Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Eftir byltinguna í Kirgistan ísíðustu viku beinast núaugu manna óneitanlegaað nágrannaríkjunum:Tadsjikistan, Úsbekistan, Túrkmenistan og Kasakstan. Leið- togar ríkjanna eiga það nokkurn veg- inn allir sameiginlegt að hafa erft völd sín frá Sovéttímanum og að hafa verið háttsettir meðlimir í Komm- únistaflokki Sovétríkjanna. Óttast er að uppþotið í Kirgistan kunni að hafa dómínóáhrif á nágrannaríkin og að almúginn rísi á endanum upp gegn herrunum og krefjist breytinga. En það á alls ekki við um Túrkmenistan. Opinbert nafn Túrkmenistans er Sjálfstætt hlutlaust lýðveldi Túrk- menistan og leiðtoginn hefur komið árum sínum vel fyrir borð, svo vel að mótstaða er engin, hvorki frá her né öðrum stjórnmálamönnum. Turk- menbashi hlaut í síðustu kosningum 99,5 prósent atkvæða. Ég gerði nokkrar tilraunir til að heimsækja Túrkmenistan á síðasta ári þegar ég dvaldi í Afganistan um nokkurt skeið en fékk ekki vega- bréfsáritun. Þegar ég fékk óvænta vegabréfsáritun fyrir páskana var því ekki annað í stöðunni en að taka sér frí frá vinnu og láta drauminn rætast. „Faðir allra Túrkmena“ Turkmenistan hefur verið ótrúlega lítið í fréttum frá því landið öðlaðist sjálfstæði fyrir þrettán árum, það er að segja ef frá eru taldar smáfréttir af leiðtoganum sem er líklega geng- inn af göflunum. Leiðtoginn, Sap- armurad A. Niyazov sem kallar sig Turkmenbashi og útleggst á íslensku „Faðir allra Turkmena“, breytti meðal annars nöfnum á mánuðum ársins í höfuðið á sér og móður sinni. Túrkmenistan er á gamla Silkiveg- inum og á sér ótrúlega ríka sögu. Mið-Asía hefur að miklu leyti verið hulin ráðgáta fyrir Vesturlandabú- um. Það eru til fjölmargar magnaðar sögur af frægum landkönnuðum sem reyndu margsinnis að koma sér inn í Mið-Asíu í leit að gömlum minjum frá tímum Silkivegarins. Sumum tókst að smygla út verðmætum minj- um og hlutu frægð og frama fyrir vikið en aðrir voru myrtir af ræn- ingjaflokkum eða handsamaðir og dóu í dýflissum, lúsugir upp fyrir haus, sveltandi og líklega löngu gengnir af göflunum eftir margra ára prísund. Valdatafl Breta og Rússa Bretar sendu fjöldann allan af njósnurum inn í Mið-Asíu til að kort- leggja svæðið og stofna til bandalags við ráðandi þjóðflokka til þess eins að koma í veg fyrir að Rússar réðust inn í Indland úr norðri og hirtu Suður- Asíu af Bretum. Lengi vel var ein- ungis litið á Mið-Asíuríkin sem stuð- púða á milli Rússa og Breta. Eftir að Rússar innlimuðu ríkin inn í veldi sitt og Sovétríkin urðu til gjörbreyttist tilvera íbúanna í Mið-Asíu. Fyrir tíma Sovétríkjanna voru flestir Túrk- menar til að mynda hirðingjar. Það eru raunar ekki nema tvær til þrjár kynslóðir síðan að íbúarnir voru allir hirðingjar og enn lifa raunar nokkrir úti á landsbyggðinni hirðingjalífi. Þegar Sovétríkin liðuðust í sundur voru mörg Sovétlýðveldi frelsinu feg- in eins og Eystrasaltsríkin sem höfðu barist fyrir eigin sjálfstæði frá upp- hafi. Það voru hins vegar mjög blendnar tilfinningar í mörgum Mið- Asíuríkjunum því Sovétríkin höfðu jú komið á stöðugleika í löndunum og lífsgæði höfðu víðast hvar batnað en þó ekki meira en svo að Túrkmen- istan var ætíð fátækasta ríkið af öll- um Sovétríkjunum. Ég flaug frá Nýju-Delhí til Túrk- menistans með Turkmenistan Air- lines. Ég hafði ímyndað mér flugvél í niðurníðslu en þvert á móti blasti við mér þokkalega ný Boeing 757-þota. Inni í þotunni er stór mynd af forset- anum brosandi í átt að farþegunum. Vélin var reyndar full af Indverjum sem voru á leiðinni til Bretlands en þetta er sennilega eina leiðin fyrir Turkmenistan Airlines til að þéna peninga og það er að selflytja fólk á milli annarra landa. Staðreyndin er sú að