Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fjórar leiðir til hamingju Í tilefni af útkomu bókarinnar Fleiri skyndibitar fyrir sálina eftir Barböru Berger mun hún halda tvo fyrirlestra þann 6. og 7. apríl í Manni lifandi kl. 20–23. Í fyrra komust færri að en vildu. Báðar bækurnar, Skyndibitar fyrir sálina og Fleiri skyndibitar fyrir sálina verða á tilboði (1.290 kr. hvor) í öllum MM og Pennabúðum til 8. apríl. Upplýsingar og skráning í síma 552 1122 og á audur@salkaforlag.is www.salkaforlag.is EIGENDUR kaffihússins Sega- fredo við Lækjartorg auglýstu fyrir nokkru að kaffihúsið yrði reyklaust frá og með 1. apríl. Segja þau við- skiptavini hafa tekið afar vel í það, bæði reykingamenn og þá sem ekki reyktu. „Þetta er náttúrlega það sem koma skal,“ segir Oliver Pálmason, sem á og rekur Segafredo ásamt konu sinni, Nönnu Guðbergsdóttur. „Ítalirnir byrjuðu á þessu um ára- mótin. Það má segja að þar hafi eitt síðasta vígið fallið. Það hefur til- heyrt þessari ítölsku espressó- baramenningu að fá sér að reykja með espressóinu. Það fór allt á ann- an endann þegar þeir byrjuðu með þetta þar, en þetta hefur gengið mjög vel síðan. Þá hafa reykingar verið bannaðar í Noregi, Írlandi og Kúbu, en allar reykingar á veit- ingastöðum voru bannaðar þar fyrir mánuði.“ Nanna segir fjölbreytni mjög mik- ilvæga, að staðurinn bjóði upp á fleira en kaffi. „Það er líka gaman að fastagestirnir okkar geti komið hingað á kvöldin og fengið sér vín- glas án þess að vera í reyk. Það er mjög mikil ánægja með þetta,“ segir Nanna, sem segist ekki hafa orðið vör við óánægju reykingamanna með ákvörðunina. „Auðvitað þurftum við að hugsa um þetta fram og aftur, en við viss- um að þetta er það sem fólk vill í dag. Fólk vill geta komið og sest án þess að reykurinn trufli. Reyk- ingafólk hefur ekki tekið þessu illa og situr bara úti með ullarteppi og kemur svo inn.“ SAUTJÁN prósent fólks hafa á síð- ustu tólf mánuðum greitt fyrir verk eða þjónustu án þess að fá nótu fyrir greiðslunni og hafa jafn- framt haft grun um að skattsvik ættu þar hlut að máli, að því er fram kemur í þjóðarpúlsi Gallup. Fram kemur að það eru mun oft- ar karlmenn sem í hlut eiga en konur. Þannig höfðu tæplega 22% karla ekki fengið nótu og grunað skattsvik samanborið við 13% kvenna. Þá kemur fram að tæplega 10% aðspurðra segjast hafa látið vera að telja einhverjar tekjur fram til skatts á síðustu fimm árum. Mun algengara er það í tilviki karla, en 16% þeirra segjast hafa sleppt að telja fram einhverjar tekjur, en einungis 4% kvenna segjast hafa gert það sama. Þá er hlutfallið hæst í aldurshópnum 25–34 ára eða 18% og lægst í aldurshópnum 55–75 ára eða einungis 3%. Könnunin var gerð frá 9.–22. mars og náði til á þrettánda hundrað manna. Svarhlutfall var 61%. 17% hafa átt í nótulausum viðskiptum ÞEIM veitingamönnum fjölgar sí- fellt sem ákveða að banna reykingar á veitinga- og kaffihúsum sínum. Jakobína H. Árnadóttir verkefnis- stjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð segir tilfinningu sína staðfesta þetta. Hún sagði að á föstudag hefðu tveir staðir bæst í hópinn, Café Niel- sen á Egilsstöðum, og Café Sega- fredo við Lækjartorg. „Ég frétti líka af því að Drauga- setrið á Stokkseyri væri reyklaust. Nýverið varð líka meðal annars Múlakaffi reyklaust, en sá veitinga- staður er með viðskipta- mannahóp sem samkvæmt könnunum er með einna hæsta tíðni reykinga,“ segir Jakobína. „Það er að sjálfsögðu fagn- aðarefni að reyklausum kaffihúsum og veitinga- stöðum fer fjölgandi og vonandi að sem flestir taki sér þetta til fyrir- myndar og geri staðina reyklausa með heilsu og hag starfsfólksins fyr- ir brjósti.“ Samkvæmt lista sem Lýðheilsu- stöð hefur tekið saman er fjöldi reyklausra kaffihúsa og veitinga- stöðum nú í kringum áttatíu og gæti fjöldi þeirra verið þó nokkuð hærri, því að sögn Jakobínu berast Lýð- heilsustöð nú reglulega tilkynningar frá veitingamönnum um annaðhvort stofnun reyklausra veitingastaða eða breytingu yfir í reykleysi. Jakobína H. Árnadóttir Reyklaus kaffihús og veitingastaðir eru nú um áttatíu talsins og stöðugt fjölgar í hópnum Tveir bættust við um helgina sagði hún. Samkvæmt þjóðskrá heit- ir hún einfaldlega Þuríður Jóhanns- dóttir en hún er þó aldrei kölluð ann- að en Blær. Að sögn Blævar var beðið með skírnina þar sem ekki fékkst leyfi til að skrá nafnið hjá mannanafnanefnd og raunar var hún ekki skírð fyrr en í fyrra, skömmu áður en hún fermd- ist. Var