Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ 13. apríl 1995: „Afrek manns- andans á öld vísinda og tækni hafa stundum orðið til þess að maðurinn hefur gleymt því að hann er sjálfur hluti af sköpunarverkinu og sett sjálfan sig í hlutverk skap- arans, fundizt Guð óþarfur. Þetta á reyndar ekki aðeins við í heimi raunvísindanna, heldur hefur maðurinn stundum reynt að móta mannlegt samfélag með vís- indalegum hætti; lengst gekk það í Sovétríkjunum, þar sem trúarbrögðum var kastað fyr- ir róða og sótt fram til full- komnunar í nafni vísindalegs sósíalisma; þar átti að búa til fullkomið velmegunarsam- félag og nýjan mann. Allir vita hvernig sú til- raun endaði. Vestræn ríki völdu aðra leið; leið lýðræðis og einstaklingsfrelsis. Engu að síður hefur borið á því í auknum mæli í samfélagi okkar að kristin trú hefur verið á undanhaldi og gildi hennar síður í hávegum höfð en áður; meðal annars vegna trúar á vísindalegar og „sam- félagslegar“ lausnir á flestum vanda. Nú er það rétt að forsenda ýmissa framfara á Vest- urlöndum var sá aðskilnaður trúarlífs og rökhugsunar, sem hefur átt sér stað að meira eða minna leyti. Ár- angur í raunvísindum náðist þá fyrst þegar menn hættu að leita guðlegra skýringa á náttúrufyrirbærum og leit- uðust við að skilja gangverk alheimsins á þess eigin for- sendum. Sama á við um sam- félagsvísindi; forsenda ým- islegra framfara hefur verið sú að greina eigin lögmál samfélagsins og leita leiða til breytinga á því, í stað þess að trúa á að guðleg forsjón ætl- aði mönnum stað í samfélags- stiganum. Samt líða vestræn sam- félög, þar sem frjálst framtak hefur stuðlað að meiri vel- megun en ella og tækifærin ættu að vera næg til að skapa betra mannlíf, fyrir glæpi, upplausn fjölskyldna og sam- félagslega lausung. Ábyrgð- artilfinning hefur verið á undanhaldi. Velferðarþjóð- félagið, sem í upphafi var að miklu leyti byggt á kristnum gildum, svo sem náungakær- leik og mannúð, hefur að sumu leyti snúizt upp í and- hverfu sína. Það hefur tekið frá mörgum einstaklingum ábyrgðina á eigin lífi. Það hefur jafnframt leyst margan manninn undan þeirri skyldu að hjálpa náunganum; sú skylda er lögð á ópersónulegt almannavald.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FARSÆLIR FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Geir H. Haarde fjármálaráð-herra hefur náð þeim áfangaí sínu starfi að sitja lengur samfellt á stól fjármálaráðherra en nokkur annar. Eysteinn Jónsson gegndi embætti fjármálaráðherra lengur en ekki samfellt. Geir H. Haarde hefur verið far- sæll fjármálaráðherra og það á einnig við um forvera hans, Friðrik Sophusson, en samanlagður tími þeirra sem ráðherra fjármála er 14 ár. Í samtali við Freystein Jóhanns- son, blaðamann Morgunblaðsins í gær sagði fjármálaráðherra m.a. um þær breytingar sem orðið hafa í fjármálaráðuneytinu frá því að hann starfaði þar sem aðstoðarmað- ur ráðherra á níunda áratugnum: „Mesta breytingin hefur orðið í allri vinnslu og meðferð mála. En verkefnin hafa líka breytzt í og með vegna þess, að vinnubrögðin eru önnur. Hér sátu menn forðum sum- arlangt, á kvöldin og um helgar, við að berja saman fjárlagafrumvarp. Síðan hömuðust menn framundir jól í þinginu við að koma öllu heim og saman. Nú er öll vinna í miklu skyn- samlegri farvegi, menn fá sín sum- arfrí og einnig hefur vinna verið færð framar á árið. Af þeim sökum afgreiðir Alþingi fjárlögin nú í byrj- un desember og hefur það stórbætt þinghaldið í jólamánuðinum.