Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐANLóð - 101 Reykjavík Til sölu byggingarréttur fyrir fjölbýlishús. Byggingarmagn allt að 1.400 fm auk bílageymslu. Upplýsingar í síma 863 9360, Ólafur. SUÐURLANDSBRAUT 16 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 9999 • FAX 585 9998 FÉLAG FASTEIGNASALA OPIÐ HÚS KL. 15:00 TIL 17:00 ENGJASEL 70 - UNNUR TEKUR Á MÓTI ÞÉR! WWW.EIGNAVAL.ISSigurður Óskarsson, lögg. fasteignasali Rúmgóð og björt 109,2 fm 4ra herbergja íbúð í góðu fjölbýlishúsi, ásamt 30,7 fm stæði í bílskýli. Rúmgóð stofa/borðstofa, gott opið eldhús, gegnheilt eikarparket. bað- herbergi með sturtu flísalagt, þrjú svefnherbergi, möguleiki á fjórum, þvottahús í íbúðinni. Hjólag. og sér- geymsla í kjallara. V. 19,6 (4272) Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Hagamelur 45 - 107 Reykjavík Opið hús í dag milli kl. 14-16 Kelduhvammur 3 - Hafnarfirði Opið hús í dag milli kl. 14-16 Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Glæsilega 3ja herb íbúð. Tvö góð svefnherb., stór stofa og hol, allt með nýlegu hvíttuðu eikarparketi. Aukaherbergi í risi. Stutt í Mela- skóla og leikskóla, sundlaug í næsta húsi. Glæsileg eign með ótrú- legu útsýni. Verð 18,4 millj. 6888 Ásdís og Ingimar sýna á sunnudag milli kl. 14-16. Símar þeirra 694 3391 og 899 5099. 3ja herb. rúmlega 100 fm jarð- hæð. Vorum að fá í sölu á þessu vinsæla svæði í Hafnarfirði 3ja herbergja neðri sérhæð í þessu fallega húsi. Lokaður garður. Ný- leg eldhúsinnrétting, góð her- bergi og verönd. Getur verið laus fljótlega. NÁNARI UPPL. veitir Sigurður í síma 616 8880, Fold Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17:30. Sími 588 4477 Um er að ræða glæsilega ca 95 fm 3ja herbergja endaíbúð með sérinngangi á fyrstu hæð. Sér suðurgarður. Þvottahús í íbúð. Parket og flísar á öllum gólfum. Laus fljótlega. V. 20,5 Ingibjörg og Valtýr sýna. Breiðavík 8 Opið hús í dag kl. frá 14-16 ÁLFASKEIÐ - 4RA HF. Nýkomin í einkasölu mjög góð 111,1 fm fjögurra herbergja íbúð á annarri hæð í góðu fjölb., auk bílskúrs 23,7 fm, samtals 134,8 fm, vel staðsett við Álfa- skeið í Hafnarfirði. Lýsing eignar: Góður inngangur. Forstofa með góðum skáp. Hol. Stórt og gott eldhús, falleg inn- rétting og góður borðkrókur. Stór stofa og borðstofa, útgangur á góðar suðursvalir. Svefnherbergisgangur. Þar er baðher- bergi flísalagt með baðkari sem í er sturta, falleg innrétting. Tvö góð barnaher- bergi. Hjónaherbergi með góðum skápum. Gólfefni er parket og flísar. Góð sér- geymsla í kjallara. Gott sameiginlegt þvottahús í kjallara ásamt hjóla- og vagna- geymslu. Góður bílskúr með rafmagni og rennandi vatni. Eignin er laus í síðasta lagi 01.06. 2005. Verð 19,5 millj. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 BÓLSTAÐARHLÍÐ 7 - SÉRHÆÐ - RVÍK Nýkomin í einkasölu glæsileg 112 fm sérhæð á 2. hæð, auk 23 fm bílskúrs, í virðulegu fjór- býli í Hlíðunum. Stofa, borð- stofa, 3 svefnherbergi o.fl. Suð- ursvalir. Laus í sept. 2005. Svanhvít og Garðar bjóða ykkur velkomin! Í MORGUNBLAÐINU 18. mars sl. er fjallað um í forystugrein viðtal við Grím Hergeirsson hjá sveitarfé- laginu Árborg. Þar er fjallað um mikilvægi þess að setja saman sam- fellda stundaskrá fyrir yngstu börn- in til að dagskrá þeirra sé lokið á sama tíma og vinnudegi foreldra, þannig að fjölskyldan geti átt sameiginlegan frítíma. Fullyrt var að þessi markmið hefðu hvergi orðið að veru- leika og gæslan eftir skóla væri eingöngu gæsla en ekki nýtt í uppbyggilegt starf. Þetta er ekki rétt full- yrðing hvað varðar Reykjavíkurborg. Ég sem starfsmaður Íþróttabandalags Reykjavíkur ætla eingöngu að tjá mig hér um það sem snýr að íþrótt- um í Reykjavík. Það rétta er að íþróttafélögin í Reykjavík starfrækja íþróttaskóla fyrir sex ára börn sem byggist á samvinnu íþróttafélaga, grunnskóla og frístundaheimila. ÍTR sér um rekstur frístundaheimila eftir að stundaskrá grunnskólans lýkur. Íþróttafélögin í Reykjavík reka íþróttaskóla fyrir sex ára börn innan ramma frístundaheimila. Börnin fá íþróttatíma tvisvar sinn- um í viku í beinu framhaldi af stundaskrá grunnskólans þar sem því er viðkomið og tímarnir eru á flestum stöðum í íþróttasal skólans. Það er aftur á móti rétt hjá Grími að samvinna margra stofnana og breyting á skipulagi