Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 25

Morgunblaðið - 02.03.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 25 MINNINGAR Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 15% afsláttur af legsteinum til 15. mars Englasteinar www.englasteinar.is ✝ Guðný MálfríðurPálsdóttir hús- móðir fæddist á Hofi á Skagaströnd 2. júlí 1929. Hún lést á heimili sínu fimmtu- daginn 17. febrúar síðastliðinn 75 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Páll Jónsson skólastjóri, f. 22.12. 1899, d. 19.7. 1979, og Sig- ríður Guðnadóttir húsfreyja, f. 28.10. 1900, d. 4.3. 1964. Systkini Guðnýjar eru öll á lífi og var hún næstelst þeirra. Þau eru: Kristinn Pálsson, f. 22.12. 1927, Guðfinna Pálsdótt- ir, f. 21.9. 1930, Jón Sveinn Páls- son, f. 28.12. 1933, Ingveldur Anna Pálsdóttir, f. 12.4. 1935, Ás- dís Pálsdóttir, f. 17.8. 1936, og börn þeirra: Þórhallur Páll, f. 31.8. 1982, Hallgrímur Jón, f. 4.2. 1986, og Pjetur, f. 10.12. 1996. 3) Sigurður Elías verkfræðingur, f. 18.1. 1958, eiginkona hans er Ing- rid Nesbitt ritari, börn þeirra: Victor Elías, f. 13.9. 1995, d. 13.9. 1995, James Elías, f. 10.12. 1996, og Alec Elías, f. 29.4. 1999. 4) Ei- ríkur rafvirkjameistari, f. 20.11. 1964, eiginkona hans er Elín Sig- ríður Jónsdóttir lyfjatæknir, börn þeirra: Guðný Inga, f. 6.1. 1999, og Jón Freyr, f. 21.8. 2004. Guðný stundaði nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík. Hún var einn af frumbyggjum Kópavogs og stundaði saumaskap með hús- móðurstörfunum. Hún tók virkan þátt í Freyju, félagi framsóknar- kvenna í Kópavogi, og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á þess vegum, m.a. sat hún í mæðra- styrksnefnd Kópavogs í fjölda ára. Hún starfaði einnig í mörg- um listahópum innan bæjarfélags- ins. Útför Guðnýjar verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Edda Pálsdóttir, f. 4.10. 1939. Hinn 24. júní giftist Guðný Hjalta Elías- syni rafvirkjameist- ara, f. 6.5. 1929, d. 3.10. 2004. Foreldrar Hjalta voru Elías Þórðarson bóndi í Saurbæ í Holtum, f. 21.2. 1880, d. 8.11. 1970, og Sigríður Pálsdóttir húsfreyja, f. 15.6. 1884, d. 3.10. 1965. Börn Guðnýjar og Hjalta eru: 1) Páll framkvæmdastjóri, f. 16.2. 1950, eiginkona hans er Sig- ríður Björg Sigurjónsdóttir við- skiptafræðingur, börn þeirra: Sæ- þór, f 9.11. 1974, og Hjalti, f. 2.8. 1978. 2) Pjetur G. kerfisforritari, f. 6.12. 1956, eiginkona hans er Ella Þórhallsdóttir meinatæknir, Sumt fólk, sem maður kynnist í þessu lífi, er maður hreykinn af að hafa þekkt, og enn hreyknari að vera skyldur. Móðir mín var ein af þeim manneskjum. Hjartahlýrri, þolinmóðari, hógværari og elsku- legri konu var ekki hægt að þekkja. Fyrir tæpum fimm mán- uðum skrifaði ég minningargrein um föður minn og rifjaði upp sögur úr leik hans og starfi. Móðir mín skilur kannski ekki eftir sig jafn- margar sögur, en verkin tala. Með uppeldinu komu þau góðu gildi, sem henni þóttu sjálfsögð. „Þegar gestir koma, þá hlustum við á þá, þeir eru komnir til að segja fréttir, leita hjálpar eða létta af sér. Við getum sagt okkar seinna.