fáir fá að koma inn í landið og enn færri að fara úr landi. Þegar við lentum á alþjóðlega flugvellinum í höfuðborginni Ashgabat tók það mig drykklanga stund að finna vega- bréfseftirlitið. Öllum Indverjunum var leiðbeint að fara inn í óspennandi biðstofu og þar var dyrunum lokað og mér bent á að fara lengra. Ég ráf- aði fyrir utan flugvallarbygginguna í heillangan tíma án þess að sjá nokk- urn mann. Þeir sem ég hitti töluðu ekki ensku og reyndu að fá mig til að fara bara inn í biðstofuna með Ind- verjunum. Vinur minn sem vinnur fyrir ÖSE í Ashgabat sagði að líklega hefði þetta verið vegna þess að þeir bjuggust ekki við að nokkur sála væri að koma inn í landið. Veðrið var drungalegt og það snjó- aði lítillega, sem er óvanalegt fyrir þennan árstíma. Ég var búin að ímynda mér að Túrkmenistan væri eins og önnur fyrrverandi Sovétríki, hálfgrámyglulegt, með tilheyrandi kommúnistablokkum og stórum skrifstofubyggingum í algjörri nið- urníðslu. Það sem átti eftir að bera fyrir augu var hins vegar fjarri því sem ég hafði nokkurn tímann séð. Gosbrunnar og gullstyttur Ég á ekki orð til að lýsa borginni Ashgabat. Fyrstu klukkutímana var greinilegt að einhverjir menn voru að elta okkur en þeir gáfust fljótlega upp því einhver hefur ákveðið að rík- inu stæði lítil ógn af minni heimsókn. Þeir fylgjast engu að síður vel með og það eru lögreglumenn og her- menn á hverju götuhorni. Borgin er súrrealísk blanda af Dúbaí, Las Veg- as og ljótri borg í Rússlandi. Alls staðar blasa við glæný háhýsi og glerhýsi og gosbrunnar eru óteljandi. Hvar sem maður stígur fæti niður er að finna gosbrunn, og það í eyði- mörkinni sjálfri. Hvert sem litið er eru styttur af Turkmenbashi, flestar úr gulli. Á sovéskum íbúðarblokkum hanga stórar veggmyndir af forset- anum og uppáhaldsmynd forsetans sýnir hann skælbrosandi eins og kvikmyndastjörnu (sem er bersýni- lega búið að eiga við til að gera karl- inn myndarlegri). Turkmenbashi lét nefnilega lita á sér hárið fyrir nokkr- um árum og hefur síðan reynt að út- rýma öllum bókum eða myndum sem sýna hann gráhærðan. Forsetinn hefur ástæðu til að brosa því árið 1999 var ákveðið á þingi að hann skyldi vera forseti ævilangt. Þegar forsetinn tilkynnti fyrir skömmu að hann hygðist draga sig í hlé var greint frá því að þingmennirnir hefðu allir, hver og einn, grátbeðið hann um að leiða þjóðina áfram. Það sitja yfir 2.000 menn á þingi en þeir koma allir að sjálfsögðu úr flokki Turk- menbashis. Stærsta moska Mið-Asíu Veðrið næsta dag var mun betra og tilvalið að bregða sér út fyrir borgina að skoða mosku sem Turk- menbashi lét byggja nýlega. Moskan ku vera sú stærsta í Mið-Asíu og það þarf ekki að taka það fram að það er Í veldi Turkmenbashi Nánast má setja samasem- merki á milli landsins Túrk- menistans og leiðtoga þess, Saparmurads A. Niyazovs. Enda kallar hann sig Turk- menbashi eða „föður allra Túrkmena“ og skyldar þjóð- ina til að læra bækur sínar til prófs. Helen Ólafsdóttir heimsótti veldi hins firrta Turkmenbashi. Ljósmynd/Helen Ólafsdóttir Mynd af forsetanum prýðir allar opinberar byggingar, sér í lagi ráðuneytin. Á útsýnisturni í miðborg Ashgabat er gullstytta af Turk- menbashi, sem snýst og snýr alltaf mót sólu. Turkmenbashi glaðbeittur á veggspjaldi, sem hvarvetna blasir við. Endalausar gullstyttur af Saparmurad A. Niyazov, forseta og „föður allra Túrkmena“, eru í höfuðborginni. ’Turkmenbashi er að reyna að fela örbirgðinaog eymdina með því að byggja glerhýsi og gosbrunna en Túrkmenistan er eftir sem áður eitt fátækasta ríki í heimi. Leiðtoginn er al- gjörlega firrtur, sólundar öllu fé og fer með Túrkmenistan eins og eigin skemmtigarð.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.