Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 61 ÞAÐ hefur verið skrafað og skegg- rætt um Isis í harðkjarnaheimum lengi vel og þó að tónlist Isis sé lítt hröð og ofsafengin – meira þung, dulúðleg, hægstreym og dramatísk – hefur hún notið mikillar virðingar hjá þeim hópi. Plata sveitarinnar frá því í fyrra, Panopticon, varð svo til að opna tónlistaráhugamenn úr öðrum geirum fyrir einstökum hljóm sveit- arinnar, sem dregur áhrif frá God- flesh og fellur undir sama hatt og Cult of Luna, Anathema (nýju plöt- urnar), Neurosis og Jesu, sem ein- mitt er ný sveit Justin Broadrick, fyrrum höfuðpaurs Godflesh. Isis þykir mögnuð tónleikasveit en hún mun leika í Hellinum núna á mánudaginn en tilefnið er sex ára af- mæli Dordinguls (www.dording- ull.com), vefmiðstöðvar íslensku rokk- og harðkjarnasenunnar. Tónlistin fyrst Blaðamaður hringdi í Aaron og var hann þá staddur á heimili sínu í Boston, önnum kafinn við umslags- hönnun fyrir útgáfufyrirtæki sitt Hydra Head Records, sem líkt og Is- is hefur vaxið vel og dafnað hin síð- ustu ár. Isis til Íslands. Af hverju? „Valli hafði samband við okkur og spurði hvort við gætum gert þetta. Við sáum að það var hægt að tengja þetta við Evróputúr sem við erum að fara í. Þegar við byrjuðum með þetta band hefði okkur aldrei dreymt um að það ætti eftir að koma okkur til staða eins og Japans eða Íslands. Þannig að þegar okkur býðst færi á slíku stökkvum við þegar á það. Við erum mjög spenntir fyrir því að koma og ætlum okkur að nýta heim- sóknina vel.“ Síðasta plata ykkar náði að vekja athygli utan þess hóps sem þið hafið verið að höfða til. Kanntu einhverjar skýringar á því? „Ja … við byrjuðum innan þunga- rokks- og harðkjarnasenunnar en jú, vissulega höfum við þróast í aðrar áttir, ætli þetta sé ekki einhvers kon- ar síðrokk. Mogwai og Godspeed You Black Emperor! eru nöfn sem mér dettur í hug. Áheyrendahóp- urinn er a.m.k. alltaf að verða fjöl- breyttari og það finnst okkur vera já- kvæð þróun.“ Það mætti kannski segja að tónlist ykkar væri blanda af Sigur Rós og Motorhead? „(Hlær) jú, því ekki!“ Það leikur þokukennd ára um Isis, þið sjáist t.d. ekki á myndum og um- slagshönnunin er stílhrein og dul- arfull. Hvers vegna? „Okkur langar til að leggja áherslu á tónlistina fyrst og fremst. Meðlimir koma víða að og það er tónlistin sem slík sem bindur okkur saman. Þess vegna erum við ekkert að flíka and- litunum okkar. Persónulega hef ég alltaf verið hrifinn af sveitum sem eru dálítið dularfullar, eins og God- flesh t.d. Ljósmyndir af þeim voru alltaf það óskýrar að þú gast aldrei greint andlitin á meðlimum. Mér finnst Tool líka gera þetta ágætlega – að beina fólki að tónlistinni frekar en einhverju öðru.“ En hvernig gengur svo að reka Hydra Head? „Ég hafði rekið útgáfuna í tvö ár áður en ég stofnaði Isis og þá var það svona dæmigert rassvasafyrirtæki. Þetta er enn þá lítið fyrirtæki en það er full vinna að reka það í dag. Ég hef náð að sameina þetta tvennt og ég get tekið fyrirtækið með mér, þökk sé undrum kjöltutölvunnar. Síðustu sex, sjö ár hef ég fengið til liðs við mig aðstoðarfólk, þar á meðal minn helsta samstarfsmann, Mark Thompson, sem sér um daglegan rekstur og er eins konar stýrimaður. Ég er oft á tónleikaferðalögum og mitt aðalstarf núna felst í því að finna hljómsveitir auk þess sem ég sé um alla listræna hönnun.“ Nafnið En þetta nafn, Isis? Ertu á kafi í egypskri guðafræði? „Nei, við völdum þetta nafn bara af því að okkur fannst það flott. Þetta var reyndar eina nafnið sem við gát- um sætt okkur við! Við vorum búnir að sitja sveittir yfir hugsanlegum nöfnum og þegar þetta nafn kom upp urðu allir strax mjög hrifnir. Seinna samdi ég svo reyndar texta sem tengdust lauslega við goðsögnina um Isis. En þetta hefur engan veginn legið bandinu til grundvallar. Eins og ég segi, það er aðallega þetta orð sem okkur finnst flott.“ Ég og félagar mínir berum þetta fram sem „Is is“ en ekki „Æsis“ … „Já, ég hef heyrt þann framburð áður. Það var úti í Frakklandi! Mér finnst það bara hið besta mál.“ Tónlistin ykkar er nú þessleg að þið verðið eiginlega að skoða landið úr því að þið eruð að koma hingað. Náttúran hérna á það til að vera dramatísk … „Já, við verðum hérna í þrjá daga og ég veit að Valli (umsjónarmaður Dordinguls og tónleikahaldari) ætlar að sýna okkur hitt og þetta. Vonandi náum við að kíkja eitthvað út fyrir borgina.“ Tónlist | Isis spilar í Hellinum á morgun Þetta stóra … Bostonsveitin Isis hefur á undanförnum árum aflað sér fylgis úr ólíklegustu áttum, en tónlist- inni hefur m.a. verið lýst sem blöndu af Sigur Rós og Ham. Arnar Eggert Thoroddsen spjallaði við leiðtoga sveitarinnar, gítarleik- arann og söngvarann Aaron Turner. Isis. Aaron Turner er þarna einhvers staðar. Líklega. Tónleikarnir fara fram í Hellinum, sem er í Tónlistarþróunarmiðstöð- inni (TÞM), Hólmaslóð 2 á Granda. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og munu hljómsveitirnar Kimono og Drep hita upp. Aðgangseyrir er 2.000 krónur en aldurstakmark er ekkert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.