Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég sat á gólfinu í herberginu mínu og velti fyrir mér hvernig ég ætti að byrja þessa grein var bankað laust á hurðina þótt dyrnar væru opnar. „Tea time,“ sagði Saleh hressilega og færði mér bolla af svörtu tei sem er vinsælli drykkur en vatn eða nokkuð annað í Íran. Enn eina ferðina fannst mér eins og ég væri drottn- ing með óhugnanlega margt þjón- ustufólk. Slík er gestrisnin. Árið 1384 er nýgengið í garð. Vor- jafndægur marka áramótin. Lang- flestir Íranir fagna tímamótunum með fjölskyldu sinni. Allar flugvélar, lestar og rútur eru yfirfullar dagana fyrir og eftir áramótin en hátíðar- höldin jafnast á við jólahald okkar Íslendinga. Saleh býr sjálfur í Evrópu en dvelur í Íran yfir áramótin ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Íslamska byltingin árið 1979 hafði mikil áhrif á lífshlaup hans eins og annarra og varð til þess að hann fór til Evrópu í nám. Saleh talar um ár- in eftir byltinguna, þegar hann sjálf- ur var á menntaskólaaldri, sem svarta tíma. „Fyrir byltinguna var ástandið að mörgu leyti mjög slæmt. Enginn mátti gagnrýna stjórnvöld en þau horfðu mikið til Ameríku. Það fór fyrir brjóstið á mörgu fólki,“ segir Saleh og vísar þar til blómstr- andi kapítalisma og mikillar Amer- íkudýrkunar sem einkenndi Íran á áttunda áratugnum. Vegna þess tók fjöldi fólks þátt í byltingunni, allt frá hörðum kommúnistum yfir í íhalds- sama bókstafstrúarmenn. Karlar og konur á öllum aldri. En fæstir gerðu sér grein fyrir því sem á eftir kom. „Öllum háskólum var lokað í nokkur ár meðan menningarbyltingin stóð yfir. Valdhafarnir voru klókir. Þeir vissu að innan háskólanna væri upp- lýst fólk sem væri líklegt til að vinna gegn byltingunni,“ segir Saleh og bætir við að fyrst eftir byltinguna hafi pólitískt starf verið leyfilegt og að ýmsar grasrótarhreyfingar hafi blómstrað. „Margir halda að írönsk stjórnvöld séu bara snarrugluð en þetta eru svo sannarlega snjallir menn. Með því að leyfa pólitískar skoðanir til að byrja með komust þeir að því hverjir voru á móti bylt- ingunni. Svo bjuggu þeir til lista með nöfnum fólks sem einn daginn var lesinn upp í sjónvarpinu.“ Útlendingur alls staðar Saleh fór til Evrópu og lærði tannlækningar og hefur búið þar í tuttugu ár. „Það er ágætt að vera í Evrópu en það er samt erfitt að hafa búið í einu landi í tuttugu ár en vera alltaf álitinn útlendingur. Þegar fólk hittir mig er það jafnvel steinhissa á því að ég skuli vera menntaður. Síð- an kem ég til Írans og þá er ég líka hálfgerður útlendingur í augum Ír- ana enda er ég í rauninni mun evr- ópskari í hugsun,“ segir Saleh. Saleh er yngstur af átta systk- inum. Faðir hans, Ali, er látinn en Saleh lýsir honum sem frekar skrítnum manni. „Hann var súfisti en það er samblanda af íslam og hindúisma. Hann trúði því að maður öðlist betra líf í gegnum hugleiðslu.“ Ali var ekki samþykkur því að Saleh færi í nám til útlanda. Saleh stóð fast á sínu og vann í sykurverk- smiðju í tvö ár til að safna fyrir flug- miðanum. „Þetta var að sjálfsögðu erfitt en þetta hefði verið ómögulegt ef ég væri kona. Þær hafa nánast enga möguleika á að komast í burtu frá Íran. Ef faðir þeirra bannar þeim að fara burt hvað eiga þær þá að gera og hvernig eiga þær að safna peningum?“ spyr Saleh en bætir við að konur eigi góða mögu- leika á háskólanámi í Íran enda þurfi þær ekki að sinna herskyldu í tvö ár eins og karlar og geti því und- irbúið sig undir ströng inntökupróf háskólanna. Þetta segir Saleh vera meðal ástæðna fyrir því að konur eru nú í meirihluta í háskólum landsins. Móðir Saleh er aldrei kölluð ann- að en Mama enda er hún höfuð stór- fjölskyldunnar, elst systkina sinna. Mama lifir fyrir börnin sín og hefur stöðugar áhyggjur af því hvort þau fái nóg að borða. Tvær dætra henn- ar búa enn hjá henni, ákveðnar í að giftast ekki, en hin hafa stofnað fjöl- skyldur. Einn sona hennar býr í Ástralíu og þá sjaldan að hann hringir verður Mama himinlifandi þótt heyrn hennar sé svo takmörkuð að hún viti lítið hvað hann hefur að segja. Hún segist vera 84 ára en í raun og veru veit hún ekki sinn rétta aldur. Það voru engin fæðingarvott- orð þegar hún fæddist inn í stóran systkinahóp. Mama er ein af þessum gömlu konum sem verður alltaf fal- leg. Grátt hárið gerir hana virðulega og hreyfingar hennar sýna reisn og auðmýkt á sama tíma. Ef ég þekkti þann heim segði ég eflaust að hún hefði fallega áru. Síðasta hálfa árið hefur reynst henni