hún þá skírð Þuríður Blær, þrátt fyrir að enn hefði ekkert leyfi fengist hjá mannanafnanefnd. Erfitt að beygja „Ég er alltaf kölluð Blær nema kannski af nýjum kennurum í skól- anum, þeir kalla mig stundum Þur- íði, en annars kalla mig allir bara Blævi,“ sagði Blær og kvaðst afar ánægð með nafnið. Flestum fyndist nafnið mjög fallegt. Sumum sem ættu t.d. lítinn frænda sem héti Blær fyndist það þó kannski skrítið til að byrja með að stúlka gæti líka heitið Blær en þetti vendist þó fljótlega. Aðspurð sagði hún að einu erfiðleik- arnir sem tengdust nafninu væru að það vefðist fyrir mörgum að beygja það rétt. En hvað finnst henni um að ekki mega skíra stúlkur Blævi? „Mér finnst það mjög asnalegt og mér finnst að allar sem bera nafnið Blær ættu að koma saman og þvinga mannanafnanefnd til þess að leyfa það.“ Það væri þó óvíst hvort það gengi þar sem enn sem komið væri bæru frekar fáar stúlkur þetta nafn. ÞÓ að mannanafnanefnd hafni því að stúlkum sé gefið nafnið Blær og engin nema Blær Guðmundsdóttir sé skráð með því eiginnafni í þjóð- skrá bera nokkrar stúlkur hér á landi nafnið Blær. Ein þessara stúlkna er Þuríður Blær Jóhannsdóttir, 14 ára nemandi í Austurbæjarskóla. Í kjölfar um- fjöllunar Morgunblaðsins um „Blæv- armálið“ fyrr í vikunni hringdi hún í blaðamann til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. „Mamma var held ég að lesa Brekkukotsannál þegar hún sá nafn- ið og fékk bara hugljómum og vildi skíra dóttur sína Blævi. Og síðan hef ég heitið Blær. En af því að það mátti ekki var ég líka skírð í höfuðið á ömmu minni sem heitir Þuríður,“ Heitir Blær, bara ekki í þjóðskrá Allar með nafnið Blær sameinist og þrýsti á mannanafnanefnd Morgunblaðið/Golli „Ég er alltaf kölluð Blær nema kannski af nýjum kennurum í skólanum, þeir kalla mig stundum Þuríði,“ sagði Blær. Ákvörðunin mælist vel fyrir Morgunblaðið/Golli Oliver Pálmason, Nanna Guðbergsdóttir og Ása Jelena á Segafredo. armanna og vélstjóra hófust sum- arið 2004. Í lok síðasta árs var kynnt niðurstaða mats á hagkvæmni sam- einingar félaganna. Meginniðurstað- an var sú að búast mætti við tölu- verðum fjárhagslegum ávinningi og er gert ráð fyrir að þjónusta við fé- lagsmenn muni um leið eflast með sterkara félagi. Unnið hefur verið að útfærslu á uppbyggingu og stjórnun sameinaðs félags og fjölluðu stjórnir félaganna um drög að slíku samkomulagi 22. og 23. mars sl. Í þeim er gert ráð STJÓRNIR Félags járniðnaðar- manna og Vélstjórafélags Íslands hafa samþykkt samkomulag sem viðræðunefndir hafa gert um sam- einingu félaganna. Eftir er að ljúka viðræðum um ýmsa þætti, en miðað er við að tillaga um sameiningu verði lögð fyrir félagsmenn í lok ársins og verði hún samþykkt muni félögin sameinast formlega vorið 2006. Fjárhagslegur ávinningur Viðræður um hugsanlega samein- ingu eða samstarf félaga járniðnað- fyrir að kosið verði til fyrstu tveggja starfsára með listakosningu þar sem bæði félög eiga jafnan fjölda sæta og mun hvort félag eiga formann og varaformann í eitt ár. Auk þess mun verða skipað fulltrúaráð sem verður fjölskipað og endurspeglar alla hópa innan sameinaðs félags. Einnig er tekið á aðild að heildarsamtökum. Stjórnir beggja félaga samþykktu samkomulagið. Viðræðunefnd félaganna mun á næstunni halda áfram viðræðum um ýmis mál sem ekki hefur verið tekin afstaða til. Gert er ráð fyrir að kall- aðir verði saman verkefnahópar, m.a. til að gera tillögu að lögum sameinaðs félags. Skilgreina þarf starfsemi sameinaðs félags nánar m.t.t. þjónustu og mönnunar skrif- stofu, sjóða, félagsgjalda o.fl. Náist einnig samkomulag um þessi mál er gert ráð fyrir að tillögur um samein- ingu félaganna verði lagðar fram til samþykktar um næstu áramót. Verði tillögurnar samþykktar getur sameinað félag tekið til starfa vorið 2006. Unnið að sameiningu félaga járniðnaðarmanna og vélstjóra Varautanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Robert B. Zoellick, á fund með Davíð Oddssyni, utanrík- isráðherra hér á landi á þriðjudag- inn kemur 5. apríl. Fundurinn hér er hluti af fund- arhöldum varautanríkisráðherrans með aðildarríkjum Norður- Atlantshafsbandalagsins í kjölfar þess að nýtt fólk hefur komið að bandaríska utanríkisráðuneytinu eftir forsetakosningarnar í vetur. Er ráðherrann að ljúka yfirreið sinni um lönd Norður-Atlantshafs- bandalagsins og er á leið vestur um haf. Fundar með fulltrúum NATO-ríkja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.