Morgunblaðið - 02.03.2005, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÁRIÐ 1809 var svo sem ekkert merk-
isár í sögu bókmenntanna. Eigi að
síður voru þá í heiminn bornir þeir
tveir menn, Edgar Allan Poe í Banda-
ríkjunum og Nikolaj Gogol í Úkraínu,
sem báðir áttu eftir að láta að sér
kveða, hvor í sínu landi, og verða nafn
fyrir augliti heimsins, annar í austri,
hinn í vestri. Báðir urðu skammlífir.
Og báðir enduðu ævi sína í ömurlegri
sálarkreppu. Eigi að síður tókst þeim
að færa út landamerki hins við-
urkennda bókmenntaheims sem fram
að því hafði að mestu takmarkast við
Vestur-Evrópu með Frakkland sem
þungamiðju. Edgar Allan Poe kom
með uppskriftina að sakamálasög-
unni. Nikolaj Gogol innleiddi þá fjar-
stæðukenndu veruleikafirring sem
alla tíð síðan hefur verið að skjóta
upp kollinum í bókmenntum Vest-
urlanda; oftar en ekki smeygt sér inn
í aðrar stefnur, hvort sem þær hafa
verið kenndar við rómantík eða
raunsæi, og jafnan falið í sér einhvers
konar dulbúna ádeilu. Gogol fluttist
ungur til Pétursborgar, kynntist
borgarlífinu þar í sínum fjölbreytileg-
ustu myndum og mótaðist þar sem
rithöfundur. Fyrstu verk hans
hrepptu herfilega útreið af hendi
gagnrýnenda. Síðar komst hann und-
ir verndarvæng Púshkins. Meðmæli
frá þvílíkum andans manni dugðu
honum síðan til brautargengis. Smá-
sögurnar fimm, sem teknar hafa ver-
ið upp í bók þessa undir heitinu Pét-
ursborgarsögur, eru heppileg og
kærkomin kynning á þessum sér-
kennilega höfundi.
Sem höfuðstaður var Pétursborg
aðsetur æðstu embættismanna og
hershöfðingja. Staða einstaklings í
þessu gróna keisaraveldi réðst ann-
ars vegar af ætt hans og uppruna en
hins vegar af nafnbót þeirri og ein-
kennisbúningi þeim sem hann bar.
Axlaskúfarnir viðhafnarmiklu eru
títtnefndir í sögunum. Fjöldi lágt
settra starfsmanna stóð undir hita og
þunga skriffinnskunnar en bar skarð-
an hlut frá borði. Draumar þeirra,
hvers og eins, stóðu augljóslega til
þess að komast lítið eitt hærra. En
það var hægara sagt en gert í ríki þar
sem allt var í föstum skorðum sam-
kvæmt lögum og venju, stéttaskipt-
ing og metorð síst undanskilin.
Þótt hvergi sé auðvelt að gera upp
á milli þessara Pétursborgarsagna
mundi Kápan, sem Geir Kristjánsson
þýddi, vera þeirra áhrifaríkust. Sögu-
heitið er lýsandi. Góð yfirhöfn gegndi
því hlutverki að auka eigandanum
sjálfstraust í borg þar sem útlitið
skipti svo miklu máli. Söguhetjan
hugðist auka vegsemd sína en ganga
um leið til atlögu við frost norðurhjar-
ans, en fór halloka eins og við mátti
búast. Því sögur Gogols enda ekki vel.
Eða eins og segir svo gagnort í sög-
unni Andlitsmyndin: »Lífið er öm-
urlegt.« Ömurlegt – ef til vill er það
lykilorðið. Þar sem hvaðeina snýst
um auð og metorð sem flestir sækjast
eftir en aðeins fáum hlotnast verður
baráttan fyrir skammskárra lífi ekki
aðeins vonlaus heldur beinlínis fárán-
leg. Maður missir að lokum vonina. Í
sárabætur gefst honum skopskynið.
Að geta séð hið grátbroslega í eymd-
inni – það má kalla líkn með þraut.
Gogol var svo snemma á ferð að
hann er jafnan metinn sem braut-
ryðjandinn fremur en fyrirmyndin.
