Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 39 UMRÆÐAN Einbýlishús í Grafarvogi óskast Ég hef verið beðinn um að finna einbýlishús með bílskúr, helst í Grafarvogi, helst með aukaíbúð, fyrir fjölskyldu sem er búin að selja eign sína. Staðgreiðsla í boði fyrir réttu eignina. Afhending getur verið samkomulag. Ef þú ert eigandi að svona eign og hefur áhuga á að selja, endilega hafðu þá samband við mig í síma 896 6606 Valþór Ólason eða á opnunartíma Kletts fasteignasölu í síma 534 5400. HJALLABREKKA - NEÐRI HÆÐ - KÓPAVOGI Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög fallega 80,3 fermetra neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi, vel staðsett við Hjallabrekku í Kópavogi. Íbúðin er í mjög góðu ástandi og fallegur garður með palli og sér upphituðu bíla- plani. Eignin skiptist í: Forstofu, þvotta- hús, stórt eldhús, hol, hjónaherbergi, bað- herbergi, stofu og inn af holi er gott vinnupláss og geymsla. Gólfefni eru parket og flísar. Fallegur garður með skjólgóðum sólpalli. Fal- leg eign sem vert er að skoða. Verð 16,7 millj. Myndir og nánari upplýsingar af eigninni á mbl.is. FUNALIND - 3JA HERB. - KÓPAVOGI Sérlega glæsileg íbúð á þessum friðsæla stað í Kópavogi. Íbúðin er 96,9 fm og er á annarri hæð í lyftublokk. Skipting eignar: Tvö rúmgóð svefnherbergi, stofa, eldhús með borðkrók, þvottahús innaf eldhúsi, gott baðherbergi, sjónvarpshol, hol, svalir og geymsla. Íbúðin nýtist öll sérlega vel og vandaðar innréttingar eru í íbúðinni. Mjög gott aðgengi. Verð 21,5 millj. 27546 HÁTEIGSVEGUR - HÆÐ OG RIS - RVÍK Hraunhamar fasteignasala er með í einka- sölu mjög fallega hæð, ris og bílskúr, samtals um 264 fermetrar, vel staðsett við Háteigsveg í Reykjavík. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á smekklegan hátt, þar sem stuðst hefur verið við upp- runalegt útlit að utan og innra skipulag látið halda sér. Eignin skiptist í inngang, forstofu, hol, stofu, borðstofu, gang, fjög- ur herbergi, baðherbergi og eldhús. Í risi er eitt herbergi, fjölskyldurými, snyrting og þvottahús. Innréttingar eru allar hinar glæsilegustu og gólfefni eru parket og flísar. Geymslur í sameign ásamt bílskúr. Fallegur garður. Eign sem vert er að skoða. Verð 46,0 millj. Myndir og nánari upplýsingar af eigninni eru á mbl.is. TRÖLLATEIGUR - MOSFELLSBÆ - RAÐHÚS Hraunhamar er með í einkasölu þetta glæsilega raðhús í byggingu við Tröllateig í Mosfellsbæ. Íbúðin er 168,8 fm, auk bíl- skúrs sem er 31,4 fm, samtals 200,2 fm. Skipting eignar: 4 svefnherbergi, fataher- bergi, stofa, eldhús, 2 baðherbergi, gesta- salerni, hol, geymsla, svalir og sjónvarpsherbergi. Verið er að innrétta húsið og skilast það fullbú- ið með gólfefnum. Allar innréttingar og tæki verða frá Fit og flísar frá Flísabúðinni. Húsið verður til afhendingar í júní/júlí 2005. Verð 39,9 millj. 102837 GNOÐARVOGUR - REYKJAVÍK Sérlega skemmtileg íbúð á þessum vin- sæla stað í Vogunum. Íbúðin er 74,4 fm með geymslu. Íbúðin er á fjórðu hæð eða þeirri efstu. Skipting eignar: Hol, baðher- bergi, 2 svefnherbergi, stofa, svalir og eldhús með borðkrók. Í sameign er þvottahús. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 14,9 millj. 109423 KLEPPSVEGUR - 4RA-5 HERB. - RVÍK Nýkomin í einkasölu mjög góð 118,7 fer- metra 4ra-5 herbergja íbúð á fyrstu hæð í góðu fjölbýli. Eignin skiptist í forstofu, hol, sjónvarpshol, stofu, eldhús, baðher- bergi, borðstofu (hægt að nota sem her- bergi), hjónaherbergi og barnaherbergi. Geymsla er í kjallara ásamt sameiginlegri þvottaaðstöðu. Hjóla- og vagnageymsla. Verð 16,9 millj. 