Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR • Hagn‡tt og fræ›ilegt • Fjölbreytt og spennandi • fiverfaglegt • MA-nám í alfljó›asamskiptum, umsóknarfrestur til 15. apríl • Diplóma-nám í alfljó›asamskiptum, umsóknarfrestur til 6. júní • Mögulegt er a› stunda námi› samhli›a starfi Me›al áherslusvi›a: Fjölmenning: Áhrif menningar og trúarbrag›a í alfljó›asamskiptum Evrópufræ›i: Áhrif og sta›a ríkja í Evrópusamrunanum – námskei› styrkt af Jean Monnet áætlun ESB Smáríkjafræ›i: Sta›a smáríkja í alfljó›asamskiptum Alfljó›avi›skipti: Atvinnugreinar ríkja, alfljó›amarka›ssetning – í samvinnu vi› Vi›skipa- og hagfræ›ideild Opinber stjórns‡sla: Sérsta›a opinbers rekstrar, lög og reglur, rekstrar og stjórnunara›fer›ir Auk fjölda spennandi námskei›a m.a. um utanríkismál og stö›u Íslands í alfljó›akerfinu, flróun og merkingu l‡›ræ›is, fullveldis og fljó›ríkis á n‡rri öld, Nor›urlöndin, hlutverk og stefnumótun alfljó›astofnana, samningatækni í alfljó›asamskiptum, nútímastrí›, alfljó›ahagkerfi› og alfljó›avæ›ingu. Nánari uppl‡singar: http://www.felags.hi.is/page/althjodasamskstjr og Margrét S. Björnsdóttir í síma 5254254, msb@hi.is Stjórnmálafræ›iskor Háskóla Íslands E in n t v e ir o g þ r ír 36 7. 0 0 1 „Sá á fund sem finnur.“ Fiskistofa hefur út-hlutað aflamarki íkolmunna til ís- lenskra skipa fyrir yfir- standandi ár. Íslenskum skipum er heimilt að veiða samtals 345 þúsund tonn og fær Hólmaborg SU út- hlutaðan mestan kol- munnakvóta, eða tæplega 38 þúsund tonn. Alls fá 22 íslensk skip úthlutuð 500 tonn eða meira að þessu sinni. Varlega áætlað nemur útflutningsverð- mæti 345 þúsund tonna af kolmunna um 4–5 millj- örðum króna og því má ljóst vera að þessar veiðar skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Nokkur þeirra íslensku skipa sem fengu úthlutaðan kolmunnakvóta eru farin til veiða og önnur eru í startholunum. Skip frá Noregi, Færeyjum og Evrópusambandinu hófu veiðar fyrir nokkru og hafa mörg þeirra landað afla til bræðslu hér á landi síðustu vikur. Samkvæmt upplýsingum Braga Bergsteinssonar hjá Samtökum fiskvinnslustöðva höfðu borist á land fyrir helgina um 47 þúsund tonn af kolmunna og var aflinn nær eingöngu af erlendum skip- um. Þrjú íslensk skip höfðu komið til löndunar, Guðmundur VE landaði um 100 tonnum hjá Ís- félagi Vestmannaeyja 26. mars, Baldvin Þorsteinsson EA landaði um 330 tonnum hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað 22. mars og Vilhelm Þorsteinsson EA landaði um 2.300 tonnum á Seyðisfirði um páskana. Baldvin Þorsteinsson EA var á leið til inn til löndunar á Seyðisfirði á föstudag með sáralít- inn afla, eins og Guðmundur Jóns- son skipstjóri orðaði það og vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Skipið var á veiðum á alþjóð- legu hafsvæði vestur af Írlandi og sagði Guðmundur að veiði væri dottin niður þar og að þrjú íslensk skip væru komin í færeysku lög- söguna og önnur tvö á leiðinni. Afli Baldvins fer til bræðslu og Guð- mundur átti ekki von á því að afli yrði frystur um borð á vertíðinni. Íslensku skipin náðu ekki að veiða útgefinn kvóta á nýafstaðinni loðnuvertíð en Guðmundur sagði aðspurður að það tengdist á engan hátt kolmunnaveiðinni. Af einstökum verstöðvum hefur mestur kolmunnaafli borist til Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, 12.500 