Sitthvað má að þessum sögum hans
finna ef út í það er farið. Nevskij
prospekt er langdregin úr hófi svo
dæmi sé tekið, Dagbók vitfirrings
laus í reipunum. Gogol skapar mann-
gerðir fremur en persónur, hvers-
dagslegar aðstæður og viðbrögð
söguhetjanna andspænis þeim frem-
ur en hann kafi ofan í djúp tilfinninga-
lífsins. Skáldsagan var einfaldlega
ekki orðin það þróaða form sem hún
síðar varð. Allt um það er hugkvæmni
skáldsins hafin yfir alla allan vafa, eða
með öðrum orðum – yfir alla með-
almennsku hverju nafni sem hún
nefnist.
Formáli Árna Bergmanns er góður
svo langt sem hann nær. Árni fer
nokkrum orðum um þá pólitísku und-
iröldu sem greina má í verkum
skáldsins, svo og mótsagnirnar í
skrifum hans og skoðunum, telur »að
Gogol hafi umfram aðra rithöfunda
verið ótrúlega langt frá því að skilja
það sem hann hafði sjálfur skrifað«,
eins og hann kemst að orði. Vafalaust
má segja svo um fleiri. Tímar Edgars
Allan Poe og Gogols eru svo löngu
liðnir að við vitum ekki hvernig heim-
urinn kom þeim fyrir sjónir. Allt, sem
við vitum, er það sem við getum lesið
út úr verkum þeirra. Sjálfum leið
þeim verr en orð fá lýst!
BÆKUR
Smásögur
eftir Nikolaj Gogol. 257 bls. Hávallaút-
gáfan, 2004
Pétursborgarsögur
Erlendur Jónsson
OPEN source (opnar heimildir/
uppsprettur), dansverk Helenu
Jónsdóttur, var frumflutt í Borg-
arleikhúsinu sunnudagskvöldið síð-
astliðið. Sýningin, sem tók rúma
klukkustund í flutningi, er blanda
myndmáls, ljóðmyndar, tónlistar,
danslistar og leiklistar. Hún byggist
m.a. á fyrirlestri sem vakti athygli
höfundar. Fyrirlesturinn fjallaði um
hugmyndavinnu höfunda, hugmynd-
astuld og hvernig hugmyndir verða
til. Helena spinnur ,,Open source“ í
kringum þennan fyrirlestur en broti
úr honum var varpað á tjald upp-
sviðs.
Þegar áhorfendur gengu í salinn
var verkið þegar hafið. Dansararnir
gengu inn á sviðið hver á fætur öðr-
um klæddir jakkafötum sem þeir af-
klæddust og gengu frá í snyrtilega
hrúgu. Sigrún Edda Björnsdóttir
leikkona sat á gólfi sviðsins með
skriffæri og bók og skráði hug-
myndir, þar til hún hóf að spinna út
frá setningunni ,,open source; open
source, sour, open sausage“. Næst
gerðist það að leiðbeiningar frá ár-
um áður um hjálp í viðlögum birtust
á tjaldinu og dansararnir sýni-
kenndu á meðan. Sýnt var og rann-
sakað hvernig hvassviðri í veð-
urfréttum ríkisútvarpsins fanga
hugann og hafa áhrif á mannssálina
og eins morgunleikfimi rík-
isútvarpsins. Farið var í orðaleiki
með setningar, þær krufðar og út-
koman rituð á jakkaklædd bök
dansaranna. Hugmyndirnar sem
framleiddar voru á sviðinu voru lík-
amnaðar af dönsurunum. Dans-
ararnir andvörpuðu og mynduðu
kór stuna og andvarpa. Ættfræði
var rakin og ættartengsl manna
könnuð rétt eins og tengsl milli
hugmynda.
