Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞEGAR Íhaldsflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn voru samein- aðir á vordögum 1929 var annað af tveimur grundvallarat- riðum í stefnu hins nýja flokks, Sjálfstæðis- flokksins, „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grund- velli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Undirritaður er þeirrar skoðunar, að fylgjendum nústarf- andi Sjálfstæðisflokks væri hollt að rifja upp þetta grundvallaratriði, og aðgæta sérstaklega hvernig það hefir reynzt í framkvæmd hin síðari árin undir stjórn þeirra manna, sem nú ráða för. Lengst af fylgdi Sjálfstæðisflokk- urinn þessum stefnumiðum af kost- gæfni. Þar kom þó fyrir einum og hálfum áratug, að sveigt var þvert af leið og alveg ný stefna tekin. Stefna, þar sem athafnafrelsi einstaklingsins er stórlega skert eða heft með öllu. Gleggstar eru þessar aðfarir í sjávarútvegsmálum. Það er stað- reynd, að undirstaða þeirra bylting- arkenndu framfara, sem urðu á Ís- landi frá stríðslokum og fram eftir öldinni sem leið, var óheft frelsi ein- staklinganna til athafna í sjávarút- vegi um gjörvalla landsbyggð. Önnur uppbygging átti svo rót sína að rekja til þeirrar framfarasóknar. Nú hinsvegar er allri sjósókn mið- stýrt. Stjórnvöld hafa tekið ráns- hendi auðlind fiskimiðanna og afhent hana fáum útvöldum að gjöf. Og hagsmuna þeirra gætt með lögreglu- valdi lénsskipulagsins. Miskunnarlausum áróðri og ósannindum er beitt til varðgæzlu þessa gjafafjár í höndum örfárra sæ- greifa. M.a. með því að fullyrða að að- ferðin ætti að bjarga fiskstofnum við landið, þótt reynslan sýni ótvírætt að því er öfugt farið. Árin 1950 til 1972 var meðalafli þorsks á Íslandsmiðum 438 þús. tonn. Um áratuga skeið hef- ir jafnstöðuafli þorsks ekki numið helmingi þess magns. Að vísu skal þess getið, að kunnugir menn telja að brottkast afla nemi uppundir því sama og berst að landi. Þarna hafa menn þá fyrir augum fram- kvæmd víðsýnnar um- bótastefnu hins nýja Sjálfstæðisflokks „á grundvelli einstaklings- frelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum“. Kjörorðið „Stétt með stétt“ er orðið að halakleppi í rófu hins nýja íhaldsflokks, þar sem frelsi einstaklingsins til orða og at- hafna er fyrir borð borið. Í stað lýðræðis hefir ofbeldiskennt flokksræði fest rætur, sem nálgast einræði. Þingræðið er fótum troðið og þinglið ráðstjórnarmanna barið til bókar með þeim hætti, að hvorki þor- ir að æmta né skræmta – utan einn einasti maður. Dómsvaldinu er ætlað að standa vörð um hagsmuni aðalsins og lög sett ef æðstaráði mislíka dóm- ar. Á síðasta ári hófu ráðstjórnar- menn sókn á hendur fjórða valdinu, fjölmiðlum, en urðu frá að hverfa um sinn. Í Alþingistíðindum 1940 má lesa eftirfarandi eftir Vilmund Jónsson, landlækni, þar sem hann ræðir um afskiptasemi framsóknarmennsk- unnar, og telur, að þeir séu ófáir, „sem hafa orðið varir við og fengið á að kenna hinu hálf- og alnazistíska ófrelsi, íhlutunarsemi, slettireku- skap, snuðri og jafnvel hótunum, sem virðast vera að leggjast eins og pe- starfarg yfir allt andlegt líf í þessu landi“. Vilmundur Jónsson var stuðnings- maður framsóknar-kratastjórnar við myndun hennar 1934. En hann var einarður maður, sem aldrei fór í launkofa með skoðanir sínar. Sagan endurtekur sig. Þeim fer fjölgandi, sem sjá og skilja, að orð Vilmundar eiga mætavel við þá ógn- arstjórn, sem nú situr við völd á Ís- landi, og er þar sízt ofmælt. Pestarfarg Sverrir Hermannsson fjallar um stjórnmál ’Á síðasta ári hófu ráð-stjórnarmenn sókn á hendur fjórða valdinu, fjölmiðlum, en urðu frá að hverfa um sinn.