Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus FRÁ Fyrir meltingu og maga H á g æ ð a fra m le ið sla Nr. 1 í Ameríku -fyrir útlitið Góð heilsa - Gulli betri Það var vorið 1938 að UgoCerletti fékk hugmyndinaað því að prófa raflost viðgeðsjúkdómum. Hannhafði þann vordag farið snemma út og heimsótt slátrarann og veitt því athygli að slátrarinn deyfði svínin með raflosti áður enn hann tók líf þeirra með eggvopni. Cerletti sá einnig að svínin fengu flog áður en þau róuðust svo auðveldara væri að aflífa þau. Eftir að hafa prófað raflost á tilraunadýrum komst Cerletti að þeirri niðurstöðu að vænlegast væri að skjóta rafstraumnum beint í höfuð þeirra svo bestum árangri væri náð. Seinna sama vor hafði hann ásamt kollega sínum, Lucio Bini, fundið fyrsta manninn til að undirgangast raflost„meðferð“ við geðklofa. Raf- lostin framkölluðu flog og höfðu áhrif, (ollu heilaskemmdum) á dýpri lögum heilabarkarins og taugakerfinu. Cerl- etti byrjaði í 80 voltum og jók straum- inn upp í 110 volt en þá var að hans mati „bestum“ „meðferðaráhrifum“ náð. Á þessum tímum mendelískra læknavísinda sem virtust réttlæta misnotkun á geðsjúkum með hroka- fullri „siðfræði“ föður „eugenics“ þeim breska, frænda Darwins, Franc- is Galton, viðgengust ótrúlegustu að- ferðir í meðferð á geðsjúkum. Laga- bókstafurinn fylgdi þá eins og hann gerir enn vísindunum og voru réttindi geðsjúkra fjarri því að nálgast mann- réttindi ef þau voru þá einhver. Þessi dekksti tími „geðlækninga“ náði frá 1890–1950. Raflostmeðferð Cerlettis var ekki fyrsta heilaskaðandi meðferðarúr- ræðið sem læknavísindin höfðu fundið uppá í einlægri viðleitni sinni til að meðhöndla geðsjúkdóma eins og geð- klofa og geðhvörf. Áður höfðu læknar og vísindamenn beggja vegna Atl- antsála reynt t.a.m. insúlín-kóma meðferð sem fólst í því að gefa geðsjúklingn- um svo mikið insúlín að það dró til sín allan blóðsykur viðkomandi og olli kómaástandi og á stundum heila- skemmdum. Annað meðferðarúrræði á millistríðsárunum var fólgin í að gefa Metra- zol kamfórblöndu sem olli æðisgengum floga- köstum. Rök Ladisas von Meduna, Ungverja sem endurkynnti blönduna, vöru þau að geðklofi og flogaveiki væru andstæður (anta- gonistar) og með því að framkalla kröftug flog í geðklofasjúklingum væri björninn unninn. Vandamálið var bara það að flogin voru iðulega svo kraftmikil að sjúklingar áttu það til að rífa vöðva, brjóta bein eða missa tennur í leiðinni. Árið 1935 bættist síðan við fjórða heilaskaðandi meðferðarúrræðið til handa geðsjúkum, framheilanám (lobotomy). Eftir að hafa lesið skýrslur og skrif um hvernig skaði og/ eða brottnám framheila (eftir slys) hafði áhrif á persónuleika manna taldi hinn metnaðarfulli, portúgalski taugalæknir Egas Moniz að slík „meðferð“ gæti haft jákvæð áhrif á bataþróun geðsjúkra. Hugmyndin um að bora holur í höfuð manna með það að leiðarljósi að hleypa illum öndum út eiga rætur sínar að rekja allt aftur til 12. aldar, en Moniz ætlaði ekki að hleypa neinum öndum út. Moniz sem hafði af persónulegum ástæðum mikla löngun til að setja mark sitt á vísindasög- una, ákvað að freista þess að skemma fram- heila geðsjúkra með það fyrir augum að „lækna“ þá. Fyrsti sjúklingur hans var 63 ára gömul fyrrverandi portkona frá Lundúnum sem var sefasjúk og heyrði auk þess raddir. Moniz boraði tvær holur á höf- uð hennar, sprautaði konsentruðu alkóhóli á framheilavefinn sem drap vefinn með útvötnun og lokaði aftur. Konan róaðist öll eftir aðgerðina, sem tók hálftíma, og virtist mun ánægðari. Fljótlega eftir þetta var Moniz farinn að framkvæma aðgerðina