Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Íra. Þótti henni gaman að því að
bera þá vitneskju saman við sína
reynslu af þeim málum. Carolina
ræddi frjálslega við okkur og
sýndi mikinn áhuga fyrir öllu,
sem fyrir augu bar. Við Gullfoss
var áð um stund, þótti gestum
mikið til fossins koma. Við stóð-
um þar stutt við og héldum það-
an að Geysi. Var Grace með
kvikmyndavél og tók myndir af
ýmsum hveraaugum. Strokkur
gaus nokkrum sinnum öllum til
mikillar ánægju. Furstafrúin
gekk upp að Geysi, en hverinn
var tregur til að gjósa, enda þótt
í hann hefði verið sett sápa.
Nú hafði verið gert ráð fyrir,
að við værum við hverina í hálf-
tíma, en fólki dvaldist og var
klukkan orðin 15:30 þegar haldið
var þaðan áleiðis til Reykjavík-
ur.
Var nú ekið greitt heim á leið í
hálfgerðu súldarveðri. Lög-
reglan hélt þá öllum götuljósum
grænum á okkar leið, þegar þeir
vissu, að við vorum að verða of
sein að skipinu. Var komið að
Sundahöfn um klukkan 18:10.
Þegar að skipinu kom, voru gjaf-
ir gefnar. Íslenskir snyrtifræð-
ingar gáfu Grace bók um Ísland.
Einnig gáfum við Sigrún furstahjón-
unum Íslandsbók Samivels, L’or de
l’Island. Þau gáfu okkur bók Alberts
I, La Carriere d’un Navigateur, en
Albert var afi Rainiers III. Einnig
gáfu þau okkur safn af Mónakó-
frímerkjum og minnispening með
mynd af furstahjónunum. Þá gaf
Grace Sigrúnu silkislæðu með mynd
af hallargarðinum í Mónakó.
Furstinn var mjög ánægður með
ferðalagið. Hann reykti sína bognu,
svörtu pípu, sem hann hélt sig hafa
skilið eftir í bílnum, en pípan fannst
síðan í föggum furstans.
Við kvöddum svo þessa ágætu
gesti á skipsfjöl og héldum þaðan
heim. Skipið hélt svo úr höfn klukkan
19:00, hafði því seinkað nokkuð, þar
sem beðið var eftir flugvél frá Græn-
landi, sem farið hafði þangað með far-
þega af skipinu, en varð heldur sein
fyrir. Klukkutíma seinkun skipsins
var því ekki okkar sök.
Um heimskautanefndina
og prófessor Louis Rey
Í Mónakó er Vísindastöð, og var
Rainier fursti verndari hennar. Á
vegum stöðvarinnar eru skipulögð
verkefni á ýmsum sviðum lækna- og
náttúruvísinda. Sérstaklega hafa haf-
rannsóknir verið hefðbundið við-
fangsefni í fjölda ára. Í Mónakó er til
dæmis víðfrægt sædýrasafn og sjó-
minjasafn. Hafa furstarnir af Mónakó
mann fram af manni verið áhuga-
samir um allt sem viðvíkur sjáv-
arrannsóknum. Var Albert I, afi Rai-
niers, meðal brautryðjanda í
hafrannsóknum og leiðöngrum til
fjarlægra hafsvæða. Þess má einnig
geta, að í Mónakó er höfuðsetur Al-
þjóða sjómælinga, International
Hydrographic Bureau. Er það mið-
stöð, sem samræmir t.d. mælingar á
Atlantshafinu.
Við Vísindastöðina eru ýmsar
nefndir. Heimskautanefndin er ein
þeirra. Var hún stofnuð um 1980.
Verksvið nefndarinnar er að sam-
ræma og skipuleggja rannsóknir á
norðurslóðum og stuðla að aukinni
þekkingu og samvinnu manna á ýms-
um sviðum vísinda, tækni og fræða.
