Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.04.2005, Qupperneq 1
RANNSÓKNIR í lok sjötta og byrjun sjö- unda áratugar sl. á meintum hlerunum Rússa þóttu leiða í ljós með óyggjandi hætti um- fangsmiklar njósnir Sovétmanna á Íslandi; að í sovézka sendiráðinu við Garðastræti væru hleruð símtöl Íslendinga og varnarliðsins og að Rússarnir gætu með sérsmíðuðum njósna- tækjum fylgzt með Nato-samtölum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Til þessara rannsókna var í tvígang flutt til landsins sérbúin bifreið og bandarískir sér- fræðingar aðstoðuðu íslenzka lögreglumenn við rannsóknirnar. Þetta kemur fram í grein í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Haustið 1973 fundu tveir bræður, Guð- mundur og Ólafur Benediktssynir, tæki í Kleifarvatni, sem rannsókn leiddi í ljós að voru sovézk njósnatæki, sem skipt hafði verið út fyrir önnur nýrri og fullkomnari. Njósnatækin úr Kleifarvatni vöktu mikla athygli, en opinberlega voru þau ekki rakin til eigenda sinna, en samkvæmt alþjóðlegum reglum er ekki hægt að kveðja sendiráðs- starfsmenn fyrir rétt í því landi sem þeir lengi vel geymd í húsakynnum útlendingaeft- irlitsins í lögreglustöðinni við Hverfisgötu, en fyrir um áratug var þeim eytt, utan lítils sýn- ishorns sem sett var í minjasafn lögregl- unnar. vinna í. Opinberar niðurstöður málsins urðu því þær einar að tækin voru gerð upptæk, þar sem þau höfðu verið flutt inn í landið með ólögmætum hætti. Tækin, sem voru á þriðja tuginn, voru Umfangsmiklar njósnir Sovétmanna á Íslandi Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ólafur og Guðmundur Benediktssynir við njósnatæki úr Kleifarvatni, sem eru á minjasafni lög- reglunnar. Er þetta í fyrsta skipti sem bræðurnir sjá tækin, sem þeir fundu fyrir 30 árum. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is STOFNAÐ 1913 88. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Síung Reykja- víkurdama Afi hennar fæddist 1781 og faðir hennar 1835 | 26 Tímaritið | Gagntekin af glerinu  Hvað kostar ástin?  Hvenær er rétti tíminn til að byrja? Atvinna | Aukin spurn eftir vinnuafli  Ný flokkun atvinnugreina í Kauphöll 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 DAUÐASTRÍÐ Jóhannesar Páls páfa II. stóð enn um miðjan dag í gær þegar Morg- unblaðið fór í prentun. Sagði talsmaður Páfagarðs, Joaquin Navarro-Valls, líðan páfa „afar alvarlega“ á fréttamannafundi sem haldinn var fyrir hádegi. „Stundum virðist sem hann hvílist með augun lokuð en þegar maður talar við hann þá opnar hann þau,“ sagði Navarro-Valls. Sagði hann að páfa hefði verið sagt frá því á föstudags- kvöld að fjöldi fólks hefði safnast saman á Péturstorginu í Róm til að biðja fyrir hon- um. Páfi hefði sagt nokkur orð, mönnum hefði heyrst hann vera að tala um þetta fólk: „Ég hef fylgst með ykkur. Nú eruð þið komin á minn fund. Og ég þakka ykkur.“ Á myndinni sjást suður-kóreskir kaþó- likkar biða fyrir páfa í Shinkok-dómkirkj- unni í Ujunbu, norður af Seoul./30–31 Beðið fyrir páfanum AP ÞAÐ er víðar en í sveitinni sem börnin geta brugðið á leik og far- ið í heyslag þegar farið er að hilla hjarta höfuðborgarinnar þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði. Tómas og Brynhildur Kristín Ás- geirsbörn, léku til að mynda við hvern sinn fingur í Suðurgötu í undir vor á ísa köldu landi. Þessir reykvísku krakkar, Diljá Stef- ánsdóttir og systkinin Dagur Morgunblaðið/Golli Brugðið á leik í miðborginni Mílanó. AFP. | Hinn heimsþekkti tónlistar- stjóri, Riccardo Muti, tilkynnti í gær að hann hefði sagt upp störfum sem listrænn stjórnandi í La Scala- óperuhúsinu í Mílanó. „Það var enginn annar kostur í stöðunni,“ sagði Muti og vísaði til innanhússátaka sem sett hafa svip sinn á starf óperuhússins und- anfarin misseri. Muti hefur verið tón- listarstjóri hjá La Scala síðan 1986. Nýverið samþykktu meira en 700 af 800 starfs- mönnum hússins vantrauststillögu á Muti og kröfðust afsagnar hans og Mauro Meli, framkvæmdastjóra óperunnar. Ástæðan fyrir óánægju starfsmannanna var ákvörðun stjórnar La Scala að segja for- vera Meli, Carlo Fontana, upp en þá Muti hafði greint á. Margar sýningar hafa fallið niður vegna deilunnar undanfarnar vikur. Muti hrökklast frá La Scala Riccardo Muti BJÖRGUNARMENN í Gunung Sitoli á eyjunni Nias í Indónesíu fundu í gær mann á lífi í rústum þriggja hæða byggingar sem hrundi í öflugum jarðskjálfta sl. mánudag. Maðurinn var fastur og tók margar klukku- stundir að grafa hann undan rústunum. „Ég varð viðskila við börn mín og eig- inkonu. Ég sé þau ekki héðan,“ bar einn björgunarmanna, Marzuki Saimon, að mað- urinn hefði sagt. „Ég skelf af kulda og ég virðist hafa brotið nokkur bein, allur líkami minn er blár og marinn,“ sagði hann líka. Þúsundir manna misstu heimili sín í skjálft- anum sem mældist 8,7 á Richters-kvarða. Búið er að staðfesta að 458 hafi farist. Fundu mann á lífi í rústunum ♦♦♦ Tímaritið og Atvinna í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.