Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FYRIR Evrópuþinginu í Stras- bourg liggja drög að heildarlöggjöf um þjónustu á innri markaði ESB, sem Íslendingar munu fá senda einhvern tím- ann á þessu ári eftir að hún hefur verið sam- þykkt á þinginu að und- angengnum þremur umræðum og hlotið blessun ráðherraráðs ESB að auki. Íslending- ar verða að taka þessa þjónustutilskipun upp, eins og allar aðrar til- skipanir sem ESB læt- ur frá sér fara, vegna aðildar okkar að samn- ingnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES) frá árinu 1993, en þessi er víðtækust þeirra allra og nær til allt að 70% þjóðar- framleiðslunnar. BSRB hefur sent utanríkisráðu- neytinu umsögn um þessa þjónustu- tilskipun og hefur ýmsar alvarlegar athugasemdir fram að færa við plagg- ið. Athugasemdir BSRB eru í meg- inatriðum þær sömu og flest verka- lýðssambönd ESB-ríkjanna 25, þ.m.t. öll systurfélög BSRB, hafa sett fram á þessa þjónustutilskipun. BSRB álít- ur hana vera árás á verkalýðshreyf- inguna og velferðarkerfið í landinu, telur að laun lækki og réttarstaða launafólks veikist og að réttindi sem náðst hafa í aldalangri baráttu glatist og að hún opni á markaðsvæðingu á þeim sviðum sem hið opinbera hefur séð um til þessa. Þá er þar að finna svokallaða upprunalandsreglu, sem gengur út á það að þjónustuaðilar þurfa eingöngu að hlíta þeim lögum og reglum sem gilda í því landi, sem þeir eiga uppruna sinn í eða hafa höf- uðstöðvar sínar í. Hvað þýðir þetta? Að fyrirtæki frá hvaða ríki sem vera skal innan ESB getur komið til Íslands og haf- ið hér starfsemi og þarf þá eingöngu að fara að þeim leikreglum sem gilda í heimalandi þess. Þá er komin upp sú staða að starfandi eru á íslenskum vinnumark- aði erlend fyrirtæki, sem um gilda allt aðrar reglur en um íslensk fyrirtæki, greiða lægri laun, þurfa ekki að sinna vinnuvernd í sama mæli, heilbrigðismálum o.s.frv. Ef þessi þjónustutilskipun verður að veruleika þá hefur íslensk verkalýðshreyfing litla sem enga möguleika á að fara fram á það yf- irleitt að íslenskir kjarasamningar gildi fyrir starfsfólk þessara fyrir- tækja, eins og þó ennþá er hægt t.d. við Kárahnjúka. Afleiðingarnar verða mjög róttækar eins og allir geta ímyndað sér, geta orðið þær að ís- lensk fyrirtæki standi allt í einu í sam- keppni við erlend, sem þurfa ekki að borga nema kannski þriðjung launa á við þau og þurfa heldur ekki að fram- fylgja neinum reglum að heitið geti. Hvaða svar hafa þau annað en að skrá sig í svipuðu landi? Þeim verður heimilt að gera það og hefja síðan rekstur sinn þaðan. Íslenskir kjara- samningar gilda væntanlega áfram milli íslenskra aðila, en minkurinn verður inni í hænsnakofanum. Upp kemur ný staða sem mjög erfitt verð- ur fyrir verkalýðshreyfinguna að ráða við. Og það er meira blóð í kúnni. Í þjónustutilskipuninni er fjallað um svonefndar viðskiptahindranir. Ríkj- um er gert að leggja ekki meiri álögur og kvaðir á fyrirtæki en það minnsta sem komast á af með. Og spurningin um hvað muni kallað viðskiptahindrun er opin og hætt er við að jafnvel íslenskir kjarasamning- ar verði kallaðir viðskiptahindranir og umhverfisstaðlar af ýmsu tagi verði líka kallaðir viðskiptahindranir og þeir verði þá að víkja og ýmis lög og reglur, sem hið opinbera hefur sett, verði að stroka út. Allt ber að sama brunni, fyrirtækin þetta, fyrirtækin hitt, fyrirtækin ofar öllu. Þarf engum að koma á óvart ef litið er til uppruna og eðlis ESB. Það verður Evrópu- þingið sem ákveður örlög þjónustutil- skipunarinnar. Til þess var fyrst kosið árið 1979. Framan af var það svo sem ekki valdamikið en þegar Efnahags- bandalagið varð að ESB með gildis- töku Maastrichtsamningsins árið 1992 hefur vægi þess orðið meira, þannig að nú þarf bæði Evrópuþingið og ráðherraráð ESB að samþykkja þær tilskipanir sem frá ESB fara, en áður dugði samþykki ráðherraráðsins eitt. Í Strasbourg og Brussel sitja auðs- ins menn og dæma launafólk ESB að sínum sið, t.d. 12,5% vinnufærra Þjóð- verja og 7% Portúgala til atvinnuleys- is um þessar mundir. Handbendi auð- hringanna í Evrópu eru allsráðandi í æðstu stofnunum ESB, ásamt með helstu styrktaraðilum sínum, hægri krötum allra ríkjanna, sem ávallt leita athvarfs í kapítalismans opnu skauti, hvenær sem kallið kemur. Fulltrúar vinstri flokka af ýmsum toga á Evr- ópuþinginu munu að sjálfsögðu freista þess að sníða ýmsa agnúa af þessari þjónustutilskipun og þá væntanlega í bandalagi við þá krata, sem einhver tengsl hafa við launþegasamtök í heimalöndum sínum. Slíkt hið sama gildir um öll þau samtök