108423 SKIPASUND - 3JA HERB. - RVÍK Nýkomin í einkasölu mikið endurnýjuð 72,3 fermetra 3ja herbergja íbúð á jarð- hæð í góðu þríbýli, vel staðsett við Skipa- sund í Reykjavík. Lýsing eignar: Góður sér inngangur. Forstofa. Gangur. Eldhús með snyrtilegri innréttingu og borðkrók. Inn af eldhúsi er gott hjónaherbergi með góðum skápum. Góð björt stofa og borðstofa. Baðherbergi flísalagt með sturtu. Gott barnaherbergi. Geymsla undir stiga. Frá gangi er innangengt í sameign þar sem er gott sameiginlegt þvottahús. Gólfefni er parket og flísar. Nýtt járn á þaki. Stór sameiginleg lóð. Verð 13,9 millj. ÞORFINNSGATA - 4RA HERB. - RVÍK Sérlega skemmtileg íbúð í litlu fjölbýli á þessum frábærra stað í miðbæ Reykjavík- ur. Íbúðin er 66,3 fm á stærð en gólfflötur- inn er mun stærri, því íbúðin er töluvert undir súð. Íbúðin er á fjórðu hæð eða þeirri efstu (ein íbúð á hæð). Skipting eignarinn- ar: Hol, 2 svefnherberg, stofa, eldhús, bað- herbergi og í sameign er geymsla, þvotta- hús og hjólageymsla. Þetta er eign sem vert er að skoða. Verð 14,6 millj. ÁLFTRÖÐ - SÉRHÆÐ - KÓPAVOGI Nýkomin í einkasölu á þessum góða stað mjög snyrtileg 93,4 fermetra efri hæð í tvíbýli ásamt bílskúr, samtals um 128 fm. Eignin skiptist í forstofu, gang, eldhús, stofu, borðstofu, sjónvarpshol, baðher- bergi, tvö herbergi, snyrtingu og sérstæð- an bílskúr. Útsýni. Ákveðin sala. Verð 18,9 millj. 100173 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Nýtt á skrá á alveg einstökum útsýnisstað 184,3 fm einbýlishús á einni hæð (þar af bílskúr 27,8 fm). Húsið er staðsett í botnlanga og er útsýni yfir Reykjavík eins og það gerist best. Innan hússins eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, fataskápur í tveimur þeirra. Upptekin loft í húsinu. Hol, stofa, borðstofa og eldhús mynda eitt alrými. Úr alrýminu er gengt út á 60 fm suðursólpall með skjólgirðingu. Það eru náttúruflísar á öllum gólfum. Verð 44,7 millj. Verið velkomin í dag frá kl. 15.00-17.00. Opið hús í dag STARARIMI 20 - EINBÝLI - LAUST STRAX Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli STEFÁN Jón. Við grunnskóla- kennarar í Reykjavík söknuðum þín fimmtu- daginn 7. apríl sl., þegar rúmlega 100 kennarar úr grunn- skólum Reykjavíkur mættu á fund þar sem þú hafðir samþykkt að vera frummælandi á nýrri skilgreiningu á vinnutíma grunnskóla- kennara, svokölluðum 8–17 vinnutíma sem kom inn í kjarasamn- ing grunnskólakenn- ara með bókun 5, ásamt Helga Gríms- syni, skólastjóra Sjálandsskóla í Garðabæ, og Jóni Pétri Zimsen, kennara í Réttarholtsskóla. Vinnu- tímaskilgreiningu sem þú og Krist- ján Júlíusson, bæjarstjóri á Ak- ureyri, komuð með færandi hendi á haustdögum í Kastljósi, þegar verkfall grunnskólakennara stóð sem hæst. Þú sem æðsti yfirmaður skólamála í Reykjavík átt að láta þig varða öll skólamál. Það er sorglegt að á undanförnum árum hafa allir aðrir en skólafólk verið leiðandi í skólamálaumræðunni. Þessi fundur var því talinn kær- komið tækifæri fyrir kennara að skiptast á skoðunum við þá sem eru í mestu tengslum við þá vinnu sem hér um ræðir. En þú mættir ekki okkur öllum til undrunar, reyndar boðaðir þú forföll með skömmum fyrirvara, en sennilega hefði einhver annar getað tekið sæti þitt og talað um þessa vinnu- tímaskilgreiningu