Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Umræðuefni mittað þessu sinni ernokkuð sem viðöll hér á landikönnumst við, eins og raunar sér- hver íbúi þessarar plánetu. Því eiginlega má segja, að hvar sem tveir einstaklingar koma saman geti þetta kviknað eins og eldur, af því að engar tvær manneskjur eru nákvæm- lega eins. Það sem ég er að ýja að er það fyrirbæri sem á íslensku kallast deilur. En þetta kvenkynsnafnorð á sér fleiri andlit, ótrúlega mörg systkini, og það er líka einn sterkasti vitnisburðurinn um al- gengi þess í samfélaginu, jafnt nú sem fyrr á öldum. Í Íslenskri samheitaorðabók, frá árinu 1993, eru gefin upp 77 nöfn yfir þetta kvikindi. Og þau eru eftirfarandi, í stafrófsröð: agg, ágreiningur, árekstur, bar- átta, bardagi, bági, bágur, brýna, brösur, deild, deilumál, elja, eljan, ergjur, erjur, errur, fjandskapur, flokkadrættir, greinir, hark, hnippingar, hnota- bit, hnútukast, högg, illdeila, ill- sakir, jag, karp, kíf, krytur, metingur, misklíð, missætti, orðadeila, orðahnippingar, orða- kast, orðasenna, orðaskak, orða- skipti, orðastaður, ófriður, ósamkomulag, ósætti, pex, reipdráttur, rifrildi, rimma, ríg- ur, sagl, senna, skærur, snerra, stapp, streita, stríð, styr, stæla, sundurlyndi, togstreita, uppi- staða, uppistand, úfar, útistöð- ur, viðsjár, væringar, ýfa, ýfing- ar, þjark, þjörkun, þóf, þras, þráttun, þref, þræsa, þræta, þrætumál og þvarg. Til að undirstrika þetta enn frekar er rétt að nefna, að í áð- urnefndri bók eru einungis 15 orð höfð yfir ást, og ekki nema eitt eða tvö yfir kærleika. Merkilegt. Og þó ekki. Okkur er nefni- lega einhverra hluta vegna tam- ara að einblína á hið neikvæða í fari samferðamannsins og í líf- inu, heldur en það sem jákvætt er. Þetta má glöggt heyra og sjá og lesa í fjölmiðlum, hvern ein- asta dag ársins. Af framantöldu er sumsé nokkuð ljóst, að deilur og annað af þeim toga á sér djúpar rætur í mannheimi. Biblían kemur inn á þetta á ýmsum stöðum, m.a. í Tít- usarbréfi, 3. kafla og 9. versi, en þar segir: „Forðast þú heimsku- legar þrætur og ættartölur, deilur og lögmálsstælur. Þær eru gagnslausar og til einskis.“ Og í Orðskviðunum, 15. kafla og 1. versi, segir: „Mjúklegt and- svar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.“ Í 28. versi seg- ir: „Hjarta hins réttláta íhugar, hverju svara skuli, en munnur óguðlegra eys úr sér illsku.“ Og í næsta kafla þar á eftir, í 17. versi, er ritað: „Sá, sem kemst í æsing út af deilu, sem honum kemur ekki við, hann er eins og sá, sem tekur um eyrun á hundi, er hleypur fram hjá.“ Heilög ritning segir margt fleira þessu líkt, eins og nærri má geta. T.a.m. er þetta efni að finna undirliggjandi í sjálfum Boðorðunum 10, sem nefnd hafa verið umferðareglur lífsins. Þetta kemur betur í ljós í Mark- úsarguðspjalli, þar sem fræði- maður einn gengur til Jesú og spyr hvert sé mest boðorðanna. Því svarar hann svona: „Æðst er þetta: „Heyr, Ísrael! Drott- inn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum.“ Annað er þetta: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.“ Ekkert boðorð annað er þessum meira.