Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.04.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. APRÍL 2005 43 UMRÆÐAN Sími 533 4040 Fax 533 4041 Ármúla 21 • Reykjavík kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is TRAUST OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA jöreign ehf Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17. OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 16.00-18.00 HEIÐARHJALLI 21 - KÓP. - M. BÍLSKÚR Gullfalleg hæð á frábærum útsýnisstað, ásamt sérbyggðum bílskúr. Um er að ræða efri hæð í nýlegu húsi. Stærð 122,3 fm og bílskúr 25,3 fm. Í anddyri er skápur og ljósar flísar á gólfum. Herbergin eru þrjú, öll parketlögð. Baðherbergið er með hvítum flísum á gólfi og veggjum, innréttingu, sturtu og baðkari. Þvottahús er með flísum á gólfi. Eldhús er rúmgott með góðum borðkrók. Innrétting er spónlögð úr beyki, flísar eru á milli skápa. Stofan er rúmgóð og tengist holi og eldhúsi. Úr stofunni er gengið út á stórar svalir í suð- ur með gríðarlega fallegu útsýni. Að auki er innréttað alrými í risi. Bílskúrinn er fullbúinn með rafmagni, heitu og köldu vatni. Skipulag er gott, innréttingar og gólfefni eru sér- lega vönduð og útsýnið með því betra sem þekkist. Verð 29,0 millj. JÓN OG ALLA TAKA Á MÓTI ÞÉR! LAUGAVEGUR 99 Heil húseign og byggingarréttur Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali. Til sölu er öll þessi húseign, sem er staðsett rétt við horn Laugavegs og Snorrabrautar. Húsið skiptist í kjallara og tvær hæðir. Grunnflötur hússins er 10,1x7,85 metrar. Húsið er því 3x79 fm að stærð. Húsnæðið hefur lengst af skipst upp í verslun á jarðhæð og í kjallara og íbúð á efri hæð. Húsnæðið er í góðu ástandi bæði að innan og húseignin að utan. Húseigninni fylgir byggingarréttur ofan á húsið og má byggja eina hæð og ris ofan á húsið. Óskað er eftir tilboðum í húseignina. Upplýsingar gefur Brynjar Harðarson á skrifstofu Húsakaupa eða í síma 840 4040. Meiri-Hattardalur 1 - Súðavík Til sölu er jörðin Meiri-Hattardal- ur 1 í Álftafirði, V-Ísafjarðarsýslu. Jörðin er í óskiptri sameign með Meiri-Hattardal 2. Jörðin er talin landstór og á land að sjó fyrir botni Álftafjarðar í skjólgóðu og afar fallegu, að hluta til, kjarrivöxnu umhverfi. Nokkrar byggingar eru á jörðinni, m.a. gott íbúðarhús. Jörðin er án framleiðsluréttar og bústofns. Um er að ræða athyglisverða útivistarjörð. Ásett verð kr. 18 milljónir eða tilboð. Fell í Dýrafirði Jörðin Fell í Dýrafirði er til sölu. Stærð jarðarinnar er talin vera um 120 hektarar og að mestu af- girt. Á jörðinni er nýlegt íbúðar- hús, ásamt bílskúr, svo og nokkrar aðrar byggingar, m.a. nýlegt stálgrindarhús að stærð um 230 fermetrar. Jörðin er á góðu búsetusvæði Vestfjarða og í næsta nágrenni Núps, stutt frá Gemlufallsheiðinni og með skemmti- legu útsýni. Jörðin er með skógræktarsamning við Skjólskóga og er án framleiðsluréttar. Ásett verð kr. 15 milljónir eða tilboð. Stóri-Múli - Saurbæ Jörðin Stóri-Múli, Saurbæ í Dala- sýslu, er til sölu. Jörðin er gras- gefin mjög og afar hentug til hvers kyns ræktunar. Land jarð- arinnar liggur á löngum kafla meðfram Hvolsá og eru af ánni nokkrar tekjur. Húsakostur jarð- arinnar er nokkuð mikill; vel byggðar byggingar í góðu viðhalds- ástandi. Jörðin er án framleiðsluréttar, en nokkur vélakostur getur fylgt jörðinni á umsemjanlegu verði. Hér er um að ræða jörð, sem segja má að gefi möguleika til góðs almenns búreksturs, m.a. skóg- ræktar eða til frístunda og útiveru . Ásett verð kr. 35 milljónir eða til- boð. Lambhagi í Skilmannahreppi Úr jörðinni Lambhaga í Skil- mannahreppi, Borgarfjarðarsýslu, er til sölu um 70 hektara land, sem er í skipulagsmeðferð fyrir nokkrar stórar heilsársíbúðalóðir, ásamt með sameiginlegu beiti- landi fyrir hross. Um er að ræða skemmtilegt land á mjög góðum stað. Ásett verð kr. 29 milljónir, ef allt landið er selt í einu lagi, ásamt staðfestu