Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ásbjörn EiríkurBjarnason fædd- ist á Bjargi í Helgu- staðahreppi við Reyðarfjörð 19. október 1923. Hann lést á sjúkradeild Sunnuhlíðar í Kópa- vogi 3. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Þórunn Vilhjálmsdóttir og Bjarni Þórir Ísólfs- son í Reykjavík, en Eiríkur hafði aldrei neitt af föður sínum að segja, svo vitað sé. Hann ólst upp hjá fósturforeldr- um móður sinnar, þeim, Ásmundi Helgasyni og Sveinbjörgu Stef- ánsdóttur, konu hans, að Bjargi, Reyðarfirði. Uppeldissystkini Ei- ríks voru Ari, Helga, Stefán og Halldór. Ari og Stefán dóu ungir að árum en Helga og Halldór lét- ust árið 1990 og 2001. Eiríkur eignaðist einnig hálfsystkin á Seyðisfirði eftir að Þórunn móðir hans giftist og stofnaði heimili þar, en þau eru Ari Bogason, Helga Bogadóttir og Friðrik Bogason. Eiríkur giftist ár- ið 1948 Jónu Mar- gréti Sveinsdóttur frá Hvammstanga. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, síðan í Hafnarfirði. Þau byggðu sér hús í Víðihvammi í Kópa- vogi árið 1955 og síðar að Hrauntungu 10 í sama bæ árið 1964. Árið 1989 fluttust þau hjón í Hamraborg 16 Kópavogi. Eiríkur og Jóna eignuðust fimm syni. Þeir eru: 1) Sveinþór, f. 1950, á fjögur börn, tvo syni með Hjördísi Pétursdóttur og tvær dætur með Eygló Sævars- dóttur. 2) Jóhann Ásberg, f. 1951, kvæntur Hrönn Pétursdóttur og eiga þau eina dóttur og tvo syni. 3) Guðmar, f. 1955, dáinn 1956. 4) Snorri, f. 1958, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau tvo syni. 5) Jón Eiríkur, f. 1964, kvæntur Önnu Lísu Geirsdóttur og eiga þau tvær dætur. Útför Eiríks var gerð frá Kópa- vogskirkju 12. janúar síðastliðinn. Þegar ég horfi út um stofuglugg- ann minn blasir við augum snyrtilegt einnar hæðar hús. Það er Hraun- tunga 10, húsið sem Eiríkur og Jóna byggðu og ólu þar upp fjóra syni. Þá var þeirra blómaskeið og okkar allra nágrannanna sem vorum fyrstu bú- endur í Hrauntungunni. Þó allmörg ár séu liðin síðan Eiríkur og Jóna seldu sitt hús og fluttu burt þá er Hrauntunga 10 enn húsið sem tengir góðar minningar við þau hjón. Kynni okkar voru ekki náin til að byrja með. Allir höfðu nóg að gera við byggingar og barnastúss. En þegar við Jóna fórum að rækta garðana okkar fóru samskiptin að aukast. Við Jóna skiptumst á blóma- tegundum og síðan fóru yngstu börn- in okkar að leika sér saman og urðu góðir vinir. Ég bar mikla virðingu fyrir Eiríki þrátt fyrir að hafa lítið kynnst honum í byrjun. Eiríkur var hæglátur maður og honum lá lágt rómur, nema þá hann hastaði stund- um ákveðið á syni sína, sem sjaldan þurfti þó því þeir voru vel upp aldir og prúðir. Eftir að ég fór að kynnast Eiríki komst ég að því að hann var ekki einungis skemmtilegur maður heldur einnig kíminn, víðlesinn og fróður. Hann lagði fátt til mála nema að vel ígrunduðu máli og valdi orð sín af kostgæfni. Hann var traustur og hjálpsamur nágranni sem gott var að leita til. Hann hjálpaði Sverri manni mínum með góðum ráðum með við- hald á múrverki hússins. Minnis- stætt er þegar Sverrir steypti stóra borðplötu á lágan skjólvegg í garð- inum þar sem grillað var á góðum dögum. Eiríkur kom þá með múr- skeiðina og pússaði vegginn og borð- plötuna stóru og saman skírðu þeir meistaraverkið „Postulaborðið“ því þar komust jú tólf í sæti og sá þrett- ándi við endann. Þetta borð er mikið notað í grillveislum fjölskyldunnar og er góður minnisvarði um hagar hendur. Eiríkur var sérstaklega ná- kvæmur og vandvirkur. Þegar hann tók að sér að sér flísaleggja fyrir okk- ur hjónin nánast allt húsið var hvergi kastað til hendi og verkið unnið af mikilli fagmennsku. Ég var hand- langari hjá honum við þetta verk og vannst okkur verkið vel saman og þá kynntist ég Eiríki fyrst virkilega vel. Og sem dæmi um framsýni hans og verklagni þá lagði hann flísarnar þannig að auðvelt yrði að fjarlægja veggi seinna meir og bæta inn flísum án þess að raska þeim sem fyrir voru. Eiríkur og Jóna voru mjög sam- hent hjón og smíðuðu m.a. sinn eigin tjaldvagn sem þótti mikil hagleiks- smíð. Þau byggðu einnig sumarbú- stað í Grímsnesi en þar var allt fágað úti sem inni eins og einkenndi ætíð þeirra heimili í Kópavoginum. Þarna hittist fjölskyldan og átti góðar stund- ir saman í faðmi íslenskrar náttúru. Eftir að Eiríkur og Jóna fluttust úr Hrauntungunni í Hamraborgina var þeirra sárt saknað. En það er oft sem maður lítur á það sem maður hefur sem sjálfsagðan