Morgunblaðið - 03.04.2005, Page 60

Morgunblaðið - 03.04.2005, Page 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. TIL GREINA kemur að samningur Læknafélags Íslands (LÍ) og Félags íslenskra stórkaupmanna (FÍS) þar sem settar eru fram leiðbeinandi reglur um samskipti lækna og lyfja- fyrirtækja, verði ekki endurnýjaður heldur setji læknar sér einhliða siða- reglur. Verður þetta efni eitt af höf- uð viðfangsefnum formannafundar Læknafélagsins í apríl. Samningur FÍS og LÍ gildir til áramóta. Í Morgunblaðinu í dag er fjallað um endurmenntun lækna og aðkomu lyfjafyrirtækja að henni. Kemur þar m.a. fram að lyfjafyrirtækin taka ekki vel í hugmyndir um sameigin- legan fræðslusjóð lyfjafyrirtækja til handa læknum, í stað stuðnings við fræðsluferðir einstakra lækna. Guðbjörg Alfreðsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyfjasviðs hjá Vistor, segir það vera á valdi fyrirtækjanna sjálfra í hvað fjármunum, sem nú fari til fræðslu heilbrigðisstarfsfólks, sé varið og að aðrir hafi ekki um- ráðarétt yfir því. Segir hún þetta vera markaðspeninga lyfjafyrirtækj- anna sjálfra og þeirra að ráðstafa þeim. Hluti af markaðssetningu Þyri E. Þorsteinsdóttir, markaðs- stjóri IcePharma, segir fyrirtækið líta svo á að ferðir lækna í boði lyfja- fyrirtækja séu eðlilegur hluti af sam- starfi þessara aðila. „Umræddar ferðir eru hluti af markaðssetningu lyfja, aðrar leiðir eru einnig mikið notaðar en eru hægvirkari.“ Sigurður Guðmundsson landlækn- ir sagði í grein í Læknablaðinu í mars að í samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja endurspegluðust tengsl og jafnframt átök milli öflugr- ar fagstéttar og eins af stærstu við- skiptaöflum veraldar. Sem dæmi um þessi tengsl og átök má nefna að þegar forystugrein for- manns Læknafélagsins í Lækna- blaðinu á síðasta ári hafði birst, þar sem hann hvatti til aðhalds í sam- skiptum lækna og lyfjafyrirtækja, tilkynntu lyfjafyrirtæki að þau myndu ekki auglýsa í næsta tölu- blaði. Þau hurfu reyndar frá þeirri ákvörðun á síðari stigum en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins varð Læknablaðið af tekjum vegna birtingar greinarinnar þar sem lyfja- fyrirtæki hafa auglýst minna í kjöl- far birtingar hennar. Læknar setji sér einhliða siðareglur Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is  Eiga læknar/16–19 BOBBY Fischer upplýsir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann hafi óskað eftir hæli sem pólitísk- ur flóttamaður í nokkrum löndum en alls staðar verið hafnað, áð- ur en hann ákvað að reyna að fá að koma til Íslands. Hann nefnir Sviss og Venes- úela en kýs að tilgreina ekki fleiri lönd að svo komnu máli. Hjólin hafi loks farið að snúast eftir að hann hringdi í Sæmund Pálsson vin sinn úr jap- anska fangelsinu, og íslensk stjórnvöld farið að beita sér í framhaldi af því. Enn er óráðið hvar Fischer sest að, en hann segist alveg eins geta hugsað sér að búa annars staðar en á Reykjavíkursvæðinu ef hann kýs að búa á Íslandi. En hann kveðst óhræddur að ferðast til annarra landa; hann óttist ekki framsal til Bandaríkjanna. Fisch- er finnst Reykjavík ekki eins notaleg og hún var 1972; þá fannst honum borgin „vinalegt þorp“ en þykir hún hafa breyst til hins verra við fyrstu sýn. „Annars hef ég verið að átta mig á því, eftir samtöl við Sæma, að ég man ákaflega lítið eftir Reykjavík eða því umhverfi sem ég var í [meðan á einvíginu stóð 1972]. Skákin var það eina sem komst að. Ég var svo einbeittur.“ Fischer lýsir í blaðinu yfir mik- illi óánægju með virkjanafram- kvæmdir á hálendinu fyrir austan og hvetur til þess að þær verði stöðvaðar, það sé ekki of seint. Óskaði eftir hæli í nokkrum löndum Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is  Ekkert annað land/10 STOFNAÐ hefur verið nýtt mjólkur- samlag, Mjólka ehf., sem mun sér- hæfa sig í framleiðslu og sölu á ostum fyrir innanlandsmarkað. Mjólka starfar utan greiðslumarkskerfis landbúnaðarins og nýtur því ekki framleiðslustyrkja frá ríkinu. Sótt hefur verið um leyfi til heilbrigðisyf- irvalda til starfrækslu mjólkurstöðv- ar Mjólku. Stofnendur Mjólku eru fjölskyldan á Eyjum II í Kjós og aðilar henni tengdir. Að sögn Ólafs M. Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Mjólku, mun framleiðsla á mjólk vegna osta- gerðarinnar fara fram að Eyjum II en ostagerðin í verksmiðjuhúsnæði sem nú er verið að inn- rétta á Ártúns- holti í Reykjavík. Mjólkurfram- leiðsla er þegar hafin en keyptar hafa verið 50 mjólkurkýr í búið og er stefnt að því að fjölga þeim í eitt hundrað. Eins og fyrr segir er framleiðslan utan við styrkjakerfi landbúnaðarins. Aðspurður hvernig Mjólka geti boðið osta á samkeppnishæfu verði segir Ólafur að svo virðist sem núverandi kaupgengi á framleiðslurétti á mjólk sé á bilinu 400–465 krónur fyrir lítr- ann. Með því að kaupa framleiðslurétt á slíku verði séu mjólkurframleiðend- ur í raun að afsala sér beingreiðslum frá ríkinu í 12–15 ár og sé þá ekki tek- ið tillit til vaxta og kostnaðar. Að- standendur Mjólku meti það svo að það sé ekkert hægt að spá fyrir um að aðstæður á markaði verði með svip- uðum hætti eftir 15 ár og þær eru nú og telji ennfremur að þeir geti fram- leitt osta á samkeppnishæfu verði. Ólafur gerir ráð fyrir að ostafram- leiðslan hefjist nú í vor og að fyrstu vörurnar komi á markað í byrjun sumars. Í fyrstunni er gert ráð fyrir að framleiðslan geti numið um 40 tonnum af osti árlega. Fyrst um sinn mun fyrirtækið einbeita sér að fram- leiðslu einnar ostategundar en stefnt er að auknu vöruúrvali á næsta ári. Framleiðslustuðningur um 47% af kostnaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist óska samlaginu velfarn- aðar og vonast til að Mjólka auðgi og efli íslenskan landbúnað. Aðspurður segist hann ekki sjá að það hafi áhrif á landbúnaðarkerfið þó að rekstur sam- lagsins gangi samkvæmt áætlun. Hann telur þó að reksturinn gæti orð- ið erfiður þar sem framleiðslustuðn- ingur nemi nú um 47% af framleiðslu- kostnaði. Framleiða osta utan kerfis ÁFORMAÐ er að halda tveggja daga tónlistarveislu í Egilshöll í sumar. Ein allra vinsælasta hljómsveit 9. áratugar síðustu aldar, Duran Dur- an, leikur fimmtudaginn 30. júní og fimm dögum síðar, þriðjudaginn 5. júlí, leika tvær af stærstu rokk- sveitum í heiminum í dag, Queens of the Stone Age og Foo Fighters. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Morgunblaðsins mun hug- mynd tónleikahaldara vera sú að hér sé á ferð vísir að árvissri veg- legri tónlistarhátíð. Foo Fighters lék fyrir troðfullu húsi í Laugardalshöll í desember 2003 og hlaut lof fyrir frammistöðu sína en mikið hefur verið reynt að fá Queens of the Stone Age til landsins en sveitin hefur notið vinsælda hér á landi síðustu ár og ný plata sveit- arinnar Lullabies to Paralize fór beint í 7. sæti Tónlistans í vikunni. Queens of the Stone Age, Foo Fighters og Duran Dur- an í EgilshöllUNNIÐ er að endurbótum á gatnakerfinu við Hlemm í Reykjavík vegnanýs leiðakerfis hjá strætó, en að þeim loknum verður Hverfisgötu lokað við Hlemm fyrir almennri umferð. Framkvæmdirnar eru í fullum gangi en af þeim sökum hefur Laugavegi verið lokað milli Rauðarárstígs og Höfðatúns og Hverfisgötu milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs. Gert er ráð fyrir að göturnar verði lokaðar til 13. apríl nk. Morgunblaðið/Árni Torfason Endurbætur á gatnakerfinu SÍF hefur nú aðeins starfsemi í fjór- um löndum að Íslandi meðtöldu eftir söluna á Iceland Seafood Corp. í Bandaríkjunum og Iceland Seafood International. Þannig hefur SÍF selt frá sér starfsemi í 11 löndum á þessu ári og veltan minnkar um 30 millj- arða króna. Svo kann að fara að næstu land- vinningar SÍF tengist ekki sjávar- fangi, eins og hingað til hefur verið. Fyrirtækið hefur markað sér skýran vettvang í sölu tilbúinna matvæla í Evrópu en hætt starfsemi sinni í Norður-Ameríku og frumvinnslu og sölu lítt unninna afurða. Sala ann- arra matvæla en sjávarfangs getur því fallið vel að núverandi starfsemi SÍF, sem er nær öll í Frakklandi og Bretlandi. SÍF starfar í 4 löndum  30 milljarða/6 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.