launafólks, sem undir nafni standa í upphafi þess- arar greinar. En víst er að óhugnan- lega miklar líkur eru á að sú viðleitni verði unnin fyrir gýg, svo afgerandi mikill er hægri meirihlutinn á Evr- ópuþinginu. En hvað um ASÍ? Já, hvað um hina staðföstu og viljugu ASÍ-forustu, sem studdi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu á sín- um tíma og talað hefur nánast einum rómi fyrir inngöngu Íslands í ESB. Já, hvað um mennina, sem voru í stöð- ugum ferðalögum til Brussel til að sækja þangað réttarbætur til handa umbjóðendum sínum, réttarbætur sem í öllum tilfellum hefði verið hægt að ná fram með skel- eggri baráttu á heimavelli. Já, hvað um mennina, sem þegið hafa svo mörg boð til Brussel að aðeins pillulæknar af fínustu sort komast í hálfkvisti við þá flugpunktasöfnun. Það er eins og það sé komið annað hljóð í strokkinn. Komið örlítið bit í deiga járnið. Þeir völdu þó auðveldustu leiðina. Fengu senda umsögn sænsku alþýðusamtak- anna um þjónustutilskipunina og Þjónustutilskipun Evrópusambandsins Ólafur Þ. Jónsson fjallar um Ísland og Evrópu ’Þær spurningar hljótalíka að vakna hvernig nokkur félagi í laun- þegasamtökunum getur bundið trúss sitt við stjórnmálaflokk sem stefnir að því leynt og ljóst að Íslendingar gangi í ESB…‘ Ólafur Þ. Jónsson Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Nýtt og vandað sumarhús/heilsárs- hús, alls 71,5 fm, þar af er 7 fm geymsla á 4.200 fm leigulóð. Húsið er byggt úr timbureiningum á steyp- an sökkul og steyptir staurar eru undir palli og geymslu. Heitt og kalt vatn og rafmagn. Húsið skiptist í stofu og eldhús með bráðabirgðainn- réttingu, 3 svefnherbergi, baðher- bergi með innréttingu og sturtuklefa. Stór og góður pallur á tvær hliðar. Mikið af trjágróðri hefur verið plantað á lóðina. Stutt er í alls konar þjónustu svo sem sund, golf og veiði. Frábært útsýni. Ekið er austur Grímsnesið og yfir Brúará. Þegar komið er yfir ána er 1. afleggj- ari til vinstri af þjóðveginum inn í sumarhúsahverfið. Bústaðurinn er sá innsti á hægri hönd og heitir „LAUT“. Eigendur, þau Björg og Friðgeir, verða á staðnum og sýna eignina SUMARHÚS Í LANDI SPÓASTAÐA Í BISKUPSTUNGUM OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 13 OG 17 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hdl. og lögg. fasteignasali Sjafnargata Gullfalleg 110 fm, 5 herbergja sérhæð í þríbýlishúsi á einum eftirsóttasta stað í Reykjavík. Eignin skiptist í þrjár stofur, tvö svefnherbergi, baðherbergi og eldhús. Fallegar svalir út frá borðstofu. Stórir og bjartir gluggar og hátt til lofts. Sér- staklega falleg og sjarmerandi íbúð. Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. La gavegur 182 • 105 Rvík • Fax 53 481 • i r idborg.is Þorláksgeisli 78 Opið hús milli kl. 13 og 15 185,6 fm glæsilegt parhús á tveimur hæðum með inn- byggðum bílskúr. Húsið skiptist í forstofu, snyrtingu, stofu, eldhús, vinnuherbergi, þvottahús, þrjú herbergi og baðherbergi. Gegnheilt park- et er á öllum gólfum nema flísar eru á baðherbergi, snyrtingu og forstofu. Mjög góð staðsetning og glæsilegt útsýni. Hiti í gólfum. Sigurður sýnir, sími 866 9958 Mikil eftirspurn er um þessar mundir eftir öllum stærðum og gerðum af atvinnuhúsnæði til kaups á höfuðborgar- svæðinu. Höfum á skrá trausta kaupendur með sterkar greiðslur í boði. Einnig höfum við á skrá fyrirtæki sem leita að framtíðarhúsnæði til leigu. Nánari upplýsingar veita Óskar R. Harðarson, hdl., og Sverrir Krist- insson, löggiltur fasteignasali. Óskar Rúnar Harðarson, hdl. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Valhöll kynnir vandaða, talsvert endurnýjaða neðri sérhæð í þessu fallega og vel staðsetta húsi ásamt bílskúr. Íbúðin er skráð hjá FMR 129,6 fm og bílskúrinn er 32,2 fm. Húsið er að sjá í góðu standi. 2 baðherb., 3 svefnherb., rúmgóð stofa, rúmgott eldhús. Íbúðin er laus við kaupsamning. Mjög gott verð eða aðeins 27,9 millj. Opið hús verður í dag, sunnudag, frá kl. 14:00 - 16:00. Jón og Kristbjörg taka á móti áhugasömum. Gnoðarvogur 48, 1. hæð - m. bílsk. Opið hús í dag kl. 14 - 16 Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - Vífilsgata 7, 2. hæð Björt og vel skipulögð 3ja herb. 55 fm íbúð á 2. hæð í steinsteyptu þríbýlis- húsi í Norðurmýrinni. Eignin skiptist í hol, herbergi, tvær samliggjandi stof- ur, eldhús og baðherbergi. Geymslu- ris er yfir íbúðinni. Parket. Lögn fyrir þvottavél á baði. V. 12,5 m. 4791 EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG (SUNNUDAG) FRÁ KL. 13-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.