Verkið var bæði pedagógískt og
gáfumannalegt. Það var leiðbein-
andi um hvernig hugmyndir verða
til. Það var einskonar námskeið í
því að vera skapandi. Dansinn, text-
inn og myndbandið fór þokkalega
saman. Þó var eins og dansinn færi
halloka þegar líða tók á verkið, yrði
einskonar bakgrunnur við upplestur
leikarans. Dansgerðin var ekkert
sérlega frumleg. Hún byggðist á
snúningum og leiðandi höfuðhreyf-
ingum með tilheyrandi flæði í
handahreyfingum. Verkið hefði
mátt hafa meiri hugmyndalega
breidd og var lopinn teygður óþarf-
lega. Það hélt ekki vel athygli þar
sem umfjöllunarefnið var end-
urtekið sí og æ með mismunandi
tjáningu og texta. Lítið samspil var
milli myndasýningar og dansgerðar.
Mikil vinna liggur að baki verksins
og verkið er ekki slæmt. Það átti
ágætis spretti þegar umfjöllunar-
efnið náði að fanga athyglina.
Næsta sýning er fimmtudaginn 3.
mars.
Ferðalag hugmynda
LISTDANS
Íslenski dansflokkurinn
Höfundur: Helena Jónsdóttir. Tónlist:
Skúli Sverrisson. Leikmynd og búningar:
Filippia Elísdóttir. Myndband: Dodda
Maggí. Textaumsjón: Þorvaldur Þor-
steinsson. Lýsing: Kári Gíslason.
Dramaturg: Steinunn Knútsdóttir. Leik-
tækni: Kári Halldór. Ballettmeistari: Jó-
hann Freyr Björgvinsson. Dansarar og
leikendur: Sigrún Edda Björnsdótti, Yaniv
Cohen, Steve Lorenz, Hjördís Lilja Örn-
ólfsdóttir, Aðalheiður Halldórsdóttir, Phil-
ip Bergman, Guðrún Óskarsdóttir. Borg-
arleikhúsið, sunnudaginn 27. febrúar
2005.
Open Source
Morgunblaðið/Jim Smart
„Verkið hefði mátt hafa meiri hugmyndalega breidd og var lopinn teygður
óþarflega,“ segir Lilja Ívarsdóttir meðal annars í umsögn um Open Source.
Lilja Ívarsdóttir
Í FYRRADAG hurfu hundrað millj-
ónir króna í reiðufé sjónum manna á
Akureyri við mjög leynilegar kring-
umstæður.
„Peningar, easy comes – easy
goes – þeir eru farnir að sinna öðr-
um erindum, kaupa íbúðir eða gera
eitthvað annað,“ segir Hannes Sig-
urðsson, forstöðumaður Listasafns-
ins á Akureyri, um fjármunina
horfnu, en í raun og sann voru þeir
hluti sýningar safnsins á verkum eft-
ir íransættaða listamanninn Ashkan
Sahihi. Listamaðurinn sýndi þennan
harla óvenjulega „sýningargrip“,
ásamt ljósmyndum og fleiri verkum
sem í heild mynduðu innsetningu í
safninu. En hvað varð um pen-
ingana, Hannes, hvers vegna voru
þeir látnir hverfa áður en sýningin
er búin? „Það var gert af öryggis-
ástæðum, en það er listrænt element
í því líka. Öryggisráðstafanir hér á
sýningunni hafa verið gríðarlegar.
Það var skipt um allt öryggiskerfi í
safninu, það voru settir nýir lásar í
allar hurðir, steinklumpar fyrir allar
dyr til að varna mönnum innbrots,
og mýmargt annað sem ég var sett-
ur inn í – og mýmargt annað sem ég
var ekki uppfræddur um. Þegar sýn-
ingin var opnuð afhentu allir starfs-
menn safnsins Securitas lykla sína,
en það fyrirtæki tók yfir rekstur
safnsins meðan peningarnir voru
hér. Við fengum ekkert að vita um
öryggiskóðann, og fengum ekki að
vera á safninu nema þegar opið var.“
Hefði aldrei gerst í stórborgum
Hannes segir að verið geti að fólk
hafi hreinlega ekki trúað því að á
sýningunni væri um alvöru peninga
að ræða, og margir hafi, þrátt fyrir
að átta sig á því, ekki gert sér raun-
verulega grein fyrir því hversu mikl-
ir fjármunir þetta voru.
