Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 23 sem gjörbreytt rödd sinni á svip- stundu og búið til fullskapaða per- sónu. Ég þarf á hinn bóginn að leggja mjög hart að mér til að ráða við slíkt. Sem gerði þetta verkefni sérstaklega erfitt fyrir mig því ég þurfti ekki aðeins að leika Sellers á sex skeiðum í lífi hans heldur þurfti ég einnig að leika átta eða níu hlut- verka hans og vandamenn hans í of- análag. Þetta var samt ekki eins óskaplega erfitt og það virðist því erfiðasti þröskuldurinn var að til- einka sér Sellers sjálfan. Þegar ég taldi mig hafa náð því lágu hinar per- sónurnar svo til ljóst fyrir, það var eins og ég, sem Sellers, skynjaði það hvernig ég þyrfti að nálgast þær. En ég passaði mig líka á því að fara ekki að velta mér um of upp úr hverri ein- ustu persónu sem hann lék, ég eft- irlét honum að gera það, enda hefur það verið næg þjáning út af fyrir sig.“ Rush segist ekki hafa tölu á því hversu margar persónur hann leikur í myndinni en hann viti það eitt að hann hafi þurft að nota 28 hárkollur „og mikið lím!“ Hann segir því að þetta ógnvekjandi hlutverk hafi þeg- ar á hólminn var komið orðið að dýr- indis veislu fyrir sig sem leikara. „Jafnvel þegar ég þurfti að leggja á mig fimm tíma í förðunarherberg- inu fyrir senurnar þar sem ég lék hinn unga og þétta Sellers. Þær köll- uðu á mikla förðun, gervihúð og púða hér og þar. Þessi gervihúð leit út eins og sjö sneiðar af hráu kálfakjöti, sem límdar voru á andlit mitt með tonnataki, og þá átti eftir að meika mig og púðra, þannig að tökur gátu stundum ekki hafist fyrr en eftir há- degi. Og það kom meira að segja fyr- ir að ég þurfti að láta fjarlægja allan farðann og setja á mig annan sem líkjast átti Peter Vaughn (sem leikur Bill Sellers, föður Peters). Þessi förð- un var líka vissan tíma í þróun því í fyrstu tilraunum leit ég t.d. bara út eins og feitur náungi, en alls ekki eins og feitur Peter Sellers.“ Rush segir Sellers í raun hafa hjálpað heilmikið til við kvikmynda- gerðina, óbeint, með því að hafa ver- ið eins duglegur að taka kvikmyndir af sjálfum sér og fjölskyldunni og raun ber vitni. Mjög mikið hafi verið stuðst við þær myndir til þess að ná að fanga öll hin mikilvægu smáatriði, sem geti á endanum gert gæfumun- inn. Rush segist hafa gert það upp við sig strax í upphafi að hann myndi ekki geta nálgast hlutverkið eins og flest önnur, með því að reyna að skilja persónuna. Það hefði verið óðs manns æði að ætla sér að afreka, fyrstur manna. „Þegar ég var kominn inn í hlut- verkið fannst mér ég í raun vera að leika sjálfan mig, ef undan er skilið þegar ég þurfti að leika hlutverk Sellers. Við ræddum saman um þetta, ég og Hopkins leikstjóri, og urðum sammála um að ég ætti ekki að velta mér of mikið upp úr hlut- verkinu heldur reyna fremur að nálgast það blátt áfram og fylgja leikarainnsæinu. En inntak myndar- innar ræddum við ekki frekar en það að Hopkins sá hana sumpartinn sem mynd um karlmennskuna, hvernig það er að vera karlmaður, hversu sorglegir karlar geta verið, heimskir, hversu spældir þeir geta orðið og hrokafullir.“ Hávær Lithgow og lágvær Watson Sjálfur segist Rush vera aðdáandi Sellers, og sannarlega ennþá meiri núna en áður. Spurður hver sé eft- irlætis Sellers-myndin hans segir hann það stöðugt vera að breytast en gamanmyndin The Smallest Show on Earth frá 1957 sé honum þó einkar hugleikin. „Sú mynd er lítill gimsteinn. Þá var Sellers 32 ára en fór létt með að leika sjötugan sýningarmann [Mr. Quill]. Ætli það sé ekki það hlutverk auk hlutverkanna þriggja í Dr. Strangelove og svo auðvitað Chance í Being There sem stendur upp úr.“ Líf og dauði Peters Sellers spann- ar næstum allt líf hans, eða allt frá því þessi ungi fyrrverandi hermaður úr síðari heimsstyrjöldinni slær í gegn með nokkrum félögum sínum með grínþætti í útvarpi BBC þar sem þeir kölluðu sig The Goons, þar til hann er orðinn gamall fyrir aldur fram, einmana og bitur sérvitringur, sem vinnur sinn stærsta leiksigur, leikur draumahlutverkið í Being There, stuttu áður en ævi hans er á enda árið 1980. Sjónum er ekki síður beint að róstusömu einkalífi hans en kvikmyndaferlinum og eru mótleik- arar Rush í myndinni ekki af verri endanum. Emily Watson leikur fyrstu eiginkonu hans og barnsmóð- ur, Anne, og Charlize Theron leikur sænsku leikkonuna og kynbombuna Britt Ekland, sem varð önnur eig- inkona hans. John Lithgow leikur leikstjórann Blake Edwards sem vann