hlut og áttar sig síð- an á hversu dýrmætur hann er þegar hann er farinn, sem var í þessu tilviki góðir grannar. Við fórum að heim- sækja hvort annað og rækta meira vináttu okkar. Við spiluðum mikið vist við þau eða bara spjölluðum yfir kaffi- bolla. Eftir að Jóna veiktist varð sam- band okkar enn nánara. Heimsóttum við þau oft daglega. Ógleymanlegt var að fylgjast með sálarró þeirra og stað- festu þetta erfiða tímabil. Eiríkur var eins og klettur í hafi, stöðugur og sterkur í brotsjó lífsins. Hann æðr- aðist aldrei og vék ekki frá sinni ást- kæru eiginkonu og annaðist hana til hinstu stundar. Síðustu ár Eiríks voru honum erfið vegna þrálátra verkja í öxl. Þrátt fyrir að vitað væri hvað að væri fékk hann ekki bót meina sinna vegna aldurs, en aldnir virðast ekki fá sömu þjónustu og ungir innan heilbrigðiskerfisins. Þrátt fyrir miklar kvalir sýndi hann æðruleysi og reyndi að sætta sig við orðinn hlut og nýtti sér hljóðbóka- safnið þar sem hann gat ekki lengur haldið á bók. Síðastliðið haust seldi Eiríkur íbúð sína í Hamraborginni og fluttist á hjúkrunarheimilið í Sunnuhlíð þar sem hann dvaldi þar til yfir lauk. Hann var orðinn saddur lífdaga og hefur áreiðanlega þráð frið og hugsað líkt og kemur fram í þessu ljóði: Ég bið þig sendu nú vagninn þinn að sækja mig! Já, herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig! Gættu þín geymdu mig gefðu mér friðinn. Langt hef ég farið og nú langar mig heim. Ég sendi kveðju út í kyrrðina til Ei- ríks Bjarnasonar og Jónu Sveinsdótt- ur konu hans með orðum Spámanns- ins Kahlil Gibran: „Þið fæddust saman, og saman skuluð þið verða að eilífu. Saman skuluð þið verða, þegar hvítir vængir dauðans leggjast yfir daga ykkar. Já, saman skuluð þið verða jafnvel í þög- ulli minningu guðs.“ Afkomendum öllum votta ég samúð og virðingu. Stefanía Ragnheiður Pálsdóttir. ÁSBJÖRN EIRÍKUR BJARNASON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa, langafa og bróður, DANÍELS G. GUÐMUNDSSONAR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Álfhólsvegi 105, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Ásta Jónsdóttir, Þorbjörn Daníelsson, Anna Jóna Guðjónsdóttir, Guðrún Daníelsdóttir, Hörður Reimar Óttarsson, barnabörn og barnabarnabörn, Rebekka Guðmundsdóttir. Innilegar þakkir færum við öllum þeim er veittu okkur stuðning og hjálp í veikindum og við frá- fall JÓNASAR ÞÓRÐARSONAR frá Stóru-Vatnsleysu, Lækjarhvammi 20, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba- meinsfélags Íslands fyrir ómetanlega aðstoð og styrk. Guð blessi ykkur öll. Guðný Baldursdóttir og fjölskylda. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vinsemd við andlát og útför ÞORBJARGAR HULDU ALEXANDERSDÓTTUR, Kópavogsbraut 1B, Kópavogi. Ingimar Sigurðsson, Guðrún Kristinsdóttir, Helgi Stefánsson, Alexander Ingimarsson, Edda Ástvaldsdóttir, Guðmundur S. Ingimarsson, Birna Rúna Ingimarsdóttir, Friðþjófur Th. Ruiz, Jórunn Alexandersdóttir, Lórens Rafn, barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, KRISTÍNAR HANSDÓTTUR, Hrafnistu, áður Gnoðarvogi 26, Reykjavík. Gretar Franklínsson, Kristín Gunnlaugsdóttir, Ómar Franklínsson, Þóra Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, HELGA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Hæðargarði 2, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 5. apríl kl. 13.00. Þorbjörn Guðbjörnsson, Vigdís Kristín Pálsdóttir, Gísli Guðbjörnsson, Soffía Þorvaldsdóttir, Viðar Guðbjörnsson, Guðný Lárusdóttir, Árni Guðbjörnsson, Ragnhildur Gísladóttir, Olgeir Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær föðursystir okkar og mágkona, ÁSTA EYGLÓ STEFÁNSDÓTTIR fv. bankastarfsmaður, leiðsögumaður og frönskukennari, Neshaga 15, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi að kvöldi páskadags, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 5. apríl kl. 13.00. Árni Leósson, Jónína Leósdóttir, Stefanía Magnúsdóttir, Fríða Björg Loftsdóttir. Samúðarblóm Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HANNES ALFONSSON, blikksmiður, Hamraborg 30 A, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðju- daginn 5. apríl kl. 11.00. Halldóra Kristjánsdóttir, Alfons Hannesson, Bonita L. Hannesson, Valgerður Hannesdóttir, Haraldur Helgason, Svandís Hannesdóttir, Elías B. Árnason, Jóhanna Benný Hannesdóttir, Elfar Eiðsson, barnabörn og barnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.