Morgunblaðið - 02.03.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 02.03.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2005 27 MINNINGAR illvígan sjúkdóm sem engu eirir og ekkert ræðst við og læknavísindin standa ráðþrota, þrátt fyrir alla sína tækni og tól. Lítil stúlka í Arney á Breiðafirði var mikið veik þegar faðir hennar setti saman þessa vísu. En það varð í þetta sinn að lífið hafði sigur. Þessi litla stúlka var Þuríður Björnsdóttir, móðir Önnu Birnu, sem nú sér á eft- ir manni sínum Grímólfi Andréssyni og nú yngsta barni sínu á tæpum hálfum mánuði. Engin uppáskrifuð loforð höfum við dauðlegir menn um að lífið verði auðvelt. Foreldrar Önnu Birnu eru komin af styrkum stofnum úr Breiðafjarð- areyjum, stofnum sem bogna en brotna ekki. Æðruleysi einkennir þetta fólk þegar áföll dynja yfir. Eyjafólkið var alið upp við sjóinn þangað sem lífsbjörgin var sótt að mestum hluta. Þau hjón, Grímólfur og Þuríður, eignuðust fjögur börn og áttu heima í Stykkishólmi, þar til þau fluttu til Reykjavíkur árið 1963 en þá var Anna Birna tólf ára gömul. Ung að árum kynntist hún honum Eiríki sínum. Samband þeirra var svo fallegt og þau svo samhent að eftir var tekið. Þau eignuðust þrjár dætur, sem allar eru vel af Guði gerðar. Sterkar rætur átti Anna Birna í Stykkishólmi. Undirrituð minnist heimsókna hennar og fjölskyldu hennar, hún bar með sér glaðlyndi og glæsileika. Hugur minn er hjá mágkonu minni, systkinum Önnu Birnu, manni hennar Eiríki, dætrum og barnabarni, Eiríki litla. Megi góður Guð styrkja þau öll og gefa þeim kraft til að halda lífsgöng- unni áfram þrátt fyrir þessi miklu áföll, því vorið kemur samt þrátt fyr- ir allt. Unnur Lára. Við fráfall mágkonu og svilkonu okkar, Önnu Birnu, er stórt skarð höggvið í fjölskylduna. Öll stöndum við tóm eftir tapaðan leik við sláttu- manninn slynga. Í þeirri baráttu sýndi hún mikið æðruleysi og innri styrk. Með hetjulund sinni og út- geislun hjálpaði hún okkur öllum að horfast í augu við þau örlög sem ekki urðu umflúin. Hún var glæsileg kona svo eftir var tekið, dugleg og myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Fjöl- skyldan var henni allt enda samhent með afbrigðum, umvafin ást og hlýju frá góðum eiginmanni, dætrum, tengdadóttur, dóttursyni og móður. Elsku Eiki, Rúrý, Guðrún, Gurrý, Þóra Björk og Eiríkur, þið eruð rík af dýrmætum minningum sem varð- veitast munu um ókomna tíð. Við biðjum góðan Guð að styrkja og vaka yfir ykkur í sorginni. Við biðj- um Hann einnig að styrkja þig elsku Þuríður, sem nú hefur þurft að sjá á bak dóttur og eiginmanni með fárra daga millibili. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti (Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir.) Elsku Anna, nú ert þú farin frá okk- ur til æðri heimkynna. Þín verður sárt saknað en minningarnar lifa. Hafðu þökk fyrir allt. Steindór og Anna Marie. Sagt er að hermenn sem berjast saman í stríði myndi sín á milli órjúf- anlega og innilega vináttu. Það er þessi mikla samkennd sem hjálpar til við að mynda þessi sterku vin- áttubönd. Þannig var vinátta okkar Önnu. Við kynntumst þegar við vor- um báðar nýbúnar að greinast með brjóstakrabbamein og fórum í upp- skurð með hálfsmánaðar millibili. Með okkur myndaðist einlæg vin- átta og samkennd. Við töluðum mik- ið saman í síma og voru samtölin oft fleiri klukkustundir í senn. Það var alltaf svo mikið að tala um. Það sem var á döfinni í daglegu lífi, hvað var að gerast í stjórnmálum, fréttum innanlands og utan, í slúðurheimin- um o.s.frv. Og auðvitað allt sem við fréttum um brjóstakrabbamein og aðrar konur sem höfðu greinst með sama sjúkdóm. Síðast en ekki síst bárum við saman bækur okkar þeg- ar við höfðum verið í eftirliti hjá okkar krabbameinslækni en við höfðum sama lækni. Anna var mjög skemmtileg, lífs- glöð, greind og hlý, gegnumgóð manneskja. Hún var alveg sérstak- lega falleg og einhver glæsilegasta kona sem ég hef séð. Hávaxin, leggjalöng, tágrönn og spengileg. Hún var eins og glæsilegasta sýn- ingarstúlka. Þar fór saman fegurð bæði að utan sem að innan. Hún var svo hamingjusöm með manninn sinn, dæturnar sínar, tengdadóttur og dóttursoninn Eirík. Frásagnir