hvað mest með Sellers og stýrði m.a. Bleika parduss-myndun- um, Sonia Aquino leikur Sophiu Lor- en, Stanley Tucci leikur nafna sinn Kubrick og Stephen Fry fer á kost- um í hlutverki andlegs ráðgjafa Sell- ers, hins umdeilda Maurice Woodruffs. „Þessi leikhópur er hreint dæma- laust sterkur. Hann má ekki gleym- ast í allri umræðunni um miðpunkt alheimsins, Peter Sellers, og mig. Það voru mikil forréttindi að fá að vinna með þessu fólki enda eru þau svo einstök hvert á sinn hátt. Ég er gjarnan spurður hvort allir leikarar séu eins og Sellers hvað varðar hitt og þetta. Ég svara því að ekki sé hægt að líta svoleiðis á leikara, sem heild. Leikarar eru eins og Emily, Charlize, John, Stanley og Stephen. Ólíkir. Einstakir. Ég var á tökustað allan tímann og naut þess t.d. að upplifa það hversu stemningin breyttist eftir hverjir mótleikararnir voru. Krafturinn sem fylgdi John Lithgow, sem hlýtur að vera háværasti leikari í heimi, en um leið sá þróttmesti. Alveg sniðinn til að leika Edwards. Síðan varð allt svo rólegt og yfirvegað þegar Emily var á tökustaðnum. Og svo naut ég þess að geta sagt við félaga mína: Ég leik í ástarsenum á móti Charlize Theron – en var reyndar með álímda gæru á bringunni sem dró svolítið úr sjarm- anum. Charlize er vel að merkja ein- hver hæfileikaríkasta leikkona sem ég hef leikið á móti, enda er hlutverk Britt vandasamara en margan kannski grunar. Ég meina hvernig leikur maður ódauðlega kynbombu?“ Rush sagðist ætla að taka sér gott frí frá kvikmyndaleik og hefur staðið við það, því eftir því sem næst verður komist er væntanleg einungis ein mynd með honum á árinu, lítil ástr- ölsk mynd með Heath Ledge sem heitir Candy þar sem Rush leikur meira að segja aukahlutverk. En hann segist gjarnan hefðu viljað leika í mynd eftir handriti sem Eric Idle Monty Python-maður lét hann hafa: „Hún heitir Remains of the Piano og er nokkur konar Monty Python- útgáfa af búningamyndum Merchant og Ivory. Drepfyndið handrit sem Eric fær ekki fjármagnað, af ein- hverri undarlegri ástæðu. Ég átti að leika þjóninn Hopkins, sem byggður er á öllum persónunum sem Anthony Hopkins hefur leikið í slíkum mynd- um. Ég hefði sannarlega verið til í það.“ skarpi@mbl.is Peter Sellers var mikill kvennamaður en þótt hann hafi verið fjórgiftur þá var stjórnsöm móðir hans alltaf mikilvægasta konan í lífi hans. Það tók 5 klukkustundir dag hvern að klæða Geoffrey Rush í gervi Peters Sellers. Líf og dauði Peters Sellers er sýnd í Háskólabíói og Sambíóunum. Mannréttindaákvæði stjórnarskrár í 10 ár Áhrif og framtíðarsýn Ráðstefna haldin föstudaginn 8. apríl 2005 í Öskju í samvinnu Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands 13:30 Setning. 13:35 Ávarp forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar 13:45 Björg Thorarensen prófessor við lagadeild HÍ; Áhrif nýju mannréttindaákvæðanna til aukinnar verndar mannréttinda í íslenskum rétti og dómaframkvæmd. 14:15 Veli-Pekka Viljanen, prófessor við lagadeild Háskólans í Turku; The impact and application of the new human rights provisions in the Finnish Constitution after amendments in 1995. 14:45 Kaffihlé. 15:15 Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður; Næstu skref. Er frekari breytinga þörf á mannréttinda- ákvæðum stjórnarskrárinnar? 15:45 Pallborðsumræður. Þátttakendur verða Björg Thoraren- sen, Ragnar Aðalsteinsson, Hjördís Hákonardóttir, formað- ur Dómarafélags Íslands, Oddný Mjöll Arnardóttir héraðs- dómslögmaður og Sigurður Líndal, prófessor emeritus við lagadeild HÍ. 16:30 Lokaorð. Eiríkur Tómasson, prófessor og forseti lagadeildar HÍ 16:45 Ráðstefnuslit. Boðið upp á léttar veitingar Fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðna er Brynhildur G. Flóvenz, lektor við lagadeild HÍ og formað- ur stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Aðgangur ókeypis og opinn öllum HÁSKÓLI ÍSLANDSMANNRÉTTINDASKRIFSTOFA ÍSLANDS Málstofa um Svalbarðamálið Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, miðvikudaginn 6. apríl 2005 kl. 12.15-13.45 Dagskrá: 12.15 Inngangur: Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur í utanríkisráðuneytinu, forstöðumaður Hafréttarstofnunar Íslands. 12.30 Fyrirlestur: Robin Churchill, prófessor við Cardiff Law School, Bretlandi. 13.15 Fyrirspurnir og umræður. 13.45 Slit. Málstofan er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. Lagadeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.