Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 25
keypt ný vaðstígvél nr. 10 og ull- arhosur handa furstanum, og hentaði þessi fatnaður honum ágætlega. Braut hann leistana á hæl, eins og góður sveitamaður, þegar hann klæddi sig í hosurnar og stígvélin. Reyndar var ég með alfatnað handa honum, ef á þyrfti að halda. Við sett- um saman veiðistangir. Hafði ég komið með nýju bóronstöngina, sem ég hafði fyrr á árinu fengið í afmæl- isgjöf, og notaði furstinn hana á veið- um sínum, en einnig var ég með tvær eldri stangir til vara. Meðan á þessu stóð var þegið kaffi í skálanum. Við fórum síðan yfir ána að fossinum, og þar renndi furstinn fyrir lax, með aðstoð Þórólfs. Albert prins fór með Páli til veiða ofar í ánni. Á meðan fóru mæðgurnar í göngu meðfram ánni. Lax var að stökkva, svo líflegt var við ána, en furstinn setti aðeins í seiði en veiddi engan lax. Albert varð var við fisk, og hélt stoltur á laxi, þegar hann kom að bílnum. Var ánægjulegt að vera þarna við ána. Við komum aftur að veiðihúsinu og kvöddum heimamenn. Héldum við þaðan upp um Kjósarveg yfir um Mosfellsheiði að Þingvöllum. Á Kjós- arskarðsleiðinni fór lögreglubíll fram úr okkur til að fá lítinn bíl til að víkja úr vegi okkar. Hafði sá litli ekið þar um stund og rykað upp fyrir framan okkur. Var lögreglan mjög hjálpleg og greiddi götu okkar hvar sem farið var. Þegar til Þingvalla kom var ekið fram að berginu við Almannagjá. Var allhvasst, þegar við gengum fram á gjábarminn. Samt var mikil hrifning meðal gesta. Þótti þeim útsýnið til- komumikið. Síðan gengum við niður Almannagjá og stöldruðum við á Lögbergi. Þar rakti ég nokkuð sögu staðarins og sagði frá alþingi Íslend- inga. Spurði furstinn þar margs um sögu þjóðarinnar. Síðan gengum við yfir að Öxará og á þeirri leið hittum við Guðmund Magnússon þá háskóla- rektor og kynntum hann fyrir furst- anum og fjölskyldunni. Við fórum yf- ir brúna hjá Drekkingarhyl og stigum þaðan upp í bílinn, sem beið okkar á stæði. Ókum við um hraunið meðfram vatninu og upp hjá Gjá- bakka. Var nú haldið að Laugardals- völlum og numið staðar við hellinn. Ekki hafði furstafrúin hug á því að snæða inni í hellinum, þótti það of skuggaleg vistarvera. Sveinn þjónn ók nú hvatlega í hlaðið. Brá furst- anum nokkuð við þessa skjótu bíl- komu, en Sigrún var fljót að róa hann með því að segja honum, að þarna kæmi þjónn á okkar vegum. Þeir þjónninn og bílstjórinn komu nú upp tjaldinu, sem við höfðum verið með til vara og kom nú að góðum notum. Spenntu þeir síðan upp borð og stóla. Var þremur borðunum komið fyrir inni í tjaldinu og við þau settir upp 12 stólar. Á þessi tréborð voru lagðar ljósrauðar mottur og gullin hnífapör, glös og handþurrkur. Tvö borð voru utan dyra og á þau var fram reiddur matur. Raðaði Sigrún til sætis, og vildi furstafrúin síður vera of inn- arlega í tjaldinu. Var nú borin inn síld í tólf litlum, svörtum smíðajárns- fötum, sem eru með síldarmynstri á loki. Var með þessu veitt íslenskt brennivín í kældri flösku. Boðinn var hákarl með snafsinum. Næst voru veittir ýmsir sjávarréttir. Fyrst var komið með reyktan lax á sérstöku laxafati, sem var með silfruðum haus og sporði í laxalíki. Reyndist reykti laxinn bragðast vel. Þarna var á borðum tvenns konar kavíar. Þá hafði Sigrún sett rækjur í hlaup og raðað upp Apavatnsmurtu ofan á sil- ungapaté. Þá voru á borðum ávaxta- og kartöflusalöt, en sósur í skálum. Næst var borinn fram soðinn lax á fati, þannig fram reiddur, að hausinn var látinn bíta í sinn eigin sporð. Ís- lenskt lambakjöt með kartöflusalati var síðan aðalrétturinn, og voru gerð góð skil. Að lokum voru bornir fram íslenskir ostar með kexi. Drukkið var Chablis hvítvín með sjávarréttunum en rautt Chateauneuf de Pape með lambinu. Að lokum var borið fram kaffi í íslenskum leirbollum skreytt- um hraunsalla. Uppáhaldsréttir prinsessunnar Carolina hafði orð á því, að þetta væru allt hennar uppáhalds réttir. Og spurði hún Sigrúnu öðru hverju hvernig þetta væri til reitt. Fursta- frúin hafði einnig orð á því að þessi ís- lenski matur væri frábær, og hrósaði Sigrúnu fyrir dugnað í matartilbún- ingi. Sagði Grace, að þetta væri skemmtilegasta útimáltíð, sem hún hefði tekið þátt í. Var okkur einnig skemmt með því, að í máltíðarlok, kom rauður hestur til okkar og vildi taka þátt í samkvæminu. Hafði hann tekið sig út úr stóði, sem var þar á beit á völlunum. Kom þá á daginn að Carolina átt tvo íslenska hesta, klár og meri, sem hétu Styggur og Snót. Hafði hún gaman af þessari óvæntu heimsókn. Að lokinni máltíð gengum við út að hrossunum, en bílstjóri og þjónn tóku upp tjald og komu far- angri fyrir í bílnum. Var nú ekið rakleitt að Gullfossi. Á leiðinni þangað ræddi ég nokkuð við furstafrúna. Hún er af írskum ætt- um, og ég sagði henni frá írska þætt- inum í Íslendingum. Fræddi ég hana um álfa og huldufólk og hindurvitni okkar. Ég sagði, að við værum mörg hjátrúarfull líkt og Írar, og það sagð- ist hún einnig vera. Ég sagði henni frá blóðflokkalíkingu Íslendinga og MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.