Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ F yrir ári birtist í Læknablaðinu for- ystugrein eftir Sig- urbjörn Sveinsson, formann Lækna- félags Íslands (LÍ), þar sem hann hvatti til aðhalds í sam- skiptum lækna við fulltrúa lyfja- fyrirtækja undir yfirskriftinni „Mál að linni“. Í kjölfarið hefur vaxandi umræða átt sér stað meðal lækna um eðli þessara samskipta og reglur sem þegar um þau gilda. Svar heilbrigðisráðherra við fyr- irspurn Ástu R. Jóhannesdóttur alþingismanns um fjölda utan- landsferða lækna á vegum lyfja- fyrirtækja, sýnir að umræðan hef- ur einnig náð langt út fyrir raðir lækna. Í svarinu kom fram að lyfjafyrirtæki buðu íslenskum læknum í að minnsta kosti 469 ferðir á síðasta ári, þar af voru 289 ferðir fyrir lækna LSH, 51 ferð fyrir lækna á öðrum sjúkrahúsum, 85 ferðir fyrir lækna á heilsu- gæslustöðvum og 44 ferðir fyrir sérfræðilækna á öðrum stöðum. Flestir læknar á LSH nýta sér samningsbundin réttindi sín og fara í námsferðir til útlanda ár- lega. Í kjarasamningnum er kveðið á um námsferð til útlanda í fimm- tán daga á ári og greiðir vinnuveit- andi fargjald að ákveðnu hámarki, dagpeninga og þátttökugjald. Hugsanlega mætti hafa heimild til nýtingar peninganna sveigjanlegri að sögn eins viðmælenda blaðsins. Ákvæðinu mætti t.d. breyta á þann veg að hægt væri að fara í náms- ferð innanlands. Þetta sé hins veg- ar kjaramál og einstakt ákvæði í íslenskum kjarasamningi. Önnur stéttarfélög, sem eiga háskóla- menntaða félagsmenn innan sjúkrahúsa, hafa litið ákvæðið hýru auga. En samninganefnd fjármálaráðuneytisins hefur ekki tekið undir slíkar óskir. M.a. af þeirri ástæðu hefur forysta lækna ekki þorað að hreyfa mikið við ákvæðinu í sínum samningum að sögn viðmælandans. Annar við- mælandi bendir á að með því fyr- irkomulagi sem nú sé við lýði megi í raun segja að það sé hagur sjúkrahúsa að sem fæstir læknar nýti sér réttindi sín til símennt- unar erlendis. Því græði sjúkra- húsin í raun á tengslum lækna og lyfjaiðnaðarins því fái læknar laun eða styrk frá öðrum til fararinnar, t.d. lyfjafyrirtækjum, komi það til frádráttar greiðslum vinnuveit- anda. Leiðbeinandi reglur frá 1987 En umræðan um tengsl lyfjafyr- irtækja og heilbrigðisstarfsfólks og þá fyrst og fremst lækna, þar sem þeir eru margir hverjir í að- stöðu til að velja lyf fyrir sjúk- linga, er ekki ný af nálinni. Hún hefur hins vegar náð nýjum hæð- um og eyrum almennings í meira mæli en áður. Lyfjafyrirtæki hafa í gegnum tíðina, hér sem annars staðar, komið að endurmenntun lækna með einum eða öðrum hætti. Einn- ig hafa fyrirtækin komið að fræðslu annarra starfsmanna í heilbrigðisstétt, t.d. hjúkrunar- fræðinga sem og læknanema. Hér verður þó höfuðáhersla lögð á samskipti fyrirtækjanna við lækna. Leiðbeinandi reglur um sam- skipti lækna og lyfjafyrirtækja hafa verið settar, t.d. af Félagi ís- lenskra heimilislækna, strax árið 1987, LÍ árið 1993, með samningi LÍ og Samtaka verslunarinnar (nú Félag íslenskra stórkaupmanna, FÍS), fyrir hönd lyfjafyrirtækja, árið 2000 og LSH á síðasta ári. Þá hafa aðrar heilbrigðisstofnanir einnig sett sér leiðbeiningar hvað þetta varðar. Jafnframt hefur lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline ehf. gefið út sérstakar reglur um samskipti lyfjakynna og lækna. Einnig er kveðið á um samskiptin í lyfjalögum og reglugerð heilbrigð- isráðuneytisins um lyfjaauglýsing- ar frá árinu 1995. Ýmislegt fleira hefur gerst og annað er í pípunum er snertir þetta mál að minna eða meira leyti. Almennur fundur læknaráðs LSH ályktaði um málið í febrúar og formaður Læknafélagsins er í umboði stjórnar félagsins að vinna að endurskoðun samnings milli LÍ og FÍS en hann gildir til næstu áramóta. Þá skrifaði Sigurður Guðmundsson landlæknir grein í Læknablaðið nú í mars þar sem m.a. kom fram að í samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja endur- spegluðust tengsl og jafnframt átök milli öflugrar og fjölmennrar fagstéttar og eins af stærstu við- skiptaöflum veraldar, eins og hann orðar það. Sem dæmi um þessi tengsl og átök má nefna að þegar áðurnefnd forystugrein formanns Lækna- félagsins í Læknablaðinu á síðasta ári hafði birst, þar sem m.a. sagði að því hefði verið haldið fram að fræðsla sem læknar njóta hjá lyfjafyrirtækjum kunni að leiða til ótraustari ákvarðana um lyfjaávís- anir, tilkynntu lyfjafyrirtæki að þau myndu ekki auglýsa í næsta tölublaði. Þau hurfu reyndar frá þeirri ákvörðun á síðari stigum en samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins varð Læknablaðið af tekjum vegna birtingar greinar- innar þar sem lyfjafyrirtæki hafa auglýst minna í kjölfar birtingar hennar. Verulegir hagsmunaárekstrar Allir geta verið sammála um að símenntun lækna er mjög mikil- væg. Hún sé hugsuð til að bæta þekkingu og þar með þjónustu við sjúklinga. Hún er að eflast innan- Eiga lyfjafyrirtæki að koma Nauðsynlegt er að sam- skipti lækna og lyfjafyr- irtækja séu gegnsæ og tengsl risnu og fræðslu séu rofin, segir í ályktun al- menns fundar læknaráðs Landspítalans. Sunna Ósk Logadóttir komst að því að læknar sjúkrahússins nýta flestir samningsbundin rétt- indi sín til símenntunar er- lendis en margir þiggja einnig ferðir lyfjafyrirtækja. Sett hefur verið fram sú hugmynd að lyfjafyrirtækin setji fé í sameiginlegan fræðslusjóð lækna í stað þess að greiða fyrir ferðir einstakra lækna. Aðrir vilja að hagsmunaaðilar komi hvergi að endurmennt- uninni, en þá þurfi eitthvað að koma í staðinn. Morgunblaðið/Þorkell Lyfjafyrirtæki hafa til langs tíma komið að endurmenntun lækna en þær raddir verða sífellt háværari að aðeins atvinnu- veitendur, og læknarnar sjálfir, eigi að fjármagna fræðslu lækna um lyf. Guðbjörg Alfreðsdóttir Ekki óeðlilegt að fram- leiðendur lyfja geti veitt bestu upplýsingarnar um þau. Niels Chr. Nielsen Hagur okkar skjólstæð- inga að læknar haldi menntun sinni við. Sigurður Guðmundsson Í samskiptum lækna og lyfjafyrirtækja endurspegl- ast átök milli öflugrar fag- stéttar og eins af stærstu viðskiptaöflum veraldar. Sigurbjörn Sveinsson Opinber starfsmaður hefur ekki leyfi til að gera hvað sem er í frítíma sínum ef það misbýður almenningi. Einar Magnússon Heilbrigðisráðuneytið vill færa samskipti lyfjafyr- irtækja og lækna sem allra mest upp á yfirborðið. á morgun Helgin öll …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.