Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK. ALLAR líkur eru á að höfðað verði dómsmál vegna launamála smiðs frá Portúgal, sem kom til starfa á síðasta ári við Kára- hnjúkavirkjun í gegnum portú- gölsku starfsmannaleiguna Select og var hér í þrjá mánuði. Lögmaður smiðsins og Samiðn- ar í þessu máli er Bergþóra Ing- ólfsdóttir hdl. Um prófmál yrði að ræða, þar sem mál þessa starfs- manns mun ekki vera einsdæmi. Bergþóra segir að eftir þriggja mánaða vinnu vanti tæpa milljón upp á að smiðurinn hafi fengið greidd laun samkvæmt lágmarks- kjörum. Impregilo hafi varpað frá sér ábyrgð í málinu og bent á að smiðurinn hafi veitt hér „þjón- ustu“ fyrir fyrirtækið Select í Portúgal. Bergþóra segist geta tekið und- ir með Marteini Mássyni, lög- manni GT-verktaka, í ummælum hans í Morgunblaðinu á föstudag að lagalega skilgreiningu vanti á hugtakinu þjónusta. Hins vegar segist hún ekki tilbúin að fallast á þann skilning sem lögmaður GT- verktaka leggur í það hugtak. Í skjóli þessa hugtaks um þjónustu hafi erlendu vinnuafli verið „mok- að inn í landið“ og þannig skapast möguleiki á nútímaþrælasölu milli landa. Mál smiðsins frá Portúgal sé gott dæmi um það. Stuðlað að framleigu á vinnuafli Bergþóra segir að reglur þær sem leiddar hafi verið í íslensk lög, og stafi frá Evrópusamband- inu, séu alls ekki settar í þeim til- gangi heldur þvert á móti eigi þær að tryggja erlendu vinnuafli lágmarkskjör á vinnumarkaðnum, til samræmis við alla aðra sem þar starfa. Með því að skýla sér á bak við þjónustuhugtakið sé verið að stuðla að framleigu á vinnuafli. Um það gildi engar lagareglur hér á landi. „Á meðan ekki eru skýrari reglur í íslenskum lögum um starfsmannaleigur og ábyrgð þeirra sem hafa þessa starfsmenn í vinnu, þá gilda almennar reglur vinnuréttarins, um skyldur at- vinnurekenda gagnvart erlendu vinnuafli. Frá þeim verður ekki vikið með vísan til markmiðs- ákvæða EES-samningsins,“ segir Bergþóra. Mál smiðs frá Portúgal er á leið fyrir dómstóla Milljón krónum undir lágmarks- kjörum eftir þriggja mánaða vinnu Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is RÍKISVALDIÐ á ekki og getur ekki gripið til aðgerða sem miða að því að færa þungaflutninga út á sjó, að mati nefndar sem sam- gönguráðuneytið skipaði í nóv- ember 2004 til að móta framtíð- arstefnu stjórnvalda varðandi strandflutninga. Nefndin hefur nú skilað áliti. Meðal niðurstaðna hennar er að það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja að gjald- taka og álögur á mismunandi flutningsmáta verði sem réttust og í samræmi við samfélagslegan kostnað sem þeir valda, í þeim tilgangi að skapa heilbrigt og sanngjarnt samkeppnisumhverfi. Nokkuð er fjallað um hvaða áhrif auknir landflutningar hafa, m.a. á vegakerfið, umhverfið og slysahættu. Þungir bílar slíta vegunum mun meira en léttir bílar. Fjárfestingar Vegagerðar- innar í viðhaldi vega með bundnu slitlagi eru um 1,4 milljarðar á ári. Áætlað var að viðhaldskostn- aðurinn myndi aukast um 100 milljónir á ári við það að strand- siglingar Eimskips lögðust af. Gjöld sem lögð eru á flutninga- bíla eru hærri en beinn kostn- aður samfélagsins þeirra vegna. Gjöldin dreifast hins vegar ekki í samræmi við slit á vegum, þann- ig að allra stærstu ökutækin greiða ekki sinn hluta af slitinu. Þá kemur fram í nefndarálitinu að Vegagerðin hefur ekki gefið út áætlun til langs tíma um við- haldskostnað vega, því óvissu- þættir eru taldir vera of margir. Hvað varðar útblástur gróð- urhúsalofttegunda benda út- reikningar nefndarinnar til þess að veruleg óvissa sé um hvort ávinningur næðist með auknum strandflutningum. Líklega yrði hann óverulegur og vænlegra að auka sparneytni og minnka út- streymi flutningabílanna. Aukin umferð flutningabíla á helstu akstursleiðum hefur ekki valdið fjölgun slysa eða óhappa. Það er m.a. þakkað styrkri ör- yggisstjórnun hjá stærstu flutn- ingaaðilunum, sem m.a. stöðva akstur bílanna þegar hætta er talin stafa af veðri og aksturs- aðstæðum. Gjaldtaka hafna meiri en kostnaðurinn Þá er vikið að skýrslu Hag- fræðistofnunar HÍ um saman- burð á beinni gjaldtöku og sam- félagslegum kostnaði við flutninga á Íslandi. Þar kemur fram að gjaldtaka hafna af strandflutningum hafi verið meiri en sá kostnaður sem hafn- irnar höfðu