Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LESTRARNÁM er í huga fólks tengt því að læra að lesa í fyrstu bekkjum grunnskólans. Ef allt gengur vel þá verða flestir nokkuð vel læsir í 2. eða 3. bekk grunnskólans og allir anda léttar, ekki síst þær fjölskyldur sem óttuðust að barnið þeirra bæri ef til vill með sér dyslexíugenin. Nám gengur ef til vill vel í 3. bekk, 4. bekk og jafn- vel í 5. bekk. En svo getur farið að halla námslega undan fæti, öllum á óvart, og barnið þarf í auknum mæli á aðstoð foreldra sinna að halda við heimanámið. Þegar þarna er komið sögu hafa lesfögin verið tekin á dag- skrá hvert á fætur öðru, kristinfræði, landafræði, saga, líffræði, bók- menntir o.s.frv. Kennarar finna einn- ig hvernig ýmsir nem- endur eru vanbúnir að takast á við lesgrein- arnar. Þegar námsefnið sem ætlað er tilteknum aldurshópi nemenda þykir þungt bregður kennari á það ráð að lesa námsefnið fyrir nemendur og umorðar efnið í leiðinni í því skyni að koma efninu til skila á einfaldara máli. Við þessar aðstæður verða nemendur meira og minna óvirkir hlustendur í eigin námi og oft stutt í dagdrauma og námsleiða. Vandinn kann að vera margþættur en ætla má að hluta hans megi rekja til hæglæsis og/eða slaks lesskilnings. Gott læsi byggir á góðri tæknilegri færni við lestur og á góðum lesskiln- ingi. Barn kann að hafa tamið sér slakt lestrarlag. Dæmi um slíkt er innri hljóðun, það að bera öll orð fram í huganum þegar lesið er í hljóði. Ef það er gert þá getur lesari aldrei lesið í hljóði hraðar en hann hefði lesið upp- hátt. Hinn almenni lesari ætti að geta lesið mun hraðar í hljóði en með radd- lestri. Slakur lesskilningur er gjarnan tengdur slökum orðaforða eða skorti á aðferðum til að beita texta þegar skilja þarf efni hans. Svokallaðir góðir námsmenn koma sér upp á eigin spýt- ur aðferðum við að skilja efni texta. Aftur á móti er talið að slakir og með- alnámsmenn þrói síður eða jafnvel ekki með sér aðferðir við að skilja texta. Kennslufræðingarnir Brown og Palincsar (1985) hafa sýnt fram á að með því að kenna þessum hópi nem- enda sérstakar aðferðir við lestur, þá eflist skilningur þeirra og þar með námsárangurinn. Lítil hefð hefur verið fyrir því að skólar haldi áfram beinni lestr- arkennslu eftir að nemendur ljúka fyrstu árum í grunnskóla. Lestr- arfræðin sýnir þó fram á að nauðsyn- legt er að kenna nemendum að lesa upplýsinga- og fræðitexta, þ.e. náms- bækurnar, og æskilegast væri að nemendur fengju alla sína skólagöngu í grunnskóla kennslu sem efldi þá í að vinna með texta. Á undanförnum ár- um hafa grunnskólar í auknum mæli farið að horfa á lestrarfærni nemenda sinna á miðstigi og unglingastigi gagnrýnum augum og ýmsir lagt í umfangsmikil þróunarverkefni á þessu sviði. Á sama tíma hafa kenn- arar hinna ýmsu faggreina einnig átt- að sig á hve mikilvægt það er að þeir geti stutt við lesskilning innan sinna eigin greina. Skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri hefur allt frá því það var stofnað 1999 látið sig varða lestur og læsi. Innan vébanda þess hafa verið mótuð fjögur um- fangsmikil þróunarverkefni um lestur og læsi. Í samvinnu við Lundarskóla á Akureyri var mótað þróunarverkefnið Læsi til framtíðar en því er ætlað að efla lesskilning nemenda. Á síðasta skólaári