honum og beit hann í vinstri framhandlegg með þeim afleiðingum að bílstjórinn hlaut sár og bólgur á handleggnum. Mað- urinn neitaði reyndar sök og sagði bitið hafa verið nauðvörn þar sem ökumaðurinn hefði þrengt svo að hálsi sínum en á það féllst héraðs- dómur ekki. Borgi maðurinn ekki sektina innan fjögurra vikna er vararefsing 20 daga fangelsi. Hann var dæmdur til að borga lækniskostnað bílstjórans og allan sakarkostnað. Bótakröfu vegna skemmda á bílnum var vísað frá. Eyj- ólfur Eyjólfsson fulltrúi sótti málið og Gylfi Jens Gylfason hdl. var til varn- ar. Dómari var Ásgeir Magnússon. ÞRÍTUGUR maður hefur verið dæmdur til að borga 100.000 krónur í sekt í ríkissjóð fyrir líkamsárás og eignaspjöll en hann var sakfelldur fyrir að slá og sparka í vélarhlíf bif- reiðar og fyrir að bíta ökumanninn síðan í handlegginn þegar þeir tókust á. Atvikið átti sér stað við gatnamót Laugavegar og Skólavörðustígs. Maðurinn stóð á götunni og vildi öku- maður fá hann til að færa sig með því að þeyta bílflautuna. Hann brást við með því að slá í vélarhlíf bifreiðarinn- ar og sparka í vinstra frambretti og vinstri framhurð bifreiðarinnar, með þeim afleiðingum að dældir komu á. Þegar ökumaður bílsins steig út Sparkaði í vélarhlíf og beit í handlegg FYLGI Framsóknarflokksins mæl- ist 10% samkvæmt þjóðarpúlsi Gall- up, tapar hann þremur prósentustig- um frá síðustu könnun. Hefur flokkurinn ekki mælst með jafnlítið fylgi frá því Gallup hóf mælingar sín- ar árið 1993. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig rúmum fjórum pró- sentustigum, Samfylkingin tapar tæpum tveimur prósentustigum og VG og frjálslyndir standa í stað frá síðustu könnun í janúar. Könnunin tók til tæplega 2.600 manns og var framkvæmd frá 31. janúar til 27. febrúar. Svarhlutfall var 62% og eru vikmörk í könnuninni 1-3%. Samkvæmt niðurstöðunum fengi Sjálfstæðisflokkurinn 37% ef kosið væri nú, en fékk 33% í könnuninni í janúar og 34% í kosningunum fyrir tveimur árum síðan. Samfylkingin fengi 32%, en var með 34% í könn- uninni í janúar og 31% í kosningun- um. Vinstri grænir fengju 16% sem er það sama og í könnuninni í janúar en sjö prósentustigum meira en þeir fengu í kosningunum þegar þeir fengu 9%. Frjálslyndir fá 4% eins og fyrir mánuði en fengu 7% í kosning- unum og Framsókn fékk 10% eins og fyrr sagði, en fékk 13% í könnuninni fyrir mánuði og 18% í kosningunum. Stuðningur við ríkisstjórnina vex Jafnframt kemur fram að stuðn- ingur við ríkisstjórnina vex um tvö prósentustig frá síðustu könnun og er 49%. Rúmlega 17% tóku ekki af- stöðu eða neituðu að gefa hana upp og 7% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu ef kosið væri nú. Þjóðarpúls Gallup Framsókn mælist með 10% fylgi NÆRRI 44 þúsund rúmmetrar af fyllingarefni bættust í Kára- hnjúkastíflu í síðustu viku og er það talið góður árangur miðað við árstíma. Á vef Kárahnjúkavirkjunar seg- ir að þennan árangur megi þakka „fádæma blíðviðri dag eftir dag“. Vikurnar á undan hafði lítið verið flutt af efni í stífluna sökum kulda og trekks. „En vorið kom sem sagt með fyrra fallinu þarna – í bili að minnsta kosti,“ segja virkj- unarmenn við Kárahnjúka. Borvinna í iðrum jarðar gekk hins vegar ekki eins vel í síðustu viku og stíflugerðin. Í aðrennsl- isgöngunum voru alls boraðir um 160 metrar en venjulega hafa risa- borarnir annað mun meiru í viku hverri. Að þessu sinni komu upp bilanir, viðhaldsvinna og mikil bergþétting vegna vatnsleka í göngunum. Fylltu í stíflu í fádæma blíðviðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.