Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ tannsmíði. Það var varla að ég gæfi mér tíma til að eignast börnin. Eldri sonur minn fæddist 4. maí 1948 og fljótlega fór ég með hann í vagni upp á Öldugötu og hélt þar áfram að smíða upp í fólk meðan barnið svaf í vagninum úti í garði, brjóst gaf ég barninu í matar- og kaffitímum, þannig leið þetta fyrsta sumar hans. Tannsmiður sem vann með mér hjá Matthíasi stofnaði sína vinnustofu í Hafnarfirði og hjá henni starfaði ég svo í einn vetur. Eitt ár var ég heima eftir að seinni sonurinn fæddist 1950, svo fór ég aftur í tannsmíðina. Þetta var óvenjulegt í þá daga, öðrum kon- um þótti ég dugleg, þær sögðu það stundum við mig. Áslaug systir mín gætti drengjanna fyrir mig þegar ég var að vinna. Lilý systir mín var tann- smiður líka en henni þótt það svo leið- inlegt starf að hún fékk sér vinnu hjá Sigríði Zoëga á ljósmyndastofu henn- ar. Og þar vann hún svo alla tíð. Mér fannst aftur á móti strax mjög skemmtilegt að smíða tennur. Fljót- lega fór ég að skoða vel tennurnar í fólki sem ég hitti og geri það enn í dag, segja má að tennur séu mikið áhugamál mitt, þegar ég horfi t.d. á sjónvarpið er ég upptekin af að skoða tennurnar í fólkinu sem þar kemur fram. Þegar ég var að byrja á tann- læknastofunni var algengt að allar tennur væru rifnar út fólki og það fengi svo falska tanngóma. Ég man að þegar ég var að skúra stofuna á námsárunum tæmdi ég föturnar, þær voru oftast fullar af blóðugum tönn- um. Nú þarf fólk ekki að hafa falska tanngóma, nú er bara spólað ofan í beinið og græddur stálnagli og tönn skellt þar á. Matthías sem kenndi mér var lærður í Þýskalandi. Miklar framfarir urðu í tannsmíði hér á landi á stríðs- árunum þegar Kurt Gustav Sonnen- feld tannlæknir, gyðingur frá Þýska- landi, kom hingað. Ég vann með honum um tíma og hann lagfærði all- ar mínar tennur, það er honum að þakka að ég hef haft mínar tennur fram á þennan dag. Hann innleiddi reyndar margar nýjungar hér í tann- smíðum hvað efni snertir. Tennurnar fékk maður allar tilbún- ar og síðan voru þær festar í góm sem smíðaður var eftir móti sem tann- læknirinn tók. Ég starfaði nokkuð lengi hjá Matthíasi og svo hjá Skúla Hansen þar til hann lést. Eftir það starfaði ég hjá Jóni K. Hafstein, skamman tíma hjá Kristjáni Ingólfssyni en í nær 30 ár vann ég hjá Herði Sævaldssyni tannlækni. Eftir að ég kom til hans hitti ég alla þá sem ég átti að smíða upp í, áður en smíðin hófst. Gullbrú Péturs Jónssonar óperusöngvara var ansi þung Tannsmíðin breyttist afar mikið á mínum starfstíma. Fyrsta gullbrúin sem ég sá var úr Pétri Jónssyni óp- erusöngvara, hana hafði hann fengið úti í Þýskalandi. Það var töluverður viðburður að skoða þann smíðisgrip, brúin sú var ansi þung. Annars smíð- aði ég lítið úr gulli á minni starfsævi, ég hafi alltaf nóg að gera við góma- smíði. Fyrst þegar ég var að byrja að smíða voru gómarnir úr gúmmímassa sem var níðþungur og tennurnar úr postulíni. Plastefnin í gómana komu sem fyrr sagði á stríðsárunum og það er óhætt að segja að þau hafi verið mikill léttir. En lengi vel komu gömlu gúmmímassagómarnir öðru hvoru í F.v. Systurnar Áslaug, Lilý Guðrún og María Tryggvadætur. Helga Jónasdóttir, móðir Maríu, 18 ára. Tryggvi Gunnarsson vökvar tré í Alþingisgarðinum nokkru áður en María fæddist. TRYGGVI Gunnarsson, faðir Þórunnar Önnu Maríu Tryggvadóttur tannsmiðs, fæddist í Laufási við Eyjafjörð 18. október 1835, elstur fimm alsystkina og fyrsta barn móður sinnar sýslumannsdótturinnar Jóhönnu Gunn- laugsdóttur sem þá var 22 ára og séra Gunnars Gunn- arssonar sem var 54 ára og átti fyrir óskilgetnu dótt- urina Þóru, – þá sem Jónas Hallgrímsson greiddi lokka við Galtará. Hún giftist raunar um leið og faðir hennar hinn 9. október 1834. Það átti fyrir Jóhönnu að liggja að missa mann sinn og giftast aftur ekkjumanninum séra Þorsteini Pálssyni sem átti mörg börn. Halldóru stjúpsystur sinni giftist Tryggvi Gunnarsson vorið 1859. Umhverfis þau var stór og samheldin fjöl- skylda en sjálf eignuðust þau engin börn en ólu upp fóst- urdótturina Valgerði