“ Sennilega er þetta í hnotskurn lýsing á fleira í okkar samfélagi en fjármálaráðuneytinu einu. Af samtalinu við fjármálaráð- herra er ljóst að hann telur fæðing- arorlofið eitt stærsta málið sem hann hafi unnið að í sinni ráðherra- tíð. Hann segir: „Ég nefni til dæmis fæðingaror- lofið, sem ég beitti mér fyrir og er tvímælalaust eitt stærsta skref í jafnréttis- og fjölskyldumálum, sem hér hefur verið stigið.“ Þetta er áreiðanlega rétt. Jafnvel þeir ungu menn sem börðust gegn fæðingarorlofinu kunna að meta það þegar þeir komast á það stig í tilverunni! Geir H. Haarde hefur reynzt traustur stjórnmálamaður eins og tök hans á fjármálaráðuneytinu sýna. Hann hefur vakið athygli fyrir framkomu sína á alþjóðavettvangi sökum víðtækrar tungumálakunn- áttu og djúprar þekkingar á al- þjóðamálum og hefur ræktað gras- rótina vel í eigin flokki og á landsvísu. S tjórnmálabaráttan á Íslandi er að breytast. Ýmis stærstu átakamál þjóðarinnar hafa verið til lykta leidd eða átök- um um þau er að ljúka. Flestir bendir til, að á nýrri öld ein- kennist samfélag okkar af um- ræðum um það, hvernig ýms- um velferðarmálum og öðrum svokölluðum mjúkum málum verði bezt fyrir komið en þjóðin búi við velmegun og hagsæld. Þessi grundvall- arbreyting mun setja mark sitt á stjórnmálabar- áttuna og breyta henni. Fyrri hluti 20. aldarinnar mótaðist af sjálf- stæðisbaráttunni. Þótt samstaða væri um mark- mið voru ekki allir sammála um leiðir. Þetta tímabil einkenndist líka af miklum átökum við uppbyggingu atvinnuveganna, sérstaklega sjáv- arútvegsins en einnig að töluverðu leyti af fram- förum í landbúnaði. Baráttan við kreppu og fá- tækt var samtvinnuð þessum átökum, sem voru hörð og óvægin. Þegar lýðveldisstofnun var í höfn tók kalda stríðið við. Átökin um aðild að Atlantshafs- bandalaginu og um varnarsamninginn við Bandaríkin klufu samfélagið í herðar niður. Þjóðin skiptist í tvær fylkingar. Enn eimir eftir af þeim átökum. Margir þeirra, sem tóku út þroska sinn í kalda stríðinu eiga erfitt með að sjá samfélagið í öðru ljósi en ljósi þeirra tíma. Það var ekki fyrr en upp úr 1990, eftir fall Berl- ínarmúrsins og við lok kalda stríðsins, sem verulegar breytingar urðu á þessum viðhorfum. Seinni hluti 20. aldarinnar einkenndist líka af framhaldi sjálfstæðisbaráttunnar, átökunum um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Markmiðin voru í megindráttum þau sömu en skiptar skoðanir um leiðir. Hinn 1. desember 1976 lauk baráttunni um auðlindir hafsins í kringum landið, þjóð- areignina. Síðasti brezki togarinn sigldi á brott af Íslandsmiðum og það var við hæfi, að það gerðist á fullveldisdaginn. Landhelgisbaráttan hafði djúptæk áhrif á þjóðfélagið. Inn í þá bar- áttu blönduðust deilurnar um grundvallaratriði utanríkisstefnunnar. Landráðabrigzl gengu á milli manna, eins og gjarnan hafði gerzt bæði á síðustu áratugum 19. aldarinnar og fram eftir allri 20. öldinni. Þetta voru mikil tilfinningamál en þessum átökum er lokið. Stóriðjan varð líka tilefni mikilla átaka og í upphafi fyrst og fremst af þjóðernislegum ástæðum. Andstæðingar stóriðju vildu ekki fá erlent fjármagn inn í landið. Þeir töldu, að sjálf- stæði þjóðarinnar væri í hættu, ef erlent stór- fjármagn kæmi inn í landið í formi álvera í eigu útlendinga. Deilurnar um stóriðjuna á þessum forsendum voru hatrammar í upphafi en þær breyttust smátt og smátt yfir í átök á milli stór- iðjusinna og náttúruverndarsinna. Baráttan gegn stóriðjunni er enn að breytast. Á Norður- landi vill fólk í þremur byggðarlögum fá stór- iðjufyrirtæki til sín