Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 41 UMRÆÐAN Stórglæsilegt glænýtt sumar- /heilsárshús á einstökum útsýnisstað í suðurhlíðum Skarðsheiðar Hrísabrekka 22 í landi Eyrar (Svínadal) ca 60 km frá Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Ingólfur sölum. gsm 896 5222. Söluaðili: ● Verð aðeins 11,9 millj. ● Ýmsir lánamöguleikar í boði, leitið uppl. hjá Ingólfi sölum. Valhallar 896 5222. Sími 5 88 44 77 Ingólfur G. Gissurarson Löggildur fasteignasali Um er að ræða nýtt glæsilegt fullbúið 62 fm heilsárshús á einni hæð, fullbúið, til afhendingar strax með öllum nútímaþægindum, í fögru, stórbrotnu og rólegu umhverfi í u.þ.b. 40 mín. akstursfjarlægð frá Rvík. Glæsilegt útsýni yfir Svínadal og sveitina sunnan Skarðsheiðar. Húsið, sem er byggt á staðnum, er klætt utan með vönduðum bjálkapanil, litað bárustál á þaki, er með mahóní-gluggum + hurðum og með fullkomnu einangrunargleri. Allur frágangur að innan fyrsta flokks. Tvö rúmgóð svefnherbergi, forstofa með stórum skápum. Baðherbergi með gufusturtuklefa sem er með nuddstútum, útvarpi og mögul. á cd. Glæsilegt eldhús með stórum ísskáp/frysti, veggofni, keramikhelluborði, innfelldri uppþvottavél, gufugleypi o.fl. Borðstofa og stofa. Parket á gólfum, náttúrusteinn á forstofu og baði. Einangruð og upphituð geymsla við hlið hússins (áföst). Upphitun hússins er að hluta með rafmagnsofnum (í herb.) en aðallega með fullkominni lofthitun sem er mjög sparneytin á rafmagn. Möguleiki að fá kamínu ef áhugi er fyrir því. Möguleiki að hafa þvottavél og þurrkara í geymslunni. Sjónvarpsloftnet og tengingar frágengið. Þetta hús er til afhendingar strax, tvö önnur sams konar ný hús eru í boði á öðrum lóðum í nágr. eða í rauninni hvar sem er, fyrir hvern sem er. Á því byggingarstigi sem fólk vill. Gott verð fyrir mikil gæði og vandaða vinnu hjá öruggum aðila, sem er Fjölur ehf. Sjá nánar á fjolur.is þar er kort og leiðarlýsing að svæðinu/ húsinu. Allar nánari upplýsingar veitir Sigbjörn í Gsm 897 7151. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali FURUGERÐI - GLÆSILEG 4ra herb. stórglæsileg íbúð í litlu fjölbýli. Íbúðin skiptist í hol, baðherbergi, 3 svefn- herbergi, stofu og eldhús. Íbúðin var öll standsett fyrir örfáum árum á mjög mynd- arlegan hátt. Veggir voru færðir til, eldhús stækkað, skápar endurnýjaðir, gólfefni o.fl. V. 22,9 m. 4619 FLÉTTURIMI - RÚMGÓÐ Vorum að fá í sölu mjög fallega 93 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýlishúsi við Flétturima í Grafarvogi. Íbúðin skiptist m.a. í rúmgóða stofu og tvö herbergi. Þvottahús í íbúð. Rúmgóðar svalir. V. 17,8 m. 4927 BERGÞÓRUGATA - RÚM- GÓÐ Vorum að fá í sölu mjög fallega 81 fm 3ja herb. íbúð á 2. hæð í 4-býlishúsi við Bergþórugötu. Parket á gólfum. Húsið hef- ur nýlega verið standsett. Mjög snyrtileg sameign. Baklóð. 