af þeim. Nefndin tel- ur að gjöld sem krafist er af fiskiskipum og vegna uppskipun- ar afla séu ekki í samræmi við þann kostnað sem af þeirri starf- semi hlýst. Hins vegar hafi vöru- flutningar greitt meira en sem nam kostnaði. Þá segir í áliti nefndarinnar að gjöld á vegasamgöngur, bæði al- menn skattlagning og gjöld til vegaframkvæmda og viðhalds vega, séu samtals tvöfalt meiri en sem nemur beinum kostnaði ríkisins af vegakerfinu. Nefnd um framtíðarstefnu í strandflutningum Ríkið á ekki að hvetja til strandflutninga Eftir Guðna Einarsson  Há gjöld/8 Morgunblaðið/Eggert Eimskip hætti strandsiglingum. UNNUR Birna Vilhjálmsdóttir, tvítug Reykjavíkurmær, var kosin ungfrú Reykjavík árið 2005 í Broadway á föstu- dagskvöld. Unnur Birna varð einnig hlut- skörpust í símakosningu þar sem áhorf- endur heima gátu hringt inn og komið sínu atkvæði á framfæri. Í öðru sæti varð Ólöf Jónsdóttir og Ing- unn Sigurpálsdóttir í því þriðja. Ingunn var jafnframt kosin ljósmyndafyrirsæta keppninnar. Alls tóku 17 stúlkur þátt. Unnur Birna segir allar stúlkurnar hafa átt möguleika á því að vinna keppnina. „Maður bjó sig alveg undir að þetta gæti gerst,“ segir Unnur Birna. Hún segir allan undirbúning fyrir keppnina hafa verið til sóma og hópinn frábæran. „Þetta var virkilega góður hópur og æðislegar stelp- ur.“ Unnur Birna á ekki langt að sækja feg- urðina, en móðir hennar er Unnur Steins- son sem varð ungfrú Reykjavík árið 1983. Kvaðst hún að sjálfsögðu vera afar stolt af dóttur sinni. Unnur Birna fær ekki langan tíma til þess að slaka á enda tekur nú við und- irbúningur fyrir Ungfrú Ísland-keppnina sem haldin verður í næsta mánuði. Unnur Birna kosin ungfrú Reykjavík Ljósmynd/Jón Svavarsson Stolt af dótturinni PLÖTUFYRIRTÆKIÐ Smekkleysa er orðin helsta útgáfa á íslenskri nútímatónlist þó fyrirtækið hafi upphaflega verið stofnað til að gefa út hugverk eigenda sinna, sem margt flokkaðist sem pönk. Ásmundur Jónsson, framkvæmdastjóri Smekkleysu, segir að þó margt af því sem fyrirtækið gefi út standi ekki undir sér í byrjun hafi forsvarsmenn þess trú á því að það muni skila sér á endanum. Hann bendir á sem dæmi að þó allir vilji eiga Sigur Rós í dag hafi Smekkleysa gefið út tvær plötur með hljómsveitinni sem skiluðu litlu í kass- ann þar til kom út plata, Ágætis byrjun, sem borgaði sig margfalt. Í viðtali við Árna Matthíasson í Tímariti Morgunblaðsins segir Ásmundur frá starfi sínu að íslenskri tónlist í áratugi og ræðir meðal annars um þá kröfu sem hann geri til tónlistar að hún sé spegill samtímans, ekki bara skemmtun heldur líka sé eitthvað að finna í henni þegar leitað er, „annars fer hún fljótlega upp í hillu og gleymist svo“. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Tónlist sé speg- ill samtímans Laxamýri. Morgunblaðið | Fyrirmálslömb eru farin að koma í heiminn og á bænum Þverá í Reykjahverfi fæddust nýlega tveir mynd- arlegir hrútar án þess að sérstaklega væri búist við þeim. Hrútar þessir hafa verið nefndir Kóngur og Gosi og verða áreiðanlega stórir í haust. Elma Rún Þráinsdóttir, 10 ára frá Húsavík, er svo heppin að eiga afa og ömmu á Þverá og getur þess vegna komið oft til þess að halda á hrútunum, klappa þeim og spjalla við þá. Þetta kunna Kóngur og Gosi ágætlega að meta og ekki er að sjá annað en að vel fari á með þessum ungu félögum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Kóngur og Gosi ÍSBREIÐUR og birtubrigði norð- urheimskautsins taka á sig óvænta mynd í væntanlegri haust- og vetr- arlínu evrópska kristalsfyrirtæk- isins Swarovski. Á morgun koma til Reykjavíkur um sextíu blaðamenn víðs vegar að úr Evrópu, sem boðið hefur verið til kynningar á tískulín- unni „In the mood for ice“ (Í ís- skapi) en Ísland er valið til kynning- arinnar vegna hugmyndatengsla við hönnunina. Kynntir verða stórbrotnir skart- gripir og skúlptúrar úr kristal, perl- um og postulíni undir nöfnum á borð við Grýlu- kerti, Ísjaki, Ís- land, Inúíti og Snjóhús – með þeim hætti að skartgripirnir virðast beinlínis sprottnir upp úr túndrum Græn- lands og auðn- um Íslands. Swarovski er yfir hundrað ára gam- alt fyrirtæki, með rætur í Aust- urríki, og eru starfsmenn nú um sextán þúsund. /Tímarit Grýlukerti um hálsinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.