Jónsdóttur, frænku Halldóru. Konu sína missti Tryggvi þegar hann var fertugur. Hún hafði lengi átt við heilsuleysi að stríða og var loks skorin hol- skurð að ráði lækna en dó í kjölfar aðgerðarinnar. Var fráfall hennar Tryggva mikið harmsefni. „Nú hef ég misst það sem mér var kærast alls og verður til æviloka ógleymanlegast. Enda þótt ég viti að þetta hefur ekki orðið að yðar vilja þá getið þér ekki neitað að þessi atburður er afleiðing eindreginna ráða yðar og orðinn fyrir öflugar fortölur yðar og Fanös vinar yðar. Mér finnst því að þér hefðuð ekki átt að auka á harma mína með því að kryfja lík minnar ógleymanlegu látnu konu, er ég hafði eindregið neitað tilmælum í þá átt. Guð hafði af náð sinni gefið mér ástríka konu, sem var mér öllu dýrmætari, og ég átti hana einn, en hvorki þér né nokkur annar átti neitt yfir henni að segja. Ef þér haf- ið tekið lifur aða önnur innyfli úr líkinu, þá krefst ég þess skilyrðislaust að þér skilið því þegar í dag, áður en kist- unni verður lokað. Loks bið ég yður að tilkynna mér hve mikið ég skulda fyrir læknishjálp yðar og þeirra lækna, er aðstoðuðu yður,“ segir Tryggvi í bréfi til Howitz læknis hinn 9. mars 1875, tveimur dögum eftir andlát Halldóru. Tryggvi giftist ekki aftur. Hann eignaðist dreng með ráðskonu sinn, Ólaf Tryggvason, hann lést ungur úr berklum á Vífilsstöðum og á efri árum eignaðist hann þrjár dætur með Helgu Jónasdóttur sem hún ól ein upp. Áberandi maður um langan aldur í íslensku þjóðlífi Tryggvi var mjög áberandi maður í íslensku þjóðlífi, allt frá því hann var ungur trésmiður og fór að taka þátt í sveitarstjórnarmálum í sinni sveit og varð hreppstjóri til enda ævi sinnar, er hann sýslaði um Alþingisgarðinn þar sem hann er grafinn. Hann var áræðinn og kjarkmikill og hafði mikla trú á sjálfum sér. Það gustaði gjarnan um Tryggva enda lét hann sér fátt óviðkomandi í samtíð sinni. Hann fór í ferðir til útlanda til að auka víðsýni sitt í atvinnumálum m.a. Hann hafði forgöngu um allskonar framkvæmdir, t.d. smíði brúar yfir Ölfusá 1891, sem var mikil samgöngubót og byggingu Möðruvallaskóla um 1880. Hann var alþingismaður á árunum 1869 til 1885. Hann var einn upphafsmaður Gránufélagsins, sem var verslunarfélag bænda á Norðurlandi og kaupstjóri þess félags á árunum 1871 til 1893 og bjó þá í Kaupmanna- höfn um árabil. Bankastjóri hin nýja Landsbanka Íslands varð Tryggvi árið 1893. Hann var móðurbróðir Hannesar Hafstein, þá landshöfðingjaritara. Studdi Hannes Tryggva og fleiri áhrifamenn, svo sem Þórhallur Bjarnason biskup og Björn Jónsson ritstjóri til þessa embættis, sem hann fékk þótt ýmsir honum mun menntaðri sæktu um stöð- una. Tryggvi var þá orðinn langþreyttur á argaþrasi kaupstjórastarfsins. En það var ekki stjórn bankans ein, dagleg samskipti eða umbun fyrir vel unnin verk sem Magnús Stephensen landshöfðingi var að hugsa um þegar Tryggvi varð fyrir valinu. Hann krafðist þess, að Tryggvi yrði sér við fyrsta tækifæri úti um þingsæti. Því tókst Tryggva og fylgismönnum að koma í kring í annarri atrennu. Tryggvi settist aftur á þing 1894 og átti þar sæti fyrir Árnessýslu til 1908. Tryggvi sætti óvæginni gagnrýni andstæðinga sinna, sem sökuðu hann um íhaldssemi og fyrirgreiðslu til flokksmanna sinna og var honum vikið frá sem banka- stjóra 1909, en í því embætti hafði hann einkum beitt sér fyrir lánveitingum til landbúnaðar og þilskipaútgerð- ar en var tregari á lánsfé til togarakaupa. Tryggvi gegndi ýmsum trúnaðarstöðum um dagana og var m.a. foseti Þjóðvinafélagsins árin 1880 til 1911 og 1914 til dauðadags 1917. Mynd af Tryggva Gunnarssyni prýddi íslenska hundrað krónu seðilinn sem gefinn var fyrst út 1965 en tekinn var úr umferð þegar gjaldmið- ilsbreytingin var gerð 1. janúar 1981. (Samantektin er m.a. byggð á ævisögu Tryggva Gunnarssonar í 4 bind- um, eftir þá Þorkel Jóhannesson og Bergstein Jónsson sem út kom á árunum 1955 til 1990.) Maður mikilla tilfinninga og mikilla athafna Halldóra Þorsteins- dóttir, kona Tryggva. Tryggvi Gunnarsson á yngri árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.