er ekki einföld í framkvæmd. Þó hafa sveitarfélög og einstaklingar leitast við að koma á nýju skipulagi, samanber Reykja- nesbær, Kópavogur og Hafn- arfjörður. Vert er að minna á framlag Reykjavíkurborgar. Reykjavíkurborg býður öllum sex ára börnum endurgjalds- laust í íþróttaskóla tvisvar sinnum í viku frá september út maí. Það eru íþróttafélögin Fram, Fylkir, Fjölnir, KR, ÍR, Valur, Vík- ingur og Þróttur/ Ármann sem sjá um íþróttaskólann. Félögin eru í sam- vinnu við skólastjóra grunnskóla og for- stöðumenn frístunda- heimila og vinna samkvæmt sameig- inlegu skipulagi frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þetta er mikið og gott samstarf sem hefur stuðlað að því að íþrótta- félögin geta starfrækt íþróttaskól- ann í beinu framhaldi af stundaskrá grunnskóla innan ramma frístunda- heimila ÍTR. Íþróttaskólinn gengur vel og í vet- ur eru um 75% sex ára barna í íþróttaskólum í Reykjavík. Það þýð- ir að þessi börn fá samtals fimm íþróttatíma á viku (þrjá samkvæmt námskrá grunnskólans plús tvo í íþróttaskóla) eða einn hvern virkan dag. Þetta brautryðjandastarf er mik- ilvæg reynsla sem hægt er að nýta fyrir fleiri aldurshópa og æskilegt væri að starfrækja einnig íþrótta- skóla fyrir sjö og átta ára börn innan tímaramma grunnskóla og frí- stundaheimila. Samstarf með þessum hætti verð- ur ekki til með tilskipunum eða í ein- stefnu. Fyrir utan aðalatriði með peningamál þurfa í upphafi að vera skýr markmið um leiðir og hlut- verkaskipan auk trausts allra sam- starfsaðila. Það þarf aðstöðu í íþróttahúsi, íþróttakennara, samnýt- ingu á ýmsu starfsfólki, skipulag frá íþróttafélagi o.fl. Grunnskólinn, íþróttahreyfingin og borgaryfirvöld eru ólíkar stofnanir í sjálfu sér en með það sameiginlegt að vilja þjón- usta börn og þess vegna hefur sam- starfið gengið. En eins og í öllu starfi með börnum skiptir aðalmáli að fólkið sem velst til starfa sé fag- menntað og hafi gaman af að vinna með börnum. Íþróttaskólinn er kjörinn byrj- unarreitur fyrir börn í íþróttum. Meginmarkmið íþróttaskólans er að kynna ýmsar íþróttagreinar í leikrænu formi með það í huga að sem flestir fái áhuga á að vera þátt- takendur. Þar er lögð áhersla á skemmtilega og jákvæða upplifun án áherslu á keppni eða frammistöðu. Það er mikilvægt fyrir börn að hafa aðgang að fjölbreyttri hreyfiþjálfun. Það er mikið talað um það þessa dagana að íslensk börn séu of feit og þau hreyfi sig ekki nóg. Lýð- heilsustöð er að fara af stað með verkefni á landsvísu þar sem sveit- arfélög eru hvött til að mynda sér stefnu og aðgerðaráætlun fyrir börn varðandi hreyfingu og næringu. Lýðheilsustöð segir að leggja skuli áherslu á fleiri stundir í hreyfingu á skólatíma. Þetta eru orð í tíma töluð og nú er ekki eingöngu mikilvægt að auglýsa lausnir heldur þurfa stjórn- völd líka að setja fjármagn í verk- efnið. Ekki má gleyma foreldrum. Þeir geta stutt við börnin sín og hvatt þau til að vera þátttakendur í íþróttum eða verið fyrirmyndir þeirra í raun. Það er hægt að fara út að ganga og hjóla, synda og leika sér. Það er eins með börn og okkur fullorðna að okk- ur þykir skemmtilegt að gera það sem við erum góð í. Við verðum að hafa það að leiðarljósi að reyna að gera hreyfingu að skemmtilegum viðburði. Áherslan í barnaíþróttum á alls ekki að vera á árangur og færni eða sigur og ættu foreldrar að var- ast að gera slíkar kröfur til barna sinna. Rannsóknir sýna fram á að börn vilja iðka íþróttir af þeirri einföldu ástæðu að það er skemmtilegt og að þeim finnst gaman að leika sér með öðrum börnum. Í ljósi þess samstarfs sem íþrótta- félögin í Reykjavík, ÍBR, Grunn- skólar Reykjavíkur og ÍTR fyrir hönd Reykjavíkurborgar hafa átt við framkvæmd íþróttaskóla fyrir sex ára börn liggur fyrir að samstarfs- grundvöllur er fyrir hendi og stærri verkefni bíða úrlausnar. Samstarf grunnskóla, frístundaheimila og íþróttafélaga í Reykjavík Svava Oddný Ásgeirsdóttir fjallar um íþróttaskóla fyrir reykvísk börn ’Rannsóknir sýnafram á að börn vilja iðka íþróttir af þeirri einföldu ástæðu að það er skemmtilegt og að þeim finnst gaman að leika sér með öðrum börnum. ‘ Svava Oddný Ásgeirsdóttir Höfundur er starfsmaður Íþrótta- bandalags Reykjavíkur og hefur umsjón með íþróttaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.