Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 25 ÚTSÖLUMARKAÐUR Verðlistans opnar á Suðurlandsbraut 8 (Fálkahúsinu) mánudag kl. 12 Opið 12-18 mán.-föstud. Í tilefni af 10 ára afmæli Leonardó starfsmenntaáætlunarinnar efnir Landsskrifstofa Leonardó á Íslandi til samkeppni meðal framhalds- og háskólanema um myndverk eða hlut sem byggir á hönnun eða verkum Leonardo da Vinci. Í verðlaun er ferð fyrir 2 til Parísar ásamt dagskorti í Louvre safnið. Skilafrestur er til 10. maí 2005 og mun sérstök dómnefnd meta verkin. Verk sem berast í samkeppnina verða sýnd á Leonardó ráðstefnu þann 19. maí 2005 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Nánari upplýsingar um samkeppnina, um Leonardo da Vinci og verk hans eru á heimasíðu Landsskrifstofu Leonardó, www.leonardo.is rannsóknir WHO frá 1990 sýndu að þrátt fyrir að engin neuroleptic lyf væru notuð í þróunarlöndunum stóðu þau betur í samanburði við Vestur- lönd þegar kom að meðferð og líðan geðklofa einstaklinga í samfélaginu? Getur verið að hluti vandans liggi í sjálfshyggju í samfélögum hins vest- ræna heims, frekar en í höfði geðklof- ans? Seinnitíma kemískar lausnir við lyndissveiflum og geðsýki s.s. SSRI þunglyndislyf, amphetamines, lithí- um o.fl. eru áframhald af þróun læknavísindanna, peningamarkaðar- ins, afleiðingapólitíkurinnar og við- leitni okkar í að halda í hið margt um gallaða greiningarkerfi geðsjúkdóma. Af hverju eru engar greiningar á geð- sjúkdómum, hvorki af geðlæknum eða heimilislæknum sannreyndar með klínískum prófum og rannsókn- um? Af því að þau eru engin til. Þessi viðleitni okkar að greina og „sjúk- “dæma og líta framhjá heilbrigða hluta manneskjunnar er að stórum hluta bundinn valdi og peningum. En hvernig getum við hliðrað valdinu eða enn betur hlutleyst það á tímum sem nærast á ójafnvægi? Í markaðssamfélagi nútímans eru vörur og þjónusta keyptar fyrir pen- inga. Ég vinn og fæ laun og öðlast þannig PP (purchasing power) eða kaupmátt. Þann mátt get ég yfirfært hann til annars aðila og fengið verð- mæti í staðinn. Þetta gefur mér sem neytanda ákveðið vald í viðskiptum við þá sem ég vel að kaupa þjónustu af. Ef ég fer út í búð og kaupi mér lítra af mjólk sem reynist súr, get ég skilað honum og beðið um ferskan lítra. Þessu er aðeins öðruvísi farið í heilbrigðiskerfum, enn frekar geð- heilbrigðiskerfum vestrænna velferð- arríkja. Ef ég veikist á geði og leggst inn á geðdeild í „velferðar“ landi eins og Íslandi þá er það ekki eins og að kaupa mjólk. Í fyrsta lagi býr geðheil- brigðisfagfólk yfir gríðarlegum fróð- leik og þekkingu í geðveikindafræð- um og hefur í krafti þekkingar sinnar ákveðið vald (eitthvað sem ég lagðist eftir að útlista birtingarform á hér að ofan), sem mér ber að virða og fara eftir. Þannig að strax þar er val mitt takmarkað, auk þess er ég geðveikur og þar af leiðandi hlýtur dómgreind mín að vera skert og staða mín þar með orðin enn verri. Auk þess búum við við „velferðarþríhyrning“ sem gerir það að verkum að kostnaður við meðferð mína inni á steinsteyptri geð- deildinni er borgaður úr sameiginleg- um sjóðum landsmanna sem ég hef vonandi, verandi gildur þjóðfélags- þegn, lagt í. Að því gefnu má gefa sér að ég hafi hvorki val, vald né hvað þá kaupmátt sem gefið gæti mér snefil að öðru hvoru í viðleitni minni við að ná bata. Hvað þá að ég hafi nándar nærri eins mikla þekkingu á geðsýki minni og fagfólkið, þrátt fyrir að hafa bæði búið í líkama mínum alla ævi og þekkt hugsanir mínar og tilfinningar fram að því að hafa farið út fyrir fé- lagslega normatívið. Það er margsannað að þeir einstak- lingar sem búa við gott sjálfstraust og fá jákvæða endurgjöf frá umhverfi sínu eru líklegastir til að jafna sig fljótt eftir röskun á geði, já og standa sig almennt í lífinu. Því er það þá að svo margt í okkar „heilunarkerfum“ virkar í þveröfuga átt þegar kemur að því að gera þá heilli? Getur verið að aftur stöndum við frammi fyrir valdi, ofurtrú á hlutlægum vísindanálgun- um og mannlegum breyskleika? Af hverju þurfa notendur geðheilbrigð- isþjónustunnar stöðugt að berjast til að fá þjónustu við sitt hæfi og af hverju eiga notendur og fagfólk svona erfitt með að vinna saman að sameig- inlegu markmiði allrar þjóðarinnar: bættu geðheilbrigði allra í víðasta skilningi? Um miðjan janúar árið 2005 var á ráðherrafundi Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar undirrituð yfir- lýsing og aðgerðaáætlun 52 Evrópu- landa í geðheilbrigðismálum. Bæði yfirlýsingin og aðgerðaáætlunin fela í sér framtíðarsýn um aukna samvinnu milli stjórnmálamanna, notenda þjón- ustunnar og fagfólks að bættu geð- heilbrigði. Svo að orð og fyrirheit þessara plagga megi lifna við í verki þarf að nást um geðheilbrigðismál víðtæk samstaða. Vald þarf að tapa „d“-inu og verða að vali, velferðarþrí- hyrningnum þarf að breyta í beina línu beingreiðslna til notenda eins og þegar tíðkast í Bretlandi og Hollandi og fagfólk, notendur þjónustunnar, aðstandendur og pólitíkusar þurfa að læra að vinna saman á jafnaðar- grunni. Því það er alveg ljóst að líkt og við nú horfum aftur á aðferðir fyrri alda í geðlæknisfræði og hristum hausinn munu afkomendur okkar gera það sama er aðferðir okkar tíma verða skoðaðar í fyllingu tímans af þeim. Það kann að vera draumsýn og óraunhæft tal að ætla jafnbreyskum verum og mannverum að starfa sam- an að þessum málaflokki, en sú sýn er einmitt nú að mínu mati ekki bara nauðsynleg heldur sú eina sem við eigum. ’Dekksti tími „geð-lækninga“ náði frá 1890–1950.‘ ’Moniz ákvað aðfreista þess að skemma framheila geðsjúkra með það fyrir augum að „lækna“ þá. ‘ ’Af hverju þurfa not-endur geðheilbrigð- isþjónustunnar stöð- ugt að berjast til að fá þjónustu við sitt hæfi?‘ Höfundur er starfsmaður geðheilbrigð- issviðs Evrópuskrifstofu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar; hun@euro.who.int Þau viðhorf og skoðanir sem koma fram í greininni eru höfundarins. Lyndissveiflnajafnari. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.