„Ég held að fólk hafi ekki gert sér
almennilega grein fyrir því hversu
djarft þetta var. Það hefði aldrei
gerst í London eða New York að
svona miklir peningar væru settir á
einn stað til sýnis. Þetta hefur verið
reynt – en aldrei áður gert í lista-
heiminum. Hluti af öryggisráðstöf-
ununum var sá að við myndum láta
peningana hverfa einn góðan veð-
urdag, rétt fyrir sýningarlok.
Ástæðan var einfaldlega sú að gefa
fólki ekki tækifæri til að láta til skar-
ar skríða á síðustu stundu. Við erum
vön að auglýsa fyrir sýningalok, að
nú séu síðustu forvöð. Það hefði get-
að kveikt í einhverjum að hrökkva
eða stökkva að heyra auglýst að sýn-
ingu á þessum miklu fjármunum
væri að ljúka. Menn hafa kannski
verið að hugsa sig um – komin síð-
asta sýningarvika og síðasta tæki-
færi að nálgast peningana. Allt var
þetta úthugsað og ákveðið fyrir
löngu.“
Peningarnir voru fjarlægðir leyni-
lega á mánudag, og í gær var til-
kynnt að þeir væru farnir. „Það
komu hingað öryggisfulltrúar og
töldu alla peningana á mánudag, áð-
ur en þeir laumuðust með þá í eld-
traustar geymslur. Sýning heldur að
sjálfsögðu áfram, en án peninganna,
til 6. mars, eins og til stóð. Pening-
arnir eru horfnir, en tíbetski munka-
söngurinn, ljósmyndirnar, sjúkra-
rúmin og önnur verk eru þarna
ennþá, auk stöplanna sem pening-
arnir voru á – minnisvarði um það
hversu erfitt er að henda reiður á
þeim.“
Engir grunsamlega
áhugasamir
Hannes segir ekkert hafa bent til
óvenju tíðra ferða einstakra gesta á
sýninguna – eða að grunur hafi
vaknað um að einhverjir ásældust
peningana. Hann hafi þó ekki vitað
um allt sem gerðist, þar sem jafnvel
honum hafi ekki verið kunnugt um
ýmsan leynilegan öryggisútbúnað.
„En maður veit jú aldrei. Menn hafa
ráðist inn í sjoppur fyrir nokkra þús-
undkalla, en þarna voru, eins og sagt
er á götumáli, kúl hundrað, og allur
er varinn góður. Ég er dauðfeginn
því að búið sé að frelsa safnið frá því
að vera öryggishólf.“
Hannes segir að viðbrögð sýning-
argesta við peningunum hafi verið á
ýmsa lund.
„Þetta hefur spannað allan skal-
ann – sumir hrista hausinn og
spyrja: „Er þetta nú list?“ Vantrúin
hefur líka sést hér – margir efast um
að þetta hafi verið raunverulegir
peningar og talið þetta plat – bara
ystu búntin ekta. Framsýnt fólk sér
þetta auðvitað sem hvínandi snilld,
sem snertir á öllum sviðum mann-
legs samfélags til listarinnar sjálfr-
ar. Það vakna ýmsar samfélagslegar
spurningar um peningahyggju og
peningavímu, jafnvel anti kapítal-
isma – ekki síst í tengslum við mynd-
ir á sýningunni af fólki í vímu. Fólk
verður líka hreinlega orðlaus – eitt
hundrað milljónir slaga hátt í það
sem venjulegur íslenskur meðaljón
vinnur sér inn á heilli mannsævi, en
tölurnar sem við heyrum í fréttum
dagsdaglega eru svo gígantískar, að
við erum hætt að meðtaka þær. Í
þeim samanburði hljóma hundrað
milljónir hjákátlegar, þótt það taki
okkur mannsævina að vinna fyrir
þeim.“
Myndlist | Hundrað milljónir króna skyndilega horfnar af sýningu á Listasafninu á Akureyri
Allt úthugsað og löngu skipulagt
begga@mbl.is
Allir peningarnir úr sýningunni Stríðsmenn hjartans í Listasafninu á Ak-
ureyri eru horfnir, eitt hundrað milljónir króna, og viðfangsefni ljósmynd-
arans, Ashkans Sahihis, starir nú inn í galtóma peningakassana.
Morgunblaðið/Kristján