“ Svo einfalt var það! Álf- hólsvegurinn var líka vinsæll stað- ur, gestakomur voru algengar. Ein frænka mín sagði eftir mömmu sinni að þegar henni hefði liðið illa fór hún bara á Álfhólsveginn. Ef mamma hafði eitthvert tækifæri til að gefa eitthvað af sér, eða frá sér sem öðrum gagnaðist gerði hún það. Hvort hún fengi eitthvað í staðinn skipti engu máli. „Gerðu öðrum það sem þú vilt að þeir geri þér.“ Einfalt og sjálfsagt. Pabbi og mamma fylgdu bæði því lífsmottói að „það tekur því ekki að gera hlutina nema gera þá vel“. Listhneigðin fékk að njóta sín í öllum verkum hennar og blómstr- aði svo á seinni árunum, eftir að hún komst á eftirlaun. Þegar við strákarnir vorum að alast upp, var nytjalistin helst á borðum, fötin voru saumuð á okkur, peysur, húf- ur, treflar og sokkar prjónaðir. Þá notaði hún tækifærið að finna upp ný mynstur, blanda saman litum og síðast en ekki síst, nýta það sem til var. „Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst,“ var setning sem ég heyrði oft hjá mömmu. Búskapurinn hjá pabba og mömmu var aldrei ríkmannlegur, þeim leiddist báðum að rukka það sem þau áttu hjá öðrum, eða láta gera sér greiða að óþörfu. Það sem þau höfðu var látið duga. Það varð til þess að listamannsaugað hjá mömmu gat séð dýrgrip, þar sem aðrir sáu bara drasl. Plastpokar, flöskur, gjarðir, tannhjól, spýtu- bútar, steinar, allt var skoðað, og síðan var sest niður við að hekla, mála, vefa í, skreyta eða skera út í. Það voru ófáir steinarnir sem við bræður eða pabbi þurftum að bera heim til að skreyta garðinn með, eða var fundið nýtt verkefni til að skreyta heimili okkar. Seinna meir átti mamma eftir að fara í leirgerð, postulíns-, gler-, silki- og vatnslita- málun, og hver dýrgripurinn á fæt- ur öðrum leit dagsins ljós. Aldrei mátti henda almanökum eða blöð- um fyrr en búið var að fletta í gegn til að leita að fallegum myndum sem síðan voru klipptar út og safn- að í möppu til seinni tíma. Ég sagði einhvern tímann við mömmu að hún hefði byrjað á vatnslitamál- uninni til þess að geta loksins náð sólarlaginu. Þegar flett er gegnum ljósmyndirnar hennar mátti sjá ansi margar misheppnaðar sólar- lagsmyndir, innan um myndir af blómum, fossum eða landslagi, ein- hverju fallegu sem mamma reyndi að fanga og koma síðan til skila í vatnslitunum. Ég reyndi að fá mömmu til að halda sýningu á gripunum sínum, en alltaf gat hún smeygt sér frá því. „Ég er alþýðu- listakona,“ sagði hún einhvern tím- ann, og ég held að hún hafi ætlað hlutina sér og sínum, kunni ekki við að vera að flíka þeim. Þegar ég kom með dóttur mína seinna meir í pössun til ömmu sinnar, sá ég hversu gott og þægi- legt uppeldi maður hafði fengið. Guðný Inga gat komið inn upp- tendruð og stressuð, en verið sest stuttu seinna niður með liti í hönd, sallaróleg og sjálfri sér nóg, fór jafnvel upp og lagði sig, eitthvað sem hvergi annars staðar var gert. Aldrei var skammast eða rifist við börnin, alltaf var hægt að tala þau til. Aldrei var tekið fram fyrir hendurnar á okkur í nokkru verki, beðið síns tíma og hjálpað þegar við átti. „Aldrei að segja aldrei,“ sagði hún þegar maður byrjaði að mikla eitthvað fyrir sér. Hún henti aldrei neinu af því sem við bræð- urnir smíðuðum