Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 51 AUÐLESIÐ EFNI AÐ minnsta kosti 20 manns létust í eldsvoða í hóteli í mið- borg Parísar í vikunni. Tíu þeirra sem létust í brunanum voru börn. Sumir gestanna hoppuðu út um glugga til að forða sér frá eldinum, að sögn vitna. Svona margir hafa ekki látist í eldsvoða í Frakk-landi í 35 ár. Einnig slösuðust tugir manna í brunanum. Á hótelinu gistu ferða-menn en einnig heimilis-lausir inn- flytjendur. Líklegt þykir að kviknað hafi í út frá örbylgju- ofni á fyrstu hæð. Reuters Bruna-liðs-menn hjálpa hótel-gesti. Elds-voði í París HÓPUR hefur verið stofn- aður um kaup almennings á Símanum. Agnes Bragadótt- ir skrifaði grein í Morgun- blaðið um að almenn-ingur ætti að eignast Símann. Sú grein fékk mikil við-brögð. Orri Vigfússon athafna- maður, Agnes og Ingvar Guðmundsson fram- kvæmda-stjóri leiða hópinn, og segja að nú hafi yfir þús- und manna skráð sig á lista yfir áhugasama kaup- endur. Líklega verður Síminn seldur fyrir um 60 milljarða króna, en enginn einn aðili má kaupa meira en 45% í Símanum. Almenn-ingur vill kaupa Símann Lífleg kvikmyndahátíð KVIKMYNDA-HÁTÍÐIN Ice- landic Film Festival er nú í fullum gangi víða um land. Mikil aðsókn er á hátíðina og allir kvikmynda-passar seld- ust upp. Myndirnar þykja al- mennt góðar, en á föstudag- inn var frum-sýnd kvik-myndin 9 Songs sem deilt er um hvort sé klám-mynd eða ekki. Árni Þór til Flensburg? Þýska meistara-liðið Flens- burg vill semja við hand-bolta- kappann Árna Þór Sigtryggs- son. Árni Þór er mjög spennt- ur fyrir til-boðinu, en ef honum líkar það, byrjar hann að spila með liðinu strax í sumar eða eftir eitt ár. Spenna milli Kína og Japan Mót-mæli hafa verið í mörg- um borgum í Kína gegn Jap- önum. Kín-verjar geta ekki sætt sig við nýjar sögu-bækur fyrir skóla í Japan, þar sem er strikað yfir glæpa-verk Jap- ana í síðasta stríði. Japanar vilja að kín-versk stjórn-völd stöðvi mót-mælin. Nýr leiðtogi jafnaðarmanna Helle Thorning-Schmidt er nýr leið-togi danskra jafnaðar- manna. Hún er fyrsta konan og gegnir stöðunni. Mót-herji hennar var Frank Jensen, og talið er að hún hafi sigrað hann því hún er viss um að geta orðið forsætis-ráðherra Danmerkur. Stutt HILDUR Vala Ein- arsdóttir, Idol- stjarna Íslands, verður söng-kona Stuð-manna í sum- ar í stað Ragnhild- ar Gísladóttur. Jak- ob Frímann Magnússon, hljóm-borðs-leikari og söngvari, segir Stuðmenn mjög ánægða með Hildi Völu enda sé hún einn glæsi-legasti lista-maður sem fram hafi komið lengi á Íslandi. Hildur Vala seg- ir að sér lítist mjög vel á að taka að sér hlut-verk söng-konu hjá Stuðmönnum og að hún sé mjög spennt. Hún segir að ekki sé hægt að feta í fótspor Ragnhildar, „en þetta verður afar spennandi verk- efni og mjög gam- an. Ég hlakka ofsalega til“. Hildur Vala með Stuð-mönnum Morgunblaðið/Árni Torfason Hildur Vala er glæsi- legur lista-maður. RAINIER fursti af Mónakó var borinn til grafar á föstu- daginn var. Hann lést 81 árs að aldri, eftir mikil veikindi. Hann var grafinn við hlið eig- in-konu sinnar, kvikmynda- stjörnunnar Grace Kelly. Hún dó í bíl-slysi árið 1982, og jafnaði furstinn sig víst aldr- ei á því. Rainier tók við fursta- dæminu árið 1949 og sat á valda-stóli lengst allra þjóð- höfðingja í Evrópu. Mónakó er bara um 2 fer- kílómetrar að stærð og íbú- arnir 32 þúsund. Albert son- ur Rainiers verður næsti fursti Mónakó. Hann er 47 ára gamall og ókvæntur. Reuters Tíu her-menn bera kistu Rainier III prins af Mónakó frá höllinni að kirkjunni. Rainier fursti jarð-sunginn EIÐUR Smári Guð-johnsen og félagar hans í enska fótbolta- liðinu Chelsea eru komnir í undan-úrslit Meistara-deildar Evrópu annað árið í röð. Þrátt fyrir að þeir hafi tapað 3:2 fyrir þýska liðinu Bayern München á þriðju-daginn, vann Chelsea samt ein-vígið 6:5. Eiður Smári fékk góða dóma fyrir frammi-stöðu sína í leikn- um. Breska sjónvarps-stöðin BBC gaf honum 7 í einkunn, þar sem hann hefði verið afar dug-legur. Hann hefði verið góður í vörninni og eitt sinn komið liðinu til bjargar í erfiðri stöðu. Sjónvarps-stöðin Sky gaf Eiði Smára líka 7 í einkunn. Eiður Smári dug-legur Reuters Þjóð-verjinn Michael Ballack tæklar Eið Smára. BANDARÍSKI golf-snilling- urinn Tiger Woods vann í fjórða sinn á Masters-mótinu í golfi. Mikil spenna ríkti á mótinu og Tiger vann landa sinn DiMarco í bráðabana. „Ég tileinka föður mínum þennan sigur,“ sagði Woods þegar hann var klæddur í græna jakkann sem er tákn mótsins. Tiger hafði ekki sigrað á stór-móti frá árinu 2002, og var því sigurinn sérlega sæt- ur. Hann er nú aftur kominn í efsta sæti heimslistans. Tig- er fékk um 76 milljónir króna í verð-laun, en DiMarco um 46 milljónir fyrir annað sætið. Tiger Woods aftur efstur FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forseta-frú fóru í vikunni í opin-bera heimsókn til Akur-eyrar og Eyja-fjarðar- sveitar. Heimsóknin byrjaði í Verk- mennta-skólanum þar sem forseta-hjónin sáu brot úr söng-leiknum, Rígnum. Leik- skóla-börnin á Iðavöllum sungu fyrir forseta-hjónin, skólabörn lék fyrir þau tón- list og þau heilsuðu upp á elsta íbúa bæjarins, Jó- hönnu Jónsdóttur 105 ára. Á Dvalar-heimilinu Hlíð sagði Ólafur Ragnar í ávarpi sínu að það væri glæsibrag- ur yfir Akureyri í dag og að unga fólkið þar væri upplits- djarft og fram-sækið. „Það fyllir mann bjartsýni til fram- tíðar.“ Ólafur og Dorrit á Akur-eyri Morgunblaðið/Kristján Börnin á Akur-eyri tók vel á móti forseta-hjónunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.