Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.04.2005, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman H.J. Mbl. Með tónlist eftir Sigur Rós! in a new comedy by Wes ANDERSON  DV  HJ. MBL Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins. Geoffrey Rush sem besti leikari. Kvikmyndir.is DV Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers en myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims. The Life and Death of Peter Sellers kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 Mrs. Congeniality 2 kl. 3 - 5.40 - 8 - 10.20 Life Aquatic kl. 3- 5.30 - 8 -10.30 b.i.12 Phantom of the Opera kl. 3 - 8 b.i. 10 Les Choristes (Kórinn) kl. 6 Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 b.i.14 Ray (2 Óskarsv.) kl. 10,30 b.i. 12 JOE Cocker, hinn rámi og gamalreyndi söngvari, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Laugardalshöll á vegum Concerts. Cocker er einna frægastur fyrir útgáfu sína á laginu „With a Little Help from My Friends“ eftir Lennon og McCartney, sem hann flutti eftirminnilega á Woodstock-hátíðinni árið 1969. Cocker hefur orð á sér fyrir að vera sérlega líflegur og kraft- mikill á sviði. „Hann syngur með öllum líkamanum,“ segir Einar Bárðarson hjá Concert. Tónleikarnir verða hluti af kynningarferðalagi í tilefni af nýrri plötu, Heart & Soul, þar sem söngvarinn þykir sýna gamla og góða takta. Joe Cocker er fæddur 20. maí árið 1944 í Sheffield í Englandi. Hann var skírður John Robert Cocker og byrjaði að harka sautján ára gamall með hljómsveit- inni Cavaliers. Cocker tók sér snemma nafnið Vance Arnold og sveitin breyttist því í Vance Arnold and the Avengers. Hvorki gekk né rak í allnokkur misseri, en Cocker var þrjóskur og var ekki á því að leggja árar í bát. Beint á toppinn Hann stofnaði því Grease Band og lagið „Marjorine“ vakti sæmi- lega athygli. Næsta smáskífa átti þó eftir að vekja heldur meiri eft- irtekt, en það var áðurnefnt „With A Little Help From My Friends“. Lagið kom út árið 1968 og á henni leikur m.a. einn helsti leiguspilari þessa tíma, Jimmy nokkur Page. Lagið fór beint á toppinn í Bret- landi og tónleikaútgáfan á Wood- stock ári síðar skilaði Cocker end- anlega í sögubækurnar. Samnefnd breiðskífa frá 1969, þar sem Page og Steve Winwood voru á meðal aðstoðarmanna, treysti Cocker síðan í sessi og nú hafði hann lagt Bandaríkin að fót- um sér. Seinna sama ár kom plata númer tvö, Joe Cocker!, og í kjöl- farið fór honum að ganga allt í hag- inn. Tæplega ári síðar kom út tvö- falda tónleikaplatan Mad Dogs & Englishmen sem var heimild um samnefnt hljómleikaferðalag og einnig var heimildarmynd um ferðalagið frumsýnd. Brjálsemi Nú var tekið að gæta allnokk- urrar brjálsemi hjá Cocker og fé- lögum, en ferðalagið var í skraut- legasta lagi. Cocker var um þetta leyti algjörlega úrvinda og stuttu síðar datt hann í óhóflega áfengis- og eiturlyfjaneyslu, sem stóð svo yfir bróðurhluta áttunda áratug- arins. Poppfræðingar og gagnrýn- endur sögðu sumir að þarna færi enn eitt náttúrubarnið sem vildi of mikið of fljótt, en þær spár reynd- ust kolrangar, eins og síðar átti eft- ir að koma í ljós. Cocker náði að koma plötum út reglulega þennan erfiða áratug og tónleikar voru einnig sæmilega tíðir. Frægasta lag hans frá þessum tíma er „You Are So Beautiful“ af plötunni I Can Stand a Little Rain frá 1974. Eftir Luxury You Can Af- ford árið 1978 heyrðist ekkert í Cocker fyrr en Sheffield Steel kom út árið 1982. Cocker hafði látið af gjálífi og eitur- lyfjaneyslu, en Sheffield Steel fékk afbragðs dóma og þykir í dag ein af hans bestu plötum. Ári síðar átti Cocker mikinn smell ásamt söngkonunni Jennifer Warnes með laginu „Up Where We Belong“ sem var burðarlag myndarinnar An Officer and a Gentleman sem skartar Richard Gere í aðal- hlutverki. Plöturnar komu reglulega út þennan áratug, m.a. Unchain My Heart frá 1987 en titillag þeirr- ar plötu er hvað frægast í flutningi Ray Charles, manns sem veitti Cocker mikla andagift í upphafi ferilsins. Vann með Don Was Cocker sigldi inn í tíunda áratug- inn með tónleikaplötu, Joe Cocker Live, sem út kom 1990, og hljóð- versplöturnar hafa streymt mark- visst fram allt fram á þennan dag. Árið 1994 kom t.a.m. platan Have a Little Faith, þar sem Cocker þótti sýna vel hvers hann var megnugur. Tveimur árum síðar vann Cocker svo með Don Was, upptökustjór- anum fræga sem m.a. hefur stýrt upptökum á plötum Bobs Dylans, Roys Orbisons og Rolling Stones. Útkoma var Organic, plata í óraf- magnaðri stemmningu þar sem hann m.a. endurgerði nokkur af sínum frægustu lögum. Nýjasta plata Cockers heitir sem fyrr segir Heart & Soul, en vegna hennar er umfangsmikið tónleika- ferðalag framundan sem m.a. skilar honum hingað til lands. Tónlist | Joe Cocker spilar í Laugardalshöll 1. september Syngur með öllum líkamanum Cockerinn klikkar ekki. N icole Kidman segir að hún viljigjarna að börn sín tali ensku með áströlskum hreim. Meðan Kid- man var gift Tom Cruise og fjöl- skyldan bjó í Los Angeles, ættleiddu þau tvö börn, Isabellu og Connor. Nú býr leikkonan í Sydney í heima- landi sínu. „Þau tala með bandarísk- um hreim þótt ég vildi gjarna að þau hefðu ástr- alskan hreim,“ segir Kidman. Hún segist afar ánægð með að börn hennar séu sátt við að búa í Ástralíu. „Þau eiga rosalega marga vini hérna og ég er mjög stolt af því að þau fái að kynnast þessu landi og verða hluti af því,“ segir Kidman. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.