og nú neita menn að láta orku af hendi ef nýtt álver verði ekki byggt í þeirra landshluta. Þetta á bæði við um Norður- land vestra og Húsvíkinga og nágranna þeirra. Þetta er nýtt fyrirbæri í umræðum um stóriðju. Síðasti einn og hálfur áratugur hefur m.a. ein- kennzt af hörðum átökum milli þeirra, sem vilja byggja stórvirkjanir og hinna, sem vilja vernda náttúruna. Ýmislegt bendir til að þessum miklu átökum fari að ljúka. Smátt og smátt er að verða til samstaða um, að lengra verði ekki gengið í framkvæmdum á hálendinu og mögu- leikar á orkuframleiðslu með jarðvarmaveitum auka líkur á að úr átökum á milli virkjanasinna og náttúruverndarsinna dragi. Átökin um fiskveiðistjórnunina og kvótann voru meðal hinna mestu á lýðveldistímanum. Á þeim vígstöðvum hefur náðst meiri friður. Grundvallaratriðið um að greiða skuli gjald af afnotum af auðlindum, sem eru þjóðareign hefur verið lögfest. Enn er ágreiningur um upphæð gjaldsins, en smátt og smátt verða þau ágrein- ingsefni leyst. Það er athyglisvert að öll þessi miklu deilu- mál 20. aldarinnar tengjast grundvallaratriðum í lífi þjóðarinnar, sjálfstæði hennar og hvernig nýta skuli auðlindir hennar. Þeim miklu deilumálum 20. aldarinnar, sem hafa rist svo djúpt í þjóðarsálina og einkennt stjórnmálabaráttuna í meira en eitt hundrað ár er ýmist lokið eða að ljúka. Í því eru fólgin mikil þáttaskil. Hvað er eftir? Það er áleitin spurn- ing hvað sé eftir og hvað taki við. Hvað muni einkenna stjórnmálabaráttu og þjóðfélags- umræður á næstu árum og áratugum. Hin stóru deilumál eru að baki að langmestu leyti. Eftir standa að vísu grundvallarmál á borð við það hverjir skuli eiga Ísland. Barátta Morgunblaðs- ins fyrir því, að setja viðskiptalífinu starfs- ramma með löggjöf, sem komi í veg fyrir að tveir til þrír hópar í viðskiptalífinu eignist Ís- land allt er nátengd sjálfstæðisbaráttunni og átökunum um auðlindirnar. Ísland á að vera í eigu þjóðarinnar en ekki örfárra kaupsýslu- manna. Viðbrögðin vegna sölu Símans og sú þjóðarhreyfing, sem er að verða til í framhaldi af grein Agnesar Bragadóttur hér í blaðinu fyrir viku eru vísbending um að þjóðin sé að vakna af værum blundi og átta sig á því, sem er að ger- ast. Þeir stjórnmálaflokkar, sem átta sig ekki á þessu eiga ekki von á góðu í þingkosningum að tveimur árum liðnum. Umræður um löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum eru aðeins lítill hluti af þessu stóra máli. Líklegt má telja, að samstaða náist um raunhæfar aðgerðir á þessu sviði, ann- aðhvort fyrir næstu þingkosningar eða í kjölfar þeirra. Flestum er að verða ljóst, að frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur skiptir litlu og tillögur fjölmiðlanefndarinnar hafa þá þýðingu eina að þær sýna, að komin er þverpólitísk samstaða um nauðsyn þess að setja löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum. Það er árangur út af fyrir sig en dugar ekki til. Átökum um þessi mál er ekki lokið en þeim mun ljúka með sigri þjóðarinnar þegar upp verður staðið. Endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem nú er hafin er eitt af þeim stóru átakamálum, sem er ólokið en tengist grundvallaratriðum í lífi ís- lenzku þjóðarinnar. Þar munu mörg efnisatriði koma við sögu en líklegt má telja, að málskots- rétturinn verði stærsti þátturinn í þeim um- ræðum. Í stuttu máli snýst ágreiningurinn um það, hvort málskotsrétturinn á að vera í höndum eins manns, sem býr á Bessastöðum eða hvort binda á í stjórnarskrá ákvæði um með hvaða hætti og hvernig mál skuli