sem virðist vera svar ykkar við því alvarlega ástandi sem hefur skapast í grunn- skólum landsins. Þessi verkfallsgjöf hefur ekki verið útfærð að neinu leyti. Yf- irmenn menntamála í Garðabæ hafa þó tekið hugmynd ykkar upp á sína arma og á fundinum sagði Helgi Grímsson, skólastjóri Sjá- landsskóla, frá hugmyndum sem hann og bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa varðandi tilraunasamning þann sem bókun 5 í nýgerðum kjarasamningi grunn- skólakennara gefur tækifæri til. Margir kennarar fagna þeirri hugmynd að hægt sé að gera tilraunasamn- inga sem gera það að verkum að kennarar fái hærri laun fyrir 2080 vinnustundirnar á ári en nú er. En það verður að skoða þess- ar tilraunir í réttu ljósi. Kennurum finnst sárt að heyra þig og aðra yfirmenn skóla- mála í landinu tala um að það sé ekki nema sjálfsagt að færa vinnu- tíma kennara upp til jafns við aðr- ar opinberar háskólamenntaðar stéttir og gefa þar með í skyn að kennarar vinni ekki til jafns við þær stéttir sem þeir bera sig sam- an við. Það er hins vegar staðreynd sem bæði ég og þú vitum að vinnu- skylda kennara er 2080 vinnu- skyldustundir á ári eins og annarra launþega. En fer niður í 1800 vinnuskyldustundir að frátöldum 88 stundum almennra frídaga og lágmarksorlofi sem er 192 stundir. Það er hins vegar ekki launung- armál að vinnutímatilhögun okkar er ekki eins og allra annarra stétta. Hér er kannski komið að rótum vandans. Grunnskólakennarar eru ekki bara launamenn í þeim skiln- ingi að þeir þiggja laun frá sveit- arfélögunum, heldur eru þeir eins konar verktakar sem taka að sér 1800 klukkustunda vinnu snemma að hausti og skila þeirri vinnu á miðju sumri. Kennarar starfa sam- kvæmt grunnskólalögum og því ber þeim að ná utan um þau störf sem tilheyra þessu starfi innan þessa vinnutímaramma og að teknu tilliti til þarfa barnanna sem við erum að þjónusta. Einn hluti þess er undirbúningur og úrvinnsla fyrir hverja kennslustund. Við telj- um að vinnutímasamningar okkar passi ekki til þessara verka, 20 mínútna undirbúningur fyrir hverja kennslustund er einfaldlega of lítill. Með tillögu Helga Gríms- sonar og bæjaryfirvalda Garða- bæjar er ekki annað að sjá en þessi tími verði skertur enn frekar. Samvinna og hugmyndavinna, sem fram fer í hópi eða teymi, er góðra gjalda verð. En eins og allir vita er fundarseta seinvirkasta form vinnu sem til. Eftir fundi verður alltaf að eiga sér stað ein- hver úrvinnsla sem fer fram hjá hverjum og einum ef fundurinn eða teymisvinnan á að skila árangri. Ég vil með þessum orðum mín- um beina til þín þeirri staðreynd að kennarar eiga og vilja ræða um breytta vinnutilhögun, en hún get- ur aldrei orðið á kostnað þeirrar staðreyndar að undirbúningur og úrvinnsla er eitthvað sem allir verða að vinna. Kennarar krefjast þess að samráð sé haft við þá þeg- ar umræðu um skólamál ber á góma og stuðla þannig að faglegri umræðu og betri yfirsýn. Opið bréf til Stefáns Jóns Hafsteins Þorgerður Laufey Diðriks- dóttir fjallar um skólastefnu borgarinnar í opnu bréfi til Stefáns Jóns Hafsteins, formanns menntaráðs Reykjavíkur ’…kennarar eiga ogvilja ræða um breytta vinnutilhögun, en hún getur aldrei orðið á kostnað þeirrar stað- reyndar að undirbún- ingur og úrvinnsla er eitthvað sem allir verða að vinna. ‘ Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Höfundur er kennari við Grandaskóla. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.