Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 6

Morgunblaðið - 02.03.2005, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki, skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar. Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð frá miðbænum. A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg, sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15 BYRJUNARLAUN meinatækna, sem eru í dag um 139 þúsund krón- ur á mánuði, verða 1. maí á næsta ári 200 þúsund krónur. Byrjunar- laun hjúkrunarfræðinga, sem í dag eru um 168 þúsund krónur, verða að lágmarki 200 þúsund 1. maí á næsta ári. Þetta eru dæmi um launabreyt- ingar sem fylgja nýjum kjarasamn- ingi ríkisins við 24 félög BHM. Með samningnum er búin til ein samræmd launatafla fyrir félögin öll. Nýja taflan tekur ekki gildi fyrr en 1. maí 2006, en lægstu mánaðar- laun samkvæmt henni eru 200 þús- und krónur. Eðli málsins samkvæmt er nokk- uð mismunandi hvað lægstu laun fé- lagsmanna BHM hækka mikið, en það ræðst af eldri launatöflum. Þeir sem fá mest út úr samningnum eru þroskaþjálfar, geislafræðingar, meinatæknar, hjúkrunarfræðingar og fréttamenn, en þetta eru þær starfsstéttir sem hafa verið með lægstu launatöflurnar. Byrjunar- laun meinatækna voru í kringum 139 þúsund krónur á mánuði. Byrj- unarlaun geislafræðinga voru um 150 þúsund, byrjunarlaun þroska- þjálfa voru um 158 þúsund og byrj- unarlaun hjúkrunarfræðinga um 168 þúsund. Öll hækka þessi laun upp í 200 þúsund krónur 1. maí 2006. Hækkunin fram að þeim tíma er mismunandi, en hækkun fyrsta árið, þ.e. við undirritun og um næstu áramót, er nálægt 8%. Einn samningur innan hverrar stofnunar Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að þó að lágmarkslaunin séu ákveðin 200 þúsund krónur á mánuði í launa- töflu sé ekki endilega víst að þau verði nákvæmlega sú tala 1. maí 2006. Eftir sé að gera stofnana- samninga og lágmarkslaun hjúkrun- arfræðinga ráðist af því hvernig þeir komi út við þessa röðun. Lág- markslaun hjúkrunarfræðinga hækki því um a.m.k. 17% á rúmlega einu ári. Meginástæðan fyrir því að nýja launataflan kemur ekki til fram- kvæmda fyrr en 1. maí 2006 er sú að fyrir þann tíma á að vera búið að ljúka gerð stofnanasamninga, en í þeim samningum verður m.a. geng- ið frá röðun einstakra hópa innan hverrar stofnunar. Gert er ráð fyrir að gerður verði einn samningur innan hverrar stofnunar en fram að þessu heftur hver stétt verið með sérstofnana- samning. Það eru t.d. 14 mismun- andi stofnanasamningar á Landspít- alanum. Halldóra Friðjónsdóttir, formað- ur BHM, segir að það sé mikið verk- efni að ljúka þessum stofnanasamn- ingum, en hún hefur trú á að það takist á réttum tíma. Samið hafi ver- ið um að ríkið komi með fjármagn sem svaraði tæplega 4% kostnaðar- hækkunar til að greiða fyrir röðun í launatöfluna. 2,6% komi til viðbótar inn í stofnanaþátt samninganna í maí 2007. Þetta sé gert til að jafna milli stéttanna þar sem þær standi mjög misjafnlega að vígi í dag. Hún segir að við röðun starfa verði m.a. horft til menntunar, mikilvægis starfa og fleiri þátta. Halldóra sagði að samningurinn gerði ráð fyrir að hvert félag fengi ekki minna en 15% hækkun. Það þýddi hins vegar ekki að allir fé- lagsmenn fengju 15% hækkun. Fjármálaráðuneytið metur hins vegar að kostnaður af samningnum verði tæplega 20% á samningstím- anum. Forsenda að samningurinn verði samþykktur af öllum Í yfirlýsingu fjármálaráðuneytis- ins um samninginn kemur fram að það sé ávinningur fyrir ríkið að ná fram einföldun á launakerfinu. „Þess ber að geta að af hálfu ríkisins er það forsenda fyrir gerð þessa samnings að hann verði samþykktur af öllum BHM-félögunum sem um ræðir,“ segir í yfirlýsingu ráðuneyt- isins. Halldóra segist ekki líta svo að öll samningavinnan ónýtist ef eitt félag felli samninginn. Hún segist vona að samningurinn verði samþykktur. Þetta sé ágætur samningur þó að ekki hafi allar kröfur náðst fram. Hún segist binda sérstakar vonir við að með samningnum takist að vinna á launamun kynjanna. Lágmarkslaun meinatækna hækka um 60 þúsund kr. Morgunblaðið/Golli Innihald nýgerðra BHM-samninga var kynnt og samþykkt á fundi forystu- og trúnaðarmanna 24 félaga á Grand hóteli í gær. Samningurinn verður nú lagður fyrir félagsmenn í atkvæðagreiðslu. Byrjunarlaun BHM-félaga verða 200 þúsund krónur 1. maí 2006                       !  !  !  !  ! "#$! "%$! "% ! "&'!             ((! $!  !  '!  #!          