4928 SKARPHÉÐINSGATA Vel stað- sett 37 fm ósamþykkt kjallaraíbúð í Norður- mýrinni með sérinngangi. Íbúðin skiptist í hol, eldhúskrók, stofu og baðherbergi með sturtuaðstöðu. V. 7,8 m. 4915 BERGSTAÐASTRÆTI - LAUST STRAX Vel staðsett 65 fm einbýli við Bergstaðastræti í Reykjavík. Húsið skiptist í tvær íbúðir og er hvor um sig með sérinngangi. Lóðin er 118 fm eign- arlóð. Húsið hefur tölvert verið endurnýjað á síðustu árum, m.a. járn, lagnir og skólp að hluta. V. 15,9 m. 4901 HÁTEIGSVEGUR Vel staðsett 71,8 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í húsi sem stendur á stórri hornlóð auk aukaher- bergis í kjallara. Eignin skiptist í hol, eldhús, herbergi, stofu, borðstofu og baðherbergi. Íbúðin sjálf er að mestu leyti í upprunalegu ástandi. Parket er undir teppum í íbúð. V. 13,9 m. 4917 EFSTALAND Falleg 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í Fossvoginum sem skiptist í hol, baðherbergi, eldhús, svefnherbergi og stofu. Sérgeymsla. V. 11,9 m. 4906 HOLTSGATA Góð 90,3 fm 4ra her- bergja íbúð á 2. hæð við Holtsgötu í Reykjavík. Eignin skiptist í gang, stofu, borðstofu, tvö herbergi, eldhús og baðher- bergi. Sérgeymsla í kjallara og sameiginlegt þvottahús. Bílastæði á baklóð. V. 17,9 m. 4914 BYGGÐARENDI - MEÐ AUKAÍBÚÐ Glæsilegt 363 fm einbýli með tveimur samþykktum íbúðum og innbyggðum bílskúr. Húsið hefur verið mjög mikið endurnýjað. Á efri hæðinni er forstofa, hol, stórar samliggjandi stof- ur, sólstofa, arinstofa, eldhús, baðherb. og hjónaherb. Á neðri hæðinni er hol, herbergi, geymsla og sjónvarpsherbergi, auk 105 fm 3ja herbergja íbúðar, sem skiptist í forstofu, innra hol, eldhús, tvö herbergi, baðherbergi og stofu. 4833 REYRENGI - GLÆSILEGT Vorum að fá í sölu glæsilegt 195 fm nýlegt parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og 4-5 herbergi. Mikil lofthæð er á efri hæð hússins. Vandaðar innréttingar. Húsið stendur innst í botnlanga á rólegum stað. Stór timburverönd með skjólvegg. Glæsilegt útsýni er úr húsinu. V. 41,8 m. 4926 DIGRANESVEGUR - MJÖG FALLEGT Vorum að fá í sölu mjög fallegt 226 fm parhús á tveimur hæðum. Húsið er byggt árið 1955 en hefur verið mikið standsett. Húsið skiptist m.a. í tvær stofur og fimm herbergi. Möguleiki er á aukaíbúð í kjallara. Rúmgóður bílskúr á tveimur hæðum. Á neðri hæð bíl- skúrs er herbergi og geymsla. Glæsilegt útsýni. Fallegur garður til suðurs. Göngufæri í þjónustu. Sjá myndir á heimasíðu Eignamiðlunar. Nánari upplýsingar veitir Magnea fast- eignasali í síma 861 8511. V. 35,8 m. 4699 STUNDUM er talað um Ak- ureyri sem hið bjarta norður. Slagorð bæjarins er Öll lífsins gæði. Bæjarfélagið hefur blásið til sóknar í því skyni að fjölga bæjarbúum. Rætt er um þörf þess að fá menntað og gott fólk til starfa. For- ráðamenn Akureyrar leita logandi ljósi að nýjum atvinnutæki- færum til að svo megi verða. Á Akureyri er gefið út blað sem kallast Vikudagur og kemur út einu sinni í viku. Þetta er eini ritmiðill hins bjarta norðurs sem gefur reglulega út fréttatengt efni. Á