handa henni. Eins og með annað handverk, sá hún dýrgrip í hverjum hlut – hjartað og hugurinn taldi. Eitt sinn tók það mig marga mánuði að fá að henda skáp sem ég hafði smíðað, þótt hann passaði hvergi lengur. „Hann er vel gerður, einhver hlýtur að geta notað hann,“ sagði hún. Í stofunni á Álfhólsveginum var tvennt áberandi, annars vegar bridge-verðlaunin hans pabba og hins vegar listaverkin hennar mömmu. Pabbi komst í blöð, út- varp, sjónvarp og á sér fastan sess í annálum þessa lands fyrir störf sín og getu í bridge. Mamma skildi eftir sig annars konar arfleifð, nokkuð sem lifir hjá öllum sem kynntust henni. Lífsviðhorf, lífssýn og lífsmunstur sem erfitt er að sjá á eftir. Hún hræddist aldrei dauð- ann, en óskaði þess samt að hann kæmi eins og hann kom, snöggt og án kvala. Ég ætla að enda á einu af hennar uppáhaldsljóðum eftir Stein Steinarr: Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna vegalaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. Eiríkur Hjaltason. Fráfall ömmu var fyrirvaralaust, kvöldið áður var hún í afmæli föður okkar og rifjaði upp góðar stundir. Amma sýndi einstakt jafnaðar- geð og ljúfmennsku í okkar garð. Þegar við lítum yfir farinn veg minnumst við þess ekki, að hún hafi nokkurn tíma hækkað róminn við okkur eða skammað okkur. Hún kom fram við okkur sem jafn- ingja. Amma passaði okkur ótal sinn- um, tók á móti okkur eftir skóla og stytti okkur stundir. Hún brá sér í ótal gervi; sögumaður, leik- félagi og amma. Hver einasta stytta á Álfhólsveginum átti sér sögu. Sams konar styttur á heimili okkar lifðu af ýmis prakkarastrik og gauragang. Kannski vegna þess að góð saga mátti ekki fara til spillis. Til marks um hvað hún þekkti okkur vel má minnast þess þegar hún fann okkur í Kringlumýrinni. Foreldar okkar stóðu ráðalausir hvert við hefðum farið en amma fann okkur í fyrstu tilraun. Þegar hún var ekki að leita að okkur var hún að fela okkur. Eitt sinn vorum við bræðurnir komnir í heimsókn á Álfhólsveginn. Við höfðum farið á hjólum yfir Fossvoginn í von um ljúffengar pönnukökur. Þar vorum við í góðu yfirlæti við pönnukökuát meðan foreldrarnir leituðu að okk- ur. Að lokum var hringt í ömmu og hún spurð ráða. Fleiri leið- angrar voru farnir en þá var jafn- an tryggt að þeir væru með sam- þykki yfirvalda. Amma var vön að heilsa okkur á tröppunum með því að spyrja hvort mamma vissi af okkur í Kópavoginum. Síðar meir voru þessir leiðangrar farnir á bíl- um og alltaf var tekið jafnvel á móti okkur. Sú von að til væru pönnukökur hélst til síðasta dags Amma sýndi okkur nýjustu vatns- litamyndirnar og sagði frá hug- myndum bak við þær. Auk þess hafði hún ávallt áhuga á hvað væri að gerast hjá okkur. Hún hvatti Hjalta til að fara í myndlistaskóla síðasta haust. Við kveðjum ömmu okkar með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur. Sæþór og Hjalti Pálssynir. Nú er tengdamóðir mín fallin frá. Guðný hafði heilbrigða og góða lífssýn. Tók ekki áhyggjurn- ar fyrirfram, þær koma hvort sem er. Það verður að taka því sem líf- ið býður manni og njóta hvers dags eins og hann væri sá síðasti. Hún var glaðvær og sá spaugileg- ar og jákvæðar