Morgunblaðið - 02.03.2005, Side 8

Morgunblaðið - 02.03.2005, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 www.1928.is Bastkommóða með 8 skúffum Bastskilrúm Taukörfur úr basti Bastskilrúm með léreftsvösum Bastkommóður í úrvali Basthillur af ýmsum stærðum og gerðum Basttaukörfur og kommóður á hjólum Fóðraðir bastkistlar í ýmsum stærðum Hjörðin kunni misjafnlega vel að meta kroppasýninguna. Þegar hugmyndir umeinkarekin slökkvi-lið hafa verið kynnt- ar hér á landi hefur verið bent á að í Danmörku reki einkafyrirtæki, Falck A/S, um 65% slökkviliða og um 85% sjúkraflutninga. Það er því augljóslega ekkert óhagganlegt lögmál að al- menn slökkvilið séu rekin af hinu opinbera. Þannig er það þó víðast og hvergi gert í Evrópu nema í Danmörku, að sögn brunamálastjóra. Allt frá árinu 1790, þegar stiftamtmaður skipaði svo fyrir að ráðinn yrði nætur- vörður í Reykjavík sem myndi hringja kirkjuklukk- um ef eldur kæmi upp, hefur slökkvistarf hér á landi verið á ábyrgð sveitarfélaga landsins. Í dag eru slökkviliðin 60 talsins, þar af þrjú sem eru eingöngu skipuð fagmönnum, þ.e. slökkviliðin á höf- uðborgarsvæðinu, Akureyri og á Suðurnesjum. Ellefu slökkvilið til viðbótar hafa 1–4 starfsmenn í fullu starfi. Þá er ónefnt slökkvilið- ið á Keflavíkurflugvelli sem er rek- ið af varnarliðinu. Auk þess eru einkarekin slökkvilið hjá álverun- um í Straumsvík og Grundartanga. 2,5 milljarða kostnaður Gestur Pétursson er forsvars- maður Inpro sem hefur kynnt hug- myndir um einkarekin slökkvilið hér á landi. Hann segir að rekstr- arkostnaður allra slökkviliða landsins hafi á árinu 2003 alls verið um 2,5 milljarðar króna og svig- rúm sé til hagræðingar. Hann tek- ur þó skýrt fram að ekki yrði fækk- að stöðugildum í liðunum heldur yrði sparnaði náð fram með öðrum hætti, s.s. við stjórnun, búnaðarval o.fl. Þá sé svigrúm til að fækka slökkviliðum, engin ástæða sé til að hafa 60 slökkvilið frekar en það þurfi 60 sjálfstæð heilbrigðiseftir- lit. Þá minnir hann á að starfshóp- ur á vegum dómsmálaráðherra hafi lagt til að lögregluembættum yrði fækkað til að auka skilvirkni og í hagræðingarskyni. „Við erum ekki samkeppnishæf ef litið er til kostnaðar við brunavarnir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Við erum dýrari en Noregur, Sví- þjóð og Danmörk. Þetta er ekki hægt að útskýra með því að landið sé svo dreifbýlt því um 75% þjóð- arinnar búa á suðvesturhorninu. Dreifbýlið er meira í Noregi,“ segir hann. Gestur er sjálfur fyrrverandi slökkviliðsmaður og hann segir að í þeim hópi sem standi að baki Inpro í þessu máli séu menn með mikla þekkingu á brunavörnum þ. á m. fleiri fyrrverandi slökkviliðsmenn, auk lögfræðinga, heilbrigðisstarfs- manna og manna með mikla þekk- ingu á fjármálum sveitarfélaga. Gestur segir mikilvægt að fagleg umræða fari fram um kosti og galla einkarekinna slökkviliða. Það sé síðan undir sveitarfélögunum sjálf- um komið hvort þau nýti sér þenn- an kost. Gestur segir að búið sé að gera frumathugun á lagalegum og fjárhagslegum grundvelli þess að fara í einkarekstur. „Samkvæmt því eru engar óyfirstíganlegar hindranir í þessu máli,“ segir hann. Björn Karlsson brunamálastjóri kveðst ekki sjá lögfræðilega ann- marka á því að slökkvilið yrðu einkarekin. „Þetta er fyrst og fremst pólitískt mál,“ segir hann. Samkvæmt hefð hafi slökkvilið verið rekin af sveitarfélögum og hvergi gert í einkarekstri nema í Danmörku. „Sem brunamálastjóri segi ég að við