Samningur sjúkra- þjálfara við TR Ekki sett þak á greiðslur NÝR samningur Tryggingastofnunar og sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara um gjaldskrá felur ekki í sér þak á greiðslur, en samninganefnd Trygg- ingastofnunar hafði gert kröfu um það. Ákveðið var hins vegar að aðilar myndu skoða sameiginlega þróun út- gjalda í sérstakri samstarfsnefnd. Kristján Ragnarsson, formaður Félags sjálfstætt starfandi sjúkra- þjálfara, sagði að þörf fyrir þjónustu sjúkraþjálfara væri stöðugt að aukast. Ástæður fyrir þessu væru ýmsar. „Ein ástæðan er aldursþróun þjóðarinnar. Íslendingum yfir fimm- tugt mun fjölga um 11% fram til 2008, en Íslendingum undir fimmtugt mun fjölga um 0,3%. Reynslan sýnir að eldri aldurshóparnir þurfa meira á okkar þjónustu að halda. Síðan eru spítalarnir sífellt að útskrifa fólk fyrr. Ennfremur er öryrkjum stöðugt að fjölga. Ef sett hefði verið heildarþak á greiðslur TR hefði gjaldskrá okkar rýrnað jafnt og þétt og það gátum við ekki sætt okkur við,“ sagði Kristján. Gjaldskrá sjúkraþjálfara hækkar samkvæmt samningnum í takt við samning sérfræðilækna við TR. Samningurinn er til marsloka 2008. Heilbrigðisráðherra hefur vald til að ákveða með reglugerð hvort kostn- aðarskiptingu milli TR og sjúklinga verður breytt, en henni var síðast breytt í hitteðfyrra. Ekki liggur fyrir hvort reglugerðinni verður breytt. Póstmannafélagið Byrjunarlaun fara úr 91 þúsundi í 106 þúsund BYRJUNARLAUN bréfbera hjá Ís- landspósti hækka með nýjum kjara- samningi Póstmannafélags Íslands og Íslandspósts úr 91 þúsund krón- um á mánuði í 106 þúsund krónur. Samningurinn, sem gildir til ársloka 2007, nær til um 1.100 félagsmanna Póstmannafélagsins. Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmannafélagsins, segir að í samningnum hafi verið lögð áhersla á að hækka laun þeirra lægst laun- uðu. Lægstu taxtarnir hækki um 26%, en meðalhækkun launa sé hins vegar um 21% á samningstímanum. Upphafshækkun á þessu ári er 4,25%, 3,0% frá 1. janúar 2006 og 2,5% frá 1. janúar 2007. Hafa ekki fengið hækkun í 14 mánuði Þuríður segir að hafa verði í huga að félagsmenn í Póstmannafélaginu hafi ekki fengið hækkun síðan í jan- úar 2004 og því sé eðlilegt að taxta- hækkunin sé eitthvað hærri en félag- anna sem sömdu snemma á síðasta ári. Þuríður segir að í samningnum sé launatöflu breytt að hluta og einnig sé nokkuð um tilfærslur í flokkum. Breytingar á lífeyrissjóðsgreiðslum séu eins og í þeim samningum sem nýlega hafa verið undirritaðir. Hún segist vera þeirrar skoðunar að ekki hafi verið lengra komist í þessum viðræðum. Samningurinn sé í meg- inatriðum í samræmi við þá samn- inga sem gerðir hafi verið á almenn- um markaði. Þuríður segir að meðallaun póst- manna séu 120–125 þúsund krónur á mánuði. Um 40% félagsmanna séu bréfberar en þeir sé lægst launaðir. Samninganefndir SFR og ríkisins áttu fund í gær. Jens Andrésson, for- maður SFR, segir að á fundinum hafi verið tekist á um útfærslur í launa- töflu. Niðurstaða sé ekki fengin en hann vonast eftir að takist að ljúka samningum sem fyrst. Nýr fundur hefur verið boðaður í dag. PERSÓNUVERND hefur ritað VISA Ísland bréf og óskað skýringa á því hvað fór úrskeiðis við útsendingu greiðsluseðla til hluta við- skiptavina fyrirtækisins um nýliðin mánaðamót. Ekki var um færsluyfirlit að ræða, heldur seðil sem sýnir upp- hæð greiðslukortaskuldar sem gjaldfellur í byrjun mars. Greiðsluseðlar allra viðskiptavina með sama heimilisfang voru í einhverjum tilvikum sendir ein- um viðskiptavini með það heimilis- fang. Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, sagði að þessi mis- tök verði væntanlega athug- uð í tengslum við heildarat- hugun á öryggi vinnuferla hjá greiðslukortafyrirtækj- unum. Sú athugun hófst fyr- ir nokkru og tengist ekki sér- stökum öryggisbresti af neinu tagi, að sögn Sigrúnar. „Þegar stofnunin [Per- sónuvernd] varð til breyttist hlutverk hennar og hún fékk víðtækara eftirlitshlutverk,“ sagði Sigrún. „Við höfum verið mjög virk í öryggisúttektum. Greiðslu- kortafyrirtækin urðu fyrir valinu vegna þess hvað þau eru með um- fangsmikla vinnslu.“ Persónuvernd leitar skýr- inga á mistökum VISA Sigrún Jóhannesdóttir ♦♦♦ LÖGREGLAN á Hvolsvelli hafði í síðustu viku afskipti af fimm mönnum frá Portúgal sem starfa við byggingarvinnu á Rangárvöll- um, en þeir gátu ekki gert fyllilega grein fyrir sér á Selfossi þar sem lögregla stöðvaði þá í bíl, að því er fram kemur í dagbók lögreglunn- ar. Farið var með þá á vinnustað- inn á Rangárvöllum þar sem þeir framvísuðu persónuskilríkjum. Haft var samband við Útlend- ingastofnun og Vinnumálastofnun vegna mannanna en þeir eru hér á vegum verktakafyrirtækis á höf- uðborgarsvæðinu í gegnum er- lenda vinnumiðlun og eru „löglegir hér í landinu og mega stunda sína vinnu“, að því er segir í dagbók- inni. Gátu ekki gert fyllilega grein fyrir sér

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.