erfitt. Á þessum stutta tíma hefur hún misst eiginmann sinn og tvo bræður. Það var henni því mikil gleði að fá Saleh og fjölskyldu hans í heimsókn. Eftir hverja máltíð tekur lengri tíma að sannfæra hana um að allir hafi fengið nóg að borða. Syst- urnar, Sarah og Maria, þjóna til borðs og borða ekki fyrr en allir hafa fengið nóg. Sultan skal ekki borin fram í krukkunni heldur í lítilli glerskál. Útlendingarnir og tengda- dóttirin eiga að fá allt það besta á heimilinu. Ýkt kynhlutverk í fjölskylduboðum Á nýársdag og alla vikuna eftir koma ættingjarnir í heimsókn. Fyrst heimsækir fólk elsta ættingj- ann sem er Mama og nokkrum dög- um síðar endurgeldur hún heim- sóknirnar. Þrátt fyrir góðan vilja er mér fyr- irmunað að vita hver á hvaða barn eða hver er systir hvers. Konurnar kyssa hver aðra þrisvar og karlarnir ýmist takast í hendur eða kyssast. Karlar kyssa aldrei konur sem ekki eru skyldar þeim. Í húsinu eru tvær stofur. Í ann- arri er grænt sófasett og að sjálf- sögðu persnesk teppi. Í hinni er gervihnattasjónvarp en þar er setið á gólfinu. Veggskraut er mjög tak- markað enda gefa teppin nægt lita- flóð í stofurnar. Venjulega eru fjöl- skylduboðin afslöppuð. Konurnar taka slæðurnar niður og fara úr síðum kápunum. Hárið þeirra er liðað en svolítið klesst enda fær það sjaldan að koma undir ferskt loft. Sjálf er ég aldrei með slæðu innandyra en samkvæmt lög- um er mér skylt að bera hana utan- dyra og get annars átt á hættu að vera send úr landi. Íranskar konur sem ekki bera slæðu utandyra eiga líkamlega refsingu yfir höfði sér. Systurnar bera fyrst fram kökur og te og síðan ávexti. Epli, banani og agúrka á disk fyrir hvern og einn gest. Þær eru stöðugt að þjóna og setjast helst aldrei niður. Gestir myndu aldrei hjálpa til. Kynhlut- verkin eru ýkt. Þegar maður skilur ekki tungu- málið gefst meiri tími til að skoða fólkið sjálft. Ég les í augu þeirra og látbragð og spinn sögur um líf þeirra. Líf þeirra fyrir byltingu, líf þeirra eftir byltingu, líf þeirra í stríðinu við Írak og nú líf þeirra með ógnina um innrás Bandaríkjanna yf- irvofandi. Strangtrúaður frændi Mama er ekki mikið fyrir svona samkomur. Henni leiðast óþarfa formlegheit og yfirborðslegar sam- ræður um veðrið. Núna er umræðu- efnið þó öllu skemmtilegra enda þurfa allir að spyrja aðeins út í þjóð- erni blaðamannsins sem enginn veit að skrifar í huganum um allt sem hann sér. Mörg þeirra hafa aldrei séð blaðamann áður og finnst það einhverra hluta vegna merkilegt. Ég velti fyrir mér hvort þau hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum enda er ég kannski ansi langt frá staðalmynd- inni. Þau hlökkuðu víst líka til að sjá ljóst hár og blá augu og ég ákveð að láta það ógert að upplýsa fólkið um að augun mín eru ekki blá. Jafnvel mínir nánustu vinir halda að ég sé með blá augu. Í eitt skiptið þegar von er á gest- um er stemmningin þó önnur. Ég er beðin um að setja upp slæðu og fjög- urra ára gömul stelpa sett í sokka- buxur því ekki má hún vera ber- leggjuð undir pilsinu. Systurnar hylja sig frá toppi til táar. Frændinn sem er á leiðinni er víst mjög trúað- ur. „Hvað gerist ef einhver kvennanna er ekki með slæðu?“ hvísla ég að Saleh. „Ekki neitt en honum liði illa og myndi kannski forðast að líta í átt til hennar,“ var svarið. Ég velti fyrir mér hvort frændinn sé í raun bara svona við- kvæmur. Í þessari heimsókn sitja karlarnir í betri stofunni en konurn- ar á gólfinu fyrir framan sjónvarpið. Öfugt við það sem ég hefði haldið stoppa gestirnir venjulega stutt við. Eftir rúma klukkustund láta flestir sig hverfa enda börnin orðin pirruð og upptjúnuð af kökuáti. Við sitjum eftir og borðum kvöld- mat um ellefuleytið en það er víst eðlilegur tími. Börnin dotta með út- klipnar kinnar eftir frænkurnar og frændurna en fullorðna fólkið vakir aðeins lengur og ræðir um daginn og veginn á hinum ýmsustu tungu- málum. Áramót í landi gestrisninnar Íslömsku áramótin eru mik- il hátíðarhöld í Íran og jafn- ast á við jólahald okkar Ís- lendinga. Vorjafndægur marka áramótin enda vorið upphaf alls nýs. Halla Gunn- arsdóttir hélt áramótin há- tíðleg í faðmi íranskrar fjöl- skyldu. Eyðimerkurborgin Yasd er uppfull af írönskum ferðamönnum í kringum áramótin. Íranar eru á faraldsfæti í kringum áramótin. Ýmist halda þeir á heimaslóðir eða fjölskyldan fer í ferðalag. Þetta fólk virti fyrir sér rústir hins sögufræga staðar Arg-e Bam. hallag@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.