Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN STUNDUM gleymast jákvæðar hliðar á neikvæðum hlutum. Ef heimurinn væri fullkominn væri lít- ið til að gleðjast yfir. Ég set fram þessa of- notuðu klisju vegna þess að mér líður al- veg ágætlega þessa dagana. Þá má spyrja: hvað er svo merkilegt við það að líða vel og njóta tilverunnar, að það sé þess virði að skrifa um það í pistli? Hvernig tengist það neikvæðum hlutum ef manni líður vel? Ég svara seinni spurning- unni með því að skýra út þá fyrri. Þunglyndi er almennt talið neikvætt fyrirbæri, en í dag lít ég á það sem jákvæðan hlut að hafa „fengið“ að verða „pínu geðveik“, nokkuð oft reyndar. Ég efast stórlega um að ég myndi njóta tilverunnar eins mikið ef ég aldrei hefði veikst andlega – ef ég þekkti ekki dimmu hornin í tilver- unni þá nyti ég ekki hversdagsleik- ans eins mikið og ég geri þegar ég er í góðu jafnvægi. Ég þekki sjálfa mig og minn innri styrk betur en ella. Ég get verið stolt af sigri í baráttu, stundum upp á líf og dauða. Fyrir tilstilli þess að vera öðruvísi en fólk er flest hef ég feng- ið þekkingu sem er mér mjög dýr- mæt. Ég hef fengið að kynnast fólki sem ég undir öðrum kring- umstæðum hefði aldr- ei kynnst, sem auðgar líf mitt með nærveru sinni. Í haust var ég búin að vera í bata í nokk- ur ár en einhverra hluta vegna pompaði ég niður. Þessi geð- lægð mín var að mörgu leyti ein sú já- kvæðasta sem ég hef gengið í gegnum: Já- kvæð geðlægð? Nú má spyrja um hvað konan sé að tala. Til að svara því vil ég setja fram nokkrar ástæður: Þó svo að mér liði ekki betur en áður þegar ég var veik, þá vissi ég að ég réði við þetta og veikinda- tímabilið tæki enda. Ég var bara þrjá daga inni á spítala, sem er enginn tími miðað við vikur og jafnvel mánuði eins og áður. Ég óskaði sjálf eftir hjálp þegar ég fann að þetta var mér ofviða að kljást við líðanina ein. Ég reyndi ekki að fyrirfara mér, þó svo að mér hafi tekist á tímabili að sannfæra sjálfa mig um að fólk í kringum mig yrði bara fegið að losna við mig. Ég hef fundið kraftinn sem ég þurfti til að viðurkenna að ég hef verið og er veik. Mér er að takast að vinna á eigin fordómum. Ég er farin að vinna markvisst að því að uppræta fordóma hjá fólki úti í samfélaginu. Ég er farin að sætta mig við mín veikindi sem er stærsta skrefið í áttina að lifa sátt við sjálfa mig. Ég veit að mín reynsla er nokk- uð sem ég get nýtt mér í framtíð- inni. Að ná bata er ekkert sem gerist á nokkrum vikum eða mánuðum. Ég hef tekið nokkur ár í að byggja upp grunn til þess að geta lifað eðlilegu lífi. Því, sem ég hef gert til að byggja þennan grunn, er hægt að skipta niður í tvö ferli: Fyrsta ferlið fólst t.d í eftirfar- andi: Ég opnaði leiðir til að mennta mig. Varð stúdent. Ég tamdi mér sjálfsaga til að standa mig í vinnu. Ég lærði að þrauka. Ég sætti mig við sjálfa mig eins og ég var. Ég lærði að sjá hvað ég gæti gert til að eiga betra líf Ég lærði að ég yrði að sinna mínum grunnþörfum næringarlega og þess háttar atriðum. Þegar ég hafði lokið þessu ferli gat ég hafið það næsta sem ég er enn að vinna að: Ég sinni ekki bara grunnþörfum heldur er ég búin að skipta um lífs- stíl, ég get sett þær kröfur á sjálfa Anna Sigríður Pálsdóttir fjallar um geðheilbrigðismál ’Fyrir tilstilli þess aðvera öðruvísi en fólk er flest hef ég fengið þekk- ingu sem er mér mjög dýrmæt.‘ Anna Sigríður Pálsdóttir Góðir hlutir gerast hægt SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Verslunarhúsnæði óskast Mér hefur verið falið að finna ca 500 fm verslunarhús- næði fyrir eigendur mjög þekktrar húsgagnaverslunar. Til viðbótar verslunarplássinu mætti vera viðbótarrými undir lager, þó ekki skilyrði. Svæði sem koma til greina eru t.d. Múlarnir í Reykjavík og ný verslunarhverfi Kópavogs. Fleiri svæði koma þó til greina. Upplýsingar veitir Ólafur B. Blöndal á skrifstofu fast- eign.is eða í 690 0811. Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Símar 5-900-800 og 690 0811. olafur@fasteign.is Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Laufásvegur - Þingholtin Vorum að fá í einkasölu vandað og virðulegt 324 fm einbýlishús með bílskúr við Laufásveg í Þingholtunum. Húsið er teiknað af Gunn- laugi Halldórssyni. Húsið, sem er á tveimur hæðum auk kjallara, skiptist m.a. í þrjár stofur og fjögur herbergi. Auk þess er 2ja herb. íbúð með sérinngangi í kjallara (einnig innangengt). Húsið hefur verið standsett að miklu leyti. Mjög falleg stór lóð til suðurs. Úr borð- stofu er gengið út á mjög rúmgóða verönd til suðurs. Glæsileg eign á eftirsóttum stað. Verð 75,0 millj. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 898 8545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Einbýlishús úr timbri, 180 fm að stærð, hæð og ris ásamt 32 fm bíl- skúr. Á hæðinni er forstofa með gestasnyrtingu, eitt herbergi, eldhús, þvottahús og stór stofa með útgangi á verönd í garði. Stigi og lyfta milli hæða. Í risi er rúmgott fjölskylduher- bergi, 4 svefnherbergi og baðher- bergi. Útgangur á svalir frá hjónaher- bergi. Bílskúrinn stendur sér með rafmagni og hita. Góður garður um- hverfis húsið. MARBAKKABRAUT - KÓPAVOGI Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Sími 588 4477 Í einkasölu fallegt nýtt raðhús á einni hæð m. innbyggðum bíl- skúr og ca 20 fm í risi, samtals um 155 fm. Húsið er með mikilli lofthæð. Frágengið bílaplan og stéttar með hitalögn. Vandað eldhús. Fallegt útsýni á Álftanes. Húsið verður til sýnis í dag, sunnudag, milli kl. 14 og 17. Verð 32,8 m. Klettás 5 - Garðabæ Opið hús í dag kl. 14-17 www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafr. og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Opið hús í dag á milli kl. 14 og 16 Stóragerði 28 - 2. hæð með bílskúr Í dag býðst þér og þínum að skoða þessa fallegu og vel skipulögðu 4ra herbergja 101,2 fm íbúð á 2. hæð t.h., ásamt 19,1 fm bílskúr, á þessum vinsæla stað. Þrjú svefnherbergi, stofa og forstofa með parketi, eldhús með fallegri eldri innréttingu og borðkrókur. Baðherbergi með kork á gólfi og baðkari. Bílskúr. Húsið var nýlega tekið í gegn. Verð 20,5 millj. Hér er stutt í alla þjónustu, verslanir og skóla. Hanna tekur á móti gestum. Allir velkomnir. skráð eign er seld eign Kristín Pétursdóttir löggiltur fasteignasali smáauglýsingar mbl.is mbl.isFRÉTTIR VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.