hliðar á flestum málum og hafði einstakt lag á að hlusta á fólk og benda á leiðir til úrbóta ef eitthvað bjátaði á. Það var jafnan gestkvæmt á heimili þeirra Hjalta enda þótti þeim gaman að taka á móti gestum. Betri tengdamóður var ekki hægt að hugsa sér. Alltaf boðin og búin að hjálpa okkur á allan þann hátt sem henni var unnt, hvort sem um var að ræða pössun, við- gerðir á fötum, undirbúa veislur, málningu og hvað sem var. Ófá voru þau skipti sem hún kom til mín og bauð okkur hjónum barnagæslu svo ég gæti farið með, ef hún vissi að Palli var að fara ut- an. Ég man ekki eftir einu einasta skipti sem okkur var neitað um pössun enda áttu synir okkar allt- af öruggt athvarf hjá afa og ömmu í Kópó. Amma þeirra eyddi mikl- um tíma í að tala við þá og tala um fyrir þeim ef því var að skipta en hún skammaði aldrei börn. Guðný naut þess að umgangast barna- börnin sín og sinna þeim fram á síðasta dag. Nú þegar ég sjálf er orðin tengdamóðir geri ég mér fyrst grein fyrir hvað Guðný hefur verið mér mikil fyrirmynd, því aft- ur og aftur kemur fyrir að ég er að gera eins og hún gerði. Guðný stundaði saumaskap um langan aldur og nýttu synir mínir sér það vel þegar kom að við- gerðum á fötunum þeirra eða að sauma eitthvað sem ekki var auð- velt að kaupa. Hún var ein af þeim konum sem fara af hógværð gegn- um lífið, hún naut náttúrunnar og dáðist að sköpunarverkinu. Hún var mjög listfeng og eftir hana liggur mikið af ýmiss konar hand- verki, s.s. vefnaði, keramiki, postulínsmálningu, hekluðum dúk- um og vatnslitamyndum en nú síð- ustu árin var hún í myndlistar- klúbbi eldri borgara í Kópavogi. Guðný var framsóknarkona og félagi í Freyju til fjölda ára og fylgdist með hvað var að gerast í flokknum fram á síðasta dag. Hún var mikil kvenréttindakona og ól það upp í sonum sínum eftir fremsta megni, enda eru þeir allir liðtækir við heimilisstörfin. Skammt varð á milli þeirra hjónanna eins og hún hafði spáð. Hún kvaddi okkur of fljótt en hún fór á þann hátt sem hún hafði helst óskað sér. Ég þakka allt það sem hún hef- ur gefið mér og minni fjölskyldu í gegnum árin og kveð með einu af hennar uppáhaldsljóðum, Sorgin: Hún er konan sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, og sífellt leitar að einum. (Tómas Guðmundsson.) Sigríður B. Sigurjónsdóttir. Það fyrsta sem kom í huga mér þegar ég heyrði að Guðný föð- ursystir mín væri látin var hvað hún átti mikið eftir ógert. Guðnýju var margt til lista lagt. Hún hafði unun af margs konar hannyrðum og málaði listavel. Guðný hafði mikinn áhuga á fallegum steinum sem hún fann vítt og breitt um landið. Hún slípaði þá og notaði gjarnan í skartgripi. Guðný var mjög gjafmild og þess nutu vinir og vandamenn í ríkum mæli. Guðný hafði góða nærveru, fannst gaman að spjalla og hún hafði gott lag á að draga fram jákvæðar hlið- ar á mönnum og málefnum. Það eru aðeins rúmir fjórir mánuðir síðan frænka mín missti lífsförunaut sinn hann Hjalta og var það henni mikill missir. En hún var dugleg og ákveðin í að halda áfram að sinna sínum áhugamálum og stóðu synir henn- ar og þeirra fjölskyldur vel við bakið á henni. Frændum mínum, eiginkonum þeirra og börnum votta ég samúð mína. Með virðingu og eftirsjá minnist ég frænku minnar, Guðnýjar Mál- fríðar. Hjálmfríður. „Hún dó í nótt hún Guðný okkar Páls.