tonn, Ísfélag Vestmanna- eyja hefur fengið 11.700 tonn, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði um 10.000 tonn, Síldarvinnslan í Neskaupstað 7.300 tonn og Eskja á Eskifirði 5.400 tonn. Fiskimjölsverksmiðjan á Djúpavogi hefur verið endurreist, eftir að sveitarfélagið keypti þrotabú Gautavíkur í febrúar sl. Hjól verksmiðjunnar eru farin að snúast á ný en fyrsti kolmunna- farmurinn barst þangað á páska- dag, þegar norskt skip landaði þar um 1.600 tonnum. Um helgina var von á færeysku skipi til löndunar með á annað þúsund tonn. Það ríkti sannkölluð hátíðarstemmn- ing á Djúpavogi þegar norska skipið lagðist að bryggju. Margir heimamenn komu niður á bryggju til að fagna komu skipsins og er það mál manna að sjaldan hafi jafnmargir verið á ferðinni í þorp- inu svo snemma á páskadags- morgni, segir m.a. á vefsíðu hreppsins. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, sagði að unnið væri að stofnun einkahluta- félags um fiskimjölsverksmiðjuna sem fengið hefur nafnið Fabrikk- an og verður Djúpavogshreppur einn eigenda hennar. Þá er unnið að því að tryggja verksmiðjunni hráefni til framtíðar. Björn Haf- þór sagði að kolmunnaveiðarnar skiptu miklu máli fyrir þjóðarbúið og að heimamenn á Djúpavogi hefðu hug á að taka fullan þátt í slagnum. Gangi áætlanir heima- manna eftir skapast um 10 árs- verk í kringum verksmiðjuna og það munar um minna í ekki stærra sveitarfélagi. Hann sagði sveitar- félagið vel staðsett, hvort sem menn væru að tala síld-, loðnu- eða kolmunnaveiðar. „Það er þó ekkert leyndarmál að það fögnuðu því ekki allir þegar Djúpavogshreppur leysti til sín þessa eign þrotabúsins. Það var farið í að standsetja verksmiðjuna í trausti þess að hugsanlega kæmu hingað einhverjir loðnufarmar á land, í ljósi þess hversu vel við liggjum að miðunum, sérstaklega fyrri part vertíðar. En þeir sem hafa áhuga á sjávarútvegi á annað borð vita hvernig loðnuvertíðin gekk fyrir sig og við áttum í raun aldrei möguleika. Við fórum því í að vinna að því að fá hingað kol- munna og það kom hingað skip á páskadag. Þetta er frekar lítil verksmiðja en við höfum sett okk- ur það markmið að taka þar í gegn 500–600 tonn á sólarhring,“ sagði Björn Hafþór. Hann sagði að ekki væri reikn- að með kolmunnaafla af íslensku skipunum. „Það mun ráðast af að- stæðum en við munum ekki slá hendinni á móti því og teljum okk- ur samkeppnisfæra í verði.“ Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri á Fáskrúðsfirði, sagði mikið líf í bræðslunni á staðnum. Þangað höfðu borist um 10.000 tonn, ein- göngu af erlendum skipum, írsk- um, skoskum og norskum, sem lönduðu að mestu um páskana. Fréttaskýring | Kolmunnaveiðar hafnar Mikilvægar þjóðarbúinu Útflutningsverðmætið er varlega áætlað um 4–5 milljarðar króna Kolmunna landað á Djúpavogi. Enn hefur ekki náðst sam- komulag um veiðarnar  Kvóti Íslendinga er ákveðinn einhliða en strandríki við Norð- ur-Atlantshaf hafa árangurs- laust reynt að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda úr kolmunnastofninum. Ríkin hafa ákveðið einhliða kvóta úr stofn- inum og hefur afli ítrekað farið langt fram úr ráðgjöf fiskifræð- inga. Þjóðirnar keppast um að auka sinn hlut til að hafa betri samningsstöðu þegar böndum verður komið á veiðarnar. krkr@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.