Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 55
Sýnd kl. 2 og 4 Ísl. tal. Nýr og betriHverfisgötu ☎ 551 9000 553 2075 - BARA LÚXUS   ☎ Sýnd kl. 8 og 10.10   SV mbl Will Smith er Sýnd kl. 3, 5.30 ,8 og 10.30  S.V. Mbl.  K&F X-FM ÓÖH DV Sýnd kl. 2 og 4 með íslensku tali  Kvikmyndir.is. R E E S E W I T H E R S P O O N Stjarnan úr Legally Blonde og Sweet Home Alabama í yndislegri mynd. VANITY THE SUMPTUOUS NEW FILM FROM MIRA NAIR  S.V. MBL ÓÖH DV Kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali  K&F X-FM Sýnd kl. 5.45 8 og 10.30   Frábær grínmynd fyrir alla fjölskylduna r r rí f rir l fj lsk l  S.V. MBL.  K&F X-FM Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 ára.  Frábær grínmynd fyrir alla fjölskyldunar r rí f rir ll fj l l Eileen Atkins, Jim Broadbent, Gabriel Byrne, Romola Garai, Bob Hoskins, Rhys Ifans, James Purefoy, Jonathan Rhys Meyers   Ó.H.T Rás 2  Ó.H.T Rás 2   Sýnd kl. 4 og 6 m.ísl. tali  FRAMHALDIÐ AF GET SHORTY  ÓÖH DV   SK DV Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára. HÆTTULEGASTA GAMANMYND ÁRSINS  J.H.H. kvikmyndir.com T I L B O Ð Á F Y R S T U S Ý N I N G A R D A G S I N S - A Ð E I N S 4 0 0 K R . A T H : t i l b o ð s s ý n i n g a r e r u s é r m e r k t a r m e ð r a u ð u JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER JET LI MORGAN FREEMAN BOB HOSKINS A FILM BY LOIS LETERRIER Sýnd kl. 3.20, 5.40, 8 og 10.20 B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.45 8 og 10.10 B.I 16 ÁRA HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! HÖRKU SPENNUMYND FRÁ SÖMU OG GERÐU LÉON OG LA FEMME NIKITA Hann var alinn upp sem skepna og þjálfaður til að berjast. Nú þarf hann að berjast fyrir lífi sínu! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 55 Yo La Tengo er ein af þess-um hljómsveitum sem erf-itt eða ógerningur er aðskilgreina eða flokka – segja má að hún spili allt frá léttu poppuðu dúvopi í hreina gítarsýru og stundum allt í einu. Á hverri Yo La Tengo-plötu eru nokkur snilldar popplög, að vísu aðeins í þyngri kantinum, nokkur lög sem kalla má framúrstefnulegar tilraunir, en gríp- andi þó, og svo er yfirleitt eitt skælifetlafyllirí, svona rétt til að minna menn á að hljómsveitin varð til í miðri rokkvakningu níunda ára- tugarins í New York. Frá því hljóm- sveitin var stofnuð hefur hún sent frá sér ellefu breiðskífur og fjöl- margar stuttskífur, en fyrir skemmstu kom út tvöföld safnplata sem gefur einkar gott yfirlit yfir feril þessarar merku sveitar. Það er merkilegt í sjálfu sér að hljómsveit skuli geta haldið velli svo lengi og sífellt verið að þróast, ekki í stökkum heldur sígandi breyt- ingum. Það skýrist ekki síst af því að liðsmenn Yo La Tengo hafa aldr- ei tekið sig of alvarlega, gert grín að sjálfum sér í bland við ramma al- vöru – það getur verið gaman þó manni sé alvara. Þetta sést vel í heiti safnplötunnar sem hér er gerð að umtalsefni: Prisoners of Love: A Smattering of Scintillating Sen- escent Songs, 1985–2003 eða Fang- ar ástarinnar, smáræði af leiftrandi aldurhnignum lögum. Tuttugu ára starfsafmæli Upphaflega stóð til að gefa út safnplötu á síðasta ári þegar sveitin átti tuttugu ára starfsafmæli, en síð- an var sú ákvörðun tekin að miða heldur við það er hún sendi frá sér fyrsta lagið enda fór fyrsta starfs- árið að mestu í að finna mannskap og taka kúrsinn. Á diskunum tveim eru 23 lög, 110 mínútur alls og gott betur reyndar, því fyrsta upplagi fylgir aukadiskur, A Smattering of Outtakes and Rarities, með óútgefn- um og sjaldheyrðum lögum, nítján lög til viðbótar. Yo La Tengo er hljómsveit hjónanna Ira Kaplan og Georgia Hubley – Kaplan leikur á gítar og Hubley á trommur og þau syngja bæði. Þau stofnuðu hljómsveitina 1984, voru fyrst tvö og auglýstu svo eftir öðrum gítarleikara og bassa- leikara. Ýmsir spreyttu sig með sveitinni fyrstu mánuðina en þegar fyrsta smáskífan kom út haustið 1985 var Yo La Tengo orðin kvart- ett, Dave Schramm spilaði á gítar og Mike Lewis á bassa. Þessi mannaskipan entist þó ekki nema fram yfir fyrstu breiðskífuna, Ride the Tiger, sem kom út 1986 og um tíma var Yo La Tengo tríó með Stephan Wichnewski á bassa. Hann hélst í sveitinni í nokkurn tíma, lék á plötunum New Wave Hot Dogs, sem kom út 1987, President Yo La Tengo 1989, en þá lék Gene Holder einnig á bassa. Dave Schramm sneri svo aftur í smátíma, rétt til að spila inn á Fakebook 1990, en 1992 var sveitin loks komin í núverandi mynd með þau Kaplan og Hubley í sömu hlutverkum og endranær og James McNew á bassa sem hefur verið í sveitinni síðan. May I Sing With Me kom út 1992, Painful 1993, Electr-O-Pura 1995, snilldarverkið I Can Hear the Heart Beating as One 1997, And Then Nothing Turned Itself Inside- Out 2000, The Sounds of the Sounds of Science, sem var eins konar pró- grammmúsík samin við sjávardýra- lífmyndir Jean Painleve, 2002, og svo Summer Sun 2003. Fjölmargar stuttskífur hafa komið út með sveit- inni eins og getið er, margar býsna merkilegar. Nefni fimm laga plötuna That Is Yo La Tengo sem kom út 1991, Shaker, sem kom út 1994, og hefur meðal annars að geyma lag eftir Richard og Lindu Thompson og Little Honda, sem kom út 1998 og hefur að geyma sjö lög eftir hina og þessa, þar á meðal titillagið, sem er klassískt Beach Boys lag, Queen lagið We Are The Champions, gamla Kinks lummu og lag eftir söng- fuglinn Sandy Denny, en flest laganna fá þannig meðhöndlun að ekki er víst að höfundar þeirra þekki þau. Einnig er vert að geta stuttskífunnar Nuclear War, sem kom út 2002 og á eru fjórar út- gáfur af samnefndu lagi eftir Sun Ra. Fjölbreyttar þversagnir Yo La Tengo er erki- New York-sveit, fáar hljómsveitir spegla eins vel þá borg þversagna og fjölbreytni. Margt af því sem sveitin hefur tekið upp minnir á aðra New York-hljómsveit, Velvet Undergro- und, sérstaklega eldra efni, til dæm- is stuttskífan Shaker sem getið er. Kom þeim sem þekktu til sveit- arinnar ekki á óvart að Yo La Tengo væri uppistaðan í kvik- myndaútgáfu Velvet Underground í myndinni I Shot Andy Warhol sem frumsýnd var 1996. Hljómsveitin hefur líka tekið upp Velvet Und- reground-lög, It’s Alright (The Way That You Live) var þannig á New Wave Hot Dogs. Ekki er þó bara að Yo La Tengo hafi sótt innblástur til Velvet Underground heldur hafa liðsmenn hennar ekki farið leynt með dálæti sitt á Kinks sem varð meðal annars til þess að Ray Davies réð Yo La Tengo til að annast und- irleik á tónleikaferð sinni um Bandaríkin 2000. Tuttugu ár eru langur tími í rokki og fáar hljómsveitir eða listamenn hafa náð að halda sköpunargleðinni lifandi – eftir því sem lífið gerir meiri kröfur, meiri tími fer í að lifa og minni er aflögu til að skapa, fjar- ar undan hljómsveitum smám sam- an. Dæmi um það eru legíó en líka dæmi um hljómsveitir sem halda áfram að þróast, halda áfram að senda frá sér eftirtektarverða tón- list. Í ljósi þess að síðasta breiðskífa Yo La Tengo, Summer Sun, ellefta platan, var afbragð er ljóst að Pris- oners of Love er enginn svana- söngur. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Ástfangar í tuttugu ár Bandaríska rokksveitin Yo La Tengo hefur verið frjó og skapandi í tuttugu ár eins og heyra má á nýútkominni safnplötu sveitarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.