“ Þessi frétt sem barst í Gjá- bakka hinn 17. febrúar sl. þegar Góugleði stóð sem hæst kom róti á hugann. Einn samferðamaður hafði lagst til hvílu að kvöldi og vaknaði ekki aftur að morgni. Svona er jú okkar ferðalag hér á jörð. Ég kynntist Guðnýju Pálsdóttur fyrst þegar ég var formaður Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi. Þessi hógværa kona lét lítið yfir sér. Nú síðari árin kynnt- ist ég hennar hennar miklu mann- kostum eftir að hún fór að hafa gaman af að koma í félagsstarfið í Gjábakka. Guðný var skarpgreind fé- lagshyggjumanneskja, rökföst, ábyrg og kærleiksrík. Hún hafði ríka réttlætiskennd, þoldi ekki of- ríki og valdbeitingu og mátti ekk- ert aumt sjá. Það var gaman að fylgjast með hvernig hún ræktaði listræna hæfileika sína nú síðari ár í myndlistarklúbbnum í Gjábakka. Í verkum sínum skilur hún eftir veglega bautasteina. Um leið og ég þakka Guðnýju samfylgdina finnst mér við hæfi að kveðja þessa alþýðuhetju með þessum ljóðlínum: Og hver á nú að blessa blóm og dýr og bera fuglum gjafir út á hjarnið og vera svo í máli mild og skýr, að minni í senn á spekinginn og barnið, og gefa þeim, sem götu rétta flýr, hið góða hnoða, spinna töfragarnið? Svo þekki hver, sem þiggur hennar beina, að þar er konan mikla, hjartahreina. (Davíð Stefánsson.) Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Guðnýjar M. Pálsdóttur. Sigurbjörg Björgvinsdóttir. Í árdaga Kópavogs varð til veg- ur eftir Digraneshálsinum sem byrjaði neðan við kirkjuna en end- aði í umfangsmiklum skreiðarhjöll- um austast í bænum. Þar austur frá sveigir vegurinn fyrir hól sem hann dregur nafn sitt af. Í hólnum munu vera híbýli álfa. Sagan segir að vegagerðarmenn hafi orðið fyrir ítrekuðum skakkaföllum þegar þeir ætluðu að sprengja sér leið um hól- inn og linnti þeim ekki fyrr en þeir létu af þeirri iðju. Álfhólsvegurinn tengir því saman þríþættan átrún- að Íslendinga, þ.e.a.s. guðstrú, álfatrú og trúna á það sem maður getur látið ofan í sig. Fyrir um hálfri öld byggðu frumbýlingarnir heimili við veginn en þeir eru nú óðum að týna töl- unni. Á númer 12a hafa hjónin Hjalti og Guðný kvatt með skömmu millibili. Ég kynntist þeim í gegnum skóla- og æskufélaga minn, Sigga Ella, og vandi komur mínar á heimilið á unglingsárun- um. Heimilisandinn var ákaflega jákvæður og hjónin höfðu lifandi áhuga á því sem maður tók sér fyr- ir hendur. Þá höfðu þau skarpt innsæi á menn og málefni sem leiddi til gefandi samræðna. Síðar hafði ég töluvert saman við Hjalta að sælda þegar koma þurfti raf- magnsmálum heimilisins í lag. Þá fylgdu með skemmtilegar samræð- ur um aðskiljanleg málefni. Hann sagði mér að sem unglingur hefði hann lesið Grettlu aftur og aftur og vonaði við hvern nýjan lestur að Grettir yrði ekki drepinn í þetta sinn. Ég kveð þessi ágætu hjón með þökk og virðingu og votta fjöl- skyldunni samúð mína. Þeirra verður minnst þegar góðra er get- ið. Eiríkur Jónsson. GUÐNÝ MÁLFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.