Formaður nefndarinnar var á
þessum tíma dr. Louis Rey. Hann er
fjölfróður vísindamaður og rithöf-
undur. Er hann doktor í lífefnafræði
frá París. Var hann prófessor þar og
einnig í Vísindaráði Frakka. Hann
hefur verið í mörgum vísindalegum
sendinefndum og lengi verið vísinda-
legur ráðgjafi í Nestle-fyrirtækinu í
Sviss, en þar í landi er nú heimili
hans. Hann er meðlimur í Royal
Geographical Society og Explorers
Club, enda mikill ferðalangur. Aðal-
áhugamál hans eru tengd heim-
skautasvæðinu, og er hann vel kunn-
ugur mörgum könnuðum
heimskautasvæða og þekkir gjörla
sögu þeirra. Um heimskautaferðir
skrifaði hann bókina Grænland Krist-
alsheimur. Kom hún fyrst út í París
árið 1974, og hlaut þá verðlaun
frönsku vísindaakademíunnar.
Er þetta mjög merkileg bók,
þar sem rakin er saga leiðangra
til Grænlands, og greint frá því
hvernig Grænland byggðist á
ýmsum tímum af eskimóum, Ís-
lendingum og öðrum norrænum
mönnum.
Í bók þessari vitnar hann í
bréf, sem farið hafa milli
biskupanna í Görðum og á Ís-
landi og Páfans í Róm, svo efnið
er áhugavert fyrir okkur Íslend-
inga. Kona mín Sigrún Laxdal
þýddi þessa bók úr frönsku á ís-
lensku og nefndi Grænland
Kristalsheimur. Almenna bóka-
félagið gaf bókina út árið 1986.
Heimskautanefndin, sem er
alþjóðleg og ópólitísk, hefur
meðal annars á stefnuskrá sinni,
að skipuleggja fundarhöld um
ýmis málefni, sem við koma
norðurslóðum. Auk formanns
nefndarinnar og varaformanns
er stjórnin skipuð 12 ráðgjöfum.
Átti ég sæti í ráðgjafanefndinni.
Merkur fundur um hafrann-
sóknir var haldinn í London á
vegum nefndarinnar 1980. Tók
Jón Jónsson, forstöðumaður
Hafrannsóknastofnunarinnar, þátt í
þeim fundi og flutti þar erindi. Í októ-
ber 1981 var síðan mikil ráðstefna
haldin í Róm um sögu kortlagninga
og leiðangra um norðurslóðir. Á
þeirri ráðstefnu var Haraldur Sig-
urðsson bókavörður með erindi um
kortasögu Íslands. Haustið 1982 í
september var ráðstefna í Noregi um
orkulindir heimskautanna. Fundur
var haldinn um hafrannsóknir á
heimskautaslóðum í Fairbanks í
Alaska. Þar vorum við Unnsteinn
Stefánsson, og flutti Unnsteinn þar
erindi um hafstrauma við Ísland, en
ég tók þar þátt í pallborðsumræðum.
Í september 1986 var síðan haldin
ráðstefna í Reykjavík um land-
græðslu og þróun gróðurs á heim-
skautaslóðum. Margir íslenskir
fræðimenn sátu þennan fund og
fluttu þar erindi. Erindi, sem flutt
hafa verið á þessum ráðstefnum, hafa
ýmist verið gefin út í sérstökum bók-
um eða í heftum þekktra tímarita.
Ýmsir stjórnarfundir voru haldnir
hér á landi, á öðrum norðlægum slóð-
um eða í Mónakó. Var Rainier fursti
eins og áður segir verndari Heim-
skautanefndarinnar, en einnig allra
funda, ráðstefna og ferðalaga, sem
nefndarmenn fóru í til heimskauta-
svæða. Var áhugavert að sitja þessa
fundi í félagsskap virtra vísinda-
manna og njóta gestrisni furstans á
hans heimaslóðum í Mónakó.
Höfundur er náttúrufræðingur.
Sigrún Laxdal, Rainier og Grace Kelly við tjald á
Laugardalsvöllum.