Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 27
fór einn til Svíþjóðar og það slitnaði upp úr þeirra sambandi. Hún giftist ekki en var alltaf sérlega barngóð. Áslaug systir mín var líka ógift og barnlaus og sinnti móður okkar vel. Ég var sú eina af okkur systrum sem eignaðist afkomendur, ég á tvo syni og þrjú barnabörn. Það eru að því er ég best veit einu afkomendur Tryggva föður míns.“ Fór að vinna á tannlæknastofu fimmtán ára gömul María gekk í Miðbæjarskóla og síðar í kvöldskóla í Ingimarsskóla en fimmtán ára varð hún aðstoðarstúlka á tannlæknastofu Jóns Benedikts- sonar. „Mamma þekkti konu sem kom mér í þetta starf. Kona Jóns var dönsk. Henni fannst ég ung og efaðist um getu mína en svo fór að hún sýndi mér mikið traust. Þau hjón áttu tvö börn. Jón leiddist út í lyfjaneyslu og átti erfitt af þeim sökum. Hann fór vestur í Ísafjarðardjúp til frænku sinnar til þess að reyna að losna út úr þessu. Hann sendi nokkru síðar eftir konu sinni og börnum. Konan hafði þrjár vinnukonur en valdi mig eigi að síður til að fara með henni og börn- unum vestur. Það var tekið vel á móti okkur. Daginn eftir að við komum fórum við snemma út að ganga. Þeg- ar við komum aftur inn sendi kona Jóns mig upp til hans til að láta hann vita að morgunmaturinn væri tilbú- inn. Ég fór upp og mér mætti hræði- leg sjón sem lengi fylgdi mér, hann hafði svipt sig lífi með hnífstungu í hjartað. Konan fór út til Danmerkur með börn sín eftir lát manns síns. Hún seldi tannlæknastofuna Matth- íasi Hreiðarssyni og ég og tveir tann- smiðir fylgdu með í kaupunum. Ég fór að læra tannsmíði hjá Matthíasi. Á námsárunum tók ég að mér að skúra gólfin á stofunni til að lækka ekki í kaupi. Námið tók tvö ár á tannlæknastofu. Seinna fór ég í fram- haldsnám í Svíþjóð í einn vetur. Þá var ég gift kona. Maðurinn minn hét Gunnar Kristinsson. Hann var mikill vinur Runólfs Sæmundssonar, eigin- manns Nönnu vinkonu minnar og hjá þeim kynntumst við. Veturinn 1946 til 1947 var Gunnar við söngnám í Sví- þjóð, mamma lánaði okkur peninga svo ég gæti farið með honum, en svo fór ég heim að vinna svo hann gæti verið úti við söngnámið tvo vetur til viðbótar. Hann söng síðar bæði á konsertum og í óperuuppfærslum, svo sem Rigoletto og La Boheme, og var lengi í Karlakórnum Fóstbræðr- um, en það var erfitt að lifa á söng í þá daga svo hann stundaði verslunar- störf með, lengst af starfaði hann hjá Helga Magnússyni & Co og síðar hjá Málningu. Hann lést fyrir fáum árum og var það mikill missir fyrir mig, hann var mjög heimakær maður og við áttum gott líf saman. Gunnar ólst upp til 10 ára aldurs hjá ömmu sinni og afa, fór til þeirra þegar móðir hans fékk spönsku veikina. Faðir hans var Kristinn Friðfinnsson leiktjaldamál- ari, hann sá okkur Gunnari lengi fyrir miðum á lokaæfingar í Þjóðleikhús- inu. Ég starfaði alla mína starfsævi að MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 27 Króli ehf, Jökulhæð 2, 210 Garðabæ. S: 5656315 – 6609503 www.kroli.is Afgreiðslutími: 4 – 6 vikur. Sett saman á landi, tengd við bíl og ýtt á réttan stað. Sjá: www.kroli.is „færanlegar bryggjur” Ýmis aukabúnaður, svo sem: • tengibrautir við land • pallar fyrir vatnaþotur • pollar • stigar, ofl. LÉTTAR BRYGGJUR BYGGÐAR ÚR EININGUM, SEM AUÐVELT ER AÐ TENGJA SAMAN OG LAGA EFTIR AÐSTÆÐUMI                             ! " #  #  "$ % & '  ( )                  *          #            )   !"    # $ %& !  %& %  $ '(   )  * + '  (,      -  &                   '   +&  !  & , -+  . "   & ,   ( ,   $  . / 01 1 22 2   .  &   3    /,)//     ! 4    , ,  4   ,  4   , ,  /,)0/ "# $  % &  &  #' & ( && &  # &$ & &$ $ 5 '   '      &*     #  "  6 &   &  -/)12 3 4 -/)02 )&   & *+  *, + -  .+/ &$ $ 5 -  5         *   6 7  6&(   --)52 0 1& 8   *(   -1)// .   4 -5)// %  '&  &    8      &  6 & *  -5)-2 *, + &  + & .  2    &    $ 3&$  $  9  $:        ;     *   6 5 #& -0)/2 )  / / 2 &$ '   8 <     =:  &  ( !"    # -0)1/ 3 4 -0)52 !4& 5&  /  ' #/5 8 >        %& -0)22 6 &  $' '  $ 8  <  (?& )(,    (    +  6 & (?& )(,    ,6  ,  * -2)-2 6 & /   &$ /   / & 8 5   7     %&     ? -2)52 6 & / & /  ' $8 ' & /   &4 8 @ 6  :,   %&   -6)// -  '$ 5' ( .       &   -AB '    9 6      , ,  < 9 (,   ,  4 = ?   , ,  @  6  C     ( !"    #  = 6         %&   7 ;          +    D*    6& 5   7     %&     ?    ' '   )       ? '   '       + 6    -+)// '    ('&$ 4' /  ' / ' '  9   :& $    '  $ '  && + @ 7 - >9 @ E alltaf á fimmtudögumVIÐSKIPTABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.