“ Hér er vísað til Tvöfalda kær- leiksboðorðsins, sem uppfyllir öll hin. Í 3. kafla Jakobsbréfs segir aukinheldur: „Tungan er … eld- ur … Hún flekkar allan líkam- ann og kveikir í hjóli tilver- unnar, en er sjálf tendruð af helvíti. Allar tegundir dýra og fugla, skriðkvikindi og sjáv- ardýr má temja og hafa menn- irnir tamið, en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju, sem er full af banvænu eitri.“ Og þýski rithöfundurinn Max Tau, sem uppi var á árunum 1897–1976, segir: „Orð geta brennt heitar en eldur.“ En þau eru ekki alltaf vond, heldur geta á stundum verið bjartari en sólin. „Eitt gott orð yljar þrjá vetrarmánuði,“ er haft eftir ónefndum indverskum spekingi. Og landi hans, Mah- atma Gandhi, ritar á einum stað: „Vinsamleg orð, sögð í dag, geta borið ávöxt á morg- un.“ Allt þetta ætti að hjálpa okk- ur að standast þetta myrka afl, stælur og tilgangslausar þræt- ur, sem því miður er fólgið djúpt í iðrum þjóðarlíkamans, eins og illupprætanleg veira, reiðubúin að láta á sér kræla hvenær sem er. Hinn innri bún- aður, ljósið, sem við eigum í hjarta, er það eina sem getur bugað þann aðskotahlut og vá- gest. Hinn kristni einstaklingur ætti að forðast þennan títt- nefnda löst, og bera sig fremur eftir höfuðdyggðunum, en þær eru: viska, stilling, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleikur. Enda sagði líka Kristur: „Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða.“ Einnig er hollt að muna rúss- neska spakmælið, er segir: „Orð er eins og fugl. Fljúgi það af vörum manns er ekki auðvelt að ná því aftur.“ Auðvitað er ekkert við það að athuga að mál séu rædd, en æs- ingur, heift og skítkast ættu að vera þar fjarri. Eða eigum við ekki að heita siðaðar verur? Deilur sigurdur.aegisson@kirkjan.is Það er fátt jafn lýjandi og að standa í illdeilum. Andrúmsloftið verður oftar en ekki mengað og skemmandi og engin manneskja getur komið betri út úr slíkri viðureign. Sigurður Ægisson lítur á það fyrirbæri mannlegs samfélags í pistli dagsins. HUGVEKJA Þ að mun án efa hafa vak- ið drjúga athygli í list- heiminum að metverð fékkst fyrir málverk franska málarans Chaim Soutines, Kökusalinn í Cannes, á uppboði hjá Christie’s 7. febrúar, eða 9,4 milljónir dollara. Mörgum mun finnast þetta með ólíkindum og ekki síður að mynd í sérstakri vatnslitatækni eftir Marl- ene Dumas, sem var nær óþekkt fyrir áratug, skyldi slegin á 3,3. milljónir dollara. Nafn hennar jafnvel ekki finnanlegt í uppslátt- arbók núlista í tveim þykkum bindum frá 1998, svo uppgangur suðurafrísku listakonunnar hefur verið lygilega hraður. Fékk þá hugmynd að kynna báða listamennina sérstaklega og byrja á Soutine, sem sannarlega á það inni, nær óþekktur hér á landi nema hvað innvígða af eldri kyn- slóð snertir. Hins vegar þekkja ungir ýmsa sporgöngumenn Sout- ines stórum betur, sem svo aftur hafa haft áhrif á íslenska málara. Einkum þá sem fram komu á sjö- unda áratugnum, þegar vegur enska málarans Francis Bacons var hvað mestur í Evrópu, dýrk- aður sem hálfguð. Soutine er líka skýrt dæmi um takmarkaðan menntunargrunn fræðinga á nú- listir sem útskrifuðust á áratug konzept listarinnar svonefndu, frægt er þegar slíkir „endur- uppgötvuðu“ Soutine um árið og hlógu þá margir! Þeim kannski vorkunn í ljósi þess að málverkinu hafði verið rutt útaf borðinu, sást varla á mikilsverðari listsýningum í áratug, rétttrúnaður