munum gera ná- kvæmlega sömu kröfur til einka- rekinna slökkviliða og þeirra sem rekin eru af sveitarfélögum,“ segir hann. Samkvæmt lögum bera sveit- arfélög ábyrgð á brunavörnum og Björn segir að það myndi ekki breytast þó að slökkviliðin yrðu einkarekin. Þá yrðu slökkviliðs- stjórar eftir sem áður starfsmenn sveitarstjórna. Athyglisverðar hugmyndir Inpro hefur m.a. kynnt hug- myndina um einkarekin slökkvilið Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, for- manni Sambands íslenskra sveitar- félaga og oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn. „Mér finnst hug- myndir þeirra athyglisverðar og á margan hátt áhugaverðar og í sjálfu sér ekkert sem útilokar þetta,“ segir hann. Gæta verður að því að þetta sé ekki einkavæðing heldur sé réttara að tala um einka- framkvæmd, líkt og þegar einka- fyrirtæki taki að sér að reka til- tekna þjónustu fyrir sveitarfélög. Hugmyndina þurfi að skoða ítar- lega. Ekki áhugi hjá SHS Stjórn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins (SHS) er á öðru máli. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar, slökkviliðsstjóra SHS, hefur stjórnin rætt málið á fundi og kom- ist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki tímabært. Horfa mætti til einkavæðingar á ýmissi annarri starfsemi áður en hugað væri að einkavæðingu slökkviliða. Þá bend- ir hann á að í Danmörku sé aðeins eitt einkarekið slökkvilið; Falck og litlar líkur væru á að hér væri markaður fyrir fleiri en eitt einka- fyrirtæki á þessu sviði. „Og það er ekki beint eftirsóknarverð staða fyrir sveitarfélögin, að geta bara átt viðskipti við einn aðila, “segir hann. Fréttaskýring | Sveitarfélög gætu samið við einkafyrirtæki um rekstur slökkviliða Fyrst og fremst pólitískt mál Fyrrverandi og núverandi slökkviliðs- menn standa m.a. að baki Inpro Mestu skiptir að eldurinn sé slökktur. Einkaslökkvilið í tveimur álverum hér á landi  Um 130 ár eru síðan fyrst voru sett lög um brunalið í Reykjavík. Víðast erlendis eiga slökkvilið sér mun lengri sögu enda er borgarmyndun þar árþúsundum eldri. Í Rómaborg hinni fornu var opinbert slökkvilið en þar var misjöfn reynsla af einka- rekstri. Hér á landi eru einka- rekin slökkvilið í álverunum í Straumsvík og Grundartanga. Sveitarfélögin reka 60 slökkvilið og eitt slökkvilið er rekið af varnarliðinu. runarp@mbl.is ÓLAFUR Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, var á mánudag sæmdur heiðursorðu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, orðu heilags Valdimars konungs, 2. stigi. Alexei II, patríarki, ákvað 17. febrúar sl. að Ólafur Ragnar skyldi fá orðuna fyrir stuðning sinn við starf safnaðar rétttrún- aðarkirkjunnar á Íslandi og bar- áttu fyrir því að hér verði byggð kirkja. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands var orða heilags Valdimars konungs stofnuð 1962 og er hún elsta orða rússnesku rétttrúnaðarkirkj- unnar. Er hún veitt fyrir störf í þágu rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar. Orðan er kennd við Valdimar konung I, sem stýrði Garðaríki á árunum 980- 1015, kristnaði ríki sitt árið 988 og er víða nefndur í íslenskum miðaldaritum. Á myndinni má sjá í forgrunni Longinn erkibiskup, Olgu Ge- nova, Alexander Rannikh, sendi- herra Rússlands á Íslandi og Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Morgunblaðið/Jim Smart Ólafur Ragnar sæmdur orðu heilags Valdimars

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.