starfaði skólaþróunarsviðið með þrettán grunnskólum á landinu vetrarlangt að þessu verkefni. Annað verkefni á sviði lesskilnings er Orða- safn heilans en þar er kennurum leið- beint með aðferðir til að efla orðaforða nemenda. Þriðja verkefnið, Leshöml- un í almennum bekk, varðar þekkingu almennra kennara á leshömlun og fjórða verkefnið er Byrjendalæsi sem í vetur er unnið að í fyrsta sinn í sam- vinnu við alla grunnskóla í Húna- vatnssýslum. Byrjendalæsið gengur út frá breyttum áherslum í 1. og 2. bekk, þar sem notaðar eru samvirkar aðferðir í stað eindaraðferðar sem al- gengust er í lestrarkennslu hérlendis. Loks má nefna að skólaþróunarsvið HA stendur fyrir umfangsmikilli ráð- stefnu 16. apríl nk. um lestur og læsi. Yfirskriftin er Læsi á 21. öldinni. Hvar stöndum við? Hvert stefnum við? Þar verða flutt hátt í þrjátíu er- indi um ýmsar hliðar læsis. Nútíminn gerir kröfur til þess að allir séu vel læsir. Þekkingin er ekki lengur afmörkuð og þekkt stærð. Börn og unglingar þurfa að hafa lest- ur svo vel á valdi sínu áður en þau ljúka grunnskóla að þau geti treyst sér til að lesa hvaða texta sem er. Á allra síðustu árum hefur umræða auk- ist um einstaklingsmiðað nám. Það skipulag er ætlað til að gera nem- endur sjálfstæðari í eigin námi og því ætlað að koma í auknum mæli til móts við þarfir þeirra og áhuga. Gott læsi er lykill að slíku markmiði. Ef nem- andi hefur ekki gott vald á lestri, eink- um lesskilningi, þá er næsta víst að hann verður háður kennara eða öðr- um betur læsum í námi sínu. Besti greiðinn sem grunnskólinn getur gert nemendum sínum er að efla með þeim læsið, lesskilninginn, lestrarlagið og leshraðann og kenna þeim leiðir til að takast á við texta af öllu tagi. Rósa Eggertsdóttir fjallar um menntun ’Nútíminn gerir kröfurtil þess að allir séu vel læsir. Þekkingin er ekki lengur afmörkuð og þekkt stærð.‘ Rósa G. Eggertsdóttir Höfundur er sérfræðingur við skólaþróunarsvið kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Lestur og nám AUSTURBAER.IS Vorum að fá til sölu glæsilegt parhús á frábærum útsýnis- stað í Grafarholtinu. Húsið er á tveimur hæðum, 5 svefnher- bergi, bílskúr innbyggður í húsið. Vandaðar innréttingar, stutt í skóla og þjónustu. Nánari upplýsingar gefur Þröstur í síma 897 0634. Þingholtsstræti 27 • Sími 533 1122 • Fax 533 1121 Þröstur Þórhallsson, löggiltur fasteignasali, sími 897 0634 Magnús Kristinsson, verkfr., sími 861 0511 KRISTNIBRAUT 15 OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL 15 - 17 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Stekkjarsel Vandað og vel skipulagt 244 fm einbýl- ishús á tveimur hæðum með 29 fm innbyggðum bílskúr. Eignin skiptist í forstofu, sjónvarpshol, borðstofu, sam- liggjandi stofur m. útg. á hellulagða verönd með skjólveggjum, stórt eldhús með vönd. eikarinnréttingum og nýjum tækjum, eitt rúmgott herbergi og flísa- lagt baðherbergi, þvottaherbergi og geymslu auk sér 2ja herb. íbúðar á neðri hæð. Marmaralagður steyptur stigi á milli hæða. Ræktuð lóð. Verð 47,9 millj. Sunnuvegur - Laugardalur Mjög vel skipulagt og afar vel staðsett 269 fm einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðum tvöföldum bílskúr. Á efri hæð eru forstofa, gestasalerni, for- stofuherb., stórt hol m. útg. á stórar