forsíðu Vikudags fimmtu- daginn 14. apríl síðastliðinn gaf að líta „forsíðufrétt“ undir fyrirsögn- inni: „Íbúðarheildsalar frá Reykja- vík teygja arma sína til Akureyr- ar“. Áður en undirritaður las lengra spurði hann í huga sér: Hvað með það? Er ekki landið allt eitt atvinnusvæði? Hver er frétt- in? En áfram var lesið og skautað yfir setningar þar sem lókal bygg- ingamaður viðurkennir að „við- ræður væru í gangi við slíkan að- ila“. Og hvað með það? Enn spurði ég sjálfan mig þeirrar spurningar en fann alvöru málsins í loka- orðum fréttarinnar: „Það er slæmt til þess að vita að gróðabraskarar úr Reykjavík ætli að fara að sprengja upp íbúðaverð hér í okk- ar fallega bæ og gera þá t.d. ungu fólki erfitt með að eignast eigin íbúð, nóg er samt. Það eru tilmæli Vikudags til væntanlegra íbúðar- kaupenda að þeir eigi ekki viðskipti við gróðabraskara að sunnan sem vænt- anlega hækka íbúða- verðið um milljónir króna.“ Hvað getur maður sagt að loknum slík- um lestri? Ekki er hægt að kenna um viðvaningshætti af- leysingamanns því fréttamaðurinn sem skrifar undir fréttina með stöfunum HH er jafnframt ritstjóri blaðsins! Hvað kann hann fyrir sér í fjölmiðlun? Hver er sýn hans á samfélagið? Hver er ábyrgð hans gagnvart les- endum? Fyrir hverja er hið bjarta norður? Hverjir mega njóta allra lífsins gæða? Ritstjórinn alhæfir um „gróða- braskara úr Reykjavík“ eins og að allt fólk þaðan hljóti að vera boð- berar hins illa. Að sunnanmenn séu óvelkomnir í „okkar fallega bæ“. Svo eru það tilmælin sem koma fram í fréttinni. Að Viku- dagur skori á lesendur að hunsa viðskipti við sunnanmenn. Hefur blaðið leyfi til þess í frétt? Þurfa lesendur blaðsins að sætta sig við að fréttirnar séu fyrst og fremst málpípa mannsins sem ritar þær? Öllum er frjálst að hafa skoð- anir og hefur sá sem hér ritar hvatt til skarplegra skoðanaskipta og opinnar umræðu á sem flestum sviðum. Skoðun Hjörleifs kemur hér sannarlega fram en vettvang- urinn er varla boðlegur. Að dulbúa ótta og vanmáttarkennd ritstjór- ans gagnvart íbúum höfuðborg- arsvæðisins í fréttaskötuselslíki er dálítið skuggalegt. Ólíklegra er einnig að þeir sem búa utan Ak- ureyrar hafi áhuga á að koma inn í samfélag þar sem staðarfjölmið- illinn nánast staðhæfir í forsíðu- frétt (án þess að hafa það eftir nokkrum öðrum en sjálfum sér) að allt sé illt sem komi að sunnan. Ritstjórinn má skrifa greinar og leiðara um eigin þröngsýni en hlíf- um fréttunum við slíku. Ég sem íbúi á Akureyri skammast mín fyrir að eini fréttaprentmiðill Ak- ureyrar skuli ekki standa sig fag- legar en raun ber vitni. Hið bjarta norður – fyrir hvern? Björn Þorláksson fjallar um fréttaflutning Vikudags á Akureyri ’Að dulbúa ótta og van-máttarkennd ritstjórans gagnvart íbúum höfuð- borgarsvæðisins í fréttaskötuselslíki er dálítið skuggalegt.‘ Björn Þorláksson Höfundur er rithöfundur og fréttamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.