leggja undir atkvæði landsmanna allra eða íbúa einstakra byggðar- laga. Morgunblaðið hefur barizt skipulega fyrir því síðustu átta árin, að þjóðaratkvæði verði tekið upp um stærstu mál og almenn atkvæðagreiðsla í byggðarlögum um tiltekin mál. Víðtækari stuðningur er við þessi sjónarmið en nokkru sinni fyrr. Líklegt má telja, að þegar upp verði staðið náist almenn samstaða um að í stjórnarskrá verði ákveðið við hvaða skilyrði mál skuli leggja undir þjóðina en það ákvörðunarvald verði ekki í höndum eins manns, forseta Íslands. Ástæðan er einfaldlega sú, að það vísar til fortíðar að slík ákvörðun sé í höndum eins manns en til fram- tíðar að það verði ákveðið í stjórnarskrá hvernig þetta verði gert. Beint lýðræði er stórfengleg hugsjón, sem fá- mennt þjóðfélag á borð við okkar Íslendinga hefur alla burði til að taka upp. Stóriðjuvæðingunni er að ljúka. Það verða ekki mörg álver byggð til viðbótar við þau, sem fyrir eru og eru komin á framkvæmdastig. Sú staðreynd mun auðvelda okkur á næstu árum að ná þjóðarsátt um verndun náttúrunnar, sem er einn af þeim grundvallarþáttum, sem snertir líf þjóðarinnar í þessu landi. Hvað tekur við? Líklegt má telja, þegar ofangreindum áföng- um hefur verið náð, að athygli þjóðarinnar muni í vaxandi mæli beinast að öðrum þáttum þjóðmálanna. Við höfum náð því stigi að búa við áþekka velmegun og lífskjör og hinar Norðurlandaþjóðirnar. Og líklegt má telja, að áherzlur í þjóðmálabaráttunni beinist á næstu árum að því að nostra við og fínpússa vel- ferðarkerfið, skólakerfið og heilbrigðiskerfið. Það er til fátækt á Íslandi. Hún er afstæð að því leyti til að það er ekki sams konar fátækt og við þekkjum til í þróunarlöndunum en fátækt engu að síður á okkar mælikvarða. Þessa fátækt er að finna meðal aldraðra, öryrkja, einstæðra mæðra og annarra, sem minna mega sín. Þessi fátækt er blettur á okkar samfélagi. Hana þarf að uppræta. Hinir fátæku á Íslandi í dag eiga sér nánast engan málsvara. Verkalýðshreyfing- in hefur ekki tekið upp baráttu í þeirra þágu að nokkru marki, kannski vegna þess, að hún hefur náð svo miklum árangri fyrir þorra sinna fé- lagsmanna. Stjórnmálaflokkarnir hafa ekki tek- ið þessa baráttu upp, kannski vegna þess að um svo tiltölulega fámennan hóp er að ræða. Það er hins vegar ekki mikið mál fyrir þetta ríka sam- félag að þurrka út þá fátækt, sem hér hefur skotið rótum og á ekki að vera flokkspólitískt deilumál. Stjórnmálaflokkarnir eiga að ná sam- stöðu um það sín í milli. Í raun má segja, að það þurfi tiltölulega litlar lagfæringar á velferðar- kerfinu til þess að tryggja hag þeirra, sem minnst mega sín. VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Vigdís Finnbogadóttir er ástsælmeðal þjóðarinnar. Hún nýtur vinsældar og virðingar. Hún hefur sérstöðu. Þetta hefur komið skýrt í ljós síðustu daga í tilefni af 75 ára afmæli hennar sl. föstudag. Yfir henni er reisn. Vigdís hefur orðið tákn kvenna í baráttu þeirra fyrir jafnrétti. Þær líta til hennar sem fyrirmyndar. Að því leyti til og á margan annan hátt á hún sjálfa sig ekki lengur. Hún hefur orðið þjóðareign. Það er ekki auðvelt að vera fyrr- verandi forseti. En Vigdís hefur haldið vel á því hlutverki. Hún hefur unnið að mikilvægum málum. Hún hefur lagt góðum málum lið. Hún skapaði ákveðinn stíl í embætti en hún hefur einnig gert það utan emb- ættis. Á þessum tímamótum í lífi hennar hefur hún fundið hvern hug þjóðin ber til hennar. Og kannski er það bezta afmælisgjöfin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.