á 2–3 sjúk- lingum á dag og drap æ stærra svæði heilans í hvert sinn. Eftir áttundu að- gerðina fóru Moniz og samstarfsmað- ur hans Almeida Lima að beita eins konar „ísnálum“ sem þeir notuðu við að slíta taugaþræði í sundur og skera hluta vefjarins í burtu. Moniz tókst ætlunarverk sitt og 14 árum seinna eða 1949 hlaut hann Nóbelsverðlaun- in í læknisfræði fyrir vikið. Það var svo upp úr 1950 að annars- konar bylgja „heilaskaðandi“ aðferða við lækningu geðsjúkra féll að landi. Í þetta sinn var hún nátengd hinum ört vaxandi markaði, örri tækniþróun og velferð borgara eftirstríðsáranna. Af- urð þessarar bylgju var nefnd eftir grísku orðunum neuro [taug] og leptic [„að ná tökum á“] eða „neuroleptic“. Nú var taumum efna ætlað að virka á dópamínviðtaka í heila í stað þess að beita raflostum, insúlíni eða ísnálum. Það var 1951 að franski herlæknirinn Henri Laborit uppgötvaði virkni chlorpromazine sem deyfilyfs á sjúk- linga fyrir skurðaðgerðir, svo að svæfingar var ekki þörf. Hann veitti því þó eftirtekt að efnið sendi sjúk- lingana inn í annarlegt ástand. Þeir urðu tilfinningalega fjarlægir og sýndu engan áhuga á því sem gerðist í kringum þá, eins og þeir yfirgæfu nú- vistina og færu yfir í aðra vídd. Þessi áhrif efnisins urðu þess valdandi að geðlæknisfræðin sýndi því áhuga og þess var ekki langt að bíða að fyrsta geðlyfið með chlorpromazini sem virku efni kæmi á markað. Fyrsta neuroleptic geðlyfið sem kom á markað í Bandaríkjunum var Thorazine með virka efninu chlorpromazine. Seinni fylgdi svo Haldol með virka efninu haloperidol. Neuroleptic lyfin yfirtaka D2 dópam- ínviðtaka í heila, koma í veg fyrir „eðlilega“ heilastarfsemi og valda því að hegðun og hugsun einstaklinga á lyfjunum breytist. Dáðleysi, tilfinn- ingaleysi, sinnuleysi, erfiðleikar með hreyfingar (tardive dyskinisa) og tómlætis stara auk skjálfta-einkenna Parkinson sjúkdómsins einkenna ein- staklinga á lyfjunum. Má e.t.v. segja að eins konar „framheilanámi“ hafi verið náð fram með lyfjum. Lyfjafyrirtækið sem náði einka- leyfi á að markaðssetja chlorpromaz- in (Thorazine) árið 1952, Smith, Kleine & French, lagði 350.000 USD í þróun lyfsins sem skilaði 53 millj. USD árið 1953 í hagnað og 347 millj, árið eftir þar sem sala Thorazine skil- aði 116 millj. USD af þeim 347 millj- ónum. Já neuroleptic lyfin sem árið 1955 var lýst af Time Magasine sem kraftaverkalyfjum fyrir geðsjúka, voru einnig sannkölluð gróðanáma. En voru þau annað og meira en þeirra tíma „framheilanám“? Voru geðsjúkir spurðir álits? Voru neuroleptic lyfin ekki bara þægindablæja vestræns samfélags á geðsjúkdóma (aðallega geðklofa) sem ekkert læknaði en hélt einkennum sjúkdómsins í skefjum og innan marka þess sem samfélagið og heilbrigðis- og félagskerfið réðu við? Skiluðu þessi lyf einhverju fyrir geð- sjúka, öðru en þurrum munni, enn meiri vanlíðan og áhyggjufullum að- standendum? Hvernig stóð á því að Vald – val – vísindi – von Yfirlýsing og aðgerðaáætlun 52 Evrópulanda í geðheil- brigðismálum fela í sér framtíðarsýn um aukna samvinnu milli stjórnmála- manna, notenda þjónust- unnar og fagfólks að bættu geðheilbrigði. Héðinn Unn- steinsson fjallar um þessi mál og kemst að þeirri nið- urstöðu að til að fyrirheit þessara plagga megi lifna við í verki þurfi að nást víð- tæk samstaða um geðheil- brigðismál. Dr. Walter Freeman framkvæmir framheilanám með „ísnál“. Portúgalski taugalæknirinn Egas Moniz hlaut Nóbelsverðlaun í lækn- isfræði árið 1949 fyrir framlag sitt til læknisfræðinnar. Héðinn Unnsteinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.