Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 56

Morgunblaðið - 03.04.2005, Síða 56
56 SUNNUDAGUR 3. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Besta mynd ársins Besti Leikstjóri - Clint Eastwood Besta Leikkona - Hillary Swank Besti Leikari í aukahlutverki - Morgan Freeman H.J. Mbl. Með tónlist eftir Sigur Rós! in a new comedy by Wes ANDERSON  DV  HJ. MBL Bráðfyndin gamanmynd frá Wes Anderson, framleiðenda Royal Tenenbaums með Bill Murray, Owen Wilson, Cate Blanchett og Anjelicu Huston í aðalhlutverkum. Sandra Bullock mætt aftur vopnuð og glæsileg í frábæru framhaldi sem er drekkhlaðin af spennu og gríni! Hlaut 2 Golden Globe verðlaun sem besta gamanmynd ársins. Geoffrey Rush sem besti leikari. Kvikmyndir.is DV Gerið ykkur klár... ... fyrir pelann! Bráðfjörug, spennandi og sprenghlægileg gamanmynd með ofurtöffaranum Vin Diesel í aðalhlutverki! Óskarsverðlaunahafinn, Geoffrey Rush er frábær sem Peter Sellers en myndin fjallar um feril og stormasamt einkalíf eins besta gamanleikara heims. The Life and Death of Peter Sellers kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 Mrs. Congeniality 2 kl. 3 - 5.40 - 8 - 10.20 Life Aquatic kl. 3- 5.30 - 8 -10.30 b.i.12 Phantom of the Opera kl. 3 - 8 b.i. 10 Les Choristes (Kórinn) kl. 6 Million Dollar Baby (4 Óskarsv.) kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 b.i.14 Ray (2 Óskarsv.) kl. 10,30 b.i. 12 JOE Cocker, hinn rámi og gamalreyndi söngvari, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Laugardalshöll á vegum Concerts. Cocker er einna frægastur fyrir útgáfu sína á laginu „With a Little Help from My Friends“ eftir Lennon og McCartney, sem hann flutti eftirminnilega á Woodstock-hátíðinni árið 1969. Cocker hefur orð á sér fyrir að vera sérlega líflegur og kraft- mikill á sviði. „Hann syngur með öllum líkamanum,“ segir Einar Bárðarson hjá Concert. Tónleikarnir verða hluti af kynningarferðalagi í tilefni af nýrri plötu, Heart & Soul, þar sem söngvarinn þykir sýna gamla og góða takta. Joe Cocker er fæddur 20. maí árið 1944 í Sheffield í Englandi. Hann var skírður John Robert Cocker og byrjaði að harka sautján ára gamall með hljómsveit- inni Cavaliers. Cocker tók sér snemma nafnið Vance Arnold og sveitin breyttist því í Vance Arnold and the Avengers. Hvorki gekk né rak í allnokkur misseri, en Cocker var þrjóskur og var ekki á því að leggja árar í bát. Beint á toppinn Hann stofnaði því Grease Band og lagið „Marjorine“ vakti sæmi- lega athygli. Næsta smáskífa átti þó eftir að vekja heldur meiri eft- irtekt, en það var áðurnefnt „With A Little Help From My Friends“. Lagið kom út árið 1968 og á henni leikur m.a. einn helsti leiguspilari þessa tíma, Jimmy nokkur Page. Lagið fór beint á toppinn í Bret- landi og tónleikaútgáfan á Wood- stock ári síðar skilaði Cocker end- anlega í sögubækurnar. Samnefnd breiðskífa frá 1969, þar sem Page og Steve Winwood voru á meðal aðstoðarmanna, treysti Cocker síðan í sessi og nú hafði hann lagt Bandaríkin að fót- um sér. Seinna sama ár kom plata númer tvö, Joe Cocker!, og í kjöl- farið fór honum að ganga allt í hag- inn. Tæplega ári síðar kom út tvö- falda tónleikaplatan Mad Dogs & Englishmen sem var heimild um samnefnt hljómleikaferðalag og einnig var heimildarmynd um ferðalagið frumsýnd. Brjálsemi Nú var tekið að gæta allnokk- urrar brjálsemi hjá Cocker og fé- lögum, en ferðalagið var í skraut- legasta lagi. Cocker var um þetta leyti algjörlega úrvinda og stuttu síðar datt hann í óhóflega áfengis- og eiturlyfjaneyslu, sem stóð svo yfir bróðurhluta áttunda áratug- arins. Poppfræðingar og gagnrýn- endur sögðu sumir að þarna færi enn eitt náttúrubarnið sem vildi of mikið of fljótt, en þær spár reynd- ust kolrangar, eins og síðar átti eft- ir að koma í ljós. Cocker náði að koma plötum út reglulega þennan erfiða áratug og tónleikar voru einnig sæmilega tíðir. Frægasta lag hans frá þessum tíma er „You Are So Beautiful“ af plötunni I Can Stand a Little Rain frá 1974. Eftir Luxury You Can Af- ford árið 1978 heyrðist ekkert í Cocker fyrr en Sheffield Steel kom út árið 1982. Cocker hafði látið af gjálífi og eitur- lyfjaneyslu, en Sheffield Steel fékk afbragðs dóma og þykir í dag ein af hans bestu plötum. Ári síðar átti Cocker mikinn smell ásamt söngkonunni Jennifer Warnes með laginu „Up Where We Belong“ sem var burðarlag myndarinnar An Officer and a Gentleman sem skartar Richard Gere í aðal- hlutverki. Plöturnar komu reglulega út þennan áratug, m.a. Unchain My Heart frá 1987 en titillag þeirr- ar plötu er hvað frægast í flutningi Ray Charles, manns sem veitti Cocker mikla andagift í upphafi ferilsins. Vann með Don Was Cocker sigldi inn í tíunda áratug- inn með tónleikaplötu, Joe Cocker Live, sem út kom 1990, og hljóð- versplöturnar hafa streymt mark- visst fram allt fram á þennan dag. Árið 1994 kom t.a.m. platan Have a Little Faith, þar sem Cocker þótti sýna vel hvers hann var megnugur. Tveimur árum síðar vann Cocker svo með Don Was, upptökustjór- anum fræga sem m.a. hefur stýrt upptökum á plötum Bobs Dylans, Roys Orbisons og Rolling Stones. Útkoma var Organic, plata í óraf- magnaðri stemmningu þar sem hann m.a. endurgerði nokkur af sínum frægustu lögum. Nýjasta plata Cockers heitir sem fyrr segir Heart & Soul, en vegna hennar er umfangsmikið tónleika- ferðalag framundan sem m.a. skilar honum hingað til lands. Tónlist | Joe Cocker spilar í Laugardalshöll 1. september Syngur með öllum líkamanum Cockerinn klikkar ekki. N icole Kidman segir að hún viljigjarna að börn sín tali ensku með áströlskum hreim. Meðan Kid- man var gift Tom Cruise og fjöl- skyldan bjó í Los Angeles, ættleiddu þau tvö börn, Isabellu og Connor. Nú býr leikkonan í Sydney í heima- landi sínu. „Þau tala með bandarísk- um hreim þótt ég vildi gjarna að þau hefðu ástr- alskan hreim,“ segir Kidman. Hún segist afar ánægð með að börn hennar séu sátt við að búa í Ástralíu. „Þau eiga rosalega marga vini hérna og ég er mjög stolt af því að þau fái að kynnast þessu landi og verða hluti af því,“ segir Kidman. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.