Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 8

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 8
8 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR • Hagn‡tt og fræ›ilegt • Fjölbreytt og spennandi • fiverfaglegt • MA-nám í alfljó›asamskiptum, umsóknarfrestur til 15. apríl • Diplóma-nám í alfljó›asamskiptum, umsóknarfrestur til 6. júní • Mögulegt er a› stunda námi› samhli›a starfi Me›al áherslusvi›a: Fjölmenning: Áhrif menningar og trúarbrag›a í alfljó›asamskiptum Evrópufræ›i: Áhrif og sta›a ríkja í Evrópusamrunanum – námskei› styrkt af Jean Monnet áætlun ESB Smáríkjafræ›i: Sta›a smáríkja í alfljó›asamskiptum Alfljó›avi›skipti: Atvinnugreinar ríkja, alfljó›amarka›ssetning – í samvinnu vi› Vi›skipa- og hagfræ›ideild Opinber stjórns‡sla: Sérsta›a opinbers rekstrar, lög og reglur, rekstrar og stjórnunara›fer›ir Auk fjölda spennandi námskei›a m.a. um utanríkismál og stö›u Íslands í alfljó›akerfinu, flróun og merkingu l‡›ræ›is, fullveldis og fljó›ríkis á n‡rri öld, Nor›urlöndin, hlutverk og stefnumótun alfljó›astofnana, samningatækni í alfljó›asamskiptum, nútímastrí›, alfljó›ahagkerfi› og alfljó›avæ›ingu. Nánari uppl‡singar: http://www.felags.hi.is/page/althjodasamskstjr og Margrét S. Björnsdóttir í síma 5254254, msb@hi.is Stjórnmálafræ›iskor Háskóla Íslands E in n t v e ir o g þ r ír 36 7. 0 0 1 „Sá á fund sem finnur.“ Fiskistofa hefur út-hlutað aflamarki íkolmunna til ís- lenskra skipa fyrir yfir- standandi ár. Íslenskum skipum er heimilt að veiða samtals 345 þúsund tonn og fær Hólmaborg SU út- hlutaðan mestan kol- munnakvóta, eða tæplega 38 þúsund tonn. Alls fá 22 íslensk skip úthlutuð 500 tonn eða meira að þessu sinni. Varlega áætlað nemur útflutningsverð- mæti 345 þúsund tonna af kolmunna um 4–5 millj- örðum króna og því má ljóst vera að þessar veiðar skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Nokkur þeirra íslensku skipa sem fengu úthlutaðan kolmunnakvóta eru farin til veiða og önnur eru í startholunum. Skip frá Noregi, Færeyjum og Evrópusambandinu hófu veiðar fyrir nokkru og hafa mörg þeirra landað afla til bræðslu hér á landi síðustu vikur. Samkvæmt upplýsingum Braga Bergsteinssonar hjá Samtökum fiskvinnslustöðva höfðu borist á land fyrir helgina um 47 þúsund tonn af kolmunna og var aflinn nær eingöngu af erlendum skip- um. Þrjú íslensk skip höfðu komið til löndunar, Guðmundur VE landaði um 100 tonnum hjá Ís- félagi Vestmannaeyja 26. mars, Baldvin Þorsteinsson EA landaði um 330 tonnum hjá Síldarvinnsl- unni í Neskaupstað 22. mars og Vilhelm Þorsteinsson EA landaði um 2.300 tonnum á Seyðisfirði um páskana. Baldvin Þorsteinsson EA var á leið til inn til löndunar á Seyðisfirði á föstudag með sáralít- inn afla, eins og Guðmundur Jóns- son skipstjóri orðaði það og vildi ekki fara nánar út í þá sálma. Skipið var á veiðum á alþjóð- legu hafsvæði vestur af Írlandi og sagði Guðmundur að veiði væri dottin niður þar og að þrjú íslensk skip væru komin í færeysku lög- söguna og önnur tvö á leiðinni. Afli Baldvins fer til bræðslu og Guð- mundur átti ekki von á því að afli yrði frystur um borð á vertíðinni. Íslensku skipin náðu ekki að veiða útgefinn kvóta á nýafstaðinni loðnuvertíð en Guðmundur sagði aðspurður að það tengdist á engan hátt kolmunnaveiðinni. Af einstökum verstöðvum hefur mestur kolmunnaafli borist til Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, 12.500 tonn, Ísfélag Vestmanna- eyja hefur fengið 11.700 tonn, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði um 10.000 tonn, Síldarvinnslan í Neskaupstað 7.300 tonn og Eskja á Eskifirði 5.400 tonn. Fiskimjölsverksmiðjan á Djúpavogi hefur verið endurreist, eftir að sveitarfélagið keypti þrotabú Gautavíkur í febrúar sl. Hjól verksmiðjunnar eru farin að snúast á ný en fyrsti kolmunna- farmurinn barst þangað á páska- dag, þegar norskt skip landaði þar um 1.600 tonnum. Um helgina var von á færeysku skipi til löndunar með á annað þúsund tonn. Það ríkti sannkölluð hátíðarstemmn- ing á Djúpavogi þegar norska skipið lagðist að bryggju. Margir heimamenn komu niður á bryggju til að fagna komu skipsins og er það mál manna að sjaldan hafi jafnmargir verið á ferðinni í þorp- inu svo snemma á páskadags- morgni, segir m.a. á vefsíðu hreppsins. Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, sagði að unnið væri að stofnun einkahluta- félags um fiskimjölsverksmiðjuna sem fengið hefur nafnið Fabrikk- an og verður Djúpavogshreppur einn eigenda hennar. Þá er unnið að því að tryggja verksmiðjunni hráefni til framtíðar. Björn Haf- þór sagði að kolmunnaveiðarnar skiptu miklu máli fyrir þjóðarbúið og að heimamenn á Djúpavogi hefðu hug á að taka fullan þátt í slagnum. Gangi áætlanir heima- manna eftir skapast um 10 árs- verk í kringum verksmiðjuna og það munar um minna í ekki stærra sveitarfélagi. Hann sagði sveitar- félagið vel staðsett, hvort sem menn væru að tala síld-, loðnu- eða kolmunnaveiðar. „Það er þó ekkert leyndarmál að það fögnuðu því ekki allir þegar Djúpavogshreppur leysti til sín þessa eign þrotabúsins. Það var farið í að standsetja verksmiðjuna í trausti þess að hugsanlega kæmu hingað einhverjir loðnufarmar á land, í ljósi þess hversu vel við liggjum að miðunum, sérstaklega fyrri part vertíðar. En þeir sem hafa áhuga á sjávarútvegi á annað borð vita hvernig loðnuvertíðin gekk fyrir sig og við áttum í raun aldrei möguleika. Við fórum því í að vinna að því að fá hingað kol- munna og það kom hingað skip á páskadag. Þetta er frekar lítil verksmiðja en við höfum sett okk- ur það markmið að taka þar í gegn 500–600 tonn á sólarhring,“ sagði Björn Hafþór. Hann sagði að ekki væri reikn- að með kolmunnaafla af íslensku skipunum. „Það mun ráðast af að- stæðum en við munum ekki slá hendinni á móti því og teljum okk- ur samkeppnisfæra í verði.“ Gísli Jónatansson, kaupfélags- stjóri á Fáskrúðsfirði, sagði mikið líf í bræðslunni á staðnum. Þangað höfðu borist um 10.000 tonn, ein- göngu af erlendum skipum, írsk- um, skoskum og norskum, sem lönduðu að mestu um páskana. Fréttaskýring | Kolmunnaveiðar hafnar Mikilvægar þjóðarbúinu Útflutningsverðmætið er varlega áætlað um 4–5 milljarðar króna Kolmunna landað á Djúpavogi. Enn hefur ekki náðst sam- komulag um veiðarnar  Kvóti Íslendinga er ákveðinn einhliða en strandríki við Norð- ur-Atlantshaf hafa árangurs- laust reynt að ná samkomulagi um skiptingu veiðiheimilda úr kolmunnastofninum. Ríkin hafa ákveðið einhliða kvóta úr stofn- inum og hefur afli ítrekað farið langt fram úr ráðgjöf fiskifræð- inga. Þjóðirnar keppast um að auka sinn hlut til að hafa betri samningsstöðu þegar böndum verður komið á veiðarnar. krkr@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.