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 Skólavörðustíg 13 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net Reynir Björnsson lögg. fasteignasali Karlagata 15 Húsavík – þar sem gott orðspor skiptir máli Mjög glæsileg og mikið endurnýjuð 2ja herbergja 52 fm hæð á 1. hæð (aðalhæð) í þrí- býlishúsi. Komið er inn í hol. Björt stofa með parketi á gólfi og fallegum hornglugga. Hjónaherbergi með parketi á gólfi og nýlegum skáp. Endurnýjað baðherbergi með fal- legum náttúruflísum á gólfi, flísum á veggjum, baðkari, hita í gólfi og glugga. Glæsi- legt eldhús með parketi á gólfi, nýlegri maghóní innréttingu, flísalagðri borðplötu og borðkrók með flísalögðu borði sem fylgir. Í sameign er sameiginlegt þvottahús og sér geymsla. Íbúðin getur verið laus strax. Verð 13,9 millj. Reynir býður gesti velkomna í dag frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum. Geitland 6 Frábærlega staðsett, björt og rúmgóð 3ja herbergja 96,4 fm íbúð á 1. hæð í góðu fjöl- býlishúsi við Fossvoginn í Reykjavík. Íbúðin er mjög vel skipulögð með tveimur stór- um svefnherbergjum, stóru eldhúsi og rúmgóðri stofu með útgangi á suðursvalir. Baðherbergi er endurnýjað að hluta með flísum í hólf og gólf, baðkari og glugga. Á gólfum er parket og dúkur. Á hæðinni er sameiginegt þvottahús og sérgeymsla. Eign- inni fylgir sérgarður fyrir framan íbúðina. Mjög stutt er í frábært útivistarsvæði í Foss- vogsdal, skóla, leikskóla, verslanir o.fl. Íbúðin er laus 1. júní eða fyrr. Verð 19,9 millj. Anna Linda býður gesti velkomna í dag frá kl. 14-16. Teikningar á staðnum. Opið hús í dag frá kl. 14-16 Opið hús í dag frá kl. 14-16 Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 OPIÐ Í DAG MILLI KL. 12 OG 14 ÁLFASKEIÐ - HAFNARFIRÐI - 4RA-5 HERB. 125 fm björt og rúmgóð 4ra-5 her- bergja endaíbúð á 2. hæð í góðri blokk, ásamt 24 fm bílskúr. Hol með skáp, eldhús með borðkrók og ný- legri innréttingu, þar innaf þvottahús og búr, stór stofa með útgengi á suðvestursvalir, þrjú góð svefnher- bergi og baðherbergi. Hægt að bæta við fjórða herberginu úr stofu. Parket og flísar á gólfum. V. 20,4 m. 4182 SUÐURHÓLAR - ALLT SÉR Rúmgóð og vel skipulögð 3ja her- bergja endaíbúð á 1. hæð í litlu fjöl- býli með sérsuðurgarði. Sérinn- gangur, forstofa, hol, stofa með út- gengi í afgirtan 50 fm suðurgarð, eldhús með ágætum innréttingum og borðkrók. Gangur frá holi, en þar er hjónaherbergi með skápum og gott baðherbergi með tengt fyrir þvottavél og þurrkara. Gott barnaherbergi frá holi. Sérgeymsla við inngang í íbúðina og almenn sameign á jarðhæð. Mjög þægileg íbúð í litlu fjölbýli, þar sem allt er nánast sér, lítil sameign. Húsið er í góðu ástandi og búið er að klæða gafla. Möguleiki á sólskála. V. 17,4 m. 4500 RAUÐARÁRSTÍGUR - LAUS Góð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í litlu fjölbýli. Íbúðin er á götuhæð Skarphéðinsgötu-megin. Nýtt park- et á gólfum. Þvottahús í sameign við hlið íbúðar. Gott gler og gluggar. Hús í góðu ástandi. Laus strax. V. 10,4 m. 4129 HOFTEIGUR - 3JA HERB. ÍBÚÐ Rúmgóð 81 fm 3ja herbergja íbúð í kjallara í góðu tvíbýlishúsi. Fremri forstofa, hol, eldhús með nýlegri innréttingu, stofa með gluggum á þrjá vegu, baðherbergi, tvö góð svefnherbergi. Á gólfum er parket, flísar, korkflísar og dúkur. Íbúðin er töluvert endurbætt, m.a. ný útihurð, gler og gluggar að hluta, raflagnir og fleira. Húsið er næst innsta hús við Hofteig og er „uppí lóð“ Hof- teigsmegin og einnig frá Reykjavegi. V. 15,9 m. 4453 STARFSMÖNNUM Morgunblaðs- ins hefur löngum verið annt um ís- lenskt mál. Blaðið er að jafnaði vel skrifað og prófarkavinna til fyr- irmyndar. Stundum ber á fornri stafsetningu eins og notkun set- unnar sem aflögð var með lögum frá Alþingi fyrir meira en 30 ár- um. Ritháttur af því tagi er skemmtileg sérviska og veldur engum usla í skólakerfi landsins. Með tölvutækninni hefur opnast ný boðskiptaleið sem kennd hefur verið við netið og Morgunblaðið hefur fært sér í nyt með ágætum árangri. Um leið hefur blaðið tekið upp stefnu sem virðist ganga gegn íslenskri stafsetningu og skrifar netið ætíð með stóru N-i. Í enskri tungu er notkun stórs stafs mun algengari en í íslensku og hugs- anlega er Morgunblaðið að taka upp þá hefð. Netið er þó ekki ætíð skrifað með stórum staf á því mál- svæði. Ef Morgunblaðið álítur notkun stóra stafsins viðeigandi yfir netið er ekki úr vegi að benda blaðinu á að skrifa jafnframt sjón- varp, útvarp, dagblöð, tímarit með stórum staf – en miðlar af þessu tagi komu til sögunnar á undan netinu. Ef blaðinu finnst það ekki við hæfi ætti blaðið að endurskoða notkun stóra stafsins yfir netið stóra og stórkostlega. HELGI GUNNLAUGSSON prófessor, Otrateigur 42, Reykjavík. Netið eða netið Frá Helga Gunnlaugssyni: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.