skipulagi svæðisins. Um er að ræða áhugaverðan fjárfestingakost. Seljaland 1 í Lækjarhvammslandi Til sölu er vandaður sumarbústað- ur í Lækjarhvammslandi nærri Laugarvatni. Stærð bústaðarins er rúmlega 41 fermetri, auk svefn- lofts. Bústaðurinn er á um 5.000 fermetra eignarlandi og er lóðin vaxin trjágróðri. Grunnur að litlu gestahúsi er tilbúinn, svo og allt byggingarefni. Á lóðinni eru leiktæki fyrir börn. Allt innbú fylgir bústaðnum. Ásett verð er kr. 10 milljónir eða tilboð Jörð með veiðihlunnindum á Norðurlandi Höfum til sölu um 400 hektara jörð með einkaveiði, bæði lax og sil- ungur. Á jörðinni er gott íbúðarhús, ásamt góðum útihúsum. Jörðin er með skógræktarsamning við Norðurlandsskóga. Ásett verð kr. 38,0 milljónir. Upplýsingar einungis veittar hjá sölumanni bújarða. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð, þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Höfum til sölumeðferðar landspildur og sumarbústaðalóðir í Árnes- og Rangárvallasýslum. Upplýsingar hjá sölumanni bújarða. Óskum eftir greiðslumarki í mjólk og sauðfé fyrir ákveðna kaupendur, einnig bújörðum í fullum rekstri, svo og hlunnindajörðum hvers konar. Hafið samband við sölumann bújarða. Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. SÍÐUMÚLI 1 - TIL LEIGU Í mjög vel staðsettri húseign á horni Ármúla og Síðumúla er til leigu rúmgott húsnæði, sem getur hentað bæði sem skrifstofuhúsnæði og/eða aðstaða fyrir ýmiss konar félagastarf- semi. Rýmið sem um ræðir er á þriðju hæð, sem er á rishæð hússins, en hún skiptist í mjög gott 40 fm fundarherbergi, sem rúmar allt að 16 manns á fundi, og síðan mjög gott og bjart 107 fm rými sem áður var notað sem mötu- neyti með bæði gaflgluggum og þakgluggum. Gæti nýst fyrir stærri fundi og þess háttar. Allar nánari upplýsingar á skrifstofu Húsakaupa. þeim og þá gert lítið úr vinnu þess fjölda fólks sem þar hefur komið við sögu. Ég veit það af eigin raun hver erfitt það getur verið og tímafrekt að berj- ast fyrir nýjungum og nýrri framtíð- arsýn. Það er hins vegar flokki eins og Samfylkingunni nauðsynlegt að gera til þess að geta haft áhrif til breytinga í samfélaginu. Brýnasta verkefnið nú er að koma frá völdum þeirri ógn- arstjórn sem nú fer með völd svo hægt verði að koma á breytingum. Menn mega gjarnan minnast þess þegar veldi sjálfstæðismanna í borg- arstjórn var fellt eftir hálfrar aldar setu. Þær breytingar sem fylgdu í kjölfarið juku lýðræði innan borg- arstjórnar og starfsemi borgarinnar til mikilla muna. Þetta tókst vegna þess að Reykjavíkurlistinn varð til og honum var stýrt af sterkum leiðtoga. Engan veit ég sem ber brigður á það að forysta Ingibjargar Sólrúnar átti þar drýgstan hlut og það var vegna forystuhæfileika hennar sem Reykja- víkurlistinn vann kosningarnar í borg- inni bæði 1998 og 2002. Verkefni okkar Samfylking- armanna er að velja þann einstakling til forystu sem getur lyft svipuðu grettistaki og Reykjavíkurlistinn gerði 1994. Höfundur er fv. skólastjóri. einhverju ráði á götum með tjöru- bundnu slitlagi, dragi ekki úr líkum á umferðaróhöppum umfram óneglda barða ef almennt væri ekki ekið á nöglum. Mín skoðun er að eingöngu eigi að leyfa neglda hjólbarða á bílum sem eru í atvinnuakstri eða forgang- sakstri, í það minnsta á höfuðborg- arsvæðinu. Nóg er nú saltað hvort eð er og ofhlæði af notkun nagla og salts á sama svæðinu á ekki að þekkjast. Hluta þeirra fjármuna sem sparast hjá opinberum aðilum við minnkaða naglanotkun mætti nýta í aukinn sandburð á svellbunka á vegum landsins, og ekki síst í ókeypis nám- skeið fyrir almenning í hálkuakstri. Auk meiri kunnáttu í meðhöndlun bíla við vetraraðstæður gætu slík námskeið orðið til að fækka umferð- arslysum og skilað sér þannig í hrein- um hagnaði í heilbrigðiskerfinu, burt- séð frá því að minnka mannlegar þjáningar. Höfundur er bíltæknifræðingur og rekur fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.