skyldi það vera. Endurtók sig svo aftur er hugmyndafræðingar gerðu nýja at- lögu að málverkinu sem enn er vel sýnilegt hér á útnáranum, mál- verkið þó risið aftur upp úr ösku- stó, og með braki eins og mark- aðurinn er til vitnis um. Yfirleitt fólk er fylgist vel með hræringum í listheiminum og með mikla yfirsýn á þróun myndlistar og hjarta fyrir málverki sem lætur að sér kveða á uppboðum. Stíf hagnaðarsjónarmið ráða þar vissu- lega einnig miklu, uppboðaheim- urinn flókið og umdeilanlegt fyr- irbæri. Margur fer eftir eigin hyggjuviti og innbyggðri ratsjá, en peningafurstar veðja á sína menn, meðal þeirra eigendur áhrifamik- illa listhúsa sem eru að mylja und- ir skjólstæðinga sína, bjóða í verk þeirra og sjá um að þau fari helst alls ekki undir matsverði því þá er voðinn vís. Ennfremur má ekki líta framhjá því að stuðningur við listir og aðra menningarstarfsemi er víða frádráttarbær til skatts líkt og verðbréf hér á landi. Málarinn Chaim Slátrað naut, um 1923, olía á léreft. Nútímalistasafnið í Genf, Petit Palais. AF LISTUM Bragi Ásgeirsson SJÓN PEGILL Finnst þér ekki skrýtiðhvernig við minnumst lát-inna ættingja og vina? Égman mest lítið eftir þvíhvað þeir gerðu eða hvort þeir afrekuðu eitthvað. Hins vegar man ég hvaða áhrif þetta fólk hafði á mig en það var kærleiksríkt og hafði góða nærveru og þess vegna sakna ég þess og minnist af hlýju.“ Eitthvað á þessa lund lét ég dæluna ganga við manninn minn þar sem við stóðum við fjölskyldugrafreit í Fossvogi, þar sem brum var farið að þrútna undir hækkandi sól þrátt fyrir úrsvalan vind. Ég man ekki hverju maðurinn minn svaraði mér að en hann hafði átt frum- kvæðið að þess- ari heimsókn í ákveðnum til- gangi. Við höfð- um áhyggjur af veikindum sonar okkar í fjarlægu landi og faðirinn var sannfærður um að skjótustu hjálparinnar væri að vænta að handan, frá afa hans og ömmu og öðru frændliði sem hafði veitt mér og börnum okkar rætur og skjól í uppvextinum. Hann kveikti á kert- um við legsteina, við gerðum kross- mark yfir hvílurúmin og gengum síðan áfram um kirkjugarðinn í svo- lítið heimspekilegum hugleiðingum þar til farsíminn hringdi og flutti góðar fréttir af syninum ytra. „Hvað sagði ég,“ sagði maðurinn minn, sigurviss og hreykinn. „Ég var alla tíð viss um að einhver æðri kraftur hefði knúið okkur hingað.“ Ég brosti þakklát og klökk. Aldrei þessu vant var ég orðlaus. Við gengum hljóð um garðinn og það var sem við þyrðum ekki að hafa orð á þeirri undarlegu reynslu sem við höfðum orðið fyrir. Mað- urinn minn rauf svo þögnina fyrir framan leiði mikils athafnamanns sem nú virtist flestum gleymdur. „Þetta er alveg satt sem þú sagðir áðan,“ mælti hann. „Við minnumst fólks af því að það var gott, ekki af því að það var ríkt og voldugt. Flest afrek gleymast með tímanum og auður er valtastur vina, eins og pabbi þinn sagði.“ „Þú heldur sem sagt að það verði engin gengisfell- ing þegar við erum komin yfir landamærin,“ sagði ég af því að honum var svo tamt að grípa til lík- inga úr hagfræði. Hann var skjótur til svars að vanda og sagði: „Kannski verður gengið svolítið fljótandi eins og hjá Seðlabank- anum núna, að minnsta kosti þegar Gengi hinna gengnu HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.