Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 49 DAGBÓK Stundum er sagt að versti óvinur samkyn-hneigðra sé þögnin. Ungt fólk heyrir ekkitalað um kynhneigð, hvað þá samkyn-hneigð eða tvíkynhneigð í skólanum, fé- lagsmiðstöðinni, íþróttafélaginu. Þeir sem eru hommar, lesbíur eða tvíkynhneigðir heyra aldrei talað um sig, heyra ekki fjallað um neitt á sínum forsendum vegna þess að reglan er sú að allir eru gagnkynhneigðir þangað til annað kemur í ljós. Og það líður oft á löngu þangað til annað kemur í ljós. Fólk frestar því jafnvel í hið óendanlega að op- inbera aðra kynhneigð en meirihlutinn. Þetta fólk felur sig og kýs að lifa á röngum forsendum til þess eins að verða ekki undir, lenda ekki í einelti, verða ekki fórnarlömb fordóma, því þeir eru töluverðir,“ segir Sverrir Páll Erlendsson sem er í undirbún- ingshópi ráðstefnunnar Hver er sá veggur, en hún verður haldin á Akureyri 8. apríl næstkomandi. Þar verður fjallað um samkynhneigð unglinga í skólum, félagsstarfi, íþróttum og dreifbýli. Sverrir Páll segir að á síðustu árum hafi sú breyting orðið að fleiri kjósa að koma úr felum og freista þess að lifa á sínum forsendum fyrr en áður. Kynhneigðin er sumum ljós frá bernsku en hún verður ljósari með kynþroskanum. Unglingsárin eru viðkvæmur aldur og freistandi að reyna að falla í fjöldann. Jafnvel hættulegt að vera öðruvísi. „Þá er mjög nauðsynlegt að talað sé um kynhneigð og sagt frá því að ekki séu allir eins. Það ætti að vera hlutverk skólanna, en fræðsla um kynhneigð er nánast engin í skóla. Þó er þar fjöldi unglinga sem eru samkynhneigðir og tvíkynhneigðir. Þess vegna verða skólarnir að taka til við þessa fræðslu og ráðstefnan er að hluta ætluð kennurum, til að auðvelda þeim að ræða um samkynhneigð við nem- endur sína.“ Ef 5–10% mannfólksins eru hommar og lesbíur og tvíkynhneigðir bætast jafnvel við þá tölu má líta svo á að 1–2 nemendur í hverjum bekk, hverjum 25 manna hópi í félagsmiðstöðinni eða íþróttafélaginu gætu verið samkynhneigðir. „Á þessum stöðum þarf líka að vera hægt að fjalla um kynhneigð. Hommar og lesbíur og tví- kynhneigðir eiga líka að geta verið með í íþróttum eða öðru félagsstarfi og fá störf til jafns við alla aðra. Stundum hrökklast samkynhneigðir úr svona félagsskap. Það er þjóðsaga að hommar hati fót- bolta og aðrar átakaíþróttir. Þeir séu bara í ballett og svoleiðis. Þetta eru sömu fordómar og að hommi sé næstum eins og kona og lesbía sé hálf- gerður karl. Það eru líka til slíkar týpur sem flestir halda að allir falli undir. En það sést alls ekki á öll- um hommum að þeir séu hommar og lesbíur geta þess vegna alveg verið fegurðardrottningar og sýningarstúlkur.“ Ráðstefna| Samkynhneigð og tengsl við skóla, íþróttir, félagslíf og dreifbýli Þögnin versti óvinurinn  Sverrir Páll er kenn- ari við Menntaskólann á Akureyri. Hann var um árabil félagsmála- ráðunautur við skólann en hefur á síðustu árum starfað í þágu samkyn- hneigðra, einkum í tengslum við fé- lagsskap samkyn- hneigðra ungmenna á Akureyri og Norður- landsdeild FAS, Samtaka foreldra og aðstand- enda samkynhneigðra. Hann á sæti í und- irbúningsnefnd ráðstefnunnar Hver er sá veggur. Félagsstarf Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð sunnudaginn 3. apr- íl. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir leikritið Ástandið sunnudagskvöldið 3. apríl kl. 20 í Iðnó. Ath. breyttan sýningartíma. Næsta sýning verður miðvikudaginn 6. apríl kl. 14. Miðasala í Iðnó. Ath. allra síðustu sýningar. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Hljómsveitin Klassík leikur fyrir dansi. Félagsstarf Gerðubergs | Fimmtu- daginn 7. apríl kl. 13.15: „Kynslóðir saman í Breiðholti“, félagsvist í sam- starfi við Hólabrekkuskóla. Allir vel- komnir. Háteigskirkja | Kvenfélag Háteigs- kirkju. Vorferð að Stokkseyri og Eyr- arbakka þriðjudaginn 5. apríl frá Setrinu kl. 16.30. Skráning eftir há- degi laugardag og mánudag í síma 511 5405. Hraunsel | Fimmtudaginn 7. apríl verður opið hús kl. 14. Dagskrá og veitingar verða í boði Rotaryklúbbs Hafnarfjarðar. Á morgun verður fé- lagsvist. Hæðargarður 31 | Handverk, tré- skurður, postulín, myndlist, glerlist, bókmenntaklúbbur, sönghópur, fé- lagsvist, leiktúlkun o.fl. Námskeið í framsögn í apríl. Kennari Soffía Jak- obsdóttir leikari og aðjúnkt við KHÍ. Námskeið í þæfingu. Skráning hafin. Allir velkomnir. Sími 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Gönguhópur frá Egilshöll kl. 11 á morgun. Vesturgata 7 | Föstudaginn 22. apríl verður farið í Borgarleikhúsið að sjá Híbýli vindanna. Rútuferð frá Vest- urgötu 7 kl. 19.15, skráning í síma 535 2740. Allir velkomnir. Vesturgata 7 | Fimmtudaginn 7. apríl kl. 10.30 helgistund í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests, Þorvaldur Halldórsson leikur á hljóm- borð. Allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Fundur í æskulýðs- félaginu kl. 20. Grafarvogskirkja | Bænahópur kl. 20 alla sunnudaga. Tekið er við bæn- arefnum alla virka daga frá kl. 9–17 í síma 587 9070. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Vörður Leví Traustason Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyj- ólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir lof- gjörð. Barnakirkja. 6. apríl kl. 18 er fjölskyldusamvera. Fimmtud. 7. apríl kl. 15 er samvera eldri borgara. Bænastund laugardag kl. 20 og virka morgna kl. 7–8. KFUM og KFUK | AD KFUK fundur þriðjudagskvöld kl. 20 á Holtavegi 28. Kristín Sverrisdóttir, kennari og námsráðgjafi, segir frá Kvöldskóla KFUM. Kaffi. Allar konur velkomnar. Kirkja Jesú Krists Hinna síðari daga heilögu, mormónar | Að- alráðstefna kirkjunnar sem fer fram í Utah verður móttekin í kapellunni á ensku og íslensku sem hér segir: 2. apríl 15–16.30 (ekki beint) og 17–19 (beint) 3. apríl 9–11 (ekki beint), 12–14 (ekki beint) og 16–18 (beint). Allir vel- komnir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos HVÍLDARDAGSKVÖLD verður haldið á Grandrokks í kvöld, sunnudag 3. apríl. Að undanförnu hefur sjóðheitur djass ráðið ríkj- um í dagskránni og þá helst í formi heimilda- og tónleikakvik- mynda. Dagskráin er eftirfar- andi: 20:00–21:00 Jazz – 9 hluti: Risk (1945–1949) 21:00–22:00 Charlie Parker & Dizzy Gillespie: The Founding Fathers Of Be Bop 22:00–23:00 Thelonious Monk: American Composer 23:00–01:00 The Miles Davis Story Víðfræg heimildamynd sem hlaut Emmyverðlaun árið 2001. Sýningar hefjast stundvíslega kl. 20:00 á 2.hæð Grandrokks og er aðgangur ókeypis. Grandrokk, Laugarásvídeó og Sonet standa að Hvíldardagskvöldinu. Hvíldardagskvöld á Grandrokk PÉTUR H. Ármannsson arkitekt og deildarstjóri byggingarlist- ardeildar Listasafns Reykjavíkur heldur fyrirlestur á morgun, sunnu- daginn 3. apríl, kl. 15 um framlag Harðar Ágústssonar til íslenskrar byggingarlistar í Listasafni Reykja- víkur – Kjarvalsstöðum, en yfirlits- sýning á verkum Harðar stendur þar yfir um þessar mundir. Í kynningu frá Listasafni Reykja- víkur segir m.a.: „Hörður Ágústs- son er fyrir löngu orðinn kunnur sem einn af fremstu og fjölhæfustu listamönnum þjóðarinnar. Á ferli sem spannar meira en hálfa öld hef- ur hann skilað margföldu lífsstarfi sem myndlistarmaður, hönnuður, kennari, gagnrýnandi, rithöfundur, fræðimaður á sviði sjónvísinda og brautryðjandi í rannsóknum á ís- lenskri húsagerðarsögu. Síðast en ekki síst er hann einn helsti bar- áttu- og hugsjónamaður á sviði ís- lenskra sjónlista, talsmaður þess að umbúnaðurinn sem slíkur eigi sér innihald og að mennt og menning- ararfur forms og lita sé engu síðri en orðsins list. Á sýningunni í vestursal Kjar- valsstaða er leitast við að varpa ljósi á framlag Harðar Ágústssonar á sviði myndlistar, hönnunar og byggingarlistar og hvernig hinir ólíku þættir fléttast saman í ein- stæðu lífsverki, þar sem enginn þeirra verður skilinn án vitundar um hina.“ Í tengslum við sýninguna hefur verið gefin út vegleg sýning- arskrá.Sýningarstjórar eru Pétur H. Ármannsson, Eiríkur Þorláks- son og Guðmundur Oddur Magn- ússon. Sjá nánar: http://www.listasafn- reykjavikur.is/Kjarvalsstadir/ syningar/hordur.shtml Fyrirlestur um verk Harðar Ágústssonar Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. Landsbanki Íslands sér um fjárhald sjóðsins. Umsóknir um ferðastyrki Vildarbarna Styrkir verða í þetta skipti veittir til barna á aldrinum 6-14 ára. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Vildarbarna: www.vildarborn.is og í útibúum Landsbanka Íslands. Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2005. Úthlutað verður úr sjóðnum 21. apríl 2005. Alva Lena og systir hennar í Florida. Ferðasjóður Vildarbarna er sameiginlegt átak Icelandair og viðskiptavina félagsins til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert 30 fjölskyldum kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.