suðursvalir, 3 samliggjandi stofur, rúm- gott eldhús með góðri borðaðstöðu og búr. Á neðri hæð eru sjónvarpshol, 2 baðherbergi, 4 herbergi auk fataherbergis, þvottaherb. og geymslur. Falleg ræktuð lóð. Eignin er afar vel staðsett niður við Laugardalinn. Verð 55,0 millj. Austurströnd - Seltjarnarnesi - 6 herb. endaíbúð Falleg og þó nokkuð endurnýjuð 133 fm 6 herb. endaíbúð á efstu hæð á Sel- tjarnarnesi. Íb. skiptist í forst., hol, 5 herb., skápar í öllum, flísal. baðherb., fallegt eldhús m. vönd. tækjum og ljós- um innrétt. og stóra stofu m. útg. á um 40 fm hellul. svalir. Mikið útsýni til sjáv- ar. Sérstæði í bílageymslu og sér- geymsla. Verð 24,9 millj. Barmahlíð - Efri sérhæð Fal- leg, björt og vel skipulögð 110 fm efri sér- hæð í þríbýli auk sér bílastæðis á lóð og bílskúrsréttar. Hæðin skiptist í breiðan og góðan gang með skápum, eldhús, sam- liggjandi parketlagðar stofur, 3 herbergi og flísalagt baðherbergi m. þvottaaðst. Geymsluris og 2 geymslur í kj. Verð 22,9 millj. Þverholt - 3ja herb. Glæsileg 75 fm 3ja herb. íbúð á 3. hæð í nýlegu fjölbýli í miðborginni auk stæðis í bílageymslu. Íb. skiptist í forstofu, 2 rúmgóð herb., hol, opið eldhús m. sprautulökk. innrétt., vönd. tækjum og granítborðpl., bjarta stofu og baðherb. Parket og marmari á gólfum. Vestursvalir. Sérgeymsla í kj. Verð 17,9 millj. Ljósheimar - 3ja herb. Vel skipulögð 90 fm endaíbúð á 2. hæð í end- urn. álklæddu lyftuhúsi. Eldhús m. vönd. sérsmíð. nýl. eikarinnrétt. og góðri borð- aðst., rúmgóð stofa og 2 herb. með góðu skápaplássi. Skjólgóðar suðursvalir. Afh. fljótlega. Verð 18,9 millj. Stóragerði - 3ja herb. m. bíl- skúr Falleg og vel skipulögð 96 fm íbúð á 2. hæð ásamt sérgeymslu/íbúðarherb. í kj. og 21 fm bílskúr. Íb. skiptist í rúmgott hol, baðherb. m. þvottaaðst., geymslu, 2 herb., rúmgóða stofu m. útg. á suðursval- ir og eldhús m. nýl. innrétt. Verð 18,9 millj. VIÐARHÖFÐI - 110 REYKJAVÍK Atvinnuhúsnæði, 3 bil ásamt millilofti, samtals 391,8 fm. Nýtt sem eitt rými í dag. NÁNARI LÝSING: Á tveimur bilum eru innkeyrsludyr, ca 4 m háar en á því þriðja er aðeins inngönguhurð en möguleiki er á að setja jafn stórar innkeyrsludyr. Lofthæð í rýminu er tæpl. 5 m en búið er að stúka af 39,0 fm milliloft í hluta þess. Dýpt er ca 20 m. Á millilofti er snyrting og kaffistofa/skrifstofurými. Eignin er skráð sem tveir hlutar í FMR en selst í einu lagi. Sími 594 5000 - Fax 594 5001 Lynghálsi 4//110 Reykjavík//Lögg. fasteignasali Halla Unnur Helgadóttir Nánari upplýsingar veitir Bjarni á skrifstofutíma eða í síma 896 3875. AFLAGRANDI 24 107 RVK. VERÐTILBOÐ! Einstaklega fallegt 187,5 fm raðhús á 3 hæðum með 28,2 fm innbyggðum bílskúr á besta stað í Vesturbæn- um! Þórarinn sölumaður Draumahúsa verður á staðnum. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15.00-16.00 Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Góð 106,4 fm 4ra herbergja endaíbúð, með sérinngangi, á 2. hæð í ný viðgerðu húsi. Íbúðin skiptist í anddyri, hol, eldhús, stofu, gang, 3 svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús. Rúmgóðar svalir. Mikið út- sýni er úr íbúðinni. V. 19,2 m. 6705 OPIÐ HÚS - LAUFENGI 28 - 2.h.v. SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 14-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.