Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR ’Í kvöld, eða í nótt opnar Krist-ur dyrnar fyrir páfa.‘Angelo Comastri , prestur í Páfagarði og aðstoðarmaður Jóhannesar Páls páfa II., við tugi þúsunda manna, sem báðu fyrir páfa á Péturstorginu í Róm á föstudags- kvöld. ’Með tilliti til aðstæðna á frétta-stofu Ríkisútvarpsins sé ég mér ekki fært að þiggja starf frétta- stjóra og mun ég því ekki skrifa undir ráðningarsamning.‘Auðun Georg Ólafsson dró sig í hlé á föstudag eftir nokkurra vikna styrr um ákvörðun útvarpsstjóra um að ráða hann fréttastjóra Útvarps. ’Fólkið er hrætt og óttast um lífsitt. Það bíður þess eins, að Mugabe hrökkvi upp af. Ég bið líka fyrir því.‘Pius Nicube , erkibiskup í Harare, höf- uðborg Zimbabwe, um Robert Mugabe, forseta landsins. ’Ég held að fordómar beinistmiklu meira gegn þeim sem eru nýkomnir hingað, kunna ekki málið og halda sig þess vegna saman.‘Kjartan Pétursson í samtali við Morg- unblaðið í tilefni af könnun Rauða kross Íslands sem sýndi að viðhorf ungmenna til innflytjenda eru mun neikvæðari nú en þau voru fyrir átta árum. ’Þetta var eins og að upplifa aft-ur hryllinginn frá því fyrir þrem- ur mánuðum.‘Fatheena Faleel , íbúi í Banda Aceh á Sú- mötru, eftir mikinn landskjálfta sem varð skammt undan eyjunni á mánudag. Talið er að um 1.000 manns hafi týnt lífi í skjálft- anum sem orsakaði ekki flóðbylgju líkt og risaskjálftinn sem varð á sömu slóðum á öðrum degi jóla í fyrra. ’Við getum ekki horft þegjandiá þetta.‘Guðrún Ögmundsdóttir var í hópi níu Ís- lendinga, þar á meðal fimm þingmanna, sem fóru til Palestínu að kynna sér að- stæður. Hún gagnrýndi framferði Ísraela við Palestínumenn á blaðamannafundi eft- ir heimsóknina. ’Drepið okkur ekki. Við erumfréttamenn, við erum ekki með neina peninga.‘Rúmenska fréttakonan Marie-Jeanne Ion þegar henni var rænt ásamt tveimur öðr- um í Írak. ’Þetta var ekki bara andlátmanneskju, þetta var morð.‘Séra Frank Pavone ráðgjafi foreldra Terri Schiavo sem lést á fimmtudag eftir að næringarslanga, sem haldið hafði henni lifandi í 15 ár, hafði verið tekin úr sam- bandi. ’Mér finnst Blær ekki vera karl-mannsnafn og ég er mjög ánægð með þetta nafn.‘Blær Guðmundsdóttir hefur borið nafnið í 30 ár og nú virðist sýnt að hún verði áfram eina konan, sem heitir því. Manna- nafnanefnd hefur úrskurðað að eig- innafnið Blær sé karlmannsnafn og ekki megi skíra stúlkur því. Úrskurðir nefnd- arinnar eru endanlegir. ’Mesta breytingin á komu Josetil Chelsea er að hann hefur inn- leitt gífurlegt sjálfstraust í félag- ið og menn hafa smitast af því.‘Eiður Smári Guðjohnsen segir að leik- menn knattspyrnuliðsins Chelsea standi á bak við þjálfara sinn, Jose Mourinho. Ummæli vikunnar Ásta Einarsdóttir, sjúkraþjálfari Jónas Grani Garðarsson sjúkraþjálfari Ásmundur Arnarson, sjúkraþjálfari Lýður Skarphéðinsson íþróttafræðingur Nýkomin sending af Asics Kayano og Asics Nimbus hlaupaskóm ÖSSUR HF Innanlandsdeild Suðurlandsbraut 34 108 Reykjavík sími 515 2360 www.ossur.is Fáðu aðstoð SÉRFRÆÐINGA við val á hlaupaskóm Göngugreining hjá Össuri hf. er eingöngu framkvæmd af menntuðu fagfólki 50% afsl. af göngugreiningu hjá SÉRFRÆÐINGUM Össurar hf. fylgir með hverju pari af hlaupaskóm netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122ÁSKRIFTARDEILD LANDSSAMBAND íslenskra versl- unarmanna (LÍV) hefur sent frá sér ályktun þar sem sambandið lýsir and- stöðu við frumvarp um breytingar á lögum um helgidagafrið. Segir í álykt- uninni að frumvarpið feli í sér miklar breytingar á högum þeirra sem starfa í smærri matvöruverslunum, undir 600 fermetrum að stærð. Í ályktuninni segir m.a. „Lög- verndaðir frídagar þessa starfsfólks verða þá aðeins aðfangadagur frá kl. 18 og jóladagur. Ákvæði kjarasamn- inga hafa ekki getað varið að versl- unareigendur segi með lögboðnum fyrirvara upp starfsfólki, sem ekki er tilbúið til að vinna á þeim dögum, sem verslunin verður opin, hvort sem um er að ræða stórhátíðardaga eða aðra helgidaga.“ Stjórn LÍV átelur að gengið hafi verið fram hjá fulltrúum samtaka þess afgreiðslufólks sem frumvarpið hefur áhrif á við nefndarskipan vegna undirbúnings frumvarpsins og aðeins leitað eftir fulltrúum frá atvinnurek- endum og biskupsstofu. Ástæðan fyr- ir nefndarskipaninni hafi einkum ver- ið afgreiðslutími verslana á hvítasunnudag. Því sé óskiljanlegt að Alþingi telji nauðsynlegt að ganga lengra en óskir voru um frá atvinnu- rekendum í greininni og bæta við föstudeginum langa og páskadegi. LÍV mótmælir frídagaskerðingu verslunarfólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.