hennar af ferðalögum þeirra saman og öllu sem þau tóku sér fyrir hend- ur voru svo skemmtilegar og geisl- andi af lífsgleði. Allt varð alveg ein- stakt þegar hún sagði frá. Það kom eins og ísköld vatnsgusa þegar Anna greindist aftur og í ljós kom að krabbameinið hafði dreift sér. Við höfðum verið svo bjartsýnar og vissar um að við yrðum heppnar og að þetta væri að baki. En það lýs- ir Önnu nokkuð vel að nánast það fyrsta sem hún sagði við mig eftir að hún fékk þessar fréttir var: Ágústa mín. Ekki þú verða hrædd um að þetta komi fyrir þig líka. Svona hef- ur hennar viðhorf verið þetta erfiða eina og hálfa ár sem hún hefur bar- ist af öllu afli fyrir lífi sínu, uppörv- andi og gefandi til annarra. Ótrúlega hugrökk, aldrei bitur eða reið en gerði allt sem hún gat til að hafa bet- ur í baráttunni og lagði á sig ómann- eskjulegar þjáningar. Hún kvartaði aldrei, hélt alltaf sínum frábæra húmor, að sjá björtu hliðarnar á til- verunni og að hafa áhuga á öllu smáu sem stóru sem var á döfinni hverju sinni þó svo að hún vissi upp á hár hvert stefndi. Þetta er svo óréttlátt og sárt. En sárastur er harmur hennar nánustu. Ég bið guð að styrkja Eirík, dæt- urnar þrjár, tengdadótturina, barnabarnið Eirík, móður og systk- ini Önnu. Ég þakka Önnu vinkonu minni fyrir dýrmæta vináttu sem ég mun varðveita með mér svo lengi sem ég lifi. Guð geymi þig, elsku Anna mín. Þín vinkona, Ágústa. Nú er hún Anna Birna dáin. Þessi yndislega hjartahlýja, virðulega og fallega kona er farin í annan heim þar sem henni líður betur og vakir pottþétt yfir Eika sínum, stelpunum og Eika litla. Þau voru henni allt. Það er svo skrítið að þótt maður viti hvert stefnir, þá er þetta alltaf reið- arslag. Atburðir sem þessir koma alltaf aftan að manni. Mér finnst þetta vera svo ótrúlegt. Svo erfitt að átta sig á því að hún sé endanlega farin í annan heim. Svo ósanngjarnt að sumir fái ekki að vera lengur á meðal ástvina sinna, hafi ekkert val, að tíminn þjóti bara hjá og engu sé hægt að breyta eða ekkert hægt að bæta. Allur tími sé búinn og bara sé hægt að horfast í augu við að komið sé að endalokum. Svo ótrúlega ósanngjarnt. En svona er víst gang- ur lífsins. Fréttin barst mér þegar Guðrún hringdi í mig í vinnuna að morgni 21. febrúar sl. Ég var samt fegin að frétta það að hún hefði getað verið heima þar til yfir lauk, þar sem henni leið best, hjá Eika sínum, stelpunum og Eika litla. Með síðustu skiptunum sem ég hitti hana var þegar ég bauð henni til okkar Sigga á Sogaveginn. Ég var svo glöð þegar ég fékk hana í heim- sókn, því mig langaði svo til að sýna henni draumahúsið mitt. Hún var líka svo ánægð að komast vegna þess að hún var fárveik, en henni var rétt líst þegar hún mætti. Þá var hún alveg ákveðin í því að mæta, þótt það væri meira af vilja en mætti og upp á efri hæðina skyldi hún komast, þótt hún yrði marga daga að jafna sig eftir það. Hún var svo ánægð með heimilið okkar, fannst það vera svo notalegt og heimilis- legt, og góður andi í því. Það gladdi mig svo mikið. Tengsl mín við Önnu Birnu og Eika eru í gegnum elstu dóttur þeirra Rúrý. Vinskapur okkar Rúr- ýjar hefur varað í rúm 20 ár, og allan þann tíma hef ég fylgst með þessari samrýmdu fjölskyldu, sem á góðum stundum sem og erfiðum hefur alltaf staðið saman sem einn einstakling- ur. Yndislegt að sjá svona sam- heldna fjölskyldu. Enda kom það sér vel þegar Anna Birna greindist með krabbameinið fyrir nokkrum árum. Auðvitað var það reiðarslag fyrir þau öll, en eins og Önnu Birnu var rétt lýst, þá var tekist á við það vandamál með reisn og virðuleika. Alltaf var hún virðuleg og glæsileg og var ekki að bera van- líðan sína á torg. Alltaf kát og hress. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar ég hitti þau öll sl. sumar, í Stykkishólmi, með Sigga. Þá var hún stórglæsileg, búin að fá hárið aftur, liðað og stuttklippt. Þótt hún væri illa farin af sjúkdómnum var það ekki að sjá á henni. Hún var svo hress og blátt áfram. Þannig var hún alltaf. Elsku Rúrý mín. Nú er komið að þér að styðja við bakið á pabba þín- um, Gurrý, Þóru Björk og Eika litla. Því eins og mamma þín var búin að segja við þig, þá vissi hún að þú vær- ir sú sterka sem héldir fjölskyldunni saman. Þá er líka gott að þú skulir hafa hana Guðrúnu þína þér við hlið. Því hún er kletturinn þinn. Og svo erum við mæðgur líka til staðar, eins og þú hefur alltaf verið til staðar fyr- ir okkur. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Elsku Eiki, Rúrý, Guðrún, Gurrý, Þóra Björk og Eiki litli. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur, ykkar vinkonur, Elín og Harpa Rún. Elsku Anna Birna. Það var mikil harmafregn sem barst mér 21. febr- úar, er mér var tilkynnt lát þitt. Þú barðist hetjulega við þennan hræði- lega sjúkdóm, og varst svo sterk og dugleg, þú varst sannkölluð hetja. Það vakna svo margar minningar þegar ég hugsa til þín. Ég gleymi ekki þegar við vorum litlar tátur í Stykkishólmi, þú varst alltaf svo lífsglöð og kát og þegar við lékum okkur saman varst þú alltaf fljót að hugsa og framkvæma. Svo flutti ég suður til Reykjavíkur og þú nokkrum árum á eftir. Það er svo margt sem við brölluðum saman vin- konurnar. Ég gleymi aldrei þegar við vorum að vinna í Hraðfrystistöð Reykjavíkur sem unglingar, oft var gaman. Manstu þegar við fórum í hádeginu og fengum okkur sínalkó og prins póló sem var okkar hádeg- ismatur? En minningarnar lifa með okkur. Ég er innilega þakklát fyrir að hafa kynnst þér elsku Anna mín. Þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þið Eiki voruð svo samrýnd að þið voruð eins og ein manneskja. Ég mun alltaf sakna þín Anna mín og þakka þér alla hjálpina á árum áður, þú veist hvað ég meina. Ég gæti sagt miklu meira en ég kæmi því ekki á blað. Nú ertu á góðum stað hjá pabba þínum og fleiri ættingjum. Guð veri með þér elsku Anna Birna mín. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Elsku Eiki, Rúrý, Guðrún, Gurrý, Þóra, Eiríkur og elsku Þuríður og aðrir aðstandendur innilegar samúð- arkveðjur, Guð blessi ykkur öll. Kristín Katla Árnadóttir. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGÓLFUR S. INGÓLFSSON vélstjóri, Hraunvangi 3, áður Miklubraut 42, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudag- inn 4. mars kl. 15.00. Vilhelmína S. Böðvarsdóttir, Inga S. Ingólfsdóttir, Ragnhildur Ingólfsdóttir, Peter W. Petersen, Ingólfur Ingólfsson, Ragnheiður Björg Björnsdóttir, Ásdís Ingólfsdóttir, Haraldur Jónsson, Bergþóra Ingólfsdóttir, Stefán Ingólfsson, barnabörn og langafabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON, Vogatungu 27A, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstu- daginn 4. mars kl. 13.00. Eva María Jost Magnússon, Helmuth A. Guðmundsson, Guðný Júlíusdóttir, Sigurbjörn R. Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Signý B. Guðmundsdóttir, Guttormur Bjarnason, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Birgir Pétursson, afabörn og langafabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA E. SIGURÐARDÓTTIR, lést á Sólvangi föstudaginn 11. febrúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Haraldsdóttir, Haraldur Leifsson, Þórlaug Haraldsdóttir, Sigurlaug Jóhannsdóttir, Guðmundur Kjartansson, barnabörn og langömmubörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN HENRY FINNBOGASON frá Látrum í Aðalvík, fyrrv. lögregluvarðstjóri, Vesturgötu 15a, Keflavík, sem lést föstudaginn 25. febrúar, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 4. mars kl. 14.00. Gauja Guðrún Magnúsdóttir, Magnús Kjartansson, Sigríður K. Oddsdóttir, Finnbogi Kjartansson, Þuríður Hallgrímsdóttir, Sigrún Kjartansdóttir, Bjarni Jóhannes Guðmundsson, Ingvi Jón Kjartansson, Erna Ólafsdóttir, Kjartan Már Kjartansson, Jónína Guðjónsdóttir, Viktor B. Kjartansson, Ása Hrund Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURSTEINN G. MELSTEÐ, Ásvegi 21, Breiðdalsvík, lést á líknardeild LSH föstudaginn 18. febrúar. Kveðjuathöfn fer fram í Grafarvogskirkju fimmtudaginn 3. mars kl. 11.00. Útförin fer fram frá Heydalakirkju laugardaginn 5. mars kl. 14.00. Hanna Ingólfsdóttir, Hrafn S. Melsteð, Oddný Þ. Sigurðardóttir, Helga Hrönn S. Melsteð, Ingólfur Finnsson, Ómar Ingi S. Melsteð, Sigríður Árnadóttir, Hrefna